Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1068 Þórarinn Björnsson skólameistari — Kveðjuorð handan um haf SKARÐ er fyrir skildi og vand- fyllt, þar sem nú er fallinn í valinn, í blóma lífsins, einn allra fremsti skólamaður vorrar kyn- v slóðar, Þórarinn Bjömsson, skólameistari á Akureyri. Sigurður heitinn Guðmunds- son, skólameistari, sem við, garolir nemendur M.A. minn- umst einnig með virðingu og þakklæti, reyndist glöggskyggn á heill skólans, sem jafnan fyrr, er hann lagði á það áherzlu, að Þórarinn yrði valinn eftirmaður sinn. Fyrir skömmu sagði Þórarinn mér, að enn þekkti hann nem- endur sína alla með nafni, en vildi helzt hætta þegar hann kemur því ekki lengur við. E.t.v. befur hann grunað að hverju fór. Fjöldi nemenda hans frá uipphafi var orðinn mikill, svo að næstum ókieift var orðið að fylgjast með hverjum einstök- um, þrátt fyrir óbrigðult minni og skarpskyggni. Við minnumst með ljúfu gleði handleiðslu hans og kennslu, eki sízt latínutímanna, þegar hann á meistaralegan en þó ein- faldan hátt, skýrði hugarheim rómversku skáldanna, t .d. kvæð ið „Integer vitae“ eftir Hóras, um gildi ráðvands og óspillts lífernis, en á því kvæði hafði hann miklar mætur. Öll leitum við lífshamingju, hvert á sinn hátt. Sumir svala þrá sinni með eftirsókn verald- legra gæða, valda og frægðar eða ímyndaðrar gæfu á öðrum sviðum. En Þórarinn fór aðrar leiðir. Hugsjón hans og starf allt mótaðist af góðvild og fórnfýsi til þess að verða öðrum að liði. Leiðartjarna hans var hin gull væga regla fjallræðunnar „ . . En leitið fyrst rikis hans og rétt- lætis, og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki.“ Þó ætla ég ekki, að Þórarinn hafi verið kirkjunnar maður eða trúrækinn frekar en almiennt gerist, en hann var öðrum fremur integer vitae scelerisque purus. Blessuð sé minning hans. Osló, 3. febr. 1968. Kjartan Ragnars. Áburðarverksmiöjan MJÖG ómakleg árás er gerð á þá einstaklinga og félög, sem á sínum tíma réðust í það að láta fjármuni sína í stofnun hluta- félagsins Áburðarverksmiðjan h.f., í grein, sem Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur, skrif- aðd í Morgunfblaðið hinn 27. jan. sl. Þar sem þessi grein gefur mjög svo villandi upiplýsiragar um mál Áburðarverksmiðjunnar h.f. vildi ég ekki láta hjá líða að leiðrétta þær missagnir og þann misskilning, sem fraim kem ur þar. Ein aðal uppistaðan í grein Jó- hannesar virðist vera að ekki liggi klárt fyrir hver sé raun- verulegur eigandi verksmiðjunn ar, og því geti leikið vafi á því, hvort að núverandi hluthafar séu iöglegir eigendur. Undirrit- aður er einn af stofnendum verk smiðjunnar og hefur setið þar flesta aðalfundi. Til að taka af a'llan vafa í þessu efni er það hlutaféiagið Áburðarverksmiðj- an, sem byggði verksmiðjuraa í Gufunesi og hefur rekið hana til þessa dags. Mér er kunnugt um það, að hvorki stjórn Áburðar- verksmiðjunnar né aðalfundum hennar hefur borizt erindi um það ,að nokkur vafi léki á um eignarrétt félagsins á verksmiðj- unni. Einu aðilarnir sem hafa viljað breitt eignarform á áburð- arverksmiðjunni eru kommúnist ar, en þar er Áburðarverksmdðj- an ekki neitt sérstakt fyrirbrigði, því þeir vilja ríkisrekstur á öll- um greinum atvinnul'ífs þjóðar- innar. Eiranig nokkrir bændur. Það verður ekki séð á grein Jó- hannesar, því ekki er bent á eitt dæmi, hvernig annað eignarform Jón Ragnar Arnason, framkvæmdastjóri sjómannastofunnar setur samkomuna. hefði orsakað betri rekstur verk smiðjunnar, þrátt fyrir það að hann sé að æskja eftir því. Eina skýringin sem gefin er því, vegna hvers eigi að breita eignar forminu, skv. skoðimum Jóharan- esar, er sú, að nokkrir einstakl- ingar hafi þénað of mikið. Ég vildi leyfa mér að benda á það hér, að það hefur verið einmitt úr hópi einkaaðila á það bent, að verksmiðj’an væri frá byrjun rangt upp byggð„ þar sem áburðarframleiðsla mieð afgangs orku væri íslenzkt fyrirbrigði, sem hinir erlendu aðilar sem skipulögðu verksmiðjuna, tækju ekki nægjanlegt tillit til, þótt einfalt væri.. Mun þessu efni og mörgum öðrum gerð nánari skil ef frekara tilefni gefst. Ég vildi nú gera aðdraganda og stofnun Áburðarverksmiðj- unnar h.f. nokkur skil. Ástæðan fyrir því að hlutafélagsformið var valið á Áburðarverksmiðj- una er einfaldlega sú staðreynd, að Bandaríkjaistjórn hefur lítinn ábuga á því að skattleggja sína borgara til þess að vera að byggj a upp sósialisma út um heim- inn. Það er gott fyrir íslendinga að minnast þess, að það var að- stoð frá Marshallstofnuninni, sem gerði byggingu Áburðarverk smiðjunnar mögulega sem og marga aðra hluti í voru landi svo sem Sogsvirkjun. Einra verk- fræðingur, sem fer til Bandaríkj anna til að athuga undi-rbúning á einni lítilli áburðarverksmiðju frá tæknilegu sjónarmiði, hittir eingöngu menn, sem hafa með tæknimál að gera. Fjármál og eignarfyrirkomulag er ekki í þeirra verkahring, meginstefnan er meira að segja mörkuð af Bandaríkjastjórn sjálfri. Því var þetta eignarfyrirkomulag valið sem málamiðlun milli sjónar- miða stjórnar íslands og Banda- ríkjarana. Það væri því svik við Bandaríkin og þeirra sjónarmið, ef nú ætti að gera tilraun tii að full-sócialiséra Áburðarverk- smiðjuna. Þetta er sérstaklega alvarlegt og viðkvæmt mál, þar sem Bandaríkin missa nú marga af sínum yngstu og beztu son- um í baráttu við hina fullkomnu sócialista, kommúnistana, á degi hverjum í Vietnam. Fyrir Banda- ríkjunum var máiið ofur einfalt. Tii að tryggja að aðstoð þeirra kæmd að sem bez-tum notum "ildu þeir eirastaklingseignaiétt- arfyrirkomulagið, en það er horn steinninn í þjóðlífi þeirra, sem náð höfðu efnahagslega lengra en nokkur önnur þjóð í heiimin- um. Ég vildi vara við þeirri skoð- un, sem fram kemur í umræddri grein, að ef ríkið leggur fram sína aðstoð í fjárm-agnsútvegun til atvinnurekstrar og fyrirtæk- ið fer ekki á hausinn heldur gengur sæmilega, þá fylgi sá rétt ur aðstoðinni fyrir fjármiagns- útvegunina að ríkið eigi að geta tekið umræddan rekstur sér til handa- og ríkisrekið hann. Hvað er þá með Flugfélag ísla-nds, en þar veítti ríkið aðstoð sína til fjármagnsútvegunar, sem er mieir en helmingi hærri krónu- tala en veitt var Áburðarverk- smiðjunni h.f. O-g hvað er með allan annan, stæriri rekstur í landinu, sem þurft hefur á að- stoð þess opinbera að halda við fjárm-agnsútvegun? Og hvað með allan annan stærri og smærri rekstur í landiniu, sem fær fjár- miagn sitt að mestu leyti úr pen- ingastofnunum sem ríkið á. Og hvað með íbúðarlán Húsnæðis- málastjórnar? Nei, ef þessi regla á að gilda þá er allt ísland-s orð- ið eitt SOVÉT. Er stofraun Áburðarverksmiðj- unnar h.f. fór fram hefði verið til hennar boðið með auglýsing- u-m í blöðum og útvarpi. Maður skyldi halda að þar hefði bænda stétt landsins fjölmennt, því hér var í uppsigliragu stórfyrirtæki, sem stoð yrði og sty-tta íslenzks land'búnaðar um a-ldir. Eftir því sem sumir bændur hafa talað á Búnaðarþingi skyldi m-aður ætla að bændur hefð-u fjölmennt á stofnfun-d Áburðarverksmdðjunn- ar h.f. Og fram kemur í um- ræddri grein mikil umhyggja fyrir hag bænda viðvíkjandi Áburðarverksmiðjunni h.f. En það var bara ekki einn bóndi mættur á þeiim fundi, er Áburð- arverksmiðjan h.f. var sitofnuð. Það voru aðrir menn úr öðrum stéttum, sem það gerðu. Að vísu eignaðist Samband íslerazkra Samvinnufélaga rúml-ega 2-0% af hlutafénu. Bæn-d-ur hafa ek-ki yfir neirau að kvarta við Áburðarverksmiðj una h.f. vegna verðlags á áburð- inum, sem er ákveðinn af Land- búnaðarráðiun-eytinu hverju sinn-i. Hefur verksmiðjunni á/vallt verið mjög þröng-t skor- i-nn stakkur h'verju sinni, svo þröngt, að ekki hefur v-erið borg aður þó lögleyfður arður, 6%, í mörg þau ár, er verks-miðjan hefur st-arfað. Það er bænd-um landsin-s og þjóð-inni allri fyrir beztu að kost ir einkarekstursins fái að njóta sín að einhverju 1-eyti í rekstri Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, og að e-kki fa-lli þar allt í ríkiseinokun. Pétur Guðjónsson. Sjómannastofan Vík í Keflavík opnuð Keflavík, 5. febrúar. SJÓMANNAHEIMILI Keflavík- ur var opnað í gær með hátíð- legri athöfn. Boðið var þar til fagnaðar forráðamónnum þeirra félagssamtaka ,sem að heimil- inu standa, svo og bæjarráði og bæjarstjóra og fréttamönn- um. Árni Ragnar Árnason, banka- stjóri, sem er framkvæmdastjóri sjómannastofunnar, setti sam- komuna og rakti tildrög stofn- unarinnar. Þá tók til mál Guð- mundur H. Oddsson og afhenti ’mynd af Holti, bústað Stjána bláa, sem enn stendur uppi í Keflavík. Aðrir ræðumenn voru Sveinn Jónsson, bæjarstjóri, Ás- dís Káradóttir frá Slysavarna- félaginu í Garði, þá Jóna Guð- jónsdóttir formaður Slysavarna- deildar kvenna í Keflavík. Að lokum fluttu ræður Ragnar Guðleifsson, formaður Verka- lýðsfélags Keflavíkur og séra Björn Jónsson, sóknarprestur. Þessi opnun sjómannastofunn- ar á efri hæðinni í Vík fór vel og virðulaga fram og fara hér á eftir nánari tildr-ög að þess- um merka áfanga. f febrúar 1967 fór Bæjarráð Keflavíkur fram á viðræður við Sjómannadagsnáð Keflavíkur og Njarðvíkur, til að athuga þann möguleika að Sjómannadagsráð festi kau-p á eigninni Hafnar- gata 80 í Keflavík, tii reksturs sjómannastofu. Bauð þá Bæjar- ráð að til þéss myndi falla það fé er bæjarsjóður hefði áætlað sem framlag til byg-gingar sjó- mannaheimilis í Keflavík. Benti bæjarráð á að með þessu framtaki myndi fást lausn á þeím vanda, að hér hefur vantað athvarf fyrir aðkomu sjómenn, til að stytta þeim hina löngu land'legudaga. Eftir þennan fúnd hóf Sjó- mannadagsráð athuganir þessu að lútandi, og í marz 1967 ritar það bréf þeim stéttarfélögum er að ráðinu standa, en þau eru: Verkalýðs- & sjómannafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Skip- stjóra & stýrimannafélagið Vísir, Vélstjórafélag Keflavíkur og Út- vegsibændaflag Keflavíkur, og stúkan Vík í Keflavík, Lands- haifnarnefrad Ke-flavíkurkaup- staðar og Njarðvíkurbrepps, og Slysavarnadeil-d í Keflavík, en þessi félög hafa átt aðild að þeim umræðum og nefndum sem glímt hafa við að koma á bygg- ingu sjómannaheimilis í Kefla- vík. Þá var einnig ritað til Hreppsnefndar Njarðvíkur og Slysavarnadeildar kvenna í Garði, en þessar voru þær stofn- anir sem Sjómannadagsráði þóttu líklegastar til áhuga á mái mu. Um hæl bárust svör frá Verka- lýðs- og sjómann-afélagi Kefla- víku-r og Njarðvíkur, stúkunni Vík, Slysavarnadeild kvenna í Keflavík og Landshafnarnefnd Keflavíkur og Njarðvíkur, sem öll lögðu fram alla þá sjóði, sem áður hafði verið safnað ti-1 byggingar sjómannaheimilis hér í bæ, og auk þess verulegar fjárhæðir úr eigin sjóðum, en auk þess lagði Verka'lýðs. og sjómannafélagið fram sjóð, sem það -hafði' safnað til byggingar /erkamannaskýlis hér. Að þess- um svörum fengnum hóf svo Sjómannadagsráð samningaum- leitanir við þáverandi eigenduir hússins, þá Sturlaug og Magnús Björnsisyni. Reyndust þeir ráð- inu í alla staði vel, og mjög áhugasamir og liðsinnandi til að þetta mætti takast, og kom svo, að í apríl s.l. var undirritaður samningur um kaupin. Var verð þar ákveðið kr. 5.500.000.00 fyrir húsið og þau áhöld, sem þar voru, og fylgdu í kaupunum. Á árinu 1967 voru greiddar kr. 1.500.000.00 en seljendur lánuðu eftirstöðvarnar til 10 ára, en þær voru nær 75% af verði eignarinnar. Bæjarsjóður Kefla- víkur hefur ábyr-gst allar skuld- bin-dingar Sjómannadagsráðs vegna kaupanna. Eftix að kaupsamningur var undirritaður hefur Sjómanna- dagsráði enn borizt tilkynningar um gjafir ti-1 þessa málefni-s og eru þær frá Skipstjóra- og stýri- m-annaflaginu Vísi og Vélstjóra- félagi Kefiaivíkur, sem bæði gáfu fé, og auk þess frá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Kefla- víkur og Njarðvíkur sem ga.f sjónvarpstæki, eftir va-li sjó- mannadagsráðs, og Slysavarna- deild kvenna í Garði, sem gaf 34 bækur til stofns að bókasafni stofunnar, og hafðl ráðið einnig hönd í bagga um val þeirra bóka, sem fjalla um fróðleiks- Framhald á bis. 10 Matsveinar og þjónustufólkið á Vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.