Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 5 Á æfing-u hjá Samkór Vestm annaeyja. „Syngja létt, syngja leikandi" — á œfingu hjá Samkór Vestmannaeyja VIÐ litum inn á æfingu hjá Samkór Vestmannaeyja fyrir skömmu, en kórinn æfir venju- legt tónleikahald, svo og fyrir landsmót blandaðra kóra, sem verður í Reykjavík í vo>r- Stjórn Martin Hunger stjórnandi gefur tóninn. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. andi Samkórsins er Martin Hunger. Við hlustum á. æfingu hjá kórnum og það var mikil söng- gleði ríkjandi. „Syngja létt“, tónaði Martin. „Syngja leikandi, þetta á að hljóma eins og hjá fugluim“. í sönglhléi hittum við Martin a@ miáli. — Hlvað er tíðinda af tónlist- arlífi í Eyjum-? — Það er mjög blómlegt tón- listarlif hérna. Lúðrasveitin æf- ir tvisvar í viku, kirkjukórinn einu sinni í viku. Samkór- inn æfir tvisvar í viku og Tón- listarskólinn starfar 5 daga vik- unnar, en í honum eru á mdlli 50 og 60 nemendur. — Á hvaða hljóðfæri er kennt? — Það er kennt á pranó, orgel, blokkflautu, klarinettur og tromipett- — Hver eru helztu verkefni Samkórsins? —' Við erum núna að æfa fyrir páskakonsert og þar er sitthvað á efnisskrá. T.d. erum við að æfiai 5 lög úr ástarvölsum eftiir Brahms með íslenzkri textaþýðingu Þorsteins Valdi- marssonar. Þetta verk hefur ekki verið flutt hérlendis áður og var það sérstaklega þýtt fyrir Samkórinn. Einnig erum við að æfa nokkra skemmtilega kóra úf óperum og óperettum, sem hafa verið fluttar hérlendis áð- ur og svo eru 3 lög á efnis- íknánni eftir Oddgeir Kristjéns son- Við höfum líka í hugia að sækja landsmót blandaðra kóra, sem verður væntanlega haldið í Reykjaivík i vor. — Er vel mætt á æfingar? — Það er mikill áhugi og mjög vel mætt, það hefur aldrei verið meira maett. Vorkaupstef nan í Leip- zig verður 3.-12. marz UNDIRBÚNINGI undir vor- kaupstefnuna í Leipzig er nú að ljúka, en hún verður haldin dag- ana 3.-13. marz n.k. Kjörorð hennar verður að þessu sinni: „Fyrir frjáls heimsviöskipti og tækniframfarir". Á fundi með fréttamönnum sagði Wil'ly Baumann, forstjóri, að sýningarsvæði kaupstefnunn- ar færi vaxandi ár frá ári og næði nú yfir 360 þúsund fermetra svæði. Þangað koma 10.500 framleiðendur frá 70 löndum og er búist við a.m.k. 600 þú'sund gestum. Þátt- taka frá vestnænum löndum fer gífellt vaxandi og þarna eru gerðir gríðarmiklir kaupsamn- samningar, ekki bara milli aust- urs og vesturs heldiur einnig innbyrðis milli þessara aðila. Eins og í fyrra verður islenzk sýningardeild á kaupstefnunni og einnig mun ísl'enzka vöru- skilptafélagið hafa þar opna skrifstofu til fyrirgreiðslu fyrir íslenzka kaupsýslumenn, sem verða þar einir 40 talsins. Kaupstefnan í Leipzig er nú rúmlega 800 ára gömul, og lang- stærst þeirra sem haldnar eru reglulega. Þátttaka í henni þykir svo heppileg að þrátt fyrir að sýningarsvæðið sé stækkað ár frá ári skortir tugþúsundir fer- metra upp á að það nægi. Ferðir til Leipzig eru greiðar, Inter- Leikfélag Akureyrar frumsýnir Gísl Ákureyri, 20. febrúar. LEIKFELAG Akureyrar frum- sýnir sjónleikin „G£sl“ eftir írska skáldið Brendan Behan í samkomuhúsi bæjarins n.k. sunnudag. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson, en Una Collins hefur gert leikmynd og búninga. Aðal- hlutverkið leikur Arnar Jónsson, en með önnur stór hlutverk fara flug hefur daglega beinar flug- ferðir þangað frá Kaupmanna- höfn og einnig verða beinar samgöngur í lofti, frá London, Brússel og Amsterdam. Umboðs- menn hér á landi er „Kaupstefn- an“, og veita forráðamenn þar allar upplýsingar og afhenda sýningarskirteini. Auk þess veita ferðaskrifstofur upplýsingar um ferðir til Leipzig, því að menn fara þangað ekki einungis til að verzla, heldur einnig ef þá lang- ar til að skreppa í frú frá íslandi. í Leipzig verður mikið um að vera í tónlistar- og leiklistarlífi og haldnar stórkostlegar sýning- ar, sem mjög er vandað til. Jón Kristinsson, Kristjana Jóns- dóttir, Marinó Þorsteinsson, Guðlaug Hermannsdóttir og Þráinn Karlsson. Gísl er annað verkefni Leik- f’élags Akureyrar á þessu leikári. Formaður félagsins er Jón Krist- insson — Sv. P. RITSTJÖRNy^RÉNTSMlÐJA AFGRÉÍÉgljeí^KRÍFSTOFA * t *.:V *m j+.’.-íZí**• siröii no.'ioo 336 blaðsíðna bók um vinnslu sjávarafla Hefur að geyma fyrirlestra og umrœður frá ráðstefnu verkfrœðinga 1967 VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands hefur gefið út veglega bók um vinnslu sjávarafla og hefur hún að geyma fyrirlestra og um- ræður á ráðstefnu þeirri um þau mál, sem félagið stóð fyrir í Reykjavík árið 1967. Bókin er 336 blaðsíður að stærð í stóru broti, prýdd fjölda teikninga, línuritum og nokkr- um myndum. Bókin hefst á ávarpsorðum dr. Þórðar Þorbjarnarsonar, sem hann flutti við setningu ráðstefn unnar. Þá koma fyrirlestrarnir, en útdráttur á ensku fylgir þeim einnig, síðan eru umræð- urnar raktar. Efnisyfirlitið er að öðru leyti þannig: Jón Jónsson: „Helztu fiskstofn ar á íslandsmíðum og áhrif veið- anna á þá“, Unnur Skúladóttir: „Krabbadýr og skeldýr", Jónas H. Haralz: „Staða sjávarútvegs- ins í efnahagslífinu", Guðlaugur Hannesson: „Hreinlæti í freð- fiskframleiðslu", Haraldur Ás- geirsson: „Um síldarflutninga", Hjalti Einarsson: „Geymsla og meðferð á hráefni fiskiðnaðar- inDr. R. M. Love: „Changes in frozen fish during storage", Dr. Ettrup Petersen: „Achieve- ments of the freeze-during ind- ustry“, Helgi G. Þórðarson og Ólafur Gunnarsson: „Hagræðing í vinnslu sjávarafurða, Kaup- aukakerfi vinnuafls“, Sigurður B. Haraldsson: „Frysting um borð í fiskiskipum", dr. Sigurð- ur H. Pétursson: „Niðursu'ða og niðurlagning“, Loftur Loftsson: „Saltfiskiðnaður íslendinga“, Sig urður B. Haraldsson: „Skreiðar- verkun", Jóhann Guðmundsson: „Síldarsöltun“, Vilhjálmur Guð- mundsson: „Þróun fiskimjöls- og bollýsisframleiðslunnar“, dr. Þórður Þorbjarnarson: „Þorska- lýsi og þorskalifrarbræðsla“, Páll Ólafsson: „Hreinsun og herzla lýsis“, Geir Andersen: „Nýting lýsis“, Geir Andersen og Hjalti Einarsson: „Hagnýting á slógi“, dr. Þórður Þorbjarnarson: „Loðna, sandsíli og spræklingur sem bræðsluhráefni", Þóroddur Th. Sigurðsson: „Aðgerðarrann- sóknir í síldariðnaði og sildvefð- um“, Dr. E. R. Pariser: „FisH protein cancentrate", dr. akob Sigurðsson: „Um fyllri nýtingu aflans“. Þá skrifar Hinrik Guð- mundsson eftirmála. Skólur í Borgoriirði stofno skíðnskóln í Fornohvantmi MBL. átti nýlega ta lvið Gunnar í Fornahvammii í Norðurárdail, en þár er nú mjög snjóþungt, sem kunnugt en, og leiðinni um Holt'avörðuhieiði ekki lengur haldið opinni. Sagði Gunnar að Gu'ðmun'dur Jónasson, fj'a'llabíl- stjóri, hefði verið 1 Foma- hvamimi með snjóbíl sinn Gosa síðan á föstu'dag og farið yfir Holtavörðúiheiði með póst og fólk, en bílar komast að norðan að Miklagili- Þaðan mun ágæt- lega fænt að Blönduósi. Að Fornahvamimii er ekki meira en svo fært djúpar traðir um Hellis tungur, sem fyllir í, en hug- 'myndin er að halda opnum þeim vegi. Nú verður mikil umferð að Fornahvamm i, því héraðsskól- arnir fjórir, á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, í Reyklholti og á Leirá koma upp skíðaskóla í Fonnalhvammi. Verða nemlend- ur þar í 30 manna hópum í 5 daga hver hópur og em skíða kennarar með. Ætla þau hjónin í Fornaihvammi, Gunnar og Lilja, að sjá hópunum fyrir mat og húsnæði. Er þetta fyrsta til- raun til að hafa skíðaskóla þarna. Munu skólamennimir Sig u’-ður á Leirá og Valgeir á Varmalandi hafa haft forgöngu um þessa tilraun- Fynsti hópur- inn kemur í Fomaihvamm á fimmtud'ag. Eru það nemendur úr Reykholfsskóla. En Leirár- skólanemenduir komia á mánu- dag. Er ætlunin að skíðaskólinn starfi í einn mánuð, ef aðstæð- ur leyfla. Gunnar í Fornahvammi sagði að aldrei hefði verið þarna svo mikill og jafnfallinn snjór siðan hann kom í Fornahvamm. Er hvergi minna en 40 sm. snjór og víða 3ja til 4ra metra djúpir skaflar- - MISTÖK Framlhald af bls. 3 legt, að miklir hrosseigendur fari nú til og kanni, hvort verið gæti, að þeir hefðu þessi týndu hross undir hönd um vegna einihverra mistiaka, hvort þau eru saman við í stóði þeirra. Eru það einnig vinsamleg tilmæli eiganda týndu hross- anna, að menn geri slíkt. Hrossaeigend'urnir miunu innan skamms semija skýrslu um hvörf hrossanna og senda <r. hana yfirsakadómaranuim í Reykjavfk, en sakadómaira- em'bættið mun svo taka rnáiLið til meðtferðar. Þrjú óskilahross í Áifsnesi. Sigurbjörn í Álfsnesi bað Mbl. að geta þess, að hjá sér væru nú þrjú óskiflahross: steingrár hestur, rauður hest- ur með halastjörnu og brún hryssa. Hafnarstræti 19 Sími 13835. Svangir rata i Sælkerann Úrval sérrétta, ódýr hádegisverður. Smurt brauð og samlokur. Borðið á staðnum. Sækið eða hringið og fáið sent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.