Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 UNDANFARNAR vikur hefur verið heldur hljótt um Konstan- tin konung og framtíðaráætlan- ir hans. Það er þó Ijóst, að hann hefur reynt að komast að samn- ing’um við stjómina grísku um að fá að snúa heim aftur. í fyrstu virtist Konstantín ákveð- inn og einarður og hafa trú á því, að hershöfðingjamir vildu semja upp á hvaða býti sem er til þess að hann sneri heim. Hann hefur eflaust þakkað sér yfirlýsingu Papadojjoulosar á Þor 1 á ksm essu um að fjölda fanga yrði veitt sakamppgjöf — og sömuleiðis að helztu brodd- arnir innan stjómarinnar sögðu Á skírnardegi Páls krónprins í júni sl. ár. Konungshjónin hrosandi og glöð með bömum sínum og hershöfðingjunum. í fremstu röð em þeir Spandidakis, Kollias, Pattakos og Papadopolos. Hver verða örlðg Konstantíns? — Hljótt um fyrirætlanir hans og herstjórnarinnar — Talið að Friðrik konungur leggi hart að honum að skilja Önnu Mariu og börnin eftir i Danmörku haldi hann heim um hag einstakltngsins í Grikk- landi. Vissulega telur konungs- | fjölskyldan sig hafa gert sitt af hverju fyriir blessað alþýðufólk- ið. Friðrikka ekkjudrottning — að sýna girfskum almúga athygli og vinsemd og hefur hlotið fyrir það iof og traustar vinsældir — sem einkum byggjast á því, að hún er mjög fríð og viðfelldin og er ættuð frá Danmörku, þar sem öUum líðtur svo vel. En allt hefur þetta verið meira við yfir- borðið og peningarnir til þese- arar starfsemi eru ekki úr eihka fjármagni konungsfjölskyldunn- ar, heldur úr vösum hins hrjáða almennings. Konungsfjölskyldan er Grikkj um dýr. Jafnvel þó að á stund- um sé lögð áherzla á, að griska konungsfjölskyldan sé fátækust allra slíkra, þá býr hún við mik- il og góð efni og lifir í praktug- leikum dýrlega meðan mikill hluti þjóðarinnara býr við fá- tækt og skort. t>essa dagana situr Konstantín veizluhöld í Kaupmannahöfn vegna brúðkaups Benediktu mág konu sinnar og hefur ekkert lát- ið frá sér heyra, . hvort eða hvernig samningum hans miðar í þá átt að komast heim aiftur. Dönsk blöð segja, að ættingjar Önnu Maríu konu hanis muni leggja fast að honum að skilja hana eftir ásamt börnum sínum í Danmörku, að minnsta kosti þanigað til niðurstaða fæst í mál- inu. En Konstantín getur ekki farið einn síns liðs til Grikk- lands. Eina von hans um að hljóta einhvern styrk hjá þjóð- inni er, að hann komi með konu sína og börn með sér þangað aft- ur. (Hvort sem Konstantín snýr heim eða ekki, er ljóst, að hers- -höfðingjarnir hafa enn borið sig- af sér hermennsku og gerðust óbreyttir borgarar. En síðan hefur ekkert gerzt. sem bendir tii þess, að Konstan- tín hafi hin minnstu áhritf á hers höfðingjana. Einmitt þvert á móti. Undanfarnar tvær vikur herur rignt niður tilkynningum frá stjórinni um hreinsanir á kon unghollum mönnum innan hers- is, svo að sérfræðingar telja víst, að senn fari að þynnaist sá hóp- ur manna, sem styður Konstan- tín. í>ó var mesta áfall Konstantíns eflaust það, að Bandaríkin og Bretland og fjöldi annarra ríkja hafa viðurkennt núverandi stjórn, að vísu með þeim var- nagla, að þesisar ríkisstjórnir er- lendar líti á Konstantín sem þjóðhöfðingja landsins. En samt sem áður heifur þetta orðið vatn á myllu hershöfðing j anna og þeir geta hrósað sigri yfir kon- ungi og ekki í fyrsta sinn. Þegar fyrstu fréttir bárutst af gagribyltingartilraun Konstan- tíns, vöktu þær almenna hrifn- jngu, einkum utan Grikklands. Fáir voru í vafa um, að herinn gríski og aknenningur mundi fylkja sér einhuga að baki kon- ungs og koma hinni iilræmdu stjórn frá völdum. En svo varð ekki. Tilraunin var máttleysis- leg, illa skipulögð og auk þess haft fyrir satt, að hershölfðingj- unum hafi jafnskjótt borizt njósn af öllum fyrirætlunum Konstantíns. En ekki aðeins það, þeiir vissu að hún stóð fyrir dyr- um löngu áSyr. I>eir biðu þess eins að kæfa hana niður og þeir vissu sig nógu máttuga til þess. Það er sagt, að í tveimur lönd- um heims sé ógerlegt að reka öfluga leyniþjónustu. í Japan þar sem enginn talar af sér og í Grikklandi, þar sem allir tala af sér. Það liggur því í augum uppi, að eina leiðin til að undirbúa og koma af stað byltingu í Grikk- landi er að bregða út af vanan- um og gæta tungu sinnar. Því einfalda en árangursríka ráði fylgdu heráhöfðingjarnir út í yztu æsar, er þeir hrifsuðu völd- in í apríi sl. Sama er ekki hægt að segja um Konstantín. Hann gaf hugs- anir sínar og fyrirætlanir til kynna mörgum mánuðum áður, með furðulega heiimiskulegu ijleipri og fljótfærislegum at- •hugasemdum. Stuðningsmenn hans voru önnum kafnir mánuð- um saman að ræðla undirbúning gagnbyltingar konungs og þeir fóru ekki heldur allir í launkofa með þær. Með þfessu gerðu þeir herstjórninni auðveldara um vik að svæla út konungssinna og hafa upp á mörgum þeirra og víkja þeim úr ábyrgðarstöðum. Ekki var þýðingarminnst sú viðvörun, sem stjórnin fékk í september síðastliðnum. Er Kon- stant'n og drottning hans hittu að máli startfsmenn bandarísku utanríkisþjónustunnar í Washing ton gerði konungur sig sekan, eina ferðina enn, um barnalega lausmælgi. Þingmaður einn beindi spurningu til hans og sagði: „Hvað ætlar stjóm yðar að gera í því?“ Hann hafði vart sleppt orð- inu fyrr en konungur hreytti út úr sér: „Þetta er ekki mín stjórn". Þessi orð flugu samstundis um alla alla heimsbyggðina, stuðn- ingsmenti konungs í Grikklandi fögnuðu og þeir sem fylgzt 'höfðu með þróun mtála, kinkuðu ko.li í við'urkenni-ngarskyni. Konung- urinn hafði tekið af skarið, hann hafði aldrei lagt blessun sína yf- ir þessa stjórn. Og hann var í þeirra augum einkar hugprúður maður að þora að segja þessi orð. Meðal þeirra, sem hástöfum fögnuðu orðum Konstantíns var Panayotis Kanellopolos, sem hröklaðist úr forsætisráðherra- stóli í apríi byltingunni. Hann hafði skömmu áður verið leystur úr varðhaldi og stofutfangelsi og hélt nú fjölmennan blaðamanna- fund, þar sem hann gagnrýndi stjórnina í heyranda hljóði. Flestir voru á einu máli um það, að óhugsandi væri að kon- ungur hefði gerzt svo berorður, nema því aðeins hann hefði lagt ítarleg drög að því að koma stjóminni frá. Allur heimurinn ’hefur lesið fréttár um gagnbyltingartilraun Konstantíns og viðtöl, sem blaða mienn höfðu við hann eftir komu hanis til Rómar. Fjálgleg orð Kon stanitíns um, að hann hafi verið tilneyddur að viðurkenna hers- höfðingjana, til að forðast blóðs- útheHirugar, eru ekki sannfær- andi í allra eyrum. Og víst er um það, að konungur hefði feng- ið almennari stuðning, ef hann hefði sýnt þessa andúð sina í verki, í stað þess að koma með gáleysislegar athugasemdir. Þegar konungurinn kom heim frá Bandaríkjunum og Kanada yar ekki einu orði minnzt á í Aþenu-blöðunum, hvenœr hann væri væntanlegur. En fréttin barst og mikill fólksfjöldi var saman komin alla leiðina frá ’flugvellinum til Tatoi-hallar, er konungshjónin komu heim. Síðan leið og beið oig það gerð ist ekki neitt. Konungur hafði afneitað stjórninni, þegar hann talaði við bandarís^a embættis- menn, en þegar heim kom ból- aði ekkert á því, að hann ætl- aði að hafast að. í raun og veru átti hann í heiftarlegri baráttu við meðlimd stjómarinnar, sem sífellt gerðu honum örðugra fyr- ir, eflaust í refsingarskyni. Hvað eftir annað komu ráðherrarnir með plögg og skjöl, sem þeir kröfðust að hann skrifaði undir, þar sem fjölda margir vinir hans og stuðningsmenn voru reknir úr hernum eða einhverjum öðr- um mikilvægum embættum. Konstantín konungur hefur alla sína valdatíð treyst á styrk hersins, og fylgir þar dyggilega í fótspor Páls föður síns, sem ein hverju sinni sagði í Saloniki, er hann ávarpaði hermenn þar: „Ég á ykkur og þið eigið mig“. Grískur konungur sem á vís- an stuðning hensins þarf kannski ekki að skeyta svo mjög um, ihvort hann eigi vísan stuðning þjóðarinnar. Enda befutr Kon- stantín ekki skeytt um það. Hann hefur að sönnu farið ýms- ar ferðir út um allt Grikkland, með konu sinra, Önnu Maríu, hann hefur kysst litlu börnin og tekið í henduT á gömlum konum og dansað gríska þjóðdansa með þegnum sínum. En Grikkir hafa áreiðanlega fundið, að konungur hefur sjaldan gert neitt í ein- lægni til að efla vináttubönd með sér og hinum óbreytta al- múga landsins, og því treysta þeir honum ekki. Hann óttaðist á sínum tíma, að Georges Papandreou ætlaði að setja úr störfum innan hersints ýmsa þá menn, sem Konstaintín taldi trygga sér. Aí því spratt mikill og beizkur harmleikur sem allir þekkja. Hinn almenni gríski borgari getur ekki fyrir gefið Konstantín framkoimu hans í því máli. Þeir treysta Papan- dreu, vegna þess, að Grikkir hatfa aldrei þurft að efast um hug hans til almúgaifólks og hann hefur sýnt bæði í orði og á borði, að hann berst fyrir bætt Þessi mynd var tekin af Önnu Maríu og Konstantín á göngu- ferð í Kaupmannahöfn á dögunum. sem er kvenna hötuðust í Grikk- landi •— hefur komið á laggirnar barnahjálparsjóðum, barnaheim- ilum og ýmsu fleixu. Hún hefur yfirumsjón með ýmsum líknar- sjóður og reikningar þeirra sjóða fara afar leynt. Anna María drottning befur lagt sig fram um ur af hólmd. Álit Grikkja og heimsins alls á hinum unga og oftlega fljótfærna konungi hef- ur beðið hnekki og hann á enga sæludaga í vændum í grísku há- sæti að öllu máli nú óbreyttu. (Heimildir: Tbe Times, Observer, Eeonomdst) —SJOMANNASTOFA í KEFLAVÍK Framhald af bls. 8 og skemmtiefni, mest úr lífi og starfi sjómanna, og svo þær bækur isem fjalla um líf og starf fólks á Suðumesjum, Þá betfur það skeð nú síðast, að Olíuisamlag Keflavíkur og ná- grenninu hefur afhent ráðinu sjóð sem þar var geymdur til sjómannabeimilisbyggingar, og var hann notaður til innborg- unar í skuld ráðsins við sam- lagið. Eins og fram kom ú sjómanna- daginn 1967 var húsinu gefið nafnið „Sjómannastofan Vík“, að fengnu leyfi seljenda. í ágúst sl. bófu leigutakair, þeir Vilmar Guðmundsson og Reynir Guðjónsson rekstur mat- stotfu á neðri hæð hiússins ,og munu þeir sjá um sjómannastof- una á etfri hæð. Áætlað er að stofan verði opin frlá kl. 14.00 — 23.30 reglulega, en þó með þeirri undantekn- ingu að Sjómannadagsráð vfll vera innanlhandar með þeim fé- logum, sem hatfa stutt það, etf þau eru í húsnæðisvandaræðum vegna fundahaida og einnig er ráðið tilbúið að ræða hvort leigutakar neðri hæðar geti tekið veizlur að sér, é efri hæð. >>«0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.