Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1068 Sveinn Ársælsson út- gerðarmaður — Minning Fæddur 26 12 1915 Dáinn 3. 2. 1968. SVEINN fæddist 16. desemtoer 1915, gonur hjónanna Laufeyj- ar Sigurðardóttur og Ársæls Sveinssonar, útgerðarmanins á Fögruibrekku í Vestmannaeyj- um. Hann ólst upp í stórum syst- kinahóp við öll þau fjölþættu störf, sem fylgja umsvifuim út- vegsbónda í Eyjum, en heldur síðan til Reykjavíkur og geng- ur í Verzlunarskóla íslands. Fer skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar til Skot- lanids til náms og Starfs, en held ur síðan heiim til Eyjia á ný og starfaði síðan við útgerð og verzlun í samvinnu við föður sinn og systkini, allt þar til hann andaðist laugardaginn 3. febrúar sl. Sveinn kvæntist Bernódíu Sig urðardóttur þann 4. júná 1955 og eignuðust þau þrjá drengi saman, þá Ársæl, Svein Bernó- dus og Sigurð Karl. Auk þess ólust bönn Bernó- díu frá fyrna hjónabandi hennar upp hjá þeim hjónum, og eru tvö þeirra á lífi nú, Hlöðver og Auður. Ég kynntist frænda mínum Sveini fyrst árið 1935, en þá drvaldi hann sumarlangt í Reykjavík við afgreiðslustörf í Völundi. Var hann auk þess oftlegar bifreiðastjóri hjá föður mínum í skemmtiferðum, en þó minmsstæðastur í langferð, sem hann fór með okkur feðgum austur í Öræfi, allt að Svína- fellL Siveinn var hvarvetna au- fúsugestur, þar sem hann kom t Maðurinn minn og faðir okkar, Chr. Berndsen, andaðist 9. febrúar. Mary E. Berndsen og börn. t Eiginmaður minn, Sigurður Arinbjarnar bókari, Álftamýri 32, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 8. febrúar. Bettý Arinbjarnar og böm. á bæi á ferð þessari, því að á flestuim þeirra voru menn, sem höfðu faxið á vertíð til Ársæls á Fögrubrekku og höfðu á- nægju af að rifja upp kynni sín við þennan geðþekka mann og heimili hans. Þannig var allt líf Sveins, allir sem honum kynntust áttu aðeins góðar minningar frá samverustundun- um með honum, því viðmót hans var svo einstaklega hlýtt, en þó voru það börn og ungl- ingar, sem hann átti allra bezt með að umgangast. — Bói eins og hann var kallaður af kunn- ugum, — hann var beztur í augum þeirra. Ýms áhugiamál átti Sveinn, sem hann varði til frístundum sínum og bar þar eðlilega hæzt golfiðkun hans, en þar var hann um áratuga skeið fremstur í flokkL bæði á Eyjamótum og eins íslandsmeistari tvö skipti. Mun hans rninnzt sem golfmanns hér á öðrum stað í blaðiny. Kvikmyndun var eitt af á- hugamálum hans, og náði hann þar einnig mjög langt, eins og Surtseyjarmynd hans ber bezt vitni. Fyrir nokkrum árum veiktist Sveinn alvarlega og náði aldrei fullri heilsu eftir það, en með undraverðri þolinmæði tókst honum þó að yfirvinna sjúk- dóminn að nokkru, þannig að hann hafði sæmilegt starfsþrek t Jarðarför móður okkar og tengdamó'ður, Önnu Eymundsdóttur, fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 12. febr. kl. 10,30. nú seinni árin. Þó fór svo að lokum að kallið kom, fyrirvara- l'aust, laugardaginn 3. febrúar sL Kona Sveins stóð með honum eins og klettur 1 hinum erfiðu veikindum, og þá reyndist hún honum bezt, er mest á reyndi. Sveinn viar afburð!a heimilis- faðir og er því mikill missir eiginkonu og bama, en minn- ingin um góðan dreng, sem alla vildi gleðja en engan særa, er fjársjóður. sem enginn getur frá þeim tekið. Nú þegar frændi minn er að leggja u.pp í sína hinztu ferð, meina að starfa Guðs um geim, þá óska ég honum góðrar heim- komu, því ég veit, að þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti . Blessuð sé minning hans. Leifur Sveinsson. í DAG verður til moldar bor- inn í Vestmannaeyjum Sveinn Ársælsson, útgerðarmaður, er lézt langt fyrir aldur fram hinn 3. febrúar sl. Þá kemur mér jafnan nafni minn í hug þegar ég minnist góðra manna. Fundum okkar Sveins bar fyrst saman árið 1952. Ég var þá nýkominn úr skóla og gerðist aðMoðarmaður yfirvaldsins í Vestm.annaeyjum. Dvöl mán þar um tveggja ána skeið var mér hin ánægjuleg- asta reynsla og skóli. Frá þeim tíma geymi ég margar minna mætustu minninga. Tilviljun ein réði því að fund um okkar Sveins bar fyrst sam an. Við vorum báðir, og þó sennilega nafni minn öllu meira, unnenidur góðrar tónlist- ar. Eftir einn konsert sem við sóttum báðir var okkur boðið í kaffi hjiá sameiginl'egum kunn- ingja. Þar kynntist ég Sveini fyrst. Tókst þá með okkur vin- áfta er síðan hefur haldist. Áð- ur en við skildum um kvöldið tók Sveinn af mér það loforð, að ég hæfi gólfleilk þá um vor- ið, en hann lofaði í mót að veita mér tilsögn. Vegna þessa fund- ar okkar og kynna minna af Sveini á ég honum ómœlda skuld að gjalda. Um vorið kom hann með Mýju sína og yl og sagði: Jæja, nafni mlnn, nú er komið vor og þú manst hvað við töluðum í vetur. Hann lá heldur ekki á li<fi srnu við kennsluna. Betri leið- beinanida en hann var ekki hægt að hug^a sér. Höfuðáherzlu lagði hann á fþróttina vegna íþróttarinnar. Metorð eða verð- laun máttu ekki verða takmark, heldur átti drengilegur leikur, holl hreyfing, útivist og góður félagsskapur, þar sem hver þátt takandi gerði sitt ítrasta á vegi t Útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa Sigurðar Arnórs Jónssonar fyrrverandi vigtarmanns, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 12. febr. kl. 14. Jarðsett verður að Görðum. Bílfer'ð frá Umferðarmiðstöð- inni kl 10. Guðlaug Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Hreiðar Jónsson og barnabörn. t Kveðjuathöfn og bálför bróð- ur okkar Markúsar F. Sigurjónssonar hefur farið fram. Þökkum af alhug auðsýnda samúð. Björg Sigurjónsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir, Rögnvaldur Sigurjónsson, Hörður Sigurjónsson og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jóhanns Þórðarsonar, Vitastíg 9. Sérstakar þakkir til kvenfé- lagsins í Þykkvabæ og allra Þykkbæinga, sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu við útförina og sýndu hinum látna virðingu sína. Fyrir hönd sona hins látna og annarra vandamanna. Sigurður Jóhannsson. Börn og tengdabörn. fullkomnunar að vera mark- ið. Mér er sérstaklega minnis- sfcæð keppni ein, er við tókum þátt í, þetta fýrsta sumar mitt í Vestmannaeyjum. Ég naut þá enn tilsagnar Sveins. Hann hafði leiðbeint mér við kylfu- val, um stöðu og anoað er að gölfleik lýtur. Nú bar svo við að við skyldum leika saman í útsláttarleik og hafði ég all- mi'kla forgjöf á .nafna minn Hann hefði auðveldlega getað sigrað mig og þannig unnið til verðlauna. En hann hélt áfram leiðbeiningarsfcarfi sínu í keppn inni, af því að hann vildi að ég næði góðum árangri og fram ast var unnt. Leik okkar lauk með því að ég yann hann vegna forgjafarinnar og leiðbeininga hans, einungis til þess að tapa fyrir næsta manni, þegar ég naut ekki leiðsagnar hans. Ég er sannfærður um að Sveinn lagði þó alúð sína í leikinn að fullu í þetta sinn eins og ávalt, enda hefði það brotið gegn rétt- lætisvitund hans, ef hann hefði látið mig vinna sakir þess að hann dró af sér. Þannig ætlað- ist hann til þess, að hver mað- ur legði jafnan alla sína getu í drengilegan leik. Þótt Sveinn hafi ekki alltaf vegna eri'lsams starfs síns og síðar veikinda get að helgað golfíþróttimni jafn- mikinn tíma og við vinir hans hefðum stundum óskað, þá hef- ur hann þó ávalt verið í röð fremstu golfleikara okkar. Hann var tvisvar sinnum ísl'andsmeist ari í golfi, árin 1957 og 1959. Það staðhæfi ég að engum ís- landsmeistara hafi jafnmargir golfleikarar samglaðst og þá er hann bar sigur úr býtum. Hann var ævinlega dæmágeirður drengur að leik. En ekki einasta í leik heldur og í starfi og ef til vill fyrst og frem®t í starfi og daglegri umgengni var hann drengskap- armeður. Hann var fyrst og fremst integer vitæ, scelerisque puruis — Hann var flekklaus mað ur og hjartahreinn. — Hann ♦hafði mun stærra hjarfca en flestir okkar samferðamenn. Hann mátti aldrei svo aumt sjá, að hann ekki reyndi að bæta. Sveinn var sérstakt prúðmenni í allri framkomu, hógvær mað- ur og hlédrægur er gerði jafn- an meiri kröfur til sjálfs sín eni annarra. Hann var jafnframt traustuir fyrir og stóð fast á skoðunum sínum er hann vissi réttar og þoldi ekki órétt, sér- staklega ef honum virtist sem annar en hann sjálfur væri ó- rétti beittur. Það er mikil eftir- sjá í jafnmiklum drengskapar- manni, en við áttum því láni að fagna að njóta siamvistanna við ha-nn, eigum frá þeim fagr- ar min-ningar um hugljúfan vin. Ég vil þa-kka þér Sveinn, fyr- ir það fordæmi, sem þú hefutr gefið okkur öllum urmendum golfíþróttar á íslandi. Ég vil þakka þann skerf, sem þú h-efur lagt fram við að auka við skyn okkar á fegurð landsins og holl u-stu góðnar íþróttar, á drengi- legri k-eppni og þörf heilbrigðs félagsskapar. Yið þökkum þér ómælda gest- risni og viná'ttu ykkar. Frú Bernódíu Sigurðardóttur og bönrum þeirra öllum, flyt ég innilegu'stu sa-múð'arkveðjur frá okkur, vinum hans, íslenzk um golfleikurum. Sveinn Snorrason. Friðrik Helgason — bóndi á Bimiifelli í Fellum FRIÐRIK var fæddur 11. júlí 1903 að Hallgilsstöðum, Arnar- neshreppi, Eyjafjarðarsýslu son- ur hjónanna, Helga Þórðarsonar og Halldóru Tómasdóttur, elztur fjögurra systkina. Voru þau hjónin nokkur ár vinnuhjú hjá Stefáni skólameistara á Möðru- völlum í Hörgárdal. Ólst Friðrik upp með foreldrum sínum fram um fermingu, fyrst í Hörgárdal, en síðar víðar í Eyjafirði. Eftir fermingu fór ha-nn til Steingríms Þorsteinssonar er bjó m.a. á Birn ingsstöðum og Skógum í Fnjóska dal og var hjá honum þar til hann fór í Laugaskóla í Reykja- dal haustið 1925. Á Laugas-kóla kynntist hann konu sinni, er nú lfir mann sinn, Birnu Ólafsdótt- ur frá Birnufelli, sem þar var einnig við nám. Um vorið 1926 ræðst hann svo vinnumaður að Birnufelli til föður Birnu, Ólafs Bessasonar a-nnálaðs skörungs- bónda. Þau Friðrik og Birna gift ust 6. nóv. 1931. Búskap byrjuðu þau á hluta úr Birnufelli vorið 1932. Á síðari árum bjuggu þau á hálfri jörðinni á móti Ragnari, bróður Birnu. Friðrik hafði 'engi framan af búskaparárunum beitafhús neðst í fjallinu. Hafði fé sitt að mestu þar, en sauð- fé var að-albústofninn. Á beitar- húsunum ræktaði hann mikið tún. Saga Friðriks er saga bóndans. Friðrik var starfssamur mjög, ágætur verkmaður, slitviljugur, léttur á fæti svo að frábaert var, enda spordrjúgt við fjárbúskap á Birnufelli. Orð fór a-f hjálp- semi hans og greiðvikni við ná- granna og var hann vinsæll í nágrenni síu. Skap Friðiriks var létt og bar maðurinn jafnan með sér léttlei-ka, sem virtist óvenju samofinn hið ytra og innra. Hjónaband Friðriks og Birnu var með ágætum svo að til fyrir- myndar var. Síðustu árin eftir að Birna tapaði sjón, svo að hún átti örðugt með lestur, þá las Friðrik fyrir hana öllum stund- um er hann mátti við koma, en hún hefir verið bókhneigð og bókelsk svo að orð hefir verið á gert. Fyrir nokkrum árum tók Frið- rik að kenna sjúkleika, sem fylgdi honum síðustu árin. Var það hjartabilun og varð hann að staðaldri að neyta lyfja. Lítt fannst þetta þó á Friðri-kL var janan létt yfir honum. En auð- vitað gætti þessa sjúkleika á vinnuþreki hans og hafði hann því minna umleikis í búskap sín um. Þau hjón voru jafnan vel sjálf- bjarga í búskap sínum, höfðu ágæta forsjá og Frið-rik talinn i röð hina betur stæðu bænda í sínu umhverfi. Þau hjón eignuðust 2 börn, Þórunni Kristbjörgu, sem er gifi og búsett á kauptúúninu í Vopna firði og Óla-f Bessa, sem er ógiftur. Friðrik skilur eftir hlýjar Framhald á bls. 19 Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem minntust mín á sjötugsafmælinu 2. febrúar. Sigríður Jónsdóttir Sjafnargötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.