Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 frammí, með furðulega skírri röddu. — Ida, það er ekki rétt hjá þér, sagði maðurinn gramur. Fimmtán mínútum fyrir tíu opn- uðum við úvtarpið. Þá heyrðum við fyrst að líkin mundu verða sótt. Nemetz andvarpaði. Það hafði tekið hann rúman stundarfjórð- ung að komast að því að þau hjónin hefðu haldið vörð við líkin frá því klukkan laust fyrir tíu. Nú fyrst gat hann haldið áfram. — Þekkið þið fleiri hinna látnu? — Ekkert verulega, svaraði maðurinn með varúð. — Hún við hliðina á mömmu, sú með krossinn, hún býr — ég meina hún bjó í okkar götu, sagði konan. Eg veit ekki hvað hún hét. Sú næsta er frá Citrom. Maður hennar hafði ávaxtabúð í Marleg-götu. Dyravörðurinn okkar bauðst til að gera fjöl- skyldunni aðvart. En þau hafa ekki sezt ennþá. Máske ekki ver- ið heima. Eða flúin til landamær- anna. Það gerir víst hálf Buda- pest. En ég segi bara: hvaðvilja allar þessar manneskjur til Vesturlanda?. Halda þær að pen ingarnir vaxi þar á trjánum?. — Þekkið þér þessa græn- klæddu?. Nemetz benti á Önnu Halmy. — Aldrei séð hana fyrr. — Þegar þér komuð hingað ofaneftir laust eftir tíu, var hún hér þá? — Auðvitað var hún það, svar- aði maðurinn. Eða haldið þér að líkið hafi fengið sér göngutúr? — En hún var ekki hér, þeg- ar þér komuð hingað í fyrra skiptið. Var hún það? Augnablik horfði maðurinn í gaupnir sér. Síðan strauk hann sér um augu og enni. — Þér segið nokkuð. Það er nefnilega rétt. Alveg áreiðan- legt. Hún var hér ekki. Satt að segja hafði ég eitthvað á til- finningunni. Alveg víst — fyrst voru þær fjórar og nú eru þær fimm. — Virðist yður það ekki ein- kennilegt, spurði Nemetz. — Einkennilegt? Maðurinn hækkaði röddina. f þessum band vitlausa bæ? Hér? Maður getur ekki einusinni skroppið eftir brauði, án þess að hætta lífi sínu. Svo bætti hann við: Máske hefur hún orðið fyrir skotinu neðar í götunni og borin hing- að, svo hún yrði flutt í burt um leið og hinar. — Sáuð þér hver kom með hana? — Við höfum engan séð, svar- aði konan fyrir mann sinn. Þeg- ar maður hefur sjálfur þungan kross að bera, hefur maður ekki svo miklar áhyggjur af annara ! manna vandamálum. Og nú fór hún aftur að gráta. Hversvegna i deyddu þeir mömmu? Hún hef- | ur aldrei gert mús mein. Ég hefði ekki átt að láta hana fara út. Við áttum eftir hálft brauð. Segið mér, herra sakamálafull- trúi, hvers vegna varð hún að j deyja? Nemetz lét sér nægja að ypta j öxlum. Hann beygði sig niður að ; unglingsstúlkunni, sem allan tím I an hafði setið hreyfingarlaus og annars hugar. Hann strauk henni létt um öxlina. — Hve lengi hefur þú setið hér, vina mín? Hægt beindi hún skírum, fjör- lausum augum sínum að Nemetz, eins og hún væri að vakna af mjög djúpum svefni. — Já.. hvíslaði hún. Mig langar til að vita hve lengi þú hefur verið hér — hér á götunni? Hún hélt áfram að stara á hann, eins og hún skidli ekkert hvað fram færi, svo hann fór að halda að hún væri máske heyrnarlaus, eða þá útlendingur. Hann endurtók spurninguna, 6 hægt og með áherzlu á hverju orði, og þegar hann fékk enn ekkert svar reyndi hann nýja leið. — Sástu þegar grænklædda konan þarna var flutt hingað? Stúlkan hristi höfuðið. — Þekkirðu nokkra af hinum konunum? var líka allt og sumt. Ida svaraði í hennar stað. — Hún þessi ljósa. Hún benti á háu konuna með fallega hárið, hiýtur annaðhvort að vera móð- ir hennar eða systir. Hún vill ekki segja hvort heldur. Vesa- lings barnið ,hún er alveg löm- uð — ráðþrota. Ekkert að furða sig á. Þessir dagar hafa gert aila geðbilaða, jafnt börn sem fullorðna. — Þegar ég kom hingað fyrst, sagði maðurinn, var unga stúlk- an ekki hér. Það var fyrst þeg- ar ég kom aftur með konu minni. Þá sat hún hjá þeirri ljósu og hélt í höndina á henni. Þegar ég svo heyrði umferð í Nadorgötu, varð ég smeykur um að það gæti verið rússneskur varðflokkur, og ég fékk hana til Halldór Jónsson M. Hafnarstræti 18 - Sími 22170. að flytja sig hingað. Veslings barnið, hún lítur út eins og hún sé algjörlega búin að tapa sér. Unga stúlkan var nú fallin saman í 'hnipur eins og áður. Hún grét ekki, fremur en áður, en höfuðið var alveg fallið nið- ur á bringu. Hún hríðskalf öll og tennurnar glömruðu í munni hennar. Nemetz beygði sig niður að henni. — Stattu á fætur, vina mín. Þú deyrð sjálf í þessum voða kulda. Hér getur þú ekkert gert hvort sem er. Nú skal ég fylgja þér heim. Loks stóð hún á fætur. Nú fyrst varð Nemetz ljóst hve á- kaflega grönn hún var. Það var sem hinn grái frakki hennar væri fremur hengdur á mjótt prik, en manneskju af holdi og blóði. Hún leit út fyrir að vera tólf, allra mest þrettán ára. Hún starði stöðugt á hina dánu ljós- hærðu konu, eins og hún vonað- ist enn eftir lífsmarki. Þau heyrðu skrölt í vörubíl, sem nálgaðist. Þegar hann kom fyrir hornið, sáu þau að hann ók með hvítt flagg og tvo stóra rauða krossa á hliðinni. — Nú kemur vagninn að sækja hinar látnu, sagði maður- inn. Hann tók utanum konu sína henni til stuðnings, en hún fór að kveina hástöfum. Bílstjórinn og með honum breiðleitur, skeggjaður maður, báðir í óhreinum kyrtlum, með rauðakross armbindum, stukku út úr bílnum og gengu að hinum dánu. Sá skeggjaði tók upp vasa ljós og lét geislann leika um líkin. — Já, það eru þær, sagði bíl- stjórinn. Þeir beygðu sig niður að þeirri ljóshærðu. Bílstjórinn tók um herðarnar, en aðstoðar- maðurinn um hnésbæturnar. Hratt og óhátíðlega báru þeir hana að bílnum, líkt og flutn- ingamenn bera húsgögn. Unga stúlkan tók eitt skref áfram, eins og hún vildi kasta sér yfir líkið, stirðnaði svo og rétti út arminn. — Hvert aka þeir henni? Hvert aka þeir henni? Spurn- ingunni var ekki beint að nein um sérstökum. Mennirnir voru nú komnir að bílnum. Þegar þeir fjarlægðu yfirbreiðsluna kom í ljós röð af stirðnuðum líkömum. Þeir ýttu Blómaskrey tingamaður Maður eða stúlka vön blómaskreytingum óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt: „Blómaskreytingar — 5324“. ^Clceöning U}. AUGLYSIR ,MAY FAIR“ Vinyl veggfóðrið fyrirliggjandi. KLÆÐNING H.F. Laugavegi 164 — Sími 21444. tfartoitark uríi? IIM IM I ÖTI BÍLSKÚRS ^ W..Y..X.V.. ... «■ .. ýHHÍ- tr tftíkutÍíf H. □. VILHJÁLMSSDN RÁNARDÖTU 12. SÍMI 19669 8PILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði í kvöld fimmtud. 22. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. N E F N D I N . 22. FEBRÚAR. Hrúturinn 21.marz — 20. apríl Ekki skaltu takast á hendur nein ferðalög í dag. Sinntu verk- efnum þínum af alúð og kostgæfni. Farðu til læknis. Nautið 21. april — 21. maí. Endurskoðaðu öll fjármál heimilisins og reyndu að kippa þeim í lag. Sendu skuldakröfur til þeirra sem vanrækt hafa að greiða þér skuldir. Tvíburamlr 22. am í— 21. júní Vertu rólegur og skapstilltur, þó að einhver þér náinn reyni að espa þig upp með ósanngjörnu pexi og nöldri. Þú skalt reyna að tala um fyrir honum og komast að niðurstöðu. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Nágrannar þínir eru úrillir í dag. Láttu það ekki á þig fá. Stilltu til friðar ef með þarf, en blandaðu þér annars ekki í deilur annarra. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Safnaðu vinum þinum og starfsfélögum saman til fagnaðar í dag og veittu af rausn. Vertu ekki alltaf svona dæmalaust þröngsýnn og reyndu að rjúfa þann sjálfsblekkingarhjúp, sem þú hefur gert umhverfis þig. Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept. Mundu að vinir þínir eru kannski viðkvæmari í dag en venju- lega. Vertu nærgætinn 1 tali, þegar þú bendir þeim á mistök þeirra. Gerðu innkaupin fyrri hluta dags. Vogin 24. september — 23. október. Gott tækifæri til að auglýsa vöru þína í dag. Gerðu það með glæsibrag og sparaðu hvergi. Skrifaðu fjarstöddum ættingj- um bréf, það mun gleðja þá. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Þú skalt ekki blanda saman kaupsýslumálum og heimiliseinka- máltun í dag það kemur þér i koll. Skrifaðu bréf, gerðu hreint eða hjálpaðu maka þínum við hreingemingar. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Þú færð góðar fréttir og skalt segja þær sem flestum. Skrf- aðu bréf. Hvlldu þig síðari hluta dagsins og farðu snemma I rúmið. Steingeitin 22. desember — 20. jan. Komdu reglu á ýmis mál i dag, sem þú hefur ekki hirt lengi. Vertu hress í bragði og athafnasamur. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Njóttu lífsins i dag, en þó í hófi. Eyddu ekki miklum pen- ingum, þeir koma sér betur eftir nokkra daga. Fiskamir 20. febrúar — 20. marz. Þú verður í eldlínunni í allan dag og verður því mikið um að vera. Reyndu að vinna ekki of lengi fram eftir og ganga árla til rekkju eftir þennan erilsama dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.