Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 12
f 12 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1058 Stéttarsamband bænda vill viiræður við ríkisstjórnina — um ráðsfafanir vegna núverandi ástands í landbúnaði Á AUKAFUNDI Stéttarsam- bands bænda, er lauk á fimmtu- dagskvöld, voru samþykktar ályktanir um verðlagsmál land- búnaðarafurða, þar sem átalinn er dráttur sá, er varð á ákvörð- un búvöruverðs á s.l. hausti, en hann leiddi til margsvíslegra erf- iðleika fyrir bændur og sölufélög þeirra. I»á er mótmælt ákvörðun meirihluti yfirnefndar í verð- lagsmálum um búvöruverð og því haldið fram, að úrskurðurinn brjóti í bága við lög um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Einn- ig var samþykkt að kjósa nefnd til að ganga á fund ríkisstjórnar og leita leiðréttingar á nokkrum hagsmunamálum bændastéttar- innar. Þá var einnig samþykkt álykt- un um skömmtun og innflutning kjarnfóðurs. Svo og samþykkti fundurinn að fela stjóm Stéttar- sambandsins að freista þess í samráði við Búnaðarfélagið, Búnaðarþing og Landgræðsluna að koma hagfelldari skipan á framleiðslu landbúnaðarvára, en þær eru nú að áliti fundarins nokkru meiri en bagstætt getur talizt fyrir þjóðarheildina. Fara ályktanir fundarins hér hér á eftir. Verðlagsmál Aukafundur Stéttarsambands bænda haldinn í Bændaböllinni í Reykjavík 7. febrúar 1968, átei- ur þann drátt er varð á ákvörð- un búvöruverðs á sl. hausti og leiddi til þess að nýr verðlags- grundvöllur var eigi gjörður, fyrr en þrír miániíðir voru liðnir af nýju verðlagsári. í>essi drátt- ur olli sölufélögum bænda marg- víslegum óþægindum Oig erfið- leikum og bændum sjálfum beinu fjárhagstjóni. 'f»ví mótmælir fundurinn harð- lega úrskurði meirihluta yfir- nefndar, þar sem að engu eru höfð ákvæði 4. gr. laga nr. 101 frá 8. des. 1966, um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins o. fl. En þar er kveðið á um, að þeir, er að land'búnaði vinna, skuli hafa samtoærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir. í úrskurðinum eru einnig að engu höfð nýlega sett ákvæði 2. málsgreinar sömu lagagreinar um ákvörðun á vinnutíma bóndans og skyldu- liðs 'hans. í þess stað er bændum og fjölskylduliði þeirra ákveðin sameiginleg laun, sem eru 22- 23% lægri en meðaltekjur við- miðunarstéttanna árið 1906, og er tekjum fjölskyiduliðs úrtaks- manna viðmiðunarstéttanna þó sleppt í þessum samanburði. Auk þessa eru sniðgengnar allar upplýsingar, sem Hagstofa íslands lagði fram um rekstrar- kostnað bænda. Þessar upplýsing ar eiga, skv. 8. gr. áðurnefndra laga, að vera fullnægjandi til upplýsin.gar um framíleiðsluikostn að búvöru, enda væru þær líka staðfestar með niðurstöðum bú- reikninga, er sýndu mjög svip- aða útkomu, þ.e. að reksturs- kostnaður bænda hafi stóraukizt á árinu 1966 og 1967. Kjarnfóður magn hafði þá aukizt um 40-50% og áburðarnotkun um 20%, vélarekstur, flutningar og ýmiss annar kostnaður hafði einnig aukizt mjög mikið. En samhliða þessu höfðu afurðir á verðlags- árinu 1966 og 1967 rýrnað nokk- uð í heild vegna versnandi ár- ferðis. Um sama leyti og þessi úr- skurður var felldur á þennan veg, var gengi islenzkrar krónu fellt. Gengislækkunin veldur stórfelldm hækkunum á fjár- festingar- og framleiðslukostnaði landlbúnaðarins. Hiækkun rekstr- arvaranna hefir aðeins fengizt bætt að nokkru leyti, þar sem inagn rekstrarvara er mjög van- reiknað í verðlagsgrundvelli. Árferði er nú þannig, að hey- skortur er víða um land, og bændur verða því enn að stór- auka kjarnafóðurkaup á þessum vetri. Verðfall á landtoúnaðarvörum eriendis, svo sem á ull og gær- um, og lokun saltkjötsmarkaðar- lns í Noregi, veldur bændum miklu tjóni. æsjsimrm 2. umræöu lokiö um H-frumvarpið — atkvœðagreiðslu var frestað ÖNNUR umræða um frumvarpið um frestun á framkvæmd laga um hægri umferð, var fram hald ið í Neðri deild Alþingis í gær. Var umræðu lokið, en atkvæða- greiðsiu frestað, og mun hún væntanlega fara fram á fun/i deildarinnar n.k. mánudag. Matthías Bjamason framsögu- maður meirihluta állsherjar- nefndar svaraði í ræðu sinni atr- iðum er fram höfðu komið hjá stuðningsmönnum frumvarpsins við umræðu um málið. Sagði Matthías m.a. að sú fuillyrðing þeirra að málinu hefði ver- ið hespað af með miklum flýti á Alþingi stæðist ekki. í>að hefði verið lagt fyrir í nóv. 1965 og afgreitt frá Efri deild í maí 1966. Auk þess hefði verið búið að ræða það á tveimur þingum á undan, oig raunar mætti segja að málið væri búið að vera meira og minna til umræðu á Alþingi síðan 1940. Matthías sagði, að þróunin í heiminum væri sú, að það væri verið að gera samræmingu í um- ferð á sjó, landi og lofti og reynsla síðustu áratuga sýndi okkur það, að það væri þess vegna ódýrara fyrir okkur að láta slika breytingu ekki bíða lengur en við herfðum gert, og því ætti að halda áfram, þar sem Alþingi markaði sína stefnu með sam- þykkt laga um hægri handar um- ferð og fella þetta frumvarp, og taka höndum saman um að láta umferðarbreytinguna fara sem bezt úr garði 26. maí. Stefán Valgeirsson viitnaði fyrst til undirskrifta er honum hafði borizt frá 142 vörufbilfreiðar stjórum í S-Þingeyjarsýslu, þar sem væntanlagri umferðarbreyt- ingu var mótmælt. Sagði Stefán síðan að undirbúningur fyrir breytinguna væri augljóslega á frumstigi og því væri eðlilegast að fresta þessari framkvæmd með samþykkt frumvarpsins og fá skorið úr hver vilji þjóðarimn- ar væri í málinu. Þórarinn Þórarinsson sagði að þegar málið hefði upphaflega verið til umræðu á Alþingi hetfði það verið samþykkt á röngum forsendum. >á hefðu verið lagð- ar fram villandi tölur um kostn- að, og villandi uipplýsingar um þá er lýstu yfir stuðningi sínum við það. Þórarinn sagðist taka meira tillit til þeirra sem mesta reynslu hefðu af umferðinni, þ.e. atvinnubifreiðastjóra, en þeir legðust mjög gegn umferðar- breytingunni. Steingrímur Pálsson sagði að við umræður málsins hefði ekk- ert komið fram sem hrekti þær staðreyndir er flutningsmenn frumvarpsins hefðu bemt á. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra, sagði að ekki hetfði verið farið á bak við samtök bifreiða- stjóra þegar lagafrumvarpið var rætt á Alþinigi. Nefndi hann að 6, þing Landssambands vöru- bifreiðastjóra hefði fjallað um það og lýst yfir fullum stuðningi sínum við það. Þá hefði aðaMund ur F.Í.B. einnig fjallað um það, og þá verið samþykkt með sam- hljóða atkvæðum að lýsa jrfir stuðningi við hægri umferð. Ráðherra sagði að umferðar- breytingin nú gæfi tækifæri til að skapa aðra og betri umferðar- menningu en nú væri hér, — tækifæri sem óvíst væri að gæf- ist á annan hátt. Ef fallið væri frá breytingunni nú mætti eins reikna með því að hana yrði að gera að nokkrum áratuigum liðn- um, og þá með augljóslega meiri kostnaði. Tæknibreytingar væru örar og miklar ekki síðiur á sviði samgöngumála, en öðrurn og við gætum ekki gert okkur grein fyrir hvernig viðhorf mála yrði eftir nokkurn tíma. Nefndi ráð- herra till, að 1940 þegar ákveðið var að taka hér upp hægri um- ferð fyrst, hefðu verið 13,4 ílbúar á hverja fólksbifreið, árið 1966 heifðu þeir verið 6,4 oig áætlað væri að árið 1981 mundi hlut- fallið verða 2,9 á hverja fólks- bifreið, ef svo héldi sem horfði. Þá ræddi ráðherra um fram- komna gagnrýni á undirtoúning breytingarinnar og göggæzlu. Sagði hann að af hendi dóms- ínálaráðuneytiisins mundi verða lögð áherzla á samræmdar að- gerðir lögreglunnar í sambandi við breytinguina. Þá hefði löig- reglustjórinn í Reykjavík sýnt málinu mikinn og vakandi áhuga. Að lokum sagði ráðherra að ef frumvarp þetta yrði fellt, yrðu allir, jafnt stuðningsmenn breyt- ingarinnar og andistæðingar, að jeggjast á eitt til þess að hún mætti sem bezt fram fara. Vara bæri við því sjónarmiði er sums- staðar hefði komið fram, að ein- stakir menn væru ekki ábyrgir nema gengið væri á móts við svo cig svo miklar kröfur þeirra. ÖU- um bæri að standa saman að svo mikilvægri framkvæmd s«m þess ari, án tillits til skoðanna á rétt- mæti hennar. Ríkisstjórnin mundi gera aUt sem í hennar valdi væri til þess að allt mætti sem bezt fara. Að lokum tóku svo aftur til máls Þórarinn Þórarinsson, Gísli Guðmundsison og Stefán Val- geirsson og kom fram í ræðum þeirra að þeir væru sam.mála því er fram kom í lok ræðu dóms- málaráðherra. Af þessu leiðir, að samhliða því, að bændur verða eins og aðrar stéttir, að taka á sig byrð- ar vegna vaxandi almennrar dýrtíðar, þá verða þeir tjl við- bótar að taka á sínar herðar og greiða af kaupi sínu stórfelldar hækkanir rekstrarvara vegna hins ranga verðlagsúrskurðar og höfðu þó áður miklu lægri tekj- ur en aðrar samtoærilegar stétt- ir. Fundurinn lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að með þessu sé atfkomu fjölda bænda stefnt í algjört óefni og því geti bænda- stéttin ekki unað. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins að reyna allar leið- ir til að rétta hlut bænda. Fáist engin leiðrétting á dómi yfir- nefndar, bendir fundurinn á þá staðreynd, að samkvæmt reynslu af verðlagningu síðast- liðins haústs, virðast framleiðslu ráðslögin í núverandi mynd ekki geta tryggt hinn sjálfsagða og eðHlega rétt bænda. Er því brýn nauðsyn að taka þau til endur- skoðunar svo fljótt sem auðið er. Viðræður við ríkisstjóm Vegna þess ástands í landtoún- aði'num, sem skapazt hefir vegna nýafstaðinnar dómsniður stöðu yfirnefndar í verðlag®- miálum og aukinnar dýrtíðar af völdum gengisfel'lingar, ákveð- ur aukafundur Stéttarsamtoands bænda í febrúar 1968 að kjósia 5 men.n til þess, ásamt stjóm Stéttarsamtoandsins, að ganga á fund ríkisstjórnar íslandis og bena fram m.a. eftirfarandi: 1. Að bændum verði tryggt grundlvalla'rverð á framleiðslu yfirstandandi verðlagsárs og að þær birgðir framleiðsluvara, er til voru við. upphaif þess. 2. Að rekstrarlán til l'and- búnaðarins verði stóraukin. 3. Að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán með hóf- legum vöxtum. 4. Að gefin verði frestur á aflborgun Stofnlána í Búnaðar- banka fslands. 5. Að tillbúinn átourður verði greiddur niður á komandi vori, svo hann hækki ekki í verði frá því, sem var á fyrra ári. 6. Að fell'd verði brott geng- istrygging á stofnJlánum vinnsl'u stöðva og ræktunarsamtoanda. 7. Að tollar af landtoúnaðar- vélum og varahlutum til þeirra verði lækkaðir eða fellidir nið- ur með öllu. 8. Að rí'kisstjórnin verðtoæti ull og gærur af framleiðslu verð lagsráðsins 1966—-1967. 9. Að sett verði nú þegar reglugerð samlkvæmt ákvæðum 45. gr. fram'leiðsluráðslaganna, sem kveði nánar á um fram- kvæmd II. kafla laganna. Innflutningur kjarnféðurs og skömmtun þess. AUKAFUNDUR Stéttarsam- bands bænda haldinn í Bænda- höllinni 7. fetorúar 1968 telur nauðsyn til að bera að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja, að allir framleiðendur búvöru, sem hafa hana að aðalabvinnu, eigi tryggingu á ful'lu grundvallar- verði. Vegna þess, að nú eru horfur á, að útflutnimgsbætur dugi ekki til að tryggja bændum þetta verð, saroþykkir fundurinn að leitað verði lagaiheim.ildar til að tekinn verði upp skömmtun og skattlagning innlflutts kjanfórð- us á komandi sumri eftir á- kvöðun framleiðsluráðs. Allir ábúendur lögtoýl'a eigi rétt á ákveðnum skammti skatt- frjáls kjarnfóðurs á búfjárein- ingu, eftir nánari ákvöðun fram eiðsluráðs, en önnur sala verði skattskyld til verðjöfnunar- sjóðs. Lagaheimildar þessarar verði þó ekki leitað. fyrr en búnaðar- samböndunum hefur verið gef- inn kostur á að segja álit sitt, enda ski'li þau því áliti fyrir marzlok næstkomandi. Fundurinn bendir á, að lagt veði til grundvallar fóðurtoætis- skömmtuninni ca. 400 kgr. á kú og ca 7 kgr. á fóðraða á af inai- fiuttu kolvetnisflóðrL Útflutningur búvöru og land- skemmdir vegna ofbeitar. Með því að framleiðsla land- búnaðarafurða er nú nokkru meiri en hagstætt getur talizt, þar sem ekki er unnt að selja 'hana á erlendum markaði á við- 'unandd verði, eins og siakiir standa, er nú mjög óhagstætt, þjóðfléla.gslega séð, að framlieiða á innfluttu kjarrtfóðri, búvöru til útflutnings. Og með því að all víða ber nú þegar á oflbeit, einkum í af- réttum og sumsstaðar svo, að horfir til landsskemmda að dómi sérfróðra manna, en heytoirgðiir toænda ofta-st langt frá því að vera svo sem skyld i, felur auka- fundur Stéttarsamband's bænda, haldinn í fetorúar 1968, stjórn samtoandsins að taka þetta mál til meðferðar og vinna að því í samráði við stjórn Búnaðar- félags íslands, Búnaðarþinig og Landgræðslu ríkisinis og frei'sta þess að koma hagfel'ldari skipan á þessi mál. Danssýningor Þjóðdonsoiélagsins DANSSÝNINGAR Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur verða í Há- skólabíói næstkomandi sunnu- dag 11. febrúar kl. 14 og laugar- dag 17. febrúar kl. 14,30. Á efnis- skrá eru þjóðdansar frá 12 lönd- um og auk þess barnadansar. — Einn af aðalkenniurum félagsins kom heim sl. vor eftir nokkurra mánaða dvöl í Bandaríkjunum og eru margir dansar á sýning- unni frá Norður- og Suður-Af- ríku. Stjórnandi sýningarinnar er Svavar Guðmundsson, einnig hef ur Helga Þórarinsdóttir æft nokkra dansa. Helga Bjarnadótt- ir og Jetta Jakobsdóttir hafa æft barnaflofckana. AlLs koma á þriðja ihundrað manns fram á sýningunni. Elisha Kahn hefur útsett mörg lögin og stjórnar undirleik. — Margir nýir búningar hafa verið saumaðir, því eins og að venju verður hver dans sýndur í við- eigandi búningum. Y.firumsjón með búningum félagsins hefur Ingveldur Markúsdóttir. Uppselt er á fyrri sýninguna. en eitthvað af aðgöngumaður að seinni sýningunni verður vænt- anlega selt við innganginn. AUGLÝSIN6AR -iivii aa»a»8Q ■■■" ••■*-%• ■■i f'f'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.