Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968
3
Það eru dásamlegar myndir
segir N.Y. Times um ísl. landslagsmyndir Louisu Matthíasdóttur
~ LISTMÁLARINN Louisa
Matthíasdóttir (dóttir Matt-
híasar heitins Einarssonar
læknis hélt sýningu á verk--
um sínum 9.—27. janúar í
sýningarsal Robert Schoel-
korps á Madison Avenue í
New York. En hún er sem
kunnugt er búsett í Banda-
ríkjunum, gift amerískum
listmálara.
Málverkasýning Louisu fékk
frábæra dóma. Sagði list-
gagnrýnandi stórblaðsins
New York Times m.a. um
landslagismyndir hennar frá
íslandi, að enginn hefði með
þvíMku valdi slegið á þessa
tilfinningastrengi síðan Ed-
vard Mundh var uippi. Það
væru diásamlegar myndir. I
þýðingu hljóðar gagnrýnin í
New York svo:
Louiöa Mathiasdóttir (Scho-
elkoptf, 825 Madison Ovenue
við 69 götu): Til eru málar-
sem hvorki leita eftir né
verða í sviðSljósinu — leggja
reýndar fyrir sig stíl, sem er
andstæður sviðsljósinu —
myndir þeirra eiga sér ríki
handan uppsláttar og von-
brigða ríkjandi stefna.
Louisa MatthiasdóttÍT er ein
af þeim. Hún er — það virð-
ist óhjákvæmilegt, að nota
þessa lýsingu — hefðbundinn
trönumálari. Viðifangsefni
hennar eru kyrralifsmyndir,
landslög og myndir af persón-
um. Hún málar það sem hún
sér, með meðfæddum aðals-
blæ og persónuiegum krafti.
Það er dásamlegur þokki yfir
verkum hennar; hún hefur
ætíð alla þræði i sinni hendi.
Allar hennar myndir takast
að vísu ekki, en jafnveí þær
myndir hennar sem síðri eru,
bera merki eðlilægra hæfi-
leika og myndugleika. Og
þegar henni tekst upp — eins
og oftast við þetta tækifæri
í stóru íburðarmi'klu kyrra-
lífs uppstillingunum — þá
eru hrífandi líf og agi í til-
þrifunum. Og framar öllu
öðru, þá er fullkomin tilfinn-
ing lögð í hveri einasta form
úr penslinum .
Það sem að auki vekur sér-
staka eftirtekt á þessari sýn-
ingu nú, eru nokkrar ferða-
myndir úr sumarlandslagi á
íslandi. Enginn hefur með
þvílíku valdi slegið á þessa
tilfinningastrengi siðan Ed-
vard Munch var uppi. Það eru
dásamlegar myndir.
Danski sendiherrann
færir bókagjafir
BORGARBÓKASAFNI Reykja-
víkur var sl. fimmtudag afhent
bókagjöf af sendiherra Dana hér
á landi, Birger Kronmann. —
Bækurnar eru gjöf frá danska
menntamálaráðuneytinu og
veitti Eiríkur Hreinn Finnboga-
son borgarbókarvörður gjöfinni
móttöku. Birger Kronmann gat
þess einnig að innan tíðar
fengju bókasöfnin á Akureyri,
Vestmannaeyjum, ísafirði, Nes-
kaupstað og Siglufirði, sams
konar bækur frá danska mennta
málaráðuneytinu. í stuttri ræðu,
sem Kronmann héit við afhend-
inguna kvaðst hann vona að
gjöfin yrði til þess að auka enn
vinsamleg samskipti Dana og
íslendinga. Bækurnar, sem eru
á annan tug, flokkast undir fag-
urbókmenntir og fræðslubækur
um listir.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
þakkaði sendiherranum gjöfina
og sagði m. a.:
Með mikilli gleði og þakklæti
veiti ég viðtöku þessari ágætu
dönsku bókagjöf til Reykvík-
inga. Góðar eru gjafir þínar,
sagði Gunnar á Hlíðarenda, —
en meira þykir mér vert vin-
fengi þitt og sona þinna. Hið
sama á hér við. Þó að gott sé
að fá bækurnar er þó enn mik-
ilsverðari sá vinarhugur og sá
skilningur sem býr að baki þess-
ari gjög. Ég skal ekki rökræ'ða
norræna samvinnu hér, en vil
aðeins lýsa yfir því áliti mínu,
að hún sé oss nauðsynleg. Með
gjöfinni lýsir sér skilningur á
því, að meginforsenda fyrir
traustri samvinnu og samhug
þjóða í milli er gagnkvæm
kynning þjóðanna — að hvor
þjóðin fyrir sig þekki vel menn-
ingu og bókmenntir hinnar.
Að baki þessari bókagjöf kem-
ur einnig í ljós skilningur á
hlutverki almenningsbókasafn-
anna í þessu sambandi — enda
er ekki að undra, þótt slíkur
skilningur sé ríkjandi meðal
Dana, þar sem almenningsbóka-
söfn eru einhver þau bezt skipu-
lögðu í heimi.
Mér er ánægja að upplýsa, að
Borgarbókasafn Reykjavíkur
hefur náð góðri samvinnu við
dönsku bókasafnamiðstöðina
(Bibliotekscentralen) um útveg-
un danskra bóka, og af þeirri
samvinnu leiðir, að nýjar dansk-
ar bækur geta verið komnar
hingað í safnið bundnar í bóka-
safnsband jafnsnemma og í
dönsk bókasöfn. Má því segja,
að Borgarbókasafnið hafi allgóð
skilyrði, kannski betri en flestar
aðrar stofnanir hér á landi, til
að kynna hér danskar bók-
menntir, enda höfum yið hug á
því að gera þa'ð. Af þeim rúml.
16000 bókum sem við keyptum
síðastliðið ár voru um 700
danskar.
Ég sagði, að bókagjöfin væri
gjöf til Reykvíkinga, af því að
þetta bókasafn er þeirra eign.
Þeir nota sér það líka margir,
en þó ekki allir. Það að notfæra
sér ekki almenningsbókasafnið
jafngildir því, að eiga heima hjá
sér skápa fulla af bókum og líta
aldrei í þær.
Virðulegi ambassador. Ég
þakka aftur þessa góðu bóka-
gjöf og get með ánægju fullviss-
a'ð yður um, að þessar bækur
munu ekki standa ónotaðar og
rykfalla í bókaskáp. Þær verða
lesnar og lesnar af mörgum, og
þá hygg ég líka, að tilgangin-
um með gjöfinni sé náð“.
Hinar ágætu bækur, sem
danski sendiherrann afhenti í
gær, voru: Bibelens verden, eftir
Michael Avi-Yonah og Emil
Kraeling, Dansk prosa, þrjú
bindi tekin saman af Hans Lyng-
by Jepsen, Danske digtere i det
20. árhundrede, 3 bindi tekin
saman af Frederik Nielsen og
Ole Restrup, Gamle viser i folke
munde í samantekt Karen Stou-
gaard Hansen, Danmarks kultur-
geografi, eftir Viggo Hansen,
Landborkvinden eftir Ole Höj-
rup, Bodil Ipsen eftir Bodil Ip-
sen, Jysk lune — dansk lune í
samantekt Johannes Edvald
Tang og Niels Th. Mortensen,
Kunstens historie, tvö bindi, eft-
ir Aage Marcus, Dansk billed-
kunst eftir Niels Th. Mortensen,
Nordens historie eftir Poul
Kirkegárd og Kjeld Winding,
tvö bindi, Modernisme i dansk
kunst, spesielt effter 1940, eftir
Jens Jórgen Thorsen.
Vopnahlé?
Lagos, 9. febr. — NTB —
ODUMEBWU Ojukwu, Ieiðtogi
Biafra, austurhluta Nígeriu, hef
ur lýst því yfir, að hann sé reiðu
búinn að fallast á vopnahlé, hve-
nær sem er og jafnframt fús að
hefja viðræður við stjórnina í
Lagos um lausn deilumálanna
sem leiddu til borgarstyrjaldar-
innar.
Biafra útvarpið skýrði frá
þessu í kvöld og sagði jafn-
framt, að Ojukwu hetfði lýst
þessu yfir, þegar hann tók á
móti tveimur fulltrúum Páls
páfa VI. Hann setti engin skil-
yrði hvorki fyrir vopnahlénu né
viðræðunum. Áðuir hafði
Ojukwu sagt, að hann mundi
aðeins fallast á viðræður á þeim
grundvelli, að Lagosstjórnin við
urkennidi Biafra sem 6jálfstætt
og fullvalda riki.
Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður (t.v.), þakkar
sendiherra Dana, Birger Kron- mann, fyrir hina ágsetu gjög.
(Ljósmynd: Bjarnleifur Bjarnlei fsson).
STAKSTEIMAR
Athyglisverð grein
um almannavarnir
Hafsteinn O. Hannesson skrif
stofustjóri á ísafirði ritar nýlega
grein í eitt Isafjarðarblaðanna
um 6 vikna dvöl sína á þessu
ári í einum af skólum dönsku
almannavarnanna. Er þessi
grein í senn fróðleg og skemmti
leg. Er þar dregin upp mjög
glögg mynd af því hversu föst
um tökum Danir taka almanna-
varnir sinar. Skóli þessi er í
Tinglev í Suður-Jótlandi. Þang
að hafa áður farið 10 íslending-
ar, sem allir hafa verið frá
Reykjavík. En nú voru sendir
þrír menn utan af landi. segir
Hafsteinn Hannesson. Vora
ferðafélagar Hafsteins þeir
Bjöm H. Björnsson lögreglu-
varðstjóri á Akranesi og Ólafur
Ásgeirsson lögregluþjónn á
Akureyri.
Greinarhöfundur segir, a®
dönsku almannavarnirnar hafi
fjórtán skóla, en skólinn í Ting
Iev sé talinn einn hinn bezti
þeirra, en Tinglev er bær á
stærð við ísafjörð. i
Almannavarnir
á íslandi
f niðurlagi greinar sinnar
kemst Hafsteinn Hannesson m.
a. að orði á þessa leið:
„Danir telja, að í sveitum al-
mannavama þurfi að vera 1%%
af íbúatölu viðkomandi héraðs.
Ef við segjum að Reykjavík og
næsta nágrenni sé með 100 þús-
und íbúa. ætti þar að vera 1300
manna hópur, fullþjálfaður —
reiðubúinn til að aðstoða
slökkvilið og lögreglu ef stór-
óhöpp kæmu fyrir.
Við stórbruna þá, sem hafa
verið í Reykjavík á þessu ári,
hefur slökkvilið Reykjavíkur-
borgar, sem telur með varaliði
60 menn. Þannig er ástandið hjá
okkur.
Ég las í Mbl. í vetur grein um
sjúkrahúsmál. Þar var fullyrt
að ef 10 menn hefðu hlotið al-
varleg brunasár í Lækjargötu-
brunanum hefðu ekki verið
sjúkrahúspláss fyrir þá í borg-
inni.
f Danmörku er talið að 10
mínútum eftir að slys hafi ver-
ið tilkynnt sé sjúkrabíll kominn
á slysstað. Hvernig er ástandið
hjá okkur í þessu strjálbýla og
stóra landi, með hinn margum-
talaða læknaskort? Hvernig fer
ef 25 manna farþegabíll fer út
af veginum á Hrafnseyrarheiði
og t.d. 10 farþeganna stórslas-
ast, — hvar er okkar viðbúnað-
ur?
Skortur á
bj örgunartæk j um
Hafsteinn Hannesson heldur
áfram,
„Eigum við að líta enn þá
nær, — farþegabíll verður fyr-
ir grjóthruni eða snjóskriðu,
eða eigum við að minnast á
stóran flugvöll, sem við könn-
umst öll vel við og er algjör-
lega björgunartækjalaus, — og
er búinn að vera það í mörg ár.
Læra menn aldrei að byrgja
brunninn áður en barnið dett-
ur í hann?
— Þótt öll læknisembætti
landsins væm skipuð, er mikil
þörf á því að á hverjum stað
séu menn, sem hafa fengið stað
góða kennslu í hjálp í viðlög-
um, þótt ekki væri nema 30-40
kennslustundir og björgunar-
flokkar, sem hafa góðan tækja-
kost, sem hentar okkar staðhátt-
um“.