Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 Gangandi vegfarendur! Notið merktu gangbrautirnar — og lítið vel til hægri handar áður en þér gangið yfir götuna. Börn og gamalt fólk eiga i mestum erfiðleikum ÁRIÐ 1967 gerði lögreglan í Reykjavík skýrslur um 119 fótgangandi vegfarendur, sem urðu fyrir bifreiðum í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. Árið áður var tala slasaðra fótgangandi vegfarenda 178. Af þessu má sjá, að þrótt fyrir aukna umferð hefur þessum slysum fækkað. Fækkunin stafar tvímælalaust af auk- inni þekkingu vegfarenda al- mennt á umferðarreglunum, svo og bættum umferðarskil- yrðum víða í borginni. Það er staðreynd, að þeir sem eru í mestri hættu í um- ferðinni eru bömin og aldr- aða fólkið. Af 59 fullorðnum, sem urðu fyrir bifreiðum í Reykjavík á s.L ári voru 23 sextíu ára og eldri. Á siðasta ári slösuðust 59 böm og unglingar innan við 16 ára aldur, þar af voru 36 börn sex ára og yngri, eða innan við skólaskyldualdur. Það er ekki síður ástæða til þess að beina ábendingum til hinna fótgangandi í um- ferðinni ,en akandi. Kunn- átta og aðgæzla eru þeir eig- nileikar, sem hver og einn verður að tileinka sér, ef hér á að mynda góða umferðar- menningu. Gangbrautir eru gerðar til að beina umferð gangandi vegfarenda á ákveðinn stað yfir akbrautir, þannig má líkja gangbrautmni við göngubrú - VIETNAM Framhald af bls. 1 þangað vopnum og vistum og þá heldur ekki flutt særða og fallna burt úr borginni. Talsmenn Bandaríkjahers segja, að þeir hafi fellt þúsund manns úr liði andstæðinganna á þeim níu dög- um, sem bardagarnir um borgina hafa staðið. J Saigon Frá Saigon herma fregnir, að enn sé saknað 66 óbreyttra Bandaríkjamanna, sem horfið hafa frá ýmsum stöðum í árásum kommúnista undanfarna daga. Mestur hluti þessa fólks, um 50 manns eru kennarar, trúboðar og fólk, sem unnið hefur að upp- byggingu á ýmsum stöðum en fimmtán eru ráðgjafar borgar- yfirvalda. Þar fyrir utan er vit- að um 20 bandaríska ráðgjafa, óbreytta og hernaðarráðgjafa, sem féllu í árásunum og 95 munu hafa særzt. í gær tókst banda- rískum landgönguliðum að bjarga sjö bandarískum kennur- um frá borgarhluta þeim í Hue, sem kommúnistar hafa á valdi sínu. Nguyen Van Thieu, forseti S- Vietnam, hefur farið þess á leit við þingið í S-Vietnam, að það veiti honum alræðisvald í eitt ár. Ennfremur hefur hann gert yfir læk eða árfarveg. Gang- andi vegfarendi verður þó ætíð að hafa það hugfast, þó svo hann fari eftir gangbraut yfir götu, að sýna ávallt að- gæzlu. Þó bifreið hafi stöðvað við gangbraut er nauðsynlegt að líta vel til beggja hliða, meðan gengið er yfir götuna. Umferðarljós gegna þýð- ingarmiklu hlutverki í um- ferðinni. Þó eru margir fót- gangandi vegfarendur, sem eki virða þau og stotfna þar með öryggi sínu og annarra í hættu. Ökumenn eru kærð- ir, ef þeir aka yfir gatnamót á móti rauðu Ijósi, á sama hátt verða fótgangandi veg- farendur að gera sér grein fyrir því, að það er skylda að virða ljósin og fara etftir þeim. Þar, sem engin gangstétt er, verða fótgangandi vegfarend- ur að ganga utarlega á hægri vegarbrún, þannig hatfa þeir umferðina á móti sér. Þegar myrkur er eða skyggni slæmt, er mikið öryggi í því að hafa hvítan vasaklút í hendinni. Munum það ávallt, að þeir sem eiga í mestu erfiðleikum í umferðínni eru börnin og aldraða fólkið. Förum aldrei framhjá þessum aðiljum, ef við sjóum, að þeir eru hjálp- arvana, án þess að veita þeim aðstoð og öryggi í umferð- inni. ráðstafanir til að efla her lands- ins, beðið þingið að samþykkja áætlun sína um að kalla út vara- lið og flýta innritun 18 og 19 ára manna. Ennfremur er þar gert ráð fyrir því, að þeir, sem lokið hafa tíma sinum í hernum gegni áfram herþjónustu. Þá sagði Thieu, að allir em- bættismenn í S-Vietnam undir 45 ára aldri yrðu þjálfaðir í her- mennsku og síðar mundu þeir vopnaðir, þegar talin væri ástæða til. Öllum skólanemend- um eldri en sautján ára, verður veitt herþjálfun í skólunum. Thieu sagði í ræðu sinni, að búast mætti við, að stórárásum Viet Cong og Norður-Vietnam- manna, sem hefðu hafizt um mánaðamótin, yrði haldið áfram, a.m.k. fram eftir þessum mán- uði. Ljóst væri, að þeir miðuðu að því að vinna sér hagstæðari aðstöðu áður en þeir yrðu til viðtals um friðarumræður, mark mið árásanna undanfarið hefði verið að koma af stað uppreisn- um í borgum landsins. Haft er í dag eftÍT Nguyen von Giap, hershöfðingja N-Vietnam- manna, sem talinn er hafa skipu- lagt árásirnar I S-Vietnam að undanförnu, að styrjöldin í Viet- nam sé nú komin á nýtt stig og öflugra. Hann sagði þetta í ræðu, sem hann hélt í tilefni af 20 ára afmæli hersins í Norður- Kóreu, og lagði áherzlu á, að Viet Cong og Norður-Vietnam, mundu berjast til þrautar í Suð- ur-Vietnam og ekki hætta fyrr en bíHidarískir heimsvaldasinnar hefðu goldið slikt afhroð, að þeir sæju þann kost vænstan að hrökklast burt. Yfirmaður Rauða krossins í Saigon, sem er Norðmaður, Sverre Kilde að nafni, sagði í símtali við Kaupmannahötfn í dag, að ástandið í Vietnam væri hræðilegt og brýn þörf á utanað- komandi aðstoð „Bardagafnir síðustu dagana hafa komið mjög hart niður á óbreyttum borgur- um. Talað er um, að flóttamenn í S-Vietnam séu um tvær milljón ir talsins, en sannleikurinn er sá, að þeir eru miklu fleiri", sagði Kilde. „Ekki er enn vitað um fjölda særðra og fallinna en það er algengt í Saigon í dag að hitta fólk, sem hefur misst þrjá fjóra úr fjölskyldu sinni. Bágast er þetta fyrir ekkjur, sem eiga fyrir fimm sex börnum að sjá og verða að lifa sem flóttamenn. Foreldralaus börn eru hvarvetna en ættingjar reyna eins og þeir geta að sjá börnum, sem misst hafa foreldra sína, fyrir húsa- skjóli og umönnun", sagði Kilde. Bandaríkjastjórn hefur vísað á bug þeim ummælum Eugenes J. McCarthys öldungadeidar- þingmanns demokrata, frá Minne sota, að herforingjairáðið hafi farið þess á leit við Johnson for- seta, að hann heimili að beitt verði taktískum kjarnorkuvopn- um í Vietnamstyrjöldinnni, sagði blaðafulltrúi forsetans, George Christian, að þetta væri rangt Forsétinn hefði ekki undir hönd- um neina áætlun um sl'íkt. — Björgunin Framhald af bls. 28. haft stuðning af stráknum. Við drifaum hnn inn, gáfum hon- um kaffi og færðum hann síðan í þurr föt. í fötum hans var mikill sjór, en hann var í þykkum utanyfirbuxum og síðum nær buxum. Hann var í gúm- úlpu, er náði vel niður fyrir mitti og var í griðarlega þykkri peysu, mil'liskyrtu inn anundir. Á fótum hafði hann góða sokka og stígvéL en ber- hentur var hann. — Jú, hann sofnaði fljótt, ætli hann hafi ekki sofið í eina tvo, þrjá tíma, en vakn- aði þó þegar leitarmenn komu og síðan þegar Þórir skip- stjóri á Svaninum kom. Leiðin frá landtöku- staðnum að sumarbústaðnum er um það bil klukkutíma gangur að sumarlagi. Hann rak á land utantil við Hrút- eyri, hjá Lækjum, sem við köllum. Það er um það bil á móts við Uppsali, hinum megin fjaðarins. Ég býst við að gangan hatfi alitaf tekið hann minnsta kosti 3 til 4 tíma. Veður var tekið að lægja þessa nótt og frostlítið. Eddom hefur líklegast rekið alla aðtfaranótt mánudags. Hann hetfur tekið land í 'björtu og hefur að öllum lík- indum staðið ofantil við sum- arbústaðinn allt frá því er rökfcva tók og fram undir 11 á þriðjudagsmorgni, sagði Guð mundur bóndi að lokum. ★ Jón á Kleifum leitaði fjöru í gær, en hann tiáði okkur að hann hefði einskis orðið var. ÞUNGIR DÓMAR Framhald af bls. 1 upp, þar sem hann sagði að stjórn S-Afríku hefði ekki rétt til að leiða hann fyrir dómstól. „Við erum hér í framandi landi, við erum ekki Suður-Afríku- menn heldur frá Namibi“, sagði hann. Nambi er afríkanska nafnið yfir SV-Afríku. Allir 30 eru þar búsettir, hafa verið verkamenn, bændur, leiguliðar, kennarar og skrifstotfumenn. Sá yngsti er innan við tvítugt, hinn elzti er á sjötugsaldri. Ströng gæzla var um réttair- salinn meðan réttarhöldin fóru fram í Pretoriu og þegar niður- stöður voru kunngerðar hófst mikil óánægja, m.a. innan Sameinuðu þjóaðnna. í janúar skipaði Öryggisráðið stjórn S- Afríku að láta fangana lausa úr haldi ,en hún lét það sem vind um eyru þjóta. Sakborningarnir voru í byrj- un 37, en einn hefur látizt í fang elsinu, annar er sjúkur og nolfkr ir voru sagðir saklauisir. Þeir hafa setið fjóra mánuði í gæzlu varðhaldi. Þeim var gefið að sök að vera valdir að morðum, hrygjuverkastarfsemi, íkveikj- um og að hafa skipulagt upp- þot gegn lögretglunni. Því var haldið fram, að sum- ir þeirra hefðu verið sérhæfðiir í skæruliðahemaði í Kína, Sov- étríkjunum og fleiri ríkjum, en það hefur aldrei verið sannað. — Hdskólamenn Framhald af bls. 28 BHM, en allmargir háskóla- menn munu þó vera búsettir erlendis. sem Banidalagið hefur engar upplýsingar um. Er því tala þeirra, sem bréf voru send til, en þeir voru 216, engan veg- inn tæmandi um fjölda þeirra íslenzku háskólmanna ,sem bú- settir eru erlendis. Þó má gera ráð fyrir, að upplýsingar hafi fengizt um allflesta íslenzka 'lækna og verkfæðimga, enda hal'dni sérstök skrá yfir þá hjá Læknafélagi íslands og Verk- fræðingafélagi íslands. Ekki er heldur ástæða til að ætla, að verulega marga náttúrutfræðinga hafi vantað á skrána. Niðurstöður könminarinnar, sem birtar eru í stórum drátt- um hér á eftir, ættu að gefa nokkra hugmymd um orsakir til þess, að fslendingar, sem stund- að hafa langt og dýrt nám, setj- ast að erlendis að rnámi loknu og stunda þar störf svo árum skiptir og stundum ævilangt. Könnunin á að geta gefið nokkra hugmynd um meðallengd þess- arar dvalar og líkurnar á þvi, að mienn flytjist til íslands aft- ur. Vonar Bandalag háskóla- manna, að skoðanakönnunin geri menn nokkru fróðari en ella um orsakir til búsetu íslenzkra há- skólamanna erlendis, og þá fyrst og fremst þeirra þriggja stétta, sem fslendingar mega sízt við, að flytjist úr landi, læknar, verk fræðingar og náttúrufræðingar. Af 216 háskólamönnum, sem bréf var sent til, er rúmur þriðj- ungur búsettur í Bandaríkjun- um, tæpur þriðjungur í Svíþjóð og loks þriðjungur í öðrum lönd um, þar af flestir í Danmörku, Svör bárust samtals frá 124, eða tæplega 60% þeirra, sem spurðir voru, og má telja það ágætar undirtektir. , Meðalaldur svarenda er tæp 37 ár, kvæntir menn eru 89,5%, en 10.5% ókvæntir. Aðeins 10% svarenda eru er- l'endir ríkisborgarar, en hins veg ar er tæpur þriðjungur maka þeirra með erlent ríkisfang. Sér- staklega er áberandi, hve marg- ir verkfræðingar og náttúruíræð ingar eru kvæntir konum með erlendan rikisborgararétt, en til- tölulega fáir læknar. f eftirfarandi töflu er sýnt skipt eftir stéttum, hversu rnarg ir ætla að flytjast aftur til fs- lands, svo og hversu margix verða kyrrir erlendis eða eru óráðnir. afla sér framhaldsmenntunar, og athyglisvert er, að þeir 48 læknar. sem gefa öflun mennt- unar upp sem aðalástæðu fyrir búsetu erlendis, ætla allir að setjast að á íslandi. Að öðru leyti eru veigamestu ástæður læknanna betri starfsskilyrði en á fslandi og hliðstæðar ástæð- ur. Rétt er að vekja athygli é, að áðeins 2 læknar nefna hærri nettólaun sem aðalástæðu og 2 sem meðverkandi ástæðu. Varðandi læknanna má í stuttu máli draga þá ályktun, að þeir sæki ekki til útlanda sökum lélegra launakjara á fs- landi .helduT fyrst og fremst til að leita sér framihaldsmenntun- ar jafnhliða starfi. í almennum athu'gasemdum gagnrýndu þeir hins vegar mjög starfsaðstöðu lækna hér á landi. Verkfræðingar. Verkfræðingarnir hafa að meðaltali verið búsettir erlend- is í 7,8 ár, en þeir. sem telja sig munu’ setjast að á íslandi, eru yfirleitt óákveðnir í því, eft- ir hve langan tíma þeir flytjist Mferlum. Er því ekki óeðlilegt að álykta, að ýmsar ytri aðstæð>- ur gætu auðveldlega valdið því, að þessir menn yrðu áfram bú- settir utan fslands. Algengustu ástæður verkfræð- inganna til búsetu erlendis -eru betri starfsskilyrði og hliðstæð- ur. svo og hærri nettól'aiun en á fslandi. Af „öðrum ástæðum" má nefna, að 6 verkfræðingar gefa upp sem aðalástæðu, að eiginkona er erlend, og 4 sem meðverkandi ástæðu. Athyglisvert er, að af 26 verk fræðingum. sem divalið hafa skemur en 10 ár í útlöndum, ætlar aðeins tæpur þriðjungur að flytiast til fslands, 4 setiast að eríendis fyrir fullt og allt, en 13 eru óráðnir. Segir þetta sina söau um óánæ?iu þessara unau verkfræðinga með launa- kiö- og starfsaðstöðu hér á landi. Náttúrufræðingair. Af 18 náttúrufræðingum, sem fullnægiandi upplýsingar feng- ust um, bárust svör frá 15 í 10 þióðlöndum. en það er sérstak- leea góðar undirtektir. Náttúrutfræðingarnir hafa að meðaltali verið búsettir erlendiis í 6.5 ár, 6 þeirra ætla að setjast að aftur á fslandi, en óvíst hve- nær. Má af þessu draga svipað- ar ályktanir og gert var um verkf ræðin gan a. Heildar- Búseta á Búseta óákveffiff Læknar fjöldi 63 íslandi 51 erlendis 4 8 Verkfræðingar . . . 33 12 7 14 Náttúruiræðingar . 15 6 3 6 Aðrir 13 7 1 5 Samtals 124 76 15 33 f hlutfallst.: 100.0% 61,3% 12,1% 26,6% Verða nú raktar í stórum dráttum ástæður hverrar stétt- ar um sig til búsetu erlendis. þó að „öðrum háskóiamönnum“ undaniskildum en þar er um otf sundurleitan hóp að ræða. I.æknar. Læknar hafa að meðaltali starfað samfellt erlendis í 6,1 ár. Þeir, sem ætla að sejast að á íslandi, en þar eru 51 af 63 (81%), telja sig að meðaltali eiga eftir að dveljast erlendis í 3,4 ár. Verður því heildarMseta læknannia utan íslands tæpur áratugur, og má ætla, að þeir séu almennt alfluttir til íslands um fertugt. Langflestir læknanna eru að Af ástæðum þeim, sem nátt- úrufræðingar nefna til Msetu erlendis, er öflun framhalds- menntunar þyngst á metunum, en einnig hafa laun og starfs- skilyrði veruleg áhrif. Lítill hugur er í náttúrufræð- ingunum að setjast að á íslandi. Athyglisvert er þannig. að að- eins 3 af þeim 7, sem telja sig dvelja fyrst og fremst erlendis vegna framhaldsmenntunar, ætla að setjast að á íslandi að námi loknu. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.