Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 27 Tveir belgísir togarar komu inn í Reykjavíkurhöfn um há- degisbiliS í gser. Annar togarinn, Belgian Lady, var með slasaðan mann. Einnig kom hann með hinn togarann, Lans, í togi, er var með í skrúfunni og á hann að fara í slipp í dag. Báðir togararnir eru frá Ostende í Belgíu. Á myndinni sést lóðsbátur. — Ljósm. Á. J. Sjálfsfæðisfélag Garða- og Bessa- staðahrepps Næsta spilakeppni hefst hjá félaginu 26. febr. í samkomuhús inu Garðaholti. Heildarverðlaun verða veitt auk kvöldverðlauna að venju, og það verða að þessu sinni 19 daga ferð til Mallorca fyrir þann ,sem flesta slagina hefur hlotið yfir öll kvöldin. Byrjað verður að spila kl. 20.30 Sjálfstæðisfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. - SPRENGING Framhald af bls. 1 sendilherrann Anatoli Dobrinin er spurðist usm atburðinn, tll að bera fram opinbera afsökunar- beiðni og bjóða fram aðstoð. Tass-fréttastofan sagði í frá- sögn af atlburðinum, að þetta væri glæpur og afleiðing af and- k'Om.múnistiskri brjálsemi, sem kynt væri undir af ákveðnuim ötflum í Bandariíkjunum. Stjórn Savétrikjanna imót- mælti í gærkvö’ldi formlega spren.gjutilræðiniu á sendiráðið í Washington í gærmiongun og krefist þess að hinir seku verði látnir sæta harðri refsingu. Sömuleiðis er sagt að gæzlu við sendiráðið hafi lönigum verið m.jög áibótavant og þess krafizt að bandarÍ9kir ráðamenn geri þegar í stað ráðstafanir er tryggi öryg.gi sovézkra sendiráðsstarfs- manna í Washington. — Viet-Cong Framihald af bls. i Vietnama hjá bandarilsku her- stöðinni við Klhe Sanlh, sem er í umsátri. Enn er barizt af mikil'li heift í Hue, og sækja suður-vietnamsk ir landgönguliðar hægt og hægt fram í viðureigininni við her- menn Norður-Vietnama, s«r. ’hafa grafið sig niður innan mú;a kastalabargarinnar. Suður miúr- inn og hluti keisarahallarinnar eru enn á váldi Norður-Viet- nama. Búddaleiðtogi handtekinn. Einn af leiðtogum búddatrúar- manna í Saigon, Ihidh Tri Quang, og tveir stjórnmálamenn, Trung Din Dzu og prófessor Au Truong Tanih, voru handteknir í dag. Dzu var í framlboði í for- setakosningunum í septemlber í fyrra, en Tanh fékik ekki að bjóða siig fram. Tridh Tri Quang var leiðtogi uppreisnar sem búiddatrúarmenn gerðu gegn stjórninni 1966. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur bandaríska sendiráðið áhyggjur af handtök- unum. Heimildirnar herma, að engin ákæra hafi verið borin fram gegn hinum haiylteknu og sagt er, að þeir hafi verið hand- teknir til þess að tryggja öryggi þeirra. Rosningor í Belgin Brússel, 21. febrúar. NTB. BALDVIN Belgíukonungur ákvað í dag, að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga, þar sem honum hefur ekki tekizt að leysa stjórnarkreppuna í land- inu. Samsteypustjórn, Paul Vanden Boynants forsætisráð- herra, féll fyrir hálfum mán- uði vegna hinnar hörðu tungu- máladeilu, sem .geisar í land- inu og verður aðalmál kosning- anna. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenœr kwsningar fari fram, en sérfræðingar í Brússel telja að þær verði haldnar fyrir páska, ef til vilí 31. marz. Næsta rí'kisstjórn Belgáu verð- ur sú átjánda í röðinni frá strfðs- lokum. Stjórn Boynants varð að biðjast lausnar vegna ágreiningis Vallóna og Flæmingja í Kristi- lega sósíalaflokknum um Lou- vain háskóla, þar sem kennsla fer fram bæði á flæmsiku og vallónsku . Flókkaskiptingin í þjóðþing- inu eru þessi: Kristilegi sósiíala- flokkurinn 77 þingsæti, Frelsis- og framtfaraflokkurinn 48, sósíal- istar 64, Flæmska þjóðarsam- banidið 12, kommúnistar sex og aðrir flokkar fimm þingsæti. -----♦ ♦ •»--------- t — Slysum fækkaði Framhald af bls. 28 Sé litið á flokka árekstra, þá var ekið á 226 mannlausar bif- reiðar árið 1966, en á 182 í fyrra, en árið 1966 óku bifreiðar 119 sinnum á nálægahluti, en 113 sinnum í fyrra. 45 bílar óku út af vegum á árinu 1966, en 39 í fyrra. Þrjiár meginorsakir um- ferðaróhappa í Reykjavík, eru samkvæmt skýrslum Slysarann- sóknardeildar lögreghmnar þess ar: AðalbrautarréttuT var ekki vrftur, of stutt bil var á milli ökutækja og umferðar.réttur var ekki virtur. Mbl. hafði ennfremur sam- band við Óskar Ólason ,yfirlög- regluiþjón sem kvað lögregluna að vönum mjög ánægða með þessa þróun. í heild hefðu á sl. ári 135 færri slasazt en árið á undan. Væri fækkunin sérstak- lega greinileg varðandi barna- slysin, og taldi hann aðalástæð- una fyrir því vera stóraukna um ferðarfræðslu í skólum, og enn- fremur að ökumenn væru farn- ir að sýna meiri tillitssemi og kurteisi í umferðinni. Þó kæmi þarna meira til, svo sem hin mikla umferðarherferð allt sl. ár, skyndiskoðanir á bitfreiðum og ratsjá lögreglunnar, er ætti efíaust stóran þátt í því, að halda hraðanum niðri, en fyrir tilstilli hennar voru 1800 bif- reiðar teknar fyrir of hraðan akstur á sl. ári. „Við erum á réttri leið“, sagði Óskar“, og við vonum að þessi þróun megi hald ast“. — Samvinnan Framihald af bls. 1 Norðurlanda, að þær fylgist nátð í samráði við ríkisstjórnir EFTA landanna með þróun markaðs- má'la Evrópu í því auignamiði, að nota þau tækifæri sem gefast og lei'tt geta til lausnar markaðs- málanna á breiðum grundVelli. Ennfremur er skorað á stjórnir landanna, að taka til atlhugunar möguleikana á því, að Norður- löndin eigi frumkvæði að því, að samvinna EFTA-landanna verði efld. í áskoruninni er einnig lagt til við ríkisstjórnirnar að athuga möguleika á því, að efnahags- samvinna Norðurlandanna verði látin spanna yfir víðara svið, og enn fremur að skipulagi samivinn unnar verði háttað þannig, að auðveldi hugsanlega þáft.töku landanna í víðtækara miarkaðs- bandalagi og samrýmist skuld- bindingum Norðurlanda gagn-1 vart öðrum aðildarlöndum EFTA. Flutnin.gsmaður tillögunnar var Bertil Ohl’in frá Sv'íiþj’óð, sem sagði, að til'lagan fæli ekki í sér ró'ttæka breytingu á samvinnu Norðurlanda, en rniðaði að því, að gera hana markvisisari og setja hana í au-kin temgsl við raunveruleikann. Ekki væri að- eins hvatt til aukinnar samvinnu Norðurlanida heldur væri hvatt til aukinnar einingar Vestur- Evrópu-, en í þessu sambandi bæri að hafa í huga álhuga Norð- urlanda á auknum alþjóðlegum viðskiptum, ekki sízt aukinni verzlun austurs og vesturs. Á fundi Norðurlandaráðis í dag var einnig rætt um flug- vallagerð á Salthóim.a, og lét Svend Holm, fyrrum samigöngu- málaráðherra Dana svo um mœit, að hér yrði um að ræða eimhverja mestu manmvirkjagerð þessarar aldar í Evrópu, o.g tal- andi vott um það hvað fimrn smiá ríki gætu fengið áorkað með samstarfi aúk þess sem flugtvöll- urinn yrði minnisvarði um verk- fræðikunnáttu N'orðurlanda. Saimiþykkt var að steora á þing Danrmerkur og Sviþjóðar að gera samiþyklkt í málinu, og auk þess var florsetum ráðsins veitt heim- ild til að kalla Norðarrlandaráð saman til aukafundar ef nauðsyn krefði. Norðurlandaráð samlþykkti með yfirgnæfandi meirilhluta, að skora á stjórnir Norðurlanda að veita upplýsingar um skaðaibóta- skyldu vegna tjóns sem fangar eða sjúklingar á hælum valda. Þá er la.gt til að fram fari athug- un á því að samræmd verði ákvæði í norrænum lögum á þessu sviði. Einnig fóru frarn uimræður um bæja- og sveita- stjórnarmál í dag. Á fundi sínuim í dag skoraði Norðurlandaráð enntfremur á ríkisstjórnir Norðurlanda a.ð kanna möguleika á sameiginleg- um aðgerðuim í því s’kyni að binda enda á ólöglegan innflutn- ing nautnalyfja. Fjórtán meðlim ir ráðsins lögðu til við ráðið að það skoraði á stjórnir Danmerk- ut, Pinnlands, Noregs og Sví- þjóðar að banna atvinnulhnetfa- leika með löguim. í tillögunni er bent á rannsókn sem gerð hefur verið á skaðsemi hnefaleika og kemnr þar fram að heilaskaðar af völdum þeirra eru langtum alvarlegri en hingað til hefur verið álitið. Á sérstökuim fundi ráðherra er fara með mál er varða hljóðvarp og sjónvarp í rfkisstjórnum Norð urianda var samþykkt að skipa ráðherranefnd í vor til að fjalla um samivinnu á þessu sviði. í nefndinni munu eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurland- anna. 470 tunnur NORÐURSTJARNAN fékk 470 tunnur af síld í gær úr véllbá’tn- um Fylki og veiddist sú séld í Jökuldjúpinu. Vænzt er m.eiri ’síldar í dag. Norðurstjarnan er þá búin að taka á móti tæplega 11300 tunn- um síðan á laugardag. FLUGVÉL Landhelgisgæzlunn-: ar, Sif, fór í ísleitarflug í gær. Samkvæmt upplýsingum áhafn- ar vélarinnar, lá ísbrúnin í 62 sjm. fjarlægð í réttvísandi 025 gráður frá Hoinbjargi. Þaðan lá Frétt frá Eskifirði Eskifirði, 21. febrúar. HÉÐAN róa nú tveir bátar, Hólmianes og Gu’ðrún Þohkels- dóttir og eru þeir báðir með línu. Bátarnir stunda útileguveið ar og hafa gert það síðan þeir byrjuðu veiðar. í dag landar Hólmanesið 35 tonnum og Guð- rún Þorkelsdóttir er á leið til lands með 35-40 tonn. Alls hafa þeir þá fiskað 246 tonn. Jón Kjartansson SU er með troll og Seley er með loðnuniót, en ekk- ert hefur frétzt af afla hjá þeiin, enda eru þeir nýbyrjaðir. Krossa nesið fer á veiðar með net um mánaðamótin. Um hel.gina síð- ustu, lestuðu tvö skip hér salt- síld, Dettifoss 700 tumnur til Svíþjóðar og rússnesk’t skip 5582 tunnur til Rússlandis. Hér hefur verið ágætis veður undanfarna daga, en kált og hefur frostið farið niður í 18 stig. Farið er að bera á vantissiteorti eftir langivar- andi frost. — Gunnar. Innbrots- þjófnaður VESKI með 9.000 krónum var stolið úr verzlun við Lauga- veginn í gær. Rannsóknarlög- reglan handtók í gær mann, sem hún hefur grunaðan um þjófnaðinn, en hann neitaði að vera valdur að peningstuldinum við yfirheyrslu og var í gær- kvöldi fluttur í fangageymslu lögreglunnar við Skólavörðu- stíg. Áfgreiðsluimaður verzlunar- innar hafðd lagt veskið á borð- ið hjá sér en inni í verzluninni var þá einn viðskiiptavinur. Þegar hann er svo farmn út tekur afgreiðslumaðurinn eftir því, að veskið er horfið, og kær- ir þjófnaðinn strax til rannsókn- arlögreglunnar. ísinn í hub. 257 gr. réttvísandl og í 55 sjm. f jarlægð frá Straum nesi og í 58 sjm. fjarlægð frá Barða. í um það bil 70 sjóm. í 302 hr. réttvísandi frá Kópanesi beygði ísröndin í 270 gr. réttvísandi. fsinn er því mun fjaer landi, 10- 30 sjómílur utar en undanfarið, hins vegar er ísröndin skarpari, og styttra í þéttan ís en vérið hefur undanfarið. Kanada mótfall- Íð flugvélum með kjarnorku- sprengjur Ottawa, Kanada 21. febr. NTB. Reuter. KANADA hefur í hyggju að fara þess á leit við Bandaríkin að þau lát-i flugvélar með kjarn- orku'sprengjur innamborðs hætta að fljúga ytfir kanadlískt land. Verði ekki fallizt á þessa beiðni fcan.n svo að fara að Kanada dragi siig út úr lpfbvarna'retftir- liti N-Ameríku Norad, að þyí er heimildir í Ottawa hermdu í gær. Núverandi samkomulag renn- ur út í maí og þegar eru hafnar viðræður um endurnýjun samn- inigsins. Fréttaritara BBC vesað frá Grikklandi Aþenu 21. febr. NTB. LESLIE Finer, fréttaritari BBC og ýmissa brezkra stórblaða í Aþenu hefur verið tilkynn't að hann fái mánaðar frest ti'l að fa.ra úr landi. Dvalarleyfi hans rennur þá út og verður ekki endurnýjað, að því er tilkynnt var í Áþenu í gærkvöldi. Fimier hefur búið í Grikklandi í 13 ár ag er kvæntur grísku leikteon- unni Elsa Vergbi. Stjórnarvöl'd- in halda. því fram, að fréttir þær sem Finer hefur sent frá Grikklandi undanfarna mánuði séu engan vegin hlutlausar né sannleikamum samkvæmit. Um hádegisbilið í gær kviknaði í Skodabífreið, þar sem hún var að aka um Borgartún á móts við Klúbbinn. Kviknaði í vél bifreiðarinnar og skemmdist bifreiðin töluvert . Þegar Slökkviliðið kom á vettvang var búið að slökkva eldinn með handslökkvitæki frá benzínstöð ESSO við Borgartún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.