Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1968 IMÁGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381' siM’1-44-44 mm/m Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurour Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Nýr sámi 23-222 SENDIBÍLAR H.F. Einholti 6. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur - skipasala Austurstræti 14, sími 21920. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406 og Einar Viðar, hrl. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002, 13202, 13602 ÓTTAR YNGVASON héroCsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSK RIFSTOFA BLÖNDUHl/Ð 1 • SÍMI 21296 ★ Ruglar alla heil- brigða hugsun Elliði skrifar: Ég hafði haldið, að metra- kerfið væri ennþá í laigalegu gildi á voru landi ,en þó virð- ist engan veginn svo varið hin síðari árin, þar sem fet, pund og alls konar ensk og amerísk hugtök eru notuð í ræðu og riti án nokkurrar afsökunar eða skýringar. f byrjun aldarinnar var metrakertfið tekið upp í skóla- kerfi landsins og í daglegum viðskiptum. Var þessari breyt- ingu vel tekið af flestum sem einfaldara og nákvæmara kerfi, hvort sem um var að ræða þunga, lagarmál eða lengd. Við höfðum notað merkur, pund, skippund, vættir o. fL Við þungamælingar, tommur, fet, álnir, faðma og mílur í lengd- armælingum og pela, potta, skeppur, tonn o .fl. í lagarmáli. Auk þess, hve þetta voru erfiðari einingar innbyrðis, var erfitt að átta sig til fulls á, hvað átt var við, þar sem þessi hugtök gátu táknað mismun- andi lengdir, þunga o. s. frv. eftir því hvaða „pund“ var um að ræða (danskt eða enskt) og hvaða „tonn“ eða „mílu“. Metrakerfið með sínu óum- deilanlega gildi útrýmdi hinum eldri einingarhugtökum svo að segja strax í velflestum tilíell- um. í fáeinum tilfellum hefur gamla kerfið þó verið notað áfram, sumpart með og sum- part eingöngu, svo sem við mælingar á timbri, saumi, síld- armagni, siglingaleiðum og hraðamælingar skipa o. s. frv. að sjálfsögðu til nokkurra óþæginda og ruglings, en í smá minnkandi mæli. Enda þótt sérfræðingar á hin um ýmsu sviðum þurfi að sjálfsögðu að kunna skil á er- lendum hugtökum og nota þau í sínu starfi að meira eða minna leyti, virðist jafn frá- leitt að nota þau hér heima í ræðu og riti án skýringa, eins og að segja fréttir á erlendum málum án þess að þýðingar fylgi. Margir ágætir málvöndunar- menn heyja þrotlausa og lofs- verða baráttu gegn útlendum orðum, sem vilja festast í mál- inu, en allt of fáir virðast hafa áhyggjur af því hugsana- brengli, sem myndast, þegar gerólíkum einingarhugtökum er blandað saman í graut. Fet, sentímetrar, mílur, kíló- metrar, kitt, tonn, síldarmál, hektólítrar, kaloríur, hitaeín- ingar o. fl. o. fl. eins og nú er notað í síauknum mæli fara ekki aðeins illa saman í máli, helduT ruglar það alla heil- brigða hugsun og virðist frá- leitt, enda alger óþarfi. Elliði. Má þetta ekki heita skyggnir? Vestri skrifar: Orðið ratsjá virðist ætla að vinna sér hefð í málinu, og skal enginn dómur lagður á gildi þess orðs. íslenzkir sjó- menn nefna hluta atf þessu tæki enska orðinu „scamer.“ Skils mér, að það sé sá hluti tækisins, sem snýst í hring og skyggnist um sjóndeildarhring- inn. Má þetta ekki heita „skyggnir” á islenzku? Fljótandi síldar- söltunarstöðvar Reykjavík 14. febrúar. Freymóður Jóhannsson skrifar: Vegna erindis hr. Gunnars Flóvents framkvæmdastjóra síldarútvegsnefndar í útvarp- inu í kvöld, langar mig til að setja fram tillögu, er all lengi hefur verið að leita á huga minn, vegna umræðna og skrifa undanfarna mánuði, og þeirrar bitru reynslu, er við fengum af síldveiðum okkar s.l. sumar. Huigmyndin er í stuttu máli í því fólgin, að við náum okk- ur í eða komum okkur upp t. d. tveimur fljóta-ndi síldar- söltunarstöðvum, er fylgi veiði flotanum eftir á síldarmiðun- um, að svo miklu leyti sem því yrði við komið yfir sumartím- ann, ef (eða þegar) þessi mið eru mjög fjarlæg eins og t. d. s.l. sumar. Á þessum fljótandi síldar-. söltunarstöðvum mxmdi að staðaldri búa síldarverkunar- fólk, konur og karlar, eins og í landi, til þess að salta í tunn- urnar jatfnóðum og veiðiskipin Iosuðu þar nýveidda síld sína. Jafnframt væru við hinar fljótandi síldveiðistöðvar til- tæk fhitningaskip, er tækju við tilslegnum tunnunum, jafnóð- um og í þær hefði verið saltað, og flyttu til lands til fullverk- unar þar. Þegar eitt slíkt skip væri fullfermt tæki annað við og svo áfram eftir þörfum. Vel má vera, að þessi hug- mynd hafi þegar verið til um- ræðu hjá útgerðarmönnum og síldarsaltendum, svo þetta sé þegar í athugun og er þá vel. En allir hljóta að sjá, að síld- veiði, á þann hátt sem hún var framkvæmd s.l. sumar, er ekki gæfuvegur, — að ausa upp úr síldarstofninum efni í fyrsta flokks mat, sem svo að mestu leyti er aðeins hægt að gera að verðlitlum iðnaðarvarningi 1 stað verðmætrar matvöru, eins og hægt er að gera úr glæ- nýrri síldinni og sem mann- kynið í okkar hrjáða heiml þarfnast svo mjög. Að minnsta kosti væri ekki úr vegi, að útvegsmenn og ríkis stjórn tækju þessa hugmynd til rækilegrar yfirvegunar. Freymóður Jóhannsson. Vinsamlegast ★ Sjúkrahjálp á vegum úti Rvík 17. 2. 1968. Vegfarandi skrifar: Velvakandi! Nú líður senn að þeim degi, að við munum breyta um um- ferðareglur, og aka á hægri kanti. Það verður víst svo að vera, og ekki þýðir að fárast um orðinn hlut ,en það er eitt sem mig langar að vita, og það eru öryggismálin. Hvað verður gert á H-daiginn til að vernda öryggi okkar, fyrir þeim sem ef ti'l vill reyna að hindra H-um- ferð? Það má búast við, að einhver óhöpp hendi á þjóðvegum landsins, en hvað á að gera t.il hjálpar. Væri nú ekki hægt að hafa sjúkra- eða slysavarna hjálp á vegum úti um þessa helgi sem við eigum að skipta yfir í hægri umtferð. Mér dett- UT einna helst í hug að bjöng- ímarsveitir landsins gætu sett sveitir sínar á vegi landsins til hjálpar ef slys ber að höndum. Við vitum að það er oft á tíðum, fyrsta hjálp sem ríður mest á að rétt sé veitt . Nú vona ég að sjúkrahjálp verði veitt á þjóðvegum lands- ins, á H-dag;nn og raunar um mestu umferðahelgar sumars- ins. Hér ættu stjórnir R.K.Í., S.V.F.Í., hjálparsveitir skáta og flugbjörgunarsveita að koma til móts við landsmenn. Með vinsemd Vegfarandi. Verzlunar- og skrifstofuhúsnæbi ti’ leigu að Bankastræti 6. Á 2. hæð salur og 2 herb. Á 3. hæð 4 skrifstofur. Húsið allt nýstandsett rneð góðum uppgangi. — Uppl. á staðnum. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 — Símar 16637—18828. budTbíírðarfolk í eftirtalin hverfi Laufásvegur II. Túngata Talið við afgreiðsluna i sima 10100 Furðulega ódýrt SÍRÍ er nýtt gullfallegt svefnherbergis- sett, framúrskarandi vandað og fæst í eik og tekki. RÚMIÐ KR. 7610.— DÝNITR KR. 4970.— (275x190) ALLT SAMAN KR. 12.580.— is ryct u. Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.