Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 15 ■* Hanoi-stjórnin virðist iróhveri samningnm + Þúsundir Vietnama heimilislausir öðru sinni -k S-Kóreustjórn sakar Bandoríkin nm linkind + Vorað við endurreisn Stolínisma í Rússlondi Bundarík jamenn halda áfram að senda liðsauka til Vietnai i. 3.500 hermenn voru sendir til Suður-Vietnam fyrir einni vil u og fleiri verða sendir á næstunni. Vilja uppgjöf Ameríkumanna VIÐRÆÐUR þær, sem U Thant aðalframkvæmdastjóri Samein uðu þjóðanna, hefur átt við norð ur-vietnamska full'trúa á und- anförnum vikum, virðast benda til þess að Hanoi-stjórnin hafi ekki áhuga á friðarviðræðum. Það eina sem N'orður-Vietnam- ar virðast fúsir til að semja um er, að Bandaríkjamienn flytji allt herlið sitt á brott frá Viet- nam, og þannig vilja þeir að Bandaríkjamenn viðurkenni að beir hafi beðið ósigur. Að sögn jbrezka blaðsins Observers er þetta ekki aðeins álit Banda- ríkjamanna heldur einnig Breta og Rússa, en U Thant er sá eini sem telur að afstaða Hanoi— stjórnarinnar sé ekki eins ó- sveigjanleg og skilyrði hennar gefa til kynna. Jolinson f viðræðunum við U Thant höfnuðu norður-vietnömsku fulil'trúarnir hinum svokölluðu San Antonio-tillögum Johnsons forseta þess efnis, að loftárás- um á Norður-Vietnam verði hætt, viðræður hafnar og Norð- ur-Vietnamar hætti á meðan að senda liðsauka og vopn til Suð- ur-Vietnam, en þeir hélidu fast við það, að viðræður mundu hefjast ef Bandaríkjamenn hættu loftárásum skilyrðislaust. En það sem þeir vilja semja um er upp- gjöf Bandaríkjamanna. Rússar eru í meginatriðum samimála Norður-Vietnömum um að Bandaríkjamenn verði að flytja herlið sitt á brott, en líta erfiðleika Johnsons forseta raun særri augum og gera sér grein fyrir að hann getur ekki sætt sig við samninga, sem mundu fela í sér auðmýkjandi ósigur fyrir Bandaríkin. Rússar segj- ast ekki getað talað fyrir munn Hanoi-stjórnarinnar, en í við- ræðum þeim er Wilson, forsætis- ráðherra Breta, átti við Kosygin, forsætisráðherra Rússa á dög- unum mun hafa komið fram, að sovétstjórnin sé fús til að auð- velda Bandaríkjamönnum að hörfa frá Vietnam án þess að þeir þurfi að bíða álitshnekki. Bandarískir ráðamenn eru sannfærðir um að komizt verði hjá hernaðarlegum ósigri £ Viet- nam, en gera sér ekki vonir um sigur, og þess vegna telja þeir pólitískar samningavið- ræður einu lausnina, en þeir geta ekki fallizt á auðmýkjandi skil- mála, sem Hanoi—stjórnin setur. Það sem skiptir því máli er ekki hvort viðræður verða haldnar eða hvernig dagskrá þeirra verð ur háttað, heldur hvað samninga aðilarnir balda fyrirfraan um niðurstöður viðræðnanna. Þar sem Bandaríkjamenn og Norð- ur—Vietnamar gera sér gerólík- ar hugmyndir um, hvernig samn ingaviðræðum muni lykta, eru engin líkindi til þess, að við- ræður geti farið fram í bráð. Ekki er líklegt að ástandið breyt ist fyrr en Bandaríkjamenn geta hefnt hrakfaranna, sem þeir hafa beðið að undanförnu, og sýnt að þeir eru ósigranlegir. Franskur fréttaritari í Hanoi bendir á, að Hanoi-stjórnin reyni að gera tvennt í senn: sýna hernaðarmátt sinn og vilja sinn á friðsamlegri lausn deil- unnar. Hanoi-stjiórnin og Þjóð- frelsisfylkingin eru ánægð með sóknarlotuna í Suður—Vietnam og telja að baráttan þar eigi eftir að breyta um mynd, en fram að þessu hafi náðst mikill árangur, bæði hernaðarlegur og sálfræðilegur. Talsmenn í Hanoi lýsa áhrifunum, sem sóíknin hef- ur haft innan suður-vietnarnska hersins og Saigon-stjórnarinn- ar, sem „landskjálfta", er hafa muni víðtækar afleiðingar. En sagt er, að sókninni sé hvergi nærri lokið og meira sé í vænd- um. Skjöl, sem birt hafa verið í Hanoi, sýna, að skæruliðarnir hafa hingað til beint meginþunga sóknarimar gegn nyrztu og syðstu héruðum Suður—Viet- nam, svo að ekki er ólíklegt að næst verði sókninni einkum beint gegn öðrum héruðum. Norður-'vietnömisk blöð hafa ekki minnzt einu orði á friðar- tilraunir U Thants, en þær hafa farið í taugarnar á bandarísk- um ráðamönnum, sem telja að Hanoi—stjórnin hafi hafið út- smogna áróðursherferð til þess að láta líta út fyrir að það séu Bandaríkjamenn sem beri ábyrgðina á því að styrjöldin 'hel'dur áfraim. Ósegjanlegar hörmungar ÞÓTT Viet Cong hafi unnið mik- inn sálfræðilegan sigur með á- rásum á borgir og bæi Suður— Vietnam, sýna Bandaríkjamenn enn furðu mikla bjartsýni, sem byggist aðallega á því, að íbúar bæjanna gengu ekki í lið með skæruliðum og gerðu ekki upp- reisn gegn Saigon—stjórninni. En brezkur fréttaritari í Saigon bendir á að Bandaríkjamenn standi nú í sömu sporum og ár- ið 1965, þegar þeir hófu að senda herlið í stórum stíl til Suður-Vietnam og koma að öll- um líkindum í veg fyrir alger- an sigur skæruliða. Sókn Viet Cong sýnir, að Bandaríkjamenn hafa haft of mikla trú á stór- skotaliði sínu og flugvélum og vanmeti baráttuvilja og framtaks semi Viet Cong, sem ekki verð- ur mælt með rafreiknum. Ógerningur er að gera sér grein fyrir hve mikinn hnekki traust landsmanna á stjórninni og Bandaríkjamönnum hefur beð ið vegna þess hörmulega ástands sem nú ríkir í landinu. í Saigon °!nni ihafa hvorki meira né minna en 200.000 manns misst heimili sín, að minnsta kosti 4.000 borgarar hafa beðið bana og þúsundir til viðbótar hafa særzt. Varla er til sá bær i landinu, sem slapp við árásir skæruliða þannig að sömu sögu er að segja í landmu öllu. Eng- inn staður er öruggur lengur. f miðhluta bæiarins Da Lat hafa bandarískir embættismenn hlað- ið upp sandpokum í setustofum sínum, varla er til sá vegur sem óhætt er að ferðast um, sam- göngur hafa lamazt, brýr hafa verið eyðilagðar og verzlun hef- ur lagzt niður að mestu. Hundruð ef ekki þúsundir bænda, sem flúið hafa til bæj- anna undan Viet Cong eða vegna hefndaraðgerða Banda- hafa nú misst heimili sín öðru sinni, og þess eru mörg dæmi, að fólk hafi misst heimili sín fjórum sinnum. Á sumum svæð- um í Saigon, að vísu fáum, standa örfáar byggingar upp úr húsarústum, og fólkið kennir loftárásum um. Þótt skæruliðar hafi verið hraktir á flótta lifir almenningur í ótta um nýjar á- rásir, og sá ótti er ekki ástæðu- laus eins og hinar nýju árásir skæruliða um helgina sýndu. Áhrifin sem árásirnar hafa eru meðal annars þau, að sá mikli fjöldi Suðúr—vietnama, sem hvorki fylgir Viet Cong né Saigon—stjórninni að málum, mun halda áfram að bíða og sjá hvað setur. Margir Vietnamar, sem starfa í þágu Bandaríkja- manna munu nú hugsa fyrst og fremst um framtíðina og ör- yggi sitt og vandamanna sinna, enda kæmi þeim ekki á óvart þótt Bandaríkjamenn héldu á brott þegar harðna fer á dalnum. Ósk allra landsmanna um að frið ur komist á fær nú aftur byr í seglin. Stríð á nýjum Asíuvígstöðvum? VIÐRÆÐUR Cyrus Vance, sendi manns Johnsons Bandaríkjafor seta, við framámenn í Seoul í síðustu viku leiddu til þess að stjórn Suður—Kóreu lét af and- stöðu sinni við tilraunir Banda- ríkjamanna til að fá njósna- skipið Pueblo og 83 manna á- höfn þess leyst úr haldi. Suður- Kóreumenn hafa hingað til ver- ið andvígir leyniviðræðum þeim, sem Bandarikjamenn hafa átt í við Norðúr-Kóreuimenn í Pan- umjom um Puebl'o-málið. Aukin hryðjuverkastarfsemi Norður-Kóreumanna í Suðu:- Kóreu, sem náði hámarki þegar reynt var að ráða Chung Hee Park forseta af dögum 21. jan- úar, tveimur dögum áður en Pn- eblo var tekið, hefur valdíð þungum áhyggjum í Seoul, og hafa Bandaríkjamenn verið sak- aðir um að sýna Norður-Kóre a mönnum linkind. Vegna þessat a ásakana var farið hörðum orðum um hryðjuverk Norður-Kóreu- manna í yfirlýsingunni sem gef- in var út að loknum viðræð- um Vance við leiðtoga Suðut- Kóreustjórnar. Samt sem áður olli yfirlv;- ingin vonbrigðum í Seoul og þótti Suður-Kóreumönnum ek ú kveðið nógu sterlkt að orði. Ýmu- ir leiðtogar í Suður-Kóreu ha á krafizt þess, að gripið verði til hefndarráðstafana gegn Norðor -Kóreumiönnum vegna tilraunnr innar til að ráða Park forseja af dögum. Talið er, að Banda- ríkjamenn hafi lagzt eindregið gegn þessum kröfum, meðal amt- ars vegna þess að þeir vilji ekki spilla viðræðunum um Puebl i, enda er talin nokkur von 1 il þess, að nokkrum ef ekki öl - um meðlimum á.hafnarinr +r vetði sleppt. Talsverður ágreiningur ríkti þannig í viðræðunum, en til þess að friða Suður-Kóreumenn var nýr varnarsáttmáli milli Suðr - Kóreu og Bandaríkjanna undir- ritaður, og var Suður-Kóreu heitin aukin hernaðaraðstoð. Talsverður viðbúnaður hefúr verið fyrirskipaður í Suður —Kóreu að undanförnu vegna hinna auknu starfsemi hryðju- verkamanna frá Norður—Kóreu í landinu. Nú seinast hefur her- skylda verið lengd um sex mán- uði, og á prjónunum eru áform um herþjáU'fun nemenda í gagn- fræða- og menntaskólum. í her, flota og flugher Suð.ur-Kór- eu eru 600.000 manns. Jafnframt herma fréttir, a5 Norður-Kóreumenn hafi kcxmið upp liði 20.000 manna til þess að stunda hryðjuverk og skemmd arverkastarsemi í Suður-Kór- eu. Svo getur því farið, að Bandaríkjamenn neyðist til að heyja styrjöld á nýjum vígstöð- um í Asíu. í viðræðunum við Framhald á bls. 20 FTóttamannaþorp í Bing Dinli-hhéraði í rústum eftir árás skæruliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.