Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1068 27 Fiskiþingi var fram haldið í gær. Flutti Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra ræðu og fjallaði um margt. Drap m.a. á gengisfellinguna og afleiðingar hennar, ræddi vanda frystihúsanna, ýmis önnur vandamál sjávarútvegs og fiskveiði. Myndin er tekin, er ráðherra flutti tölu sína. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Fremur lélegur afli línubáta — Akraiiesbátar hafa þó aflað sæmilega Eysteinn Jónsson hættir foi mennsku Framsókn- arflokksins EYSTEINN Jónsson lýsti því yf- ir í gær í ræðu, er hann hélt á fundi miðstjómar Framsóknar- flokksins, að hann myndi láta af formennsku flokksins. Hins- vegar mun hann gegna áfram embætti formanns þingflokks- ins. Eysteinn varð formaður Framsóknarflokksins árið 1962, er Hermann Jónasson lét af því embætti. Eysteinn hefur verið einn af fremstu stjórnmálamönn um þjóðarinnar um árabil. Þá lýsti Sigurjón Guðmunds- son, núverandi gjaldkeri Fram- sóknarflokksins, því og yfir, að hann myndi láta af störfum. Eysteinn Jónsson fæddist 13. nóv. 1906 á Djúpavogi, sonur séra Jóns Finnssonar og konu hans, Sigríðar Hansdóttur. Hann brautskráðist úr Samvinnuskól- anum 1927. Hann var skattstjóri í Reykjavík 1930—1934. Árið 1933 var hann kjörinn þingmað- ur Sunnmýlinga og hefur setið á 5 - ——“ AFLI línubáta hefur yfirleitt verið lélegur það sem af er ver- tíðinni og gæftir með erfðasta móti. Frá Reykjavík róa tveir línu- bátar, en afli hefur verið lélegur, frá tveimur upp í sex tonn á bát. Tveir bátar eru á útilegu og hafa þeir aflað allsæmilega, þegar þeir hafa komizt á sjó, en gæftir hafa verið stirðar. Tveir bátar stunda handfæra- veiðar frá Reykjavík og afla dá- vel, þegar gefur. Frá Akranesi stunda sex bátar línuveiðar og hefur afli verið sæmilegur. í fyrradag fengu bát arnir t.d. um 12 lestir hver og í gær voru allir bátar á sjó. Eng- inn árangur er enn í þorskanet. - SYNING Framhald af bls. 2 mörku árið 1950. Sýni það að fólkinu hafi liðið harla vel og ekki búið við skort, þar sem góð líkamshæð sé talin velsældar- vottur. Þá bætti hinn danski safnvörður því við, að þar eð allar athuganir hefðu þótt færa rök að því, að þetta fólk í gai'ð- inum við Þjóðhildarkirkju hafi verið jarðsett á árunum 1000— 1025, megi telja vist að þar séu komnir hinir fyrstu íslenzku landnemar á Grænlandi og í hópnum séu þau væntanlega einhvers staðar Eiríkur rauði, Þjóðhildur og Leifur heppni. Kragh sagði, að allar rann- sóknir beri að sama brunni hvað hreysti hinna fornu víkinga snertir; hún hafi áreiðanlega ekki verið minni en sögur herma. Grænlendingar hafi til dæmis verið mjög góðir og kjarkaðir ferðamenn, hafi gert leiðangra til ýmissa óbyggilegra svæða á Grænlandi til að veiða seli, rostunga, ísbirni og hvali, en sérstaklega voru hvaltennur í háu verði og hafa þeir notað tennurnar, skinn og feldi til vöruskiptaverzlunar. Einn rúna- steinn fannst á þesum norður- byggðum, 10 sm langur og svartur flögubergssteinn, þar sem á stóð: „Erlingur Sighvats- son og Bjarni Þórðarson og Indriði Oddsson, laugardag fyrir gagndag hlóðu varða þessa“. — Rúnasteinninn er frá miðri 14. öld. Sýningin verður opnuð al- menningi kl. 4 í dag og verður síðan opin daglega frá kl. 2—10 fram til 3. marz. Síldarskipin frá Akranesi eru nú að búa sig út á loðnu- eða þorskveiðar. í Vestmannaeyjum hefur ver- tíðin gengið dável, þegar viðrar. Afli línubáta hefur verið 4 til 9 lestir í róðri, en afli trollbát- anna sama og enginn þar til á þriðjudag, að þeir fengu góðan afla, sá hæsti 27 tonn. í fyrra- dag var afli góður en aftur lé- legri í gær. Frá Keflavík stundar 21 línu- bátur veiðar og hefur afli þeirra verið misjafn, frá 5 og upp í 27 lestir mest í einum róðri. Frá því um áramót hafa borizt á land í Keflavík alls 987 lestir í 60 róðr- um. Ellefu bátar stunda línuveiðar frá Grindavík og hefur verið reytingsafli, mest 11,7 tonn í róðri hjá einum bát. Þrír neta- bátar eru gerðir út frá Grinda- vík og hefur afli þeirra verið 4 til 7 tonn á bát í róðri. Frá Sandgerði stunda 17 bátar línuveiðar, en afli hefur verið lélegur, að meðaltali 4 lestir í róðri í janúar. Gæftir hafa verið með lélegasta móti. Umsóknarfresti um þrjár lektorsstöður við HÍ lokið — auglýst lektorsstarf í heimspekideild LOKIÐ er umsóknarfresti um þrjár lektorsstöður í heimspeki- deild Háskóla íslands. Um lekt- orsstarf í sagnfræði sækja: Berg steinn Jónsson, menntaskóla- kennari, Björn Þorsteinsson, menntaskólakennari, Jón Guðna son, kennari og Jón R. Hjálmars son, skólastjóri, Loftur Guttorms son, kennari og Odd Didriksen, sendikennari. - UTAN UR HEIMI Framlhald af bls. 14 herti mjög á eftirliti við landa mærin. Yfirmenn hers S.þ. telja al- mennt, að Norður-Kóreumenn muni aldrei leggja út í árásar- styrjöld eins og 1950 einir síns liðs. Hvað þeir kynnu að gera með aðstoð nokkurra her- fylkja frá Kína, er allt annað mál. Þeir telja einnig, að landherinn í Suður-Kóreu sé nægilega sterkur til að stöðva innrás frá Norður-Kóreu og benda á það, að amerískur flugvélastyrkur og flotadeild- ir eru ekki langt undan. Áðurnefndur herforingi sagði: „Norður-Kóreumenn hafa stærri flugher en Suður- Kórea ein, en Fimmti flugher Bandaríkjanna, sem staðsett- ur er á Guam og Okinawa verður að teljast til raunveru legs varnarstyrks lýðveldis- ins“. „Eins og ástandið er núna, er herstykurinn miklu meiri okkar megin,“ hélt hann áfram. Við höfum mannafla og vopn til að uppfylla hlut- verk okkar hér.“ Um lektorsstarf í málfræði sækir Helgi Guðmundsson cand, mag. Um lektorsstarf í bókmennt- um sækja Davíð Erlingsson, cand mag., Jón Böðvarsson, menntaskólakennari og Óskar Halldórsson, kennaraskólakenn- ari. Auglýst hefur verið annað lektorsstarf í bókmenntum í heimspekideild, og er umsóknar frestur til 22. febrúar 1968. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Leiðrétting í SAMBANDI við frálsögn af slysförum við ísafjarðardjúp, sem birtist í Mbl. fimmtudaginn 8. febrúar viljum við töka eftir- farandi fram. Á fremstu síðu stendur svo- hljóðandi klausa: „Kjartan Hall- dór er kvæntur og á tvö börn. Yngra barnið, stúlka, fæddist í fyrradag. Þá var hvorki ljósmóð- ir né Iæknir í Bolungarvík og vafð að selflytja þau á vélsleða frá ísafirði, en það mun vera eina farartækið þar vestra, sem unnt er að nota. Allt er á kafi í snjó“. Þar sem þessi klausa skýrir algjörlega rangt frá mátavöxt- um, teljum við okkur skylt að segja sannleikann í málinu. Það er rétt hermt að ljósmóðir og læknir voru selflutt á vélsleða frá ísafirði, sem gerði okkur kleift að komast til Bolungarvík- ur í tæka tíð, eða 11 klst. fynr fæðingu barnsins. Nánar tiltekið komim við til Bolungarvíkur þann 5. febrúar klukkan 20, en barnið fæddist 6. febrúar klukk- an 6:55. Að fenginni þessari reynslu af vélsleðanum, sem björgunarsveit Slysavarnafélagsins hefur geng- izt fyrir að fá hingað til Bolung- arvíkur, viljum við vekja at- hygli á, þvílíkt þarfaþing slíkur vélsleði getur verið, þegar í nauðir rekur. Virðingarfyllst, Bolungarvik, 8. febrúar. Guðrún Finnbogadóttir, ljósmóðir. Ólafur HaJ>íiórsson, héraðslæknir. Kristniboð kynnt í Hnfnoriirði KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ, sem vinnur að kristniboðinu í Konsó í Eþíópíu, og K.F.U.M. og K í Hafnarfirði gangast fyrir kristniboðs- og æskulýðsvíku í húsi K.F.U.M. og K. við Hverfis- götu í Hafnarfirði, dagana 11.— 18. febrúar n. k. Slíkar vikur hafa verið haldnar á hverjum vetri undanfarin ár. Verða al- mennar samkomur á hverju kvöldi þessa daga og hefjast jafn an kl. 20,30. Kristniboðið verður kynnt í m”i og myndum og m. a. sýnd ný litkvikmynd frá Afríku. Þá verður hugleiðing á hverju kvöldi þessa daga og hefjast jafnan kl. 20,30. Kristniboðið verður kynnt í máli og myndum og m. a. sýnd ný litkvikmynd frá Afríku. Þá verður hugleiðing á hverju kvöldi, svo og fjölbreyttur söng- ur og hljóðfærasláttur. Á fyrstu samkomunni, sunnudag, tala þeir Sævar B. Guðbergsson, kermara- nemi, og Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur. Einnig verður ein söngur. Á mánudagskvöld talar Valgeir Ástráðsson guðfræði- nemi, og þá verður sýnd athygl isverð litkvikmynd. — Gjöfum til kristniboðsins verður veitt viðtaka í lok vikunnar. Allir eru verkomnir á samkomurnar. ISTUTTU WÁLI Oxford, 9. febr. — NTB — MÁLFUNDAFÉLAG Oxford- háskólans hefur gert samþykkt sem styður alþjóðasamtök, þau, er fordæma grísku stjórnina og hvetja til að henni verði tafar- laust vikið úr valdastóli. Meðlimum samtaka þessara er sérstaklega uppálagt að fara alls ekki til Grikklands, nema þeir eigi þangað brýnt vísindalegt erindi. Eysteinn Jónsson. þingi síðan, frá 1959 sem þing- maður Austurlands. Fjármálaráð herra varð hann 1934, yngstur þeirra, sem gegnt hafa ráðherra- embætti á Islandi, 1939 tók hann við embætti vfðskiptamálaráð- herra og fjármálaráðherra varð hann frá 1950 til 1958. Hefur hann gegnt embætti fjármála- ráðherra lengur en nokkur ann- ar íslenzkra manna. Eysteinn Jónsson var kjörinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins árið 1943 og hefur verið það síð- an. Eins og fyrr segir var hann kjörinn formaðux Framsóknar- floksins 1962 en lætur nú af því embætti. Þá hefur Eysteinn Jónsson gegnt fjölda trúnaðarstarfa ann- arra, m.a. er hann nú varafor- maður SÍS og hefur verið það frá 1956. Hann er í hópi þeirra manna, er lengst hafa staðið í eldlinu íslenzkra stjómmála og hefur mótað stefnu Framsóknar- flokksitv? flestum öðrum fremur í meira en þriðjung aldar. Kvæntur er Eysteinn Jónsson Solveigu Eyjólfsdóttur. Merkjasnla Kvenfélogs Laug ornessóknor Á MORGUN (sunnudaginn 11. febr.) fer fram hin árlega merkja sala Kvenfélags Laugarnessókn- ar. Ég ætla ekki að fara að telja upp hin mörgu góðu verk kven- félagsins fyrir sókn sína — ekki get ég heldur lýst hér þakklæti mínu til barnana, sem selja merk in, eins vel og skyldugt er. Er ég vil vekja sérstaka at- hygli á því, að í þetta skipti verð ur al.lur ágóðinn af merkjasöl- unni afhentur „Foreldra- og styrktarfléagi Heyrnardaufra" og varið til kaupa á nýjum kennslutækjum fyrir Heyrnleys- ingjaskólann hér í Reykjavík. Fyrir 3 árum gekk hér yfir faraldur „rauðra hunda“ og af- leiðingin er, að á næsta vetri er búist við að 28—30 heyrnardauf börn bætist við í skólann eða jafn mörg og nú eru þar fyrir. Af þessu er ljóst, hve brýn þörf er að koma hér til hjálpar. Fyrir mörgum árum kenndi ég við Heyrnleysingaskólann — ég hef aldrei fyrr né síðar haft þakk látari nemendur eða áhugasam- ari um að tileinka sér námið. Tryggð þessara barna er ævilöng þar sem þau binda hana — og þau hafa svo mikið, í elskusemi sinni og einlægni, að kenna hin- um heilbrigðu — að ég þykist búa að því ævilangt að hafa ver- ið með þeim um hríð fyrir mörg um árum. Af því að það eru þessi börn og skólinn þeirra, sem nú eiga að njóta ágóðans af merkjasölu Kvenfélags Laugarnessóknar vona ég, að hún að þessu sinni gangi alveg sérstaklega vel. Garðar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.