Morgunblaðið - 09.02.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 09.02.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1968 21 Mannfræ&ileg rannsóknarslöi — Nokkrar athugasemdir GREIN í Mbl. d, 28. f.nk með ofanritaðri fyrirsögn er eiitt af mörgum raupsamtölum, sem Jens Pálsson (hér eftir skamm- st. J.P.) hefur átt við blaðið, en nú bregður svo við að ekki er látið sitja við raupið eitt, held ur brugðið á það ráð að láta klepra lítilmennskunnar falla á þaiu störf, sem ég hef unnið í þágu mannfræði íslendinga. En nú mun mikið þykja við liggja, þar sem um heila rannsóknar- stöð er að ræða. Áður en ég kem að því atriði, sem beinlínis miun beint að mér, þætti mér fróðlegt að fá upp- lýst hvað eigi að felast í þessari skilgreiningu á J.P. í upphafi greinarinnar: „Dr. Jens Pálsson, eini sérmenntaði mannfræðingur íslands". Nú veit J.P. eflaust eftir 18 ára maraþonhlaup að markinu dr. phil., að enginn nú- lifandi mannfræðingur miun telja sig sérmenntaðan á öllum sviðum mannfræðinnair og á sumum þeim sviðum eru til ís- lenzkir mannfræðingar með mun staðbetri menntun en J.P. hefur. Það mun varla hafa farið fram hjá J.P. að allir fram-á-menn í mannfræðinni hafa sérmenntun einnig í einhverju öðru fagi en mannfræði og fer sérgrein þeirra innan hennar eftir þvi Vegna uppbelgingsins í sam- bandi við boð J.P. á alþjóðaráð- stefnu mannfræðinga í Japan vil ég sannleikains vegna að það komi skýrt fram, að öllum mann fræðingum er boðin þátttaka og að flytja erindi jafnt á þessari, sem á öllum undangengnum ráð- stefnum og ennfremur að undir- búningsnefnd ráðstefnunnar býð ur engum „að tata sem fulltrúi Íslands“ eða nokkurs annars lands. Nefndin hefur boðið ríkj- um að senda fulltrúa á ráðstefn- una, en stjórnarvöld hvers rík- is ákveða hver fara skuli, ef hún þekkist boðið. Fulltrúi ákveður svo, hvort hann ætli að flytja erindi á ráðstefnunni eða ekki. iÞá er komið að þeim ummæl- um, sem sérstaklega er beint að mér, en þau hljóða svo: „Bein ein myndu fræða of lítið þótt aðgangur að sumum þeirra feng- izt e.t.v. fyrir seinni tíma vís- indamenn“. Hafi tilgangur J.P. verið að særa mig þá hefur hon- um tekizt það fuilkomlega og veit ég ekki hvers ég á að gjalda, því á marga lund hef ég þó greitt götu hans, einkum fram- an af hinni torsóttu leið hans. En það verður ekki sagt að „eini sérmenntaði mannfræðingur ís- lands“ beri of gott skyn á starf- semi annarra mannfræðinga og skal nú athugað nánar hvað ligg ur að baki þessum dylgjum í minn garð. — Pyrir mörgum ár- um fór J.P. fram á það við mig að fá léð ennþá öbirt rannsókna blöð mín yfir beinasafnið, eða þá aðgang að því að gera sömu rannsóknir og ég var að vinna að. Þessum tilmælum hafnaði ég auðvitað og taldi þau þar að au'ki óþörf, þar sem þegar höfðu verið birtar allar helztu mæl- ingar mínar á aðalhluta beina safnsins. Til þess að það komi skýrar fram, hvað J.P. var að fara fram á er rétt að gera grein fyrir því, hvernig þetta beinasafn er til komdð og hver þáttur minn í því er. Frá því árið 1989, að ég tók að mér rannsókn beinanna úr kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal og til þessa hef ég unnið að söfnun og rannsókn á beinum íslendinga. Fyrst dittaði ég að og rannsakaði þau bein, sem þegar voru til á þjóðminja- safnþ aðallega úr heiðni og not- aði ég þau til samanburðar. við beinin úr Þjórsérdal. Síðan hef ég í samstarfi við Þjóðminjasafn ið tekið að mér varðveizlu og rannsókn á öllum beinum, sem þar fal'la til, auk þess hef ég æði mörg sumur unnið við uppgröft beinagrinda, bæði á vegum Þjóð- minjasafnsins og á eigin spýtur. Þessi söfnun hefur verið með ákveðið verkefni í huga, sem krefst talsvert mi'kils beinasafns og fré ákveðnum tímabilum og það er ekki fyrr en nú á síðiustu árum að stærð safnsins frá viss- um tímabilum er orðið það mik- ið að hægt er að gera sér vonir um að sæmilega örugig svör geti fengizt við sumum þeim spurn- ingum, er ég hefi í huga. Þeir sem eitthvað þekkja til þessara mála vita hve tafsamt verk það oft getur verið að hreinsa, greina sundur og líma saman beinabrot, sem kornið hafa í ljós t.d. í jarð- ýturuðningi og sem stundum reynast að vera úr mörgum ein- staklingum. Þessi margra ára tómstunda- og sumarfríavinna mín hefur <511 verið unnin án ann arar umbunar en þeirrar, sem áhuginn fyrir starfinu veitir. Þuð mun nú víst enginn lé mér það þó að ég á sínum tíma hafi kinokað mér við að legg'ja margra ára vinnu að fótum J.P. segjandi: gjörið svo vei herra, nú skuluð þér taka við af yðar alkunnu snilld. — Það hefur einnig komið í ljós að beinamæl ingar mínar voru full'komilega nægjanlegar til samanburðar við mannamælingar J.P. og honum jafnvei tekizt að gera sér mat úr þeim eins og meðal annars kemur fram í samjtalinu við hann, þar sem hann-segir: „Rann sóknir á beinagrindum forfeðra okkar og nútímafólki geta t.d. brugðið mdkilsverðu ljósi á upp- runa íslendinga". Já, skyldi það ekki! en varla getur það talizt fréttnæmt á íslandi. En það mætti segja um innihaldið í framhaldi setningarinnar, sem er á þessa lund „og tel ég mig hafa lagt töluvert af mörkum í þessu efni“ og dreg ég ekki í efa, að J.P. telji svo veræ Það er svo annað mél, að þó að ég ekki hafi viljað láta J.P. hnýsast í þann hluta rannsókna mdnna, sem óunnið er úr, þá hefur verið unruð úr öðrum verk efnum en ég hef haft með hönd- umi, á beinasafninu af öðrum aðiljum en mér, svo sem á tönn- um og nýverið hef ég heimilað Skota afnot af beinasafninu til nokkurra sérathugana. Að endingu vil ég svo beina þeim eindregnu tilmælum. til J.P. að hann láti nú verða af því að skila Rannsóknas'tofu Háskól- ans í líffræðafræði frumgögn- um próf. Guðmundar Hannesson ar að mainnamælingum hans og augnaHtastiga, sem ég hvoru- tveggja lánaði J.P. fyrir æði mörgum árum, en miér hefir ekki tekizt að enduiheimta þrátt fýr- ir ítrekaðar tilraunir ti'l þess. Mundi miér þykja miður að þurfa að beita harðneskjulegum inn- heimtuaðgerðum. Reykjavík 81. j.anúar 1988. Jón Steffensen. INGÓLFS-CAFÉ Gömlu dansarnir í kvöld kl, 9 Hljómsveit JÓIIANNESAR EGGERTSSONAR. Söngvari GRÉTAR GUÐMUNDSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. GLAUMBÆR POIMIK OG EIIMAR leika og syngja. GLAUMBÆR SM11777 BLADBURÐARFOLK OSKAST # eftirtalin hverti Hringbraut frá 37—91 — Lambastaðahverfi To//ð v/ð afgreibsluna i sima 10100 —HÖTEL BORG—i Fjölbreyttur matseðill HAUKUR MORTHENS OG HLJÓMSVEIT SKEMMTA ★ DANSAÐ TIL KL. 1 allan daginn, alla daga. KLÚBBURINN ÍTALSKI SALURINN TRÍfl ELFARS BERG SÖNGKONA: IVIJÖLL HÍILM í BLÓMASAL RONDÓ TRÍOIÐ Matur framreiddur frá kl. 7 e.h. Borðpantanir í síma 85355. — OPIÐ TIL KL. 1. TEIVtPLARAHÖLLIN S. G. T. Spilakeppni Fyrsta kvöld af fimm í k v ö 1 d kl. 9 stundvíslega. Heildarverðlaun: Ferð til útlanda með Gullfossi fyrir tvo (þá slagahæstu). VALA BÁRA syngur með hljómsveitinni Dansað til klultkan 1 . Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Sími 20010. STÓRDANSLEIKUR verður haldinn í LÍDO í kvöld 9. febrúar. Tízkusýning, Jazzballett ofl. _____________n yiiTuur*' Hljómsveit ÓLAFS GAUKS ásamt SVANHILDI. ALLIR VELKOMNIR. F.II.J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.