Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 17 •»»»»! Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra lýsir viðhorfi sínu RITSTJÓRN „Síðu ungra Sjálf- stæðismanna“ hefir spurt mig um viðlhorf mitt til samþy.kktar félagsfundar Heimdaillar um breytingartillögu þá sem ég hefi flutt á Alþingi fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar á kosningalögun- um, þar sem tilskilið er, að sam- þykki hlutaðeigandi flokksstjórn a,r þurfi til þess, að fraimboðs- listi geti verið í kjöri fyrir við- komandi flokk. Um það vil ég þetta segja: Ungir Sjálfstæðilsmenn hafa frá öndverðu verið boðberar frj’álslyndis og réttlætis í stjórn- málum. Hreinskilni einkennir viðhorf æskunnar. í grundvallarstefnuskrá Heim- dal'lar frá 13. febr. 1931 eru m.a. þessu stefnuskráratriði: „að efla og vermda þingræði og lýðræði, að kjördæmaskiipunin verði færð í það horf að atkvæði allra kjósenda geti orðið jafn-áhrifa- rík á landsmál, hvar sem þeir búa á landinu, að kosningarréttur til Alþingis verði bundinn við 2)1 árs lág- marksaldur og að þeginn sveitar styrkur valdi eigi missi kosning- arréttar". Þessi hugsjónamál Heimdell- inga hafa ýmist . náð fram að ganga eða verið í brennidepli stjórnmálabaráttunnar á íslandi. Eg hefi sjálfur haft forystu í baráttu fyrir slíkum hugsjónum um tíu ára skeið sem formaður Heimdallar eða formaður Sam- band's ungra Sjálfstæðismanna. Ég ætti því manna sízt að þurfa Reykjavík. Af því tilefni er sú til laga, sem áður getur og Heim- dallarfundur hefur ályktað um, komin fram. Ég get ekki fallið frá því grundvallarsjónarmiði að hindra beri með breytingu á kosningalögum, að siðleysi, eins og kommúnistar viðhöfðu í síð- ustu kosningum, geti haldizt uppi. Ég viðurkenni, að breytingar- tillaga sú, er ég hefi flutt geng- ur lengra, þar sem hún jafnframt útilokar framlboð fleiri en eins lista sama flokks í kjördæmi. Hvort það er rétt er álitamál og fyrir mér ekki aðalatriði. Það fara nú fram viðriæður milli fulltrúa þingflokka um það, hvernig hugsuð breyting á kosningalögum samræmist skipu lagsreglum stjórnmálaiflokkanna. Þegar Heimdellingum finnst í samþykkt sinni að ráðgerð kosn- ingalagabreyting þrengi svig- rúm einstaklinga í stjórnmála- flokkum við val á frambjóðend- um, kynni það að byggjast á mis skilningi. En hinu má heldur ekki gleyma ,að lágmarkskröfur verður að gera til flokka um skiipulega starfshætti ,ef þeir vilja og heita stjórnmálaflokkur. Það er að lokum ósk mín til Heimdallar, að hann megi ætíð vera sá brautryðjandi frjálsræð- is, réttlætis og hreinskilni í stjórnmálum, sem hann hefur frá öndverðu verið. Friðrik Sophusson, stud. jur.: Flokksræði — lýðræii Jóhann Hafstein. að efast um, hvað fyrir hinum yngri Sjálfstæðismönnum vaikir. í kosningunum í sumar léku kommúnistar ljótan hráskinna- leik í sambandi við framboð Hannilbals Valdimarssonar í Félagsfundur í Heimdalli MÁNUDAGINN 5. febr. sl. var boðað til félagsfundar í Himin- björgum, félagsheimili Heim- dallar. Auglýst fundarefni var: „Á að auki flok'ksræðið á ís- landi?“ Framsögumenn voru Ármann Sveinsson, stud. jur. og Jón E. Ragnarsson, hdl. Voru fundarmenn mjög á einu máli um, að ekki beri að áuka flokks- ræðið og spunnust umræður út frá því um tillögu, sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á kosningalögunum nr. 52/1959. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Fundurinn álítur, að sporna beri gegn allri tilhneigingu í þá átt að efla völd forystumanna stj órnmálaf lokkanna. Með vaxandi flokksræði fær- ist valdið frá fólkinu í hendur fárra forystumanna hvers stjórnmálaflokks. Það er verk- efni ungs fólks áð koma í veg fyrir slíka öfugþróun, sem stofnar lýðræðinu í hættu. Fram hefur komið á Alþingi tillaga um breytingu á kosninga lögunum nr. 52/1959, en hún fel- ur tvímælalaust í sér skerðingu á svigrúmi einstaklinga í stjórn- málaflokkum við val á fram- bjóðendum til Alþingiskosninga og stuðlar að auknu flökksfor- ystuvaldi. Fundurinn mótmælir framkominni tillögu, en hvetur jafnframt til heildarendurskoð- unar stjórnarskrár og kosninga- laga, og bendir á ályktanir Heim dallar FUS og Sambands ungra Sjálfstæðismanna um breyt- ingu á kjördæmaskipun lands- ins í einmenningskjördæmi." FRAM hefur komið á Alþingi breytingartillaga við 2. máls- grein 27. gr. kosningalaganna frá 1959. Efni tillögunnar er annars vegar að koma í veg fyrir það, að fleiri en einn listi geti verið borinn fram í nafni sama stjórnmálaflokks í hverju kjördæmi og hins veg- ar, að hverjum framboðslista verði að fylgja skrifleg við- urkenning „hlutaðeigandi flokksstjórnar.“ Tillagan er fram komin væntanlega með fulltingi flokksstjórna stjórn- málaflokkanna, ef draga má þá ályktun af þögn þeirra um tillöguna. UMRÆÐUR 1 síðustu viku birtu dag- blöðin ályktun stjórnar Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, um tillöguna, þar sem hún var harðlega gagnrýnd og talin tilraun til að efla flokksforystuvald stjórnmálaflokkanna. í sama streng tók Ármann Sveinsson stud. jur. í mjög ítarlegri grein, sem birtist hér á síð- unni í síðustu viku. Undan- farna daga hafa svo talsverð- ar umræður átt sér stað um þetta mál, og komið hefur í ljós, að sitt sýnist hverjum um gildi tillögunnar og áhrif hennar. Telja fylgismenn til- lögunnar, að hún feli í sér „lagfæringu" á núverandi lög gjöf og aðeins sé verið að „setja undir lekann" til þess að skrípaleikurinn frá kosn- ingunum sl. vor verði ekki endurtekinn, en þar er átt við framboð Hannibals Valdi- marssonar og pólitískra lif- varða hans hér í Reykjavík. Andstæðingar tillögunnar halda því fram, að umrædd- ur skrípaleikur hafi stafað af „mistúlkun" yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis á Friðrik Sophusson. kosningalögunum nr. 52/1959. Þeir benda ennffemur á, að með kjördæmabreytingunni og breytingunni á kosninga- lögunum ári'ð 1959 hafi ver- ið stigið spor í þá átt að veita forystumönnum stjórn- málaflokkanna aukin völd, þrátt fyrir að breytingin hafi ýmissa annarra hluta vegna verið æskileg. Þeir benda einnig á það, að í um- ræðum á Alþingi hafi fram- sögumaður stjórnarskrár- nefndar skírskotað til þess frjálsræðis og svigrúms, sem um getur í 27. greininni, en það er sama „frjálsræðið" og nú er verið að gera til- raun til a'ð afnema. Inn í umræðurnar um fram komna tillögu hafa svo spunn izt vangaveltur um núver- andi kosningalöggjöf, kjör- dæmaskipun og hver eigi að vera staða og hlutverk stjórnmálaflokka í þjóðfé- laginu. LÝÐRÆÐI íslenzkt stjórnarfyrirkomu- lag grundvallast, eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum, á lýðræðishugsjón- inni. Hugtakið lýðræði er ákaflega óskýrt og óná- kvæmt hugtak. Sú skilgrein- ing hefur þó verið sett fram, að hið „ideala" lýðræðisþjóð- félag komi fram í því stjórn- arfyrirkomulagi, þegar sem flestir borgarar ráða sem mestu um sem flest málefni ríkisins. Lýðræðið í fram- kvæmd birtist síðan aðallega í því, þegar kjósandinn, hinn almenni borgari, velur á milli skoðana og manna við kjör- borðið á kjördegi. Fari þessi skilgreining saman við þær hugmyndir, sem við höfum um lýðræðið, og finnist okk- •ur ástæða til að vi’ðhalda lýðræðinu, hljótum við að sporna við hverri þeirri til- raun, sem færir valdið til að velja og hafna frá fjöldan- um í hendur fámenns hóps útvaldra manna. HLUTVERK STJÓRNMALAFLOKKA í lýðræðisþjóðfélögum er hlutverk stjórnmálaflokka að koma á framfæri skoðunum og hugmyndum þjóðfélags- hópa ásamt því að bjó'ða Fram'hald á bls. 19 KRATAR OG TRYGGINGAMAL „TRYGGINGAR eru fyrst og fremst hugsjón og baráttumál jafnaðarmanna. Þeir munu standa fastan vörð um þær.“ Þannig er niðurlag á leiðara Al- þýðu'blaðsins í gær, föstudaginn 9. febrúar, sem ritaður er í slík- um ham uppnáms og móður- sýki, að furðulegt verður að teljast. Astæða þess, að kratar vilja lúra á tryggingamálum einir og útaf fyrir sig, má segja, að sé að nokkru leyti skiljanleg, en ef þeir ætla að hafa þann hátt á, verður stefna þeirra að mótast af raunsæi og vera í fullu samræmi við þau meginmál, sem eðlileg verða að teljast, a.m.k. ef þeir eiga að geta búizt við að fá að lúra í friði. Dylgjur og svívirðingar Al- þýðublaðsins í garð Sjálfstæðis- manna um að það sé stefna þeirra, að aftur verði horfið til fátækraframfærslunnar, að ís- lendingar verði flokkaðir í fá- tæklinga og álna menn og að fleygt verði ölmusum í þá allra aumustu, bera vott því hugar- ástandi, sem liggur að baki skrifunum, því það er ekki tekið út með sældinni að þykj- ast geta ráðskazt með einn veiga mesta félagsmálaþátt þjóðarinn- ar, en eiga þau úrræði ein að umturnast, þegar ræddar eru breytingar, sem telja verður eðlilegar og réttar. Ungir Sjálfstæðismenn hafa markað sér stefnu í málefnum almannatrygginga. Sú stefna miðar ekki að því að fleygja ölmusum í einn eða neinn eða að gerður sé greinarmunur á ríkum og fátækum. Stefna ungra Sjálfstæðismanna miðar að þvi að gera tryggingakerfið raun- hæfara. Sú stefna miðar m. a. að því, að þær bætur, sem telja má ónauðsynlegar, verði fengn- ar þeim, sem fremur þurfa á þeim að halda. Sem dæmi er nefnt, að afnumdar verði fjöl- skyldubætur með 1. barni, en greiðslum, sem þeim bótum nema, verði veitt til einstæðra mæðra, ekkna og aldraðs fólks. Alþýðublaðið dylgjar ennfremur um það, að það sé stefna Sjálf- stæðismanna að stórskerða tryggingakerfið, baráttu að tjaldabaki o.s.frv. Astæðulaust er að svara þess- um barnaskap, en hins vegar má benda krötum á það, að ef aðstaða þeirra til tryggingamála mun i framtíðinni mótast af sama hugaræsingi og þjáði höf- und leiðarans í gær, leiðara, sem nefndur var „A VERÐI", ef varðstaða þeirra á að vera fólgin í því að berjast gegn hags munum einstæðra mæðra, ekkna og aldraðs fólks, ættu þeir að gera sér grein fyrir því, að jafn- vel þótt þeir þykist sjálfkjörn- ir til forystu, þá getur svo far- ið, að ástæða verði til að leysa þá af verðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.