Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 34. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kynþáttaóeirðir í Orangeburg — fjórir stúdentar biðu bana — lýst yfir neyðarástandi i borginni Mynd þessi var tekin í vikunni af bardögunum í kínverska hve finu í Saigon. Skriðdrekar N-Vietnama halda í átt til Keh Sanh —Thieu, forseti S-Vietnam, leggur fram áætlun um að efla her landsins Saigon, 9. febrúar, AP, NTB. FBÉTTIR, sem berast frá Viet- nam í kvöld herma, að skriðdrek- ar N-Vietnamskra hermanna stefni nú í tugatali í átt til her- stöðvarinnar Keh Sanh, þar sem um fimm þúsund bandarískir hermenn eru til varnar. í her- stöðinni, sem tekur yfir fimmtán ferkílómetra svæði, er varnar- kerfi mjög svipað því, sem var í víginu Lang Vei, sem hermenn N-Vietnam tóku fyrir nokkrum dögum.. Telja talsmenn banda- ríska hersins, að árásirnar sem gerðar voru á útvarðarstöðvar herstöðvarinnar í gær, hafi verið til þess ætlaðar að komazt að því, hvar væru veikustu hiekk- irnir í vamarkerfi hennar.. Er búizt við stórfelldri árás á her- stöðina mjög fljótlega. Árásin í gær stóð í sextán klukkustundir og þykir víst, að N-Vietnamlhermenn hafi í skjóli hennar látið fara fram mikla hergagnaflutninga í átt tii her- stöðvarinnar. Bandarískar flug- vélar sáu tugi flutningabifreiða og skri'ðdreka halda í áttina til Keh Sanh og tókst einni flug- vél þeirra að granda tveimur skriðdrekum og tveimur bifreið- anna. Bandaríkjamenn segja, að 124 hermenn N-Vietnam hafi fall ið en af varnarliðinu hafi fallið 21 maður, þriggja sé saknað og 26 hafi særzt. í dag unnu bandarískar flug- vélar að því að fytja á öruggari staði þúsundir óbreyttra borgara frá Laos landamærunum. Höfðu þeir leitað hælis í herstöðinni eftiir að N-Vietanam hermenn tóku Lang Vei. Einnig eru meðal þessa flóttafólks óbreyttir borg- arar af svonefndum Brou ætt- flokki, fjallabúar, sem hafa flúið þau svæði, er Norður Vietnam- menn náðu. Hue Frá Hue berast þær fregnir, að N-Vietnamskir hermenn hafi ráðizt á birgðastöð skammt frá Hue, drepið 20 bandariska land- gönguliða og sært aðra 39. Þær fréttir berast annars frá Hue að erfiðlega gangi að hrekja skæru- liða og herm,enn N-Vietnam úr borginni. Hefur jafnvel veðrið snúizt gegn stjórnarhernum og Bandaríkjamönnum. þar hefur veður verið svo slæmt í dag, að þyrlur hafa ekki getað komið Framhald á bls. 20 Orangeburg, Suður-Karólína, 9. febr. AP, NTB. RÍKISSTJÓRINN í Orange- burg, Suður-Karólína í Banda ríkjunum, Robert McNair, lýsti í gær yfir neyðarástandi í borginni og fyrirskipaði al- gjört útgöngubann, vegna blóðugra kynþáttaóeirða sem orðið hafa í borginni síðustu daga. Tilskipun ríkisstjórans var birt eftir að hatrammar kyn- þáttaóerðir höfðu brotizt út og náðu hámarki sínu aðfara- nótt fimmtudags, er þrír blökkustúdentar voru dreppn ir í átökunum- Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa meiðzt talsvert. Um það bil 800 lögreglumenn og hermenn úr þjóðvarðliðinu, sem kvaddir voru á staðinn, stóðu í gær með alvæpni vörð við hálskólasvæðið, þar sem óeirðirnar urðu mestar á fimmtu dagskvöld. Allmiklar viðsjár höfðu verið meðal háskólastúdenta eftir að svertingjum hafði verið vísað frá knattleiksvelli i borginni. Flestir stúdentanna við háskól- ann eru negrar. Lögregian segir, að stúdentarn ir hafi lagt eld í grasblett skammt frá háskól'anum og sdðan hafi svertingjahópur skotið að lögreglunni, er hún var kvödd til, og innan stundar logaði allt í bardögum. Ríkisstjórnin segir, að útgöngu banni og neyðarástandi verði ekki afiétt, fyrr en tekizt hefur að koma aftur á lögum og reglu í borginni. Þungir dómar í S-Afríku Pretoria 9. febr. NTB-AP. ÞRJÁTÍU Afríkumenn voru í gær dæmdir til langrar fang- eisisvistar af hæstarétti Suður- Afríku. Var þeim gefiff aff sök aff hafa stundaff hryffjuverka- starfsemi í Suffvestur-Afríku, sem heyrir undir stjórn Suffur- Afríku. Mennirnir hafa lýst yfir því aff þeir dragi réttmæti dómanna í efa og lögfræffingur þeirra kannar nú hvort hæstiréttur hafi leyfi til að dæma í málum þeirra. Nítján sakborninga fengu ævi langa fangelsisdóma, 9 voru dæmdir í 20 ára fangelsi og tveir fimm ár. Einn hinna dæmdu las upp yfirlýsingu, er dómarnir höfðu verið kveðnir Framhald á bls. 20 Tveggja flugvéla saknað Nýju Delhi, Rio de Janeiro, 9. febr. NTB. TVEGGJA flugvéla er saknað og með þeim samtals 12ö manns. í Nýju Delhi var til- kynnt í gær, að saknað væri herflutningavélar af Antonov gerð, sem verið hefði í Hima- layafjöllum s'íðast þegar heyrð ist frá henni fyrir tveimur sólarhringum. Vélin var á leiðinni til Leh, höfuðborgar Ladakh, sem liggur í 3,3öO metra hæð í Himalaya. Slæmt veður var á þeim slóðum um það leyti, sem flugvélin hvarf. Leh er aðalbækistöð ind- verskra hersveita, sem ann- ast varðgæzlu við landamæri Kína. Hin vélin er flugbátur af Katalinagerð og er í eigu braziliska flugflotans. Síðast heyrðist til vélarinnar á fimmtudagskvöld, er hún var skammt frá landamærum Bolívíu. Umfangsmikil leit var þegar hafin að vélinni, en nokkrar vonir eru taldar' að tekizt hafi að lenda henni á einhverju opnu svæði í frum- skógúnum. Fyrir ári týndist vél á svipuðum slóðum, en fannst eftir víðtœka leit. 95 hljdta listamannalaun í ár — listamönnum i hærri flokkum fjölgar um tiu, en i lægri flokkum fækkar um 16 — Sjö i heiðursflokk ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna hefur lokiff störf- um fyrir áriff 1968. Alls hlutu 95 listamenn laun aff þessu sinni, 7 í heiffurslaunaflokki, sem AI- þingi úthlutar, í hærri flokki út- hlutunarnefndar fjölgaffi lista- mönnunum um tíu, úr tuttugu í fyrra í þrjátíu, og í neffri flokki nefndarinnar fækkaffi listamönn unum úr 74 í fyrra í 58 nú. Þeir tíu listamenn, sem nú bættust í hærri flokkinn eru: Árni Kristjánsson, píanóleikari, Bryniólfur Jóhannesson, leikari, Elínborg Lárusdóttir, rithöfund- ur, Hannes Pétursson, skáld, Inrlriffi G. Þorsteinsson, rithöf- undur, Jóhannes Jóhannesson, myndlistarmaffur, Jón Björns- son, rithöfundur, Jón úr Vör, rit- höfundur, Karl O. Runólfsson, tónskáld, og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. Þá beindi úthlutunarnefnd listamannalauna þeim tilmælum til Alþingis og menntamálaráð- herra, að þrem listamönnum: Ás mundi Sveinssyni, myndhöggv- ara, Jóliannesi úr Kötlum, skáldi, og Jóni Leifs, tónskáldi, yrffi bætt viff í heiðurslauna- flokk listamanna og aff tekin verffi upp sérstök fjárveiting til heiðurslaunaflokksins. Nefndina skipúffu Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri (formaffur), Halldór Kristjánsson, bóndi (rit- ari), Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, Andrés Kristjánsson, rit- stjóri, Einar Laxness, cand. mag, Hjörtur Kristmundsson, skóla- stjóri, og Magnús Þórffarson, framkvæmdastjóri. Listamannalaunin skiptast þannig: Veitt af Alþingi: 100 þúsund krófiur: Guðmundur Gíslason Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Jóhannes S. Kjarval, Páll ísólfsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.