Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 Mestu varöar að vel N orður landsáætlunar — forystan heima fyrir mun ekki bregðast, sagði Pálmi Jónsson í þingræðu UMRÆÐUR um Norðurlands- áætlunina var fram haldið á fundi Sameinaðs alþingis í gær. Hafa því fyrirspurnirnar verið til umræðu á þremur fundum þingsins, og lauk umræðum í gær, en þá tóku til máls Pálmi Jónsson, Jón Kjartansson, Jó- hann Hafstein dómsmálaráð- herra, Ingvar Gíslason, Björn Pálsson, Magnús Jónsson fjár- málaráðherra og Gísli Guð- mundsson. Pálmi Jónsson kvaðst vilja þakka þær-upplýsingar sem kom ið hefðu fram í svarræðum fjár- málaráðlherra, einkum þær sem fælu í sér nýmæli varðandi gerð Norðurlanidsáætlunarinnar. Væri í því sambandi vert að minna á þau ummæli ráðherra, er hnigu að því, að nú væri ætlunin að félla inn í þessa áætlunarg'erð ýmis verkefni, sem biðu á sviði opinberra framkvæmda, eins og tjd. í skólamálum, samgön.gumál- um og heilbríigðismálum. Síðan sagði Pálmi m.a.: Tæplega þarf að eyða orðum að gildi slíkra frámkvæmda. Menntun æskunnar miðar að þvi að leggja gull í lófa framtíðar- innar og greiðum samgöngum má líkja við lífæðar al'ls at- 'hafnia- og menningarlífs í land- inu. Þeir, sem hafa séð þau stór- viriki, sem unnin hafa verið í samgöngumálum Vestfjarða eftir Vestf.jarðaáætlun geta sannfærzt um gildi slíkra iandslhlutaáætl- ana og ég legg álherzlu á, að ég tel ávinning að því, að Nörður- landsáætlun spanni yfir hina ýmsu þætti í stærri framkvæmd- um Norðurlands. Hitt er svo annað mál að allir eru sammála um, að verkefnin séu brýnust á sviði ativinnulífsins. Ég hef alltaf litið svo á, að hlutverk Norður- landsáætlunar á þesisu sviði væri að mynda ákveðinn ramma, sem markaði æskilega þróun í upp- byggingu atvinniulífsins í þessum hluta og útvegun fjármagns til þess að styðja að framigangi þeirrar þróunar. Það er ailkunna, að atvinnuástand á Norðurlandi vestra hefur um langt árabil ver- ið lakara en annars staðar á land inu, og ég ætla, að nokkuð liggi í augum uppi, hvað þar hefur mestu um valdið. Á þessum ár- um hefur sjávarafli þorrið ým- ist alveg eða að verulegu leyti á miðunum fyrir Norðurlandi. Nægir að minna á, að sflld hefur ekki veiðzt í nálægt 20 ár svo að nokkru nemi á Húnaflóasvæð- inu. í byrjun er það þýðinganmest að efla og treysta þau atvinnu- fyrirtæki, sem þegar eru ' starf- andi og nýta þau mannvirki sem fyrir hendi eru. í því efni er það e.t.v. nauðsynlegt að auka hrá- efnisöflun síldar- og fiskiðju- fyrirtækjanna og ef framJhald verður á aflaleysi því, sem ég lýsti hér áðan, eru aðrar leið'.r til en að flyija hráefnið frá fjar- lægum miðuim. Það er vissulega rétt, að áætl- anagerð án fjármagns, þjónar litl um tilgangi, en atvinnujöfnunar- sjóður, sem stofnaður var með lögum frá 1965, hefur upp á að bjóða verulegt fjármagn og hef- ur auk þess víðtækar lánáheim- ildir, sem ætla verður, að notað- ar séu, ef ráðizt er í stórverk- efni á vegum þessarar áætlunar. Ef séð er fyrir nægilegu fjár- magni óttast ég ekki það, að for- ystan heima fyrir bregðist. Hún mun verða til staðar og nýta þá möguleika, sem skapazt hafa m.eð gerð þessarar áætlunar og fjár- magnsöfluninni. Ég vil leggja áherzlu á það, að þangað til þessi áætlun tekur gildi, myndist ekki neitt tórna- rúm í því að vinna að því, að áfram verði tryggður rekstur þeirra fyrirtækja, sem halda gangandi atvinnulifinu í þessum landsihluta og styðja hverja skyn samlega viðleitni þar til úrbóta. Vegna þess einnig að bcwrið hef- ur nolkkuð á óánægju vegna þess dráttar, sem orðið hefur á gerð Norðurlandsáætlunar vil ég þó láta það í ljós, að ég tel, að mestu varði, að vel sé til hennar vandað. En þó má nú ekiki undan dragast, að þeim framkvæmdum sé hraðað og vil ég ætla og treysti því, að svo verði þar sem til þessa starfs hefur nú valizt sérstakur starfsmaður. Og ég vil um leið láta sérstaka ánægju mína í ljós með það, að þessi starfsmaður er gerkunnugur vandaimáluim atvinnutííPsins í sjávarplássum og þorpum á Norðurlandi og einnig því að hann skuli staðsettur Norðan- iands. Vandamál allrar þjóðarinnar. Jón Kjartansson sagðist vilja undirstrika að atvinnuvandamál- ín á Norðurlandi væri ekki ein- ungis vandam'ál þess landsfhluta, heldur og allrar þjóðarinnar. Hann kvaðst fagna því hversu vel ríkisstjórnin hefði tekið í mál Sauðárkrólksbúa um kaup á stóru fiskiskipi og vonir stæðu til að það mál næði í höfn í síð- asta lagi í næsta mánuði. Þá ræddi Jón um þann möguleika að koma upp sútunarverksmiðju annaðlhvort í Húnavatnssýslu eða Skagafirði og sagði að nú væri megin hluti gæruiframleiðsl unnar fluttur óunninn úr landi, og um heiimingur ullarfram- leiðslunnar. Þá kvaðst Jón viija fagna vali á starfmanni þeim er starfaði að áætlunargerðinni og einnig því að hann væri staðeett- ur á Akureyri. Það væri kapps- mál NorðLendinga að ná • til sín sem flestar stjórnsýslustofnanir eða útibúa frá þeim. Að lokum sagðist Jón vilja vænta þess, að Norð'urlandis'áætlunin yrði í fram kvæmd óska'barn sem mikils mætti af vænta. Rannsakaðir möguleikar á sút- unarverksmiðju. Jó'hann Hafstein dómsmála- ráðherra sagði, að fyrir nokkru hefði komið fram álhugi hjá Sauðarkróks/búum að koma þar upp fullkominni sútunarverk- smiðju og hefði verið unnið að áætiunargerð um það mál. Síðar hefði svo Iðnaðarmálastofmmin tekið við þessari rannsókn og unnið að henni í rúmlegia ár. Ýtarleg greinargerð hefði síðan verið l'ögð fram í iðnlþróunar- ráði, og sú greinargerð lægi nú fyrir um málið og kæmi þar m.a. fram hver kostnaður stílkrar. verksmiðju'byggingaT yrði og möguleikar á rekstrargrundvelli hennar. Því miður mœtti segja, að niðurstöður þessara rann- vandað Pálmi Jónsson sclkna gæfu ekki ástæðu til bjart sýni. Síðar hefði svo Jóni Kristjáns- syni, sem starfaði að áætlunar- gerð þessari, verið falið að leha eftir því erlendis hvort erlendir aðilar hefðu álhuga á að reisa hér stóra sútunarverksmiiðju í sam- vinnu við innlenda aðila. Ekki hefði fengist neitt jákvætt út úr þeirri könnun ennþá, enda væri sannleikurinn sá að stórkostleg- ur samdráttur hefði orðið í sút- unariðnaði Evrópu að undan- förnu og væri orsök þess vax- andi samkeppni frá margs konar gerviefnum. Standa verður myndarlega að áætluninni. Ingvar Gíslason gagnrýndi þann seinagang sem hann sagði að væri á áætlunargerðinni. Liðnir væru 32 mánuðir frá því að samkomulag var gert við Al- þýðusam’band Norðurlands um gerð hennar, en ekki hefði verið unnið að henni nemia í um 12 m'ánuði. Full vissa væri fyrir því að sl'íkar byggðaáætlanir yrðu til mikils gagns, en til þess að svo mætti verða yrði að standa myndarlega að henni. — Kynsjúkdómar Framhald af bls. 2 fellum af hundrað, og sums staðar í heilminum hefur fyrsta innspýting ekki áíhrif á fiimmtíu tillfellum af hundr- að. Beniisilín læknar enn kyn sjúkdóma, en gefa verður lyf- ið í stærri skömmtum. Á und anförnum 17 árum hefur mieð alskammturiinn s'exfaldazt, og er það ískyggilega niálægt því marki, sem miögulegt er pen- isílíngjöf án þess að valda sársaiuka. Ef farið verður yfir þetta mark í framtíðinni, kann svo að fara að penis- língrjöf nægi ekki til lækn- inga, að sögn sérfræðinga. Jafnvel bjartsýnuistu sérfræð ingar telja vonlaust að ráða niðurlögum kynsjúkdóma. Nökkrar h'elztu ástæðurnar, sem valdið hafa hinni gífur- legu aukningu — eins og auk ið kynlif utan hjónabands, örari samgöngur og vaixandi viðnám lekandasýkla gegn fúkkalyfjum — verða eimn veigamei'ri í fraimtíðinni en þær eru þegar orðnar. „Pill- an“ hefur þegar eytt óttanum við óviljandi barneignir, sem áður fyrr stuðlaiði mjög að þvi að draga úr lauslæú, sem veldur útbreiðslu fcyn- sjúkdóma. Úfcbreiðsla kynsjúkdóma táknar aið lauslæti hefur auk- iizt, og læknir við St. Miary’s Hospital í Paddinigton eegir, að þeir sem séu mjög laus- látÍT hljóti að smitast aif ky.n- Óþarfa barlómur. Björn Pálsson sagði að auðvit- að væri það góðra gjald vert að taka skóla- og vegakerfið inn í áætlunina, en sanrá seip áður væri það aðeins aukaatriði. At- vinnumálin væru aðalatriðið. Vegakerfið norðanlands væri í vel viðunandi horfi, og sama mætti segja um skólakerfið og það sem á vantaði væri hægt að vinna upp með öðrum leiðum en áætlanagerð. Björn kvaðst miklu fremur kjósa að maður sá er starfaði að gerð Norðurlands- áætlunar væri staðsettur í Reykjavík. Nefnd væri búin að fjal'la um miátíð og hún hefði haft aðsetur sitt hér og því eðlilegast að starfsemin færi fram í Reykjavík áfram. Þá _kvaðst Björn ekki vera ýkja hrifinn af því að þeir menn sem hófu starf- ið sikyldu ekki vinna það til enda, en í stað þess væri það fengið mianni sem hann vissi þau einu deili á að hann hefði verið á lista með fjármálaráðlherra við síðustu Alþingiskosningar. Björn sagði að vinna yrði að afcvinnu- málum á skyns-amlegan hátt með Öflun hráefnis. Maður, sem út- býtti aurum væri ekki mikil aðstoð. Þá sagði Björn að til þess að gagn mætti verða af áætlun- inni þyrftu sveitarfélögin að standa fast saman og hverfa frá margs konar pólitískum sjónar- miðum sinum. Ennfremur að um þessi máli væri talað í óþarflega milklum barlómstóni, ekki þyrfti annað til að leysa m/álin en fram tak og kjark og lítilgháttar fjár- hagslega aðstoð. Bændur á Norð- urlandi hefðu t.d. alitaf búið vel og engir ættu meira fé í inn- lánsdeildum heldur en einmitt þeir. Arðbær fyrirtæki fyrir þjóðar- heildina. Magnús Jónsson fj'ármáíaráð- herra ítrekaði fyrri ummæli sín að áætlunin væri ekiki til þess ætluð að ríkið færi að reisa fyrir tæki á Norðurlandi, heldur til að gefa heildaryfirsýn yfir vandamálin og rannsaka hvaða fyrirtæki væri hentugast að reka til gagns fyrir byggðarlögin og þjóðarheildina. Framta'kið miundi verða í höndum heima- manna. Þá kvaðst ráðlherra vilja mótmæla því sem fram kom í ræðu-Björns Pálssonar að starfs- maður áætlunarinnar hefði ver- ið settur til starfsins fyrir það eitt að hann var á lista með ráð- herra vi’ð kosningar í vor. Ráð- herra sagði, að starfsmaðurinn hefði verið skipaður eftir mati Efnahaigsstofunarinnar, og þá fyrst og framst á þeim forsiend- um að hann væri mjög vel kunn- ugur slíkri áæ'tlanagerð og hefði m.a. kynnt sér þær erlendis. Ráðherra kvaðst hinsvegar hafa stutt það að starflsmaðurinn hefði aðsetur Norðanlands og væri það í samræmi við óskir landslbyggðarinnar. Gísli Guðmundsson tók að lok- uim til máls. Sagði hann um- ræðurnar hafa verið mjög gagn- legar, og 'benti jafnframt á að áætlunin þyrfti að fjalla um raf- orkumál Norðurlands. Þingmál í gær í GÆR mæl'ti Eggert G. Þor- steinsson fyrir frumvarpi um hækkun á bótum almannatrygg- inga í neðri deild. Frumvarpið hefur hlotið afgreiðslu í efri deild, og var að lokinni ræðu ráðlherra vísað til 2. umræðu og heiibrigðis- og félagsmálanefnd- ar. Jónas Pétursson mælti fyrir frumvarpi um búnaðarmálasjóð, sem landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur. Frumvarpið mið- ar að því að frarmlengja gjald til Bændaihallarinnar. Kom fram í ræðu Jónasar, að rekstur Bænda hallarinnar hefði skllað arði sem numið hefði vöxtum af áhvílandi iánum. Framleiiðislugjaldið, sem numið hefði %% hefði farið í afborganir Iána. Nú er gert ráð fyrir að gjaldið verði lækkað í Vi%, og sagði Jónas að full þörf virtist vera á því, til þess að að ’hægt yrði að standa við greiðslur á afborgunum. Lúðvík Jósefsson mælti fyrir frumvarpi er hann flytur um Olíuverzlun ríkisins. Miðar frum varpið að því, að níkið taki í sín- ar hendur olíuverzlun í land- inu, bæði í heildarsölu og smá- sölu. Sagði Lúðvík, að sem stæði hefðu nú 3 stór ol'iufélög einokun araðstöðu í olíusölunni, og auik þess bæri að líta til þess hve þrefalt dreifingarkerfi væri kostnaðarsamt. sjú'kdómum fyrr eða sdðiar. Ef lauslæti er á lægra stigi fer hættan á smitun eftir laus- læti þeirra sem hann eða hún er í tygj'Uim við. Eftirfcektiar- vert er, að auknimg kynsjúk- dómia hefur orðið hvað mest meðal ungs fólks, einkum meðal stúlkna. Þetta segja sérfræðingar að búast hafi mátt við vegna aukins jatfn- ræði's kvenna í kynferðismál- um er stafi af mörgum ástæð um, allt frá auknu frelsi á yngra aildursskeiðii, sökum meiri velmegunar til nýtízku getnaðarvarna mieðal annars „pillunnar“. Hraðari sarmgöngur og auk- in ferðalög, ekki sízt ungs fólks er annar þáttur. sem verður sífellt mikilvægari. 20% þeirra Breta, sem sýkt- ust af síflis 1966, smi'tuðust erlendis miðað við 15% árið áður. Hraðari samgöngur hafa það líka í för með sér, að akmenningur smitast fyrr en ella. Áður fyrr voru ejó- menn þeir hópur, sem var í rnestri hættu, og þeir kunna að hafa breitt út veiikina þegar þeir komu heim, en að- eins í næsta nágrenni hafn- arinnar þar sem þeir á'tfcu heima. Dæmi er um einn sjúkling, sem smitaðist af lek andia á Fídjíeyjum á Kyrra- hafi, varð var við sjúkdóms- eimkenmi í New Ybrk og var mieðlhöndlaður í Londion — allt á aðeins 72 klukkustund- um. Þeir sem atvinnu sinnar vegna verða að ferðast m.ik- ið eru oift í mikilli hættu — meðal annars fllugmehn, fluig- freyjur, kaupsýslumenn og vörubifreiðastjórar. Sömu sögu er að segja um innflytj- emdur og í styrjöldum hefur ávallt átt sér sfcað mikil aukn ing kynsjúkdóma. í Vietnam er talið að 280 af hverjum 1.000 bandarískum hermönn- um þar hafi smitazt af kyn- sjúkdómum. Þar við bætast læknisfrœði legar ástæður, og er „pillan" þeirra helzt. Hver þessi á- stæða fyr.ir sig gæti verið mikilvæg. f sameiningu geta þær valdið því, að kynsjúk- dómar baldi áfram að aukast og hafi vaxan'di ábrif á alla þjóðfélagSþegna í öllum lönd- um heitmis. Til þess að berj- ast gegn kynsjúkdómum er þrennt nauðsynlegt; skýra fólki frá staðreynduim', ekki sízt ungu fólki, svo að það snúi sér til lækningastofnana ef það smJtast af kynsjúk- dómum; meðhöndla sjúkling- ana og hafa upp á þeim, sem hafa haft kynmök við sjúkl- ingana, til þess að lækna þá og hafa hemiil á útbreiðslu sjúkdómianna. Horfurnar eru ískyggileg- ar. „Það mesta sem við get- um gert okkur vonir um núna, „segir sérfræðingur nokkur“, er að balda kyn- sjúkdómunum í skefjum eins lengi og mögulegt er- á því allt'of háa stigi, sem þeir þegar hafa náð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.