Morgunblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 196« 17 S/VMAN HEFVR. TFklP íLmfn <jrunnlau^$oii! Allen Ginsberg: LYSERGIC ACID SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ÞÝDDI. Það er margfalt milljónaeygð ófreskja það er falið í öllum sínum fílum og sjálfum það suðar á rafmagnsritvélina það er rafmagn tengt við sig sjálft, ef það hefði víra það er griðarstór Köngulóarvefur ög ég er á seinasta milljónasta óendanlega fálmanga vefsins, gremjunaut týndur, aðskilinn, ormur, hugsun, sjálf ein af milljónum kínversku beinagrindanna einn af dæmigerðu mistökunum ég Allen Ginsberg aðskilin meðvitund ég sem vil vera Gu’ð ég sem vil heyra hina óendanlegu alsmæstu sveiflu hins eilífa samhljóms ég sem bið skjálfandi þessarar upphimnislegu tónlistar í eldinum að eyðileggja mig ég sem hata Guð og gef honum nafn ég sem geri mistök á eilífu ritvélinni ég sem er Fordæmdur En á hinum fjarlæga enda alheimsins er milljóneygða Köngulóin sem er nafnlaus og spinnur úr sjálfri sér endalaust ófreskjan sem er ekki ófreskjan nálgast með epli, ilmvötn, járnbrautir, sjónvarp, hauskúpur alheimur sem étur og drekkur sjálfan sig blóð úr hauskúpu minni 'tíbezk vera með loðið brjóst og Dýrahringur á maganum á mér þetta fórnarlamb ófært um að skemmta sér Andlit mitt í speglinum, gisið hár, blóðstorkur fyrir neðan augun, tippsjúgur, skemmd, talandi lostagirnd snápur, nöldurseggur, meðvitundarkippur , óendanleikanum hrollur í augum allra Alheima ég reyni að flýja Tilveru mína, ófær um áð halda áfram að Auganu. ég æli, ég er í dái, líkami minn er gripinn krampa, mig klæjéir í magann, vatn úr munninum, ég er hér í Inferno þornuð bein þúsund líflausra múmía nakin í vefnum, Draugarnir, ég er Draugur ég öskra þaðan sem ég er í tónlistinni, að herberginu, að sérhverjum nálægum, þú, er þú Guð? Nei, viltu að ég sé Guð? Er ekkert Svar? Verður alltaf að vera Svar, ansar þú, og ef ég gæti sagt Ja eða Nei — Guði sé Lof að ég er ekki Guð! Guði sé Lof að ég er ekki Gu'ð! En að ég þrái Já frá Samhljóminum til að skilja til fullnustu að sérhverju horni alheimsins, í hvaða ástandi sem er Já það er.... Já ég Er.... Já Þú Ert.... Við Við og það hlýtur að vera Það og Þeir og hlutur Án Svars Það skrfður, það bíður, það er kyrrt, það er byrjað, það er bardagalúðrar það er margföld blóðstorknun það er ekki von mín það er ekki dauði minn í eilífðinni það er ekki orð mín, ekki ljóð varið ykkur orðin mín það er DraugaGildra ofin af prestum í Síkkím e'ða Tíbet rammi sem þúsund þræðir í ólíkum litum eru strengdir á, andlegt tennisnet, sem ég sé upphimnislegar ljósöldur glitra í þegar ég horfi bjarta orku hringast kringum þræðina eins og í billjón ár þræðina breyta litbrigðum fyrir töfra einn breytist í annan einsog ef DraugaGildran væri smækkuð mynd af Alheiminum meðvitandi skynjandi hluta af hinni skyldu vél sem gerir sveiflur útávið í Tímann að Athugandanum sem breiðir út smækkaða mynd sína í eitt skipti fyrir öll endurtekna niðurávið á hverri mínútu með endalausum tilbrigðum gegnum sig sjálfa því hlutar hennar eru allir eins Nokkur örfáein orð um Allen Ginsberg GINSBERG sá er fæddur 3. júni og er því fjörutíu og eins árs fimm mánaða og ellefu daga þegar þetta er skrifað. Hann er sonur hjónanna Naomi Ginsberg, en hún var rússneskur innflytj- andi og alla ævi snarge'ðveik eins og segir í ljóðinu Kaddish (Ny 1959) og Lois Ginsbergs, en hann er mikið ljóðskáld og skildi við Naomi í önnum brjál- æðisins og hjá henni Allen þann er hér um ræðir og sagður er vera mesti hlussudólgur (beat- nik) á norðurhveli jarðar. Allen hefur reynt flest það er nöfn- um tjáir að nefna. Ef maður ætti að fara að telja upp af van- efnum væri helzt að nefna hvarf hans í Austurlöndum (hann skildi þó eftir nokkur ljóð á segulbandi), hann er forseti sam barids marijuana-neytenda í Bandaríkjunum og hefur reynt flestar tegundir eiturlyfja, sem nöfnum tjáir a’ð nefna svoað jafnvel fróðustu menn á íslandi skilja ekki þó vel sé leitað. All- mikið umtál hefur hann vakið fyrir ruddaskap í partium vest- anhafs þarsem hann hefur leyst niðrum sig á tíu mínútna fresti til þess að halda fjörinu. Það skal tekið fram að slík parti eru ekki óalgeng meðal þess fólks vestur þar er hefur atvinnu af myndræmuiðnaði. Allen er sagð- ur giftur bílstjóra sínum og Þessi ímynd eða orka sem endurfæðir sig sjálfa í djúpi geimsins frá Upphafi alls í það sem gæti verið „0“ eða „Öm“ 1 og dregur á eftir sér tilbrigði af sama orðinu hringast um sjálfa sig í sömu mynd og hin upprunalega Sýning og mótar stærri ímyndir af sjálfu sér útígegnum dýpi Tímans útávið hringað gegnum bönd úr fjarlægum Stjörnuþokum og gríðastór stjörnuspeki geymd, til að vera sjálfri sér trú, í Mandala málað á fílshúð, eða ljós mynd af teikningu á hliðinni á ímynduðum Fíl sem brosir þóað útlit Filsins sé ómerkilegur brandari — þa’ð gæti verið Merki haldið uppi af logandi Djöfli eða trölli skammæisins eða í ljósmynd af minni eigin vömb eða í auga mínu eða í auga munksins sem gerði merkið eða í auga síns sjálfs sem starir á sig sjálft að síðustu og deyr og þó að auga geti dáið og þó að auga mitt geti dáið skelfur billjón eygða ófreskjan, hin Nafnlausa, hin Svarlausa hin Frá-mér-hulda, hin endalausa Tilvera vera sem fæðir sig sjálfa, skelfur í hverju smáatriði, sér mismunandi hluti með sérhverju auga í einu Annar og ekki Annar færist eftir eigin lie’ðum ég get ekki fylgt eftir Og ég hef gert mér líkneski af ófreskjunni og ég mun gera annað því líður eins og leynisúíði það skriður og gengur í bylgjum undir sjónum það kemur og sigrað borgina það gerir innrás undir sérhverri Meðvitund það er nákvæmt eins og Alheimurinn ég æli af því því ég er hræddur um að missa af sýningu þess það kemur fram hvort sem er það kemur fram í speglinum hvort sem er það þvæst útaf speglinum og drekkir áhorfandanum það drekkir heiminum þegar þáð drekkir heiminum það drukknar í sjálfu sér það flýtur útvortis eins og lík full af tónlist stríðsdynurinn í höfði þess smábarnahlátur í brjósti þess kvalaóp í svörtum sjónum bros á vörum blindrar styttu það var þar ég átti það ekki sjálfur ég vildi nota það sjálfur vera hetja en það er ekki þessari meðvitund til sölu það fer ætíð eigin leiðir það mun fullkomna allar verur það mun verða útvarp allrar framtfðar það mun hlusta á sjálft sig í tíma það vill hvíld það er þreytt á að hlusta á og sjá sig sjálft það vill annað form annað fórnarlamb það vill mig það gefur mér góða ástæðu það gefur mér ástæðu til að lifa þáð gefur mér endalaus svör aðskilda meðvitund og sjónvitund það er bent á mig að vera Annar eða hinn, að segja að ég sé báðir og vera hvorugur það kemst af án mín það er Báðir Svarlausir (það svarar ekki þessu nafni) það suðar á rafmagnsritvélina það ritar orð í brotum sem er orð í brotum, MANDALA Guðir dansa á eigin líkömum ný blóm opnast og gleyma dauðanum H imnesk augu bakvið hugarangur sjónhverfingarinnar Ég sé hinn glaða Skapara bönd rísa upp í lofsaung til heimanna Flögg og veifur í yfirburðum Ein ímynd að lokum verður eftir þúsundeygð í Eilífðinni Þetta eru Verkin! Þetta er Þekkingin! Þetta eru endalok mannsins! San Fransisco annan júní 1959 *) Orðin eru.............úr sanskrít. förunaut Peter Orlovski. Báðir eru kynferðislega truflaðir og þegar þeir fer’ðast milli háskóla í upplestrarskyni situr afturí fólksvagninum geðveikur bróðir Péturs, sem hefur ekki sagt eitt orð áratugum saman. Dettur mörgum í hug heilög þrenning er þeir renna í hlað. Að sjá Ginsberg í ræðustól er oplevelse sem gaman ku vera að. Hann hristir allskyns bjöllur og skraut og syngur og gólar síðhærður með alskegg og gleraugu, aug- sýnilega frelsaður maður. Ljóð það er hér birtist „Lys- ergic Acid“ er ort um og undir áhrifum hins fræga deyfilyfs L.S.D. (Lanus Sit Deo) sic!! Ef- laust má þræta um skáldlegt og ljóðrænt gildi þess, en ljóðfð er ágætt dæmi um þau afkvæmi sem „L.S.D.- ........ geta fætt af sér, og því hið athyglisverð- asta aflestrar. Þess má geta, að þó ljóð þetta sé langt, er það alls ekki langt borið saman vi’ð önnur ljóð Ginsberg. Hér á síð- unni hefur áður birzt ljóð eftir einn af þeim höfundum, sem skipa má í flokk með Ginsberg, það er Gregory Carso. MYND þessi er ef Sigurði Guð- mundssyni 3 ára. t dag er Sig- urður þó 18 ára og stundar nám í M.R., en vegna mjög sérstæðra skoðanna á býflugnarækt og pólitik og gúmístígvélasöfnun og smyglmálinu mikla og sjálfum sér, er þetta nýjasta mynd, sem til er af Sigurði og ekki er geymd í eldvörðu bankahólfi. F.Á.T. SIGURÐUR Guðmundsson er varaformaður félags Automat- ista, FÁT, sem heimili á í Menntaskólanum í Reykjavík. Engin stjórn er fyrir félaginu né formaður, aðeins varaforma’ð ur, sem fyrr segir. Þessa síðu helga ég þýðingum Sigurðar í anda Autamatista. Sjálfur hefur Sigurður sett saman ritverk og er þeira frægast: „Þvaður að undirlagi móður minnar" er birtist í Menntaskólasögum. Þess má að lokum geta að, sem varaformaður FÁT (félags automatista) hefur Sigurður, gert tvennt að baráttumáli fé- lagsins. 1. Samræmdur opnunartími leikhúsa. 2. Annaðhvort að sett vertíi upp lágmynd af Guðjóni Samú- elssyni á Sal, þar sem Jön Sig- urðsson er nú, eða máluð verði freskómynd af Jóhannesi Birki- land á gólfið. Aðrir félagar eru: Þórarinn Eldjárn, Þorvaldur Guntilaugs- son, Ingólfur Margeirsson. MORGUKBlAÐSHUSINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.