Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 Hannes Pétursson. Indriði G. Þorsteinsson. Johannes Johannesson. Jón Björnsson. Thor ' Vilhjalmsson. Jón úr Vor. Karl O. Runólfsson. Sýning opnuð í Bogasalnum um Grænland hið forna Margt merkra minja, til dæmis fatnaður frá 14. öld 1 DAG, laugardag, verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýningin „Grænland hið foraa", þar sem sýndir eru munir og ýmsar minjar um búsettu íslenzkra og grænlenzkra þar í landi frá landnámi Eiríks rauða. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður sýndi blaðamönnum sýninguna í gær og lýsti tildrögum að henni og sömuleiðis gast kostur á að ræða við Knud Krogh, safnvörð við danska Þjóðminjasafnið, sem mikið hefur unnið við uppgröft og fornleifarannsóknir á Græn- landi. Kristján sagði, að sýning þessi hefði verið í Kaupmannahöfn í fyrra og þar sem hefði verið tal- ið, að hún ætti a'ð mörgu leyti erindi til íslendinga, hefði verið óskað eftir að fá hana hingað. Hann kvaðst vilja þakka það traust og vinsemd, sem Þjóð- minjasafnið danska hefði sýnt með því að ljá íslendingum sýn- inguna. Hins vegar var ekki að- staða til að taka við allri sýn- ingunni, meðal annars varð að sleppa nákvæmu líkani af Þjóð- hildarkirkju, sem var á sýning- unni í Höfn. Sýningin leiðir fyrst og fremst fyrir sjónir, hvernig byggðir hinna fornu Grænlendinga hafa að öllum likindum verið og er byggð á fornleifarannsóknum, sem Danir hafa stundað á Græn- landi mörg undanfarin ár. Kjarni sýningarinnar eru ýmsir merkir hlutir sem fundizt hafa og umgerðin eru myndir og margs konar skýringar. Frægustu munir sýningarinn- ar eru búningar tveir, kyrtill og strúthetta. Þeir fundust — og raunar allmargir fleiri — við uppgröft í Herjólfsnesi. Hafa þeir varðveitzt undravel, og að öllum líkindum vegna þess að á þeim slóðum fer þeli ekki úr jörðu, jafnvel svo öldum skipt- ir. Þjóðminjavörður sagði, að þessir búningar væru algerlega einstæðir í öllum heiminum, þar sem þeir eru hversdagsfatnaður rétí venjulegs fólks fyrir mörg hundruð árum, gerðir úr heima- ofnu grænlenzku vaðmáli, en sniðnir að nokkru eftir heims- tízkunni Á sýningunni er fjöldi minja, sem tengdar eru vefnaði og hannyrðum, svo sem vefjar- steinar, kljásteinar, beinspjöld, halasnælda, klæðaprjónar og tvenns konar skæri forn. Þá eru nokkrir látlausir en fallegir tré- krossar, sem grafnir voru upp í Herjólfsnesskirkjugarði. — AU- margar hauskúpur, sem grafnar voru upp 1 gar*ðinum við Þjóð- hildarkirkju, eru á sýningunni og flestar heillegar. Krogh, arktitekt og safnvörð- ur við Þjóðminjasafnið danska, sem hafði veg og vanda af upp- greftri Þjóðhildarkirkju og skipu lagði einnig dönsAu sýninguna, sýndi síðan blaðamönnum upp- drátt af Þjóðhildarkirkju og garðinum umhverfis hana. Hann sagði, að 1932 hefðu danskir fornleifafræðingar farið áð leita að kirkju í Brattahlíð, en ekki haft. þá árangur sem erfiði. Síð- an er það árið 1951, að undir- búin er bygging heimavistar- skóla í Brattahlíð og var henni valinn fegursti staður byggðar- lagsins. Var þá komið niður á nokkrar hauskúpur og skildist mönnum að þarna mundi vera kirkjugarður og eins og síðar kom í ljós Þj óðhildarkirk j an sjálf. Kirkjan hefur verið mjög lítil, 3% m á lengd og 2% að breidd, og byggð úr timbri og torfi, sér- staklega ristu, og hefur bygging- in verið skeifulaga. í kirkju- garðinum fundust 144 beina- grindur. Þar af voru 20 af korna börnum, en hinar allar af full- orðnu fólki. Nokkur stéttaskipt- ing virðist hafa ríkt á Græn- landi hinu forna, hinir tignustu grafnir i kistum næst kirkjunni, en óbreyttur almúginn fjær. Krogh sagði að allt sýndi glögg- lega, að Grænlendingar hafi ver ið hraustir í bernsku og æsku og búið við góðan kost. Hins vegar hefði meðalaldur verið mjög lág- ur og varla nokkur náð hærri aldri en 45 ára. Upp úr þrítugu megi heita, að fólk taki að hrynja niður. Af beinagrindun- um hafa sérfræðingar sann- færzt um, að gigt hefur herjað mjög á hina fornu víkinga og hafi Grænlendingur sem kom- inn hafi verið um þrítugt oft verið krókboginn af gigt. Þá hefur ennfremur komið fram við rannsóknir, að meðal- hæð hinna fornu Grænlendinga hefur verið 170 cm, það er svip- áð og var við mælingar í Dan- Framhald á bls; 27 — Listamannalaun Framhald af bLs. 1 Veitt af nefndinni: 60 þúsund krónur: Árni Kristjánsson, Ásmundur Sveinsson, Brynjólfur Jóhannesson, Elínborg Lárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Gunnlaugur Scheving, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakob Jóh. Smári, Jakob Thorarensen, Jóhann Brietn, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Björnsson, Jón Engilberts, Jón Leifs, Jón úr Vör, Karl O. Runólfsson, Kristmann Guðmundsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ríkarður Jónsson, Sigurður Þórðarson, Sigurjón Ólafsson, Snorri Hjartarson, Svavar Guðnason, Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson), Þorvaldur Skúlason. 30 þúsund krónur: Agnar Þórðarson, Arndís Bjömsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Sigurjónsson, Eyþór Stefánsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Elíasson, Guðmundur Frímann, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Gu'ðrún Kristinsdóttir, Gunnar M. Magnúss, Gunnfríður Jónsdóttir, Hafsteinn Austmann, Halidór Stefánsson, Heiðrekur Guðmundsson, Jakob Jónasson, Jakobína Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmarsson, Enn brotizt inn í sumnrbústnði BROTIZT var inn í sumarbú- staði í Vatnsendalandi síðastlið- inn miðvikudag. Voru unnar þar töluverðar skemmdir, hurðir og gluggar brotnir og snjóað hefur inn í bústaðinn. Lögreglan í Kópavogi hefur enn ekki haft uppi á eigendum bústaðanna og því eru það til- mæli hennar að menn, sem eiga bústaði þar uppfrá hugi að þeim og láti hana vita hafi einhverj- ar skemmdir verið unnar á bú- stöðunum. Jón Helgason, prófesor, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Jónas Árnason, Jökull Jakobsson, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Pétursson, listmálari, Kristján Davíðsson, Lárus Pálsson, Magnús Á. Árnason, María Markan, Matthías Johannesen, Nína Tryggvadóttir, Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pétur Friðrik Sigurðsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigfús Halldórsson, Sigríður Ármann, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, Stefán íslandi, Stefán Júlíusson, Steinþór Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Þórarinsson, Sverrir Haraldsson, listmálari, Veturliði Gunnarsson, Þorgeir Sveinbjamarson, Þorkell Sigurbjörnsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Valdimarsson, Þórarinn Guðmundsson, Þórarinn Jónsson, Þórleifur Bjarnason, Þóroddur Guðmundsson, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Örlygur Sigur’ðsson. • Úthlutunarnefnd listamanna- launa samþykkti einróma á fundi 8. febrúar svofellda álykt- un: Úthlutunarnefnd listamanna- launa leyfir sér hér með að beina eftirfarandi tilmælum til hins háa Alþingis og hæstvirts menntamálaráðherra: 1. Úthlutunarnefnd lisfamanna- launa leggur til, að í heiðurs- launaflokki listamanna, er laun þiggja af Alþingi, bæt- ist þessir þrír listamenn við þá sjö, sem fyrir eru: Ásmundur myndhöggvari Sveinsson, Jóhannes skáld úr Kötlum, Jón tónskáld Leifs. Það er eindregin skoðun nefndarinnar, að heiðurs- launaflokki skuli ekki greitt fé af fjárhæð þeirri, sem ætluð er nefndinni til úthlut- unar listamannalauna, heldur verði ætluð sérstök fjárveit- ing í þessu skyni. 2. Úthlutunarnefndin minnir á, að í reglugerð þeirri, sem hún á áð starfa eftir, er gert ráð fyrir sérstökum starfs- styrkjum. Leggur nefndin á- herzlu á, að brýna nauðsyn ber til, að starfsstyrkimir verði sem fyrst að veruleika. Grænlendingar hinir fornu voru miklir vriðimenn. Þeir veiddu seli og hvali, ísbirni og hreindýr. Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.