Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 198« — Farið á sjó I Keflavíkurtiöfii ÞAð er ys og þys við Kefla- víkurhöfn, þegar bátarnir eru komnir inn og byrjað er að A landa. Skipstjórarnir gangaá milli bátanna og rœða um fiskiríið og miðin og það er heitt á könnunni. Blaðamað- ur Mbl. brá sér niður á bryggj •>&%.}' < wfmSmfí al er of heitt, þá er svo leiðin- legt“, svarar þessi ungi herra maður um leið og hann byrj- ar að draga inn færið, því það er á. — „Sko, gæjann", segir sá er enn dorgar“, svakalega er hann stór“. Við kveðjum þessa hressi- legu pilta, sem vilja heldur láta kuldann bíta sig í fing- urgómana, og eyrnarsneplana heldur en að sitja sveittir í skólastotfunni. En það er ekki víst að skipstjórunum finnist fiskurinn, sem strákarnir veiddu, vera nógu stór, en strákarnir eiga líka eftir að stækka og sækja dýpra á miðin. Við héldum yfir á næstu bryggju og hittum þar Árna Árnason, skipstjóra á Ólafi Magnússyni, 56 tonna bát, og röbbuðum við hann á meðan hann færði bátinn yfir að næstu bryggju, en þeir voru búnir að landa línufiskinum. Árni Árnason, skipstjóri á Ólafi MagnússynL ur í Keflavík seinnipart dags, þegar bátarnir voru að koma að, og það var líf í tuskun- um þar. Við smábátabryggjuna í Keílavík sáum við 3 litla stráka, sem voru að dorga við borðstokkinn á línubát. Við röbbuðum við strákana, sem sögðust heita Hallgrím- ur, Einar og Pétur. — Eruð þið ekki í skóla strákar? — „Jú, við erum í barna- skólanum", segja tveir í sömu svipan. — „Ég er ekki byrjaður“, svarar Pétur, „ég er nýkom- inn úr sveitinni". — Megið þið vera að því að líta til okkar á meðan við smellum mynd? — „Taktu heldur mynd þeg ar við erum búnir að fáfisk", svarar einn, og þeir hamast við að dorga. — Erú þið búnir að læra? — „Já, eiginlega", svarar einn og gjóar augunum á blm. — „Nei, ekki alveg“, svar- ar hinn, sem er í skóla. — Hvort er skemmtilegra að vera í skólanum eða hér? — „Hér, það er svo heitt í skólanum, maður. Ef það Fiskinum sturtað úr háfnum á vörubílinn. Strákarnir láta ekki sinn hlut eftir liggja og hjálpa til við löndunina. Það er vin- sælt að vera á vörubílspall- inum og sturta úr háfnum. Bátarnir eru aðeins nokkra klukkutíma í höfninni á degi hverjum. Þar með fór blaðamaðurinn á sjó, en stutt var ferðin. — Varstu að fá hann? — 6—7 tonn. — Er þetta mest þorskur? — Já, uppistaðan er þorsk ur, en það er eitthvað af ýsu. — Hvar varstu með lín- una? — 2 tíma frá Garðsskaga, vest-norð-vestur. — Þú hefur þá verið ná- lægt Voninni í Sandgerði þeir voru einn og hálfan tíma vest -norð-vestur, eftir því sem mér heyrðist í talstöðinni. — Já, við vorum næsti bát ur við hann. — Eru margir Keflavíkur- bátar á línu? — Það eru nokkuð margir, eitthvað á milli 10 og 20 og sjálfsagt nær 20. — Hvernig hefur aflast hjá Keflavíkurbátunum? — Það hefur verið heldur að glæðast upp á síðkastið. Þeir hafa fiskað mest í Skerja dýpinu og Faxadýpinu og það hefur borið mun meira á þorski heldur en undanfar- in ár. — Verður þú lengi með línu? — Það er óákveðið, við tökum svo net, en það fer eftir útliti og svona ýmsu, hvenær skipt verður um veið arfæri. — Hvenær byrjuðuð þið? — Við byrjuðum eftir stopp ið og það hefur gengið frem- ur illa. — En heldurðu ekki að þetta sé að lagast? — Það þýðir ekki annað, en að vera bjartsýnn, maður verður að lifa í voninni í lengstu lög. Strákarnir veiddu smáufsa við bryggjuna og voru hinir vígreifustu, þegar þeir innbyrtu þessa ,rstóru“ fiska. (Ljósm. M!bl. &v. Þormi.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.