Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 19«8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SKÝRSLA OECD TJ'fnahags- og framfarastofn- ^ unin hefir birt ársskýrslu sína um efnahagsmál á ís- landi, en stofnunin fylgist rækilega með þróun efna- hagsmála í öllum aðildar- ríkjum, birtir um hana skýrslur, leiðbeiningar og aðvaranir þegar þurfa þyk- ir. Er hér um merka starf semi að ræða, sem oft hefur borið verulegan árangur og haft áhrif á afstöðu stjórn- arvalda, jafnvel meðal stór- þjóðanna. Þess vegna fyllsta ástæða til að gefa gaum að því, sem þessi stofnun segir um efnahags- málin. í ársskýrslunni er gerð grein fyrir þeim erfiðleik- um, sem við fslendingar höf- um átt við að búa vegna aflabrests og verðfalls, en þó er þar talið sennilegt, að gjaldeyrisforði íslendinga hætti að minnka á þessu ári og jafnvel að hann gæti auk- ist eitthvað á ný. Síðar seg- ir orðrétt: „Mikið mun þó komið undir stefnu stjórnarvald- anna og viðhorfi launþega, atvinnurekenda og bænda. Eitt helzta viðfangsefnið verður, að draga úr verð- hækkunum af völdum geng- isfellingarinnar og koma í veg fyrir, að óhjákvæmileg verðhækkun innfluttra vara verði til þess, að hrinda af stað víxlhækkunum verð- lags og kaupgjalds. Gengis- fellingin var nauðsynleg vegna mikils halla út á við, er var afleiðing verðfalls og aflabrests, ásamt of mikilli hækkun kaupgjalds og ann- arra tekna á undanfarandi tímabili. Til þess að jafn- vægi út á við náist á nýjan leik, þarf að beina fram- leiðsluöflunum í ríkara mæli að útflutningi og að fram- leiðslu, er komi í stað inn- flutnings. Helztu leiðirnar til þess að koma þessu fram eru bætt samkeppnisaðstaða at- vinnuvegana og minnkandi kaupgeta neytenda af völdum hækkaðs innflutningsverð- lags. Verðhækkanirnar af völdum gengisfellingarinnar réttlæta því ekki hækkun kaupgjalds. Áframhaldandi festa í kaupgjaldi og verð- lagi er því nauðsynlegt skil- yrði þess, að gengisbreyting- in sé ekki unnin fyrir gýg.“ Eins og þessi orð bera með sér, telja sérfræðingar Efna- hags- og framfarastofnunar- innar mjög mikilvægt, að verðhækkanir af völdum gengisfellingarinnar leiði ekki til kauphækkana þegar í stað; þvert á móti sé nauð- synlegt að forðast eins og frekast má verða víxlhækk- anir kaupgjalds og verð- lags. Það ætti raunar að vera augljóst, að þegar útflutn- ingstekjur þjóðarinnar minnka á einu ári um ná- lægt 2000 millj. króna, þá getur afleiðingin ekki orðið önnur en kjaraskerðing lands manna allra. Þessi kjara- skerðing er því miður stað- reynd, sem engar kaup- gjadsbreytingar fá um þok- að. En skilyrði þess, að á ný sé hægt að treysta efnahag þjóðarinnar og undirbúa nýja framfarasókn er ein- mitt, að nú takist að forðast hækkanir, sem gera mundi áhrif gengisfellingarinnar að engu. Meginatriði er að nýta sem allra bezt vinnuafl og fram- leiðslutæki þjóðarinnar. Þess vegna þarf að uppræta það atvinnuleysi, sem bryddað hefur á, og skapa öllum mönnum tækifærir til eins mikillar vinnu eins og þeir telja sér henta. En til þess að það megi takast, er nauðsyn- legt að forðast kaupgjalds- hækkanir, sem hafa mundu samdrátt í för með sér. ÁSTÆÐULAUST UPPÞOT lVTenn minnast þess, að í samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins ástunduðu Fram- sóknarmenn þá iðju að reyna að þakka sér allt, sem vel var gert, en skamma Sjálf- stæðisflokkinn fyrir það, sem miður fór. Sjálfstæðismenn létu þetta ekki á sig fá á þeim tíma, heldur reyndu að halda stjórnarsamstarfi sem beztu og traustustu, svo að unnt yrði að ráða málum þjóðarinnar til sem farsæll- asta lykta. Reynslan varð líka sú, að fólkið sá, hve ó- heilbrigð þessi iðja Fram- sóknarmanna var og veitti Sjálfstæðisflokknum aukið traust, er til kosninga dró. Vegna skrifa Alþýðublaðsins að undanförnu hafa allir gott af því, að þetta sé nú rifjað upp. Og hitt er víst, að leið- togar Sjálfstæðisflokksins munu nú eins og áður láta samstarfsflokk sinn njóta sannmælis og ekki reyna að eigna sér allt, sem vel er gert, né heldur að reyna að koma á Alþýðuflokkinn því, sem ver hefur gengið. Út af fyrir sig er eðlilegt, að sitt sýnist hverjum um til- Ékv'M VRJ UTAN ÚR HEIMI Kórea og nálæg lönd. Hyggja N-Kóreumenn á innrás? SEOUL, (Associated Press) — Láta Norður-Kóreumenn til skarar skríða, eins og þeir hafa látið liggja að síðustu mánuði, hefja aftur innrás suður fyrir 38. breiddarbaug- inn og stofna þannig til ann- arrar styrjaldar í Asíu? Ef svo fer, hafa þá hersveitir Sam- einuðu þjóðanna í Suður- Kóreu bolmagn til að hrinda innrásinni? Þessar spurningar heyrast oft hér, nú þegar spennan eykst við vopnlausa beltið milli Suður- og Norður-Kór- eu. í herafla Sameinuðu þjóð- anna eru 5'50 þúsund manna lið Suður-Kóreumanna, harð- snúið og þrautþjálfað, en að- allega búið vopnum frá Kór- eustyrjöldinni og síðari heims styrjöldinni, — tvö herfylki Bandaríkjanna, sem ásamt öllum aðstoðarbefsveitium nær 50 þúsundum manná, — oig stórskotaliðsherdeild frá Thai landi. Flestir amerískir her.for- ingjar og óbreyttir liðsmenn sem gaettu síns hluta af hinni 240 km löngu landamæralínu, töldu enga möguleika á end- urnýjuðum hernaðarátökum — þar til í október 1966. Fram til þess tíma var and- rúmsloftið sæmilega kyrrlátt. Varðliðssveitir Sameinuðu þjóðanna mættu oft árekstra- laust hermönnum frá Norður- Kóreu, hvorir sínum megin markanna. En í október og nóvember árið 1966 fór ástandið að taka á sig aðra mynd, er skyndi- lega kom til blóðugra átaka við landamærin. Suður-Kóreumenn voru í þann veginn að senda heilt herfylki af þjálfuðustu mönn- um sínum til Víetnam um miðjan október, þegar fyrstu árekstrarnir urðu. Norður- Kóreumenn réðust úr umsátri á matvælaflutningabifreið að- eins 500 m frá vopnahléslín- unni. Umsátursmenn vörpuðu handsprengjum, skutu af vél- byssum og drápu þannig sex Suður-Kóreumenn, sem þeir skildu eftir, er þeir höfðu rænt þá klæðum og vopnum. Að svo búnu flúðu þeir norð- ur yfir landamærin. Á frostmorgni í nóvember 1966 laumaðist flokkur her- manna frá Norður-Kóreu yfir landamærin og skaut, stakk og barði til bana sex Amerík- ana og einn Suður-Kóreu- mann.. Þessi atburður vakti meiri athygli heimsins en nokkur fyrri atburður, þar sem hann skeði síðustu klukkustundir opinebrrar heimsóknar Johnsons Banda- ríkjaforseta til Kóreu. En á eftir fylgdu fleiri íirás- ir. Upplýsingadeild hersins hér segir, að meira en 250 Norð- ur-Kóreumenn hafi verið felldir eða teknir höndum í landamæraerjum síðan í októ ber 1966. Mannfall í liði S.þ. hefur á sama tíma verið 120 þar af 22 ungir Ameríkanar. Skýrslur herma, að 150 sinn- um hafi komið til hernaðar- átaka. Aðeinns átta sinum kom til árekstra árið 1964 og tuttugu cj sjösinnum árið 1965. Jafnvel enn voveiflegra er að sjá, að um 200 vopnaðir Norður-Kóreumenn hafa ver- ið drepir eða handteknir við skæruhernað langt suður af vopnahléslínunni. Er það um þrisvar sinnum hærri tala en á nokkrum undanfarandi ára, að sögn yfirvalda Kóreu. — Leiðtogar Suður-Kóreu, með- al annarra Ching Hee Park forseti, líkj-a ástandinu nú við það, sem var rétt áður en Kóreustríðið brauzt út í júní 1950. Kim Sung-Eun varnarmála- ráðherra hefur hvað eftlr ann að varað við því, að Norður- Kóreumenn væru að undir- búa endurnýjun hernaðará- taka, sennilega þó í formi skæruhernaðar í þetta skipt- ið, fremur en að leggja út í hið hefðbundna stríð sem reyndist þeim svo dýrt og bandamönnum þeirra, Kín- verjum. Einn af yfirmönnum liðs S.þ. sagði, að þessi ógn komm únista hefði alltaf verið yfir vofandi, en hinar auknu of- beldisaðgerðir að undanförnu séu „sennilega til komnar fyr- ir aukið vonleysi leiðtoga Norður-Kóreumanna“. Hann bætti við: „Líklegt er að þeir reyni að skapa ótryggt ástand í Suður-Kóreu til að koma í veg fyrir það að ýms- ir aðilar hætti á að lána Suð- ur-Kóreumönnum fé til langs tíma, en það er nauðsynlegt til að koma föstum fótum undir fjárhag þessa vaxandi lýðveldis". Þá sagði hann einnig, að Norður-Kóreumenn hefðu til þessa ekki haft erindi sem erfiði af þessari starfsemi sinni. Þeir hefðu ekki fengið neina bændur í Suður-Kóreu til aðstoðar við sig, en hins vegar væru bæði yfirvöldin í landinu og her S.þ. nú miklu betur á varðbergi en áður og Framhald á bls. 27 lögur til lausnar á vanda eins og þeim, sem ríkisstjórnin er nú að leysa, enda hljóta margar tillögur að koma fram um tekjuöflun og sparn að, þegar þannig hagar til sem raunin er nú á. Er eðli- legt að ráðherrar geri grein fyrir slíkum ólíkum sjónar- miðum og tillögum. En að því er almanna- tryggingar varðar, sem Al- þýðublaðið ræðir nú mest um, þá efast að vísu enginn um áhuga Alþýðuflokksins á þeim málum, en hitt er stað- reynd, að Sjálfstæðismenn hafa ekki síður átt þátt í þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið til að efla al- mannatryggingarnar. Hitt er Ijóst, að það er eins um al- mannatryggingar eins og aðra þætti þjóðlífsins, að þær þarf að endurskoða við breyttar aðstæður, og stöðn- un á því sviði er ekki heppi- legri en á öðrum sviðum í þjóðfélagi, sem er í örum vexti og þar sem stöðugar umbreytingar eiga sér stað. Að undanförnu hafa ýmsar ábendingar komið fram um endurskoðun almannatrygg- inga og þar á meðal um sam- hengi þeirra og skatt- greiðslna. En Morgunblaðið getur sagt Alþýðublaðinu, að algjörlega er ástæðulaust það uppþot og gauragangur, sem birtzt hefur í ritstjórnar- greinum Alþýðublaðsins síð- ustu daga. Lætur Morgun- blaðið svo útrætt um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.