Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 15 lengst af haft umboð fyrir bæði þessi fyrirtæki. Hellesen fram- lei'óir einhverjar beztu rafhlöð- ur og Picker mjög vönduð röntgentæki. Hjá Bræðurnir Ormsson starfa nú í dag um 70 manns, þar af 52 rafvirkjar, tæknimenn og vélvirkjar. Og 18 manns eru við skrifstofu-, afgreiðslu- og önnur störf. Aðalverksvið fyrirtækisins hef ur frá upphafi verið þjónusta við útgerðina, viðhald og raf- lagning í skip og báta. Einnig húsalagnir en sú starfsemi hef- ur jafnan verið í minnihluta. Rafstö'ð'in flutt í Múlakot um 1930. Farið yfir Þverá undir Fljótshlíðinni. Þarna er verið að koma upp úr dýpsta álnum með rafstöðina. Eiríkur Ormsson er fremsti maðurinn, sem ýtir á vagninn. kvæmdastjói Karl Eiríksson. Fulltrúi þeirra er Guðmundur Gíslason, sem sér um verzlun, jnnflutning og lager, en skrif- stofustjóri er GuðmUndur Ó. Ól- afsson. Verkfræðingur fyrirtæk- isins er Kári Einarsson og sér hann séistaklega um AEG um- boðið. Kolbeinn Pétursson, tæknifræðingur sér aftur á móti um BOSCH-umboðið og Helle- sen rafhlöðurnar. Þá lcoma verk stjórarnir, sem eru þeir Björn Kolbeinsson, Böðvar Valtýsson og Víglundur Guðmundsson. — Sérstök deild innan fyrirtækis- ins er svo sú sem nefnist ,,BOER“ (skammstöfun af Br. Ormsson og E. Rasmussen), hún annast um framkvæmdirnar í Straumsvík, þar sem þeir Dan- inn Bent Boesen, verkfræðingur," og Sigurður Magnússon, yfir- verkstjóri hjá Br. Ormsson, ráða ríkjum. — í þetta verkefni höf- um við sett okkar aðal verk- stjóra, og tekið hann á meðan úr öðrum verkefnum, segir Karl. — Svo miki'ð finnst okk- ur til um þetta stóra verkefni. Raflagnirnar fyrir álverksmiðj- una í Straumsvík er langsam- lega umfangsmesta verkefnið, sem við höfum farið út í og meðan það stendur yfir, mun það auka verulega veltu þessa fyrirtækis, segir hann enn- fremur. Með því að glíma við slíkt verkefni fáum við dýr- mæta reynslu, sem ætti ef vel heppnast að veita nytsama reynslu hvað snertir skipulagn- ingu, rekstur, hagræðingu og HIÐ gamla þekkta fyrirtæki Bræðurnir Ormsson h.f. hér í borg varð 45 ára 1. desember síðastliðinn, en skömmu áður átti stofnandi þess og forstjóri, Eiríkur Ormsson, áttræðisaf- mæli. Fyrir nokkrum dögum fluttum við svo þá frétt að fyr- irtækið hefði tekizt á hendur stærsta verkefni í raflögnum og frágangi slíkra tækja sem ís- lenzkt fyrirtæki hefur leyst af hendi. Morgunblaðið hefur því margskonar tilefni til að heim- sækja þetta fyrirtæki nú og frétta af starfsemi þess. Við hittum Karl Eiríksson, framkvæmdastjóra, í hinni nýju byggingu, sem fyrirtækið hefur reist við Lágmúla 9 og er flutt þangað með alla sína starfsemi. En Karl er sonur stofnandans Eiríks Ormssonar. Við báðum hann að segja okkur frá starf- seminni, áður en við gengum um fyrirtækið, honum fórust orð á þessa leið: Brœðurnir Ormsson h.f.: um. Frá því 1930 og fram til loka síðustu styrjaldar voru því smíðaðar um 130 vind- og vatnsaflsstöðvar og settar upp vfðsvegar um landið. Þar voru í miklum meirihluta hinar svo- kölluðu dvergrafstöðvar, sem voru margar • þannig útbúnar frá fyrirtækinu, að bændur gátu keypt þær með öllu til- heyrandi í einum kassa og kom ið þeim sjálfir fyrir á handhæg- an hátt á staðnum, án þess að þurfa að fá fagmann til aðstoð- ar. Þessar vélar voru frá 75 til 450 Watt. Við smíðuðum einnig rafalinn í dvergstöðvarnar. Enn er eitthvað af þeim vélum við li'ði, aðallega notaðar til að hlaða rafhlöður. Við rifjum hér upp til gam- ans vísu, sem sr. Böðvar Bjarna son frá Reykhólum, þá prófast- ur að Rafnseyri við Arnarfjörð, kvað um vin-dverginn sinn: Dvergasmíði er dvergurinn dags er hverfur röðullinn ber hann ljós í bæinn minn bætir þannig húmorinn. Við smíðuðum einnig stærri Karl Eiriksson, forstjóri fyrirtækisins. — Enda þótt fyrirtækið Bræðurnir Ormsson h.f. sé frá byrjun byggt upp sem þjónustu fyrirtæki, hefur það lengst af rekið jöfnum höndum umboðs- sölu og iðnað. Það hefur umboð fyrir nokkur góð fyrirtæki, svo sem AEG Telefunken og Robert Bosch í Þýzkalandi, Hellesen í Danmörku og Picker í Amer- íku. AEG hefur sem kunnugt er öll þau rafmagnstæki, sem notuð eru. Það framleiðir allt frá rafölum af stærstu gerð m. a. í kjarnorkuver, og niður í hversdagslegustu rafmagnstæki til heimilisnota, svo sem strau- Hið nýja hús fyrirtækisins B ræðurnir Ormsson við Lágmúla. Fólks- og vörulyftur hafa ver- ið drjúgur þáttur í okkar við- skiptum. Við seljum Hávemei- er & Sander lyftur og munu nú vera um 70 lyftur í notkun víðsvegar á landinu. — Hvert var upphaf þessa fyrirtækis? — Það var upphaflega stofn- a'ð 1. desember 1922 sem við- gerðarverkstæði fyrir rafvélar og mæla. Stofnandi var Eirík- ur Ormsson, og var fyrirtækið til húsa á Óðinsgötu 25. Það var þá fyrsta raftækjaverkstæð ið á landinu, sem annaðist vind- ingar á mótorum. Það hafði aldrei verið gert hér fyrr. Fað- ir minn hafði lært hjá Halldóri Guðmundssyni, rafmagnsfræð- ingi, og fór til Danmerkur að læra rafvéla- og mælavi'ðgerð- ir. Jón bróðir hans kom inn í fyrirtækið 1923 og bar fyrirtæk ið eftir það heitið Bræðurnir Ormsson. Jón var meðeigandi til 1932, er hann stofnaði eigið fyrirtæki. Lengi var það snar þáttur í starfsemi þessa fyrirtækis, enda gamalt áhugamál pabba, að koma upp rafstöðvum í sveitun- vélasamstæður, allt upp í 30 hestafla túrbínur. Þá smíðuð- um við alltaf mikið af skipa- lömpum og ljóskösturum, sem báru heitið „Orms“. Þá hefur sala og viðhald röntgentækja og þjónusta við þau alltaf verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins. — Bræðurnir Ormsson h.f. var lengst af til húsa á Vest- urgötunni, var það ekki? — Jú, það var árið 1936 að faðir miinn keypti eignina Vest- urgötu 3 og var vorum við til áramóta 1966—1967, er við flutt um hingað. Þá var orðið það þröngt nfðurfrá, að vélaverk- stæði var til húsa annars stað- ar. En nú er allt undir sama þaki aftur. Húsið við Lágmúla 9 er stór skrifstofubygging. Bræðurnir Ormsson hafa þar 380 ferm. skrifstofuhæð og á götuhæð og í viðbyggingu eru svo verzlun, vörugeymslur og verkstæðin. Áður en við höldum í skoð- unarferð, er rétt að skýra frá því hverjir sitja við stjórnvöl- inn. Forstjóri er sem fyrr er sagt Eiríkur Ormsson og fram- járn, útvörp o.s.frv. Þeir selja báðar gastúrbínurnar til Straumsvíkur, hvor 17.500 KW. Bosch framleiðir aftur á móti rafmagns- og dieseltæki, sem hér eru mest notuð í bíla og báta o.fl. o.fl. Við höfum Eiríkur Ormsson. Bak við hann er teikning hans af vatnshjóli til raforkufram- leiðslu, og ljósmynd af raf- stöðinni gömlu í Múlakoti. fleira þess háttar. Álverksmiðju menn eru svo margreyndir varð andi alla skipulagningu, a'ð á mörgum sviðum er fengur í að taka þá sér til fyrirmyndar. Við göngum um fyrirtækið í fylgd Karls og Kára verkfræð- ins. í skrifstofunni tifar nýtt Teletextæki. Þar er verið að senda fyrirspurn um það til AEG hvort hægt sé að fá sér- Framhald á bls. 16 45 ára gamalt tekst fyrirtækið nú á við sitt stærsta verkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.