Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 196« Þriðja hraðasta míluhlaup innanhúss—Ryun 3:57,5 Þorsteinn Þorsteinsson skrifar frá New York UM TÍMA var það vafasamt að Traik and Field Federation (USTFF) mótið mundi vera haldið. Háskólabandalagið (NC AA) neitaði að biðja íþrótta- sambandið (AUU) um leyfi til að halda mótið og AUU hótaði að setja þátttakendur í bann fyr ir Olympíuleikina. Loksins tókst íþróttayfirvöldunum að Jim Ryun nálgast markið á 3:57,5 semja og þetta síðasta mót í hinum „gamla“ Madison Square Garden gat farið fram. í fram- tíðinni verða stórmót í New York haldin í nýrri sýningar- höll sem er nýbyggð, en heldur nafninu af staðnum sem hún tekur við af, Madison Square Garden. í tilefni þess að þetta var slð- asta frjálsíþróttakeppni í gamla hús'inu var lögð sérstök áherzla á að vanda vel til mótsins. Að- algreinin var míluhlaup:ð sem hiaut titilinn „The Last Garden Mile“ til að minnast allra mílu- hlauparanna, sem hafa keppt á Madison Square Garden undan- farin ár. Til að hlaupa míluna voru komnir saman beztu innanhúss míluhlauparar Bandaríkjanna, Sam Bair, Darve Patrick og Jim Ryun. Patrick var í sæmilegri æfingu en hafði að vísu tapað fyrir Svíanum Ulf Hoeberg í Boston í janúar. Fyrir Ryun var þetta fyrsta keppnin á „Olympíu ári“, en Bair var ósigraður á ár- inu. Þegar míluhlaupið, 1609 metr ar, sem eru 11 hringir á braut- inni, var að byrja var reiknað með annað hvort Ryun eða Pat- rick myndi sigra en Bair var talinn eiga mjög góða möguleika. Frá byrjun tók Bair forystuna og hljóp fyrstu 440 yards (402 m.) á 61 sek. Rétt áður en þeir voru hálfnaðir var tíminn 2:03 og Ryun tók við. Tíminn var lak ur og áhorfendur voru óánægð- ir. Ryun byrjaði strax að auka bilið og var 3:02 fyrir % mílu. Hann hélt vel áfram og áhorf- endur létu heyra til sín. Oftast segist hann ekki heyra í þeim en í þetta skipti heyrði hann í þeim og tók á öllu sínu. Hann kláraði síðustu 400 m. á 55 sek. og hljóp þar með þriðju beztu innanhúss mílu heims: 3:57.5. Ekki vantaði nema 1.1 sek. til að hann hafði jafnað heimsmet- ið innanhúss. Annar varð Pat- rick á all sæmile<gum tíma 4:01 og þriðji Bair á 4:02. Það er skiljanlegt að Patrick sé ekki í æfingu núna. Hann miðar sínar æfingar við að ná sínum bezta árangri í Mexikó. Eftir nlaupið sagði Ryun að hann væri ánægður með útkom- una, sérstaklega af því að þetta er hans fyrsta keppni í fimm mánuði. Þorsteinn Þorsteinsson. í bréfi sem fylgdi með frá- sögn Þorsteins skýrir hann frá Glímudómarar funda FUNDUR GLÍMUDÓMARA. Stjórn Glímusambands hefur ákveðið að halda fund með glímudómurum um breytingar þær, sem gerðar hafa verið á glímuiögunum. Fundurinn verð ur haldinn í Kaffi Höll sunnu- daginn 25. febrúar n.k. og hefst kl. 3 e.h. Glímulögin eru nýkomin út, en um útgáfu þeirra sá Bóka- útgáfa Í.S.Í, Þau fást hjá íþrótta sambandi íslands, íþróttamið- stöðinni í Laugardal og í verzl- uninni Hellas, Skólavörðustíg 17. Glímudómarar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Skíðaþingið 12. apríl SKÍÐAÞING verður haldið á Akureyri, föstudaginn 12 .apríl 1968. — Málefni sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á skíða þinginu skulu hafa borizt stjórn S.K.Í. mánuði fyrir þing. því að hann hafi tekið þátt í ofangreiridu móti, og hlaupið í boðhlaupasveit, sem hljóp 4x 400 yards á 3:23.5 mín. Milli- tími Þorsteins var 50.2 sek .og samsvarar um 50.0 í 400 m. Tím ar innanhúss eru ekki eins góð- ir og tímar úti, því 440 yardar eru 2% hringir og því fimm hálfbeygjur að glíma við . • ~ -V-' '■ -*|.M „ • I Nýir æfiféiagar Glímusambands ins. Þessir menn hafa gerzt æfi- félagar Glímusambandsins: Imgvi Guðmundsson, húsasmíða- meistari, Garðahreppi, Valdi- mar Óskarsson, skrifstotfustjóri, Reykjavík, Gunnar Eggertsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Sigurður Sigurjónsson, rafvirkja , meistari, Reykjavík. (Frá GLÍ.) Bokvörðor fyrir 12 aiil'j. ísl. kr. HUDDERSFIELD hefur selt Wolverhampton bakvörðinn Parkin sem er 19 ára fyrir 90 þús. pund. Upphæðin yfir 12 millj. króna er sú hæsta sem greidd hefur verið íyrir bakvörð í Englandi. Denis Law innherj- inn frægi hjá Manchester United kom frá Huddersfield og var einnig seldur þaðan 19 ára til Manchester City fyrir metupp- hæð á sínum tíma, eða 55 þús. pund. Páll Pálmason markvörður skutlar sér og gómar boltann. Knattspyrna um miðjan vetur — IMýr knattspyrnuþjálfari í Eyjum ÞANN 1. febr. sl. hóf Hreið- ar Ársælsson knattspyrnu- maður að þjálfa lið Vest- mannaeyinga. Sem kunnugt er sigruðu Eyjamenn 2. deild- ar-keppnina í knattspyrnu sl. ár og taka því þátt í 1. deild- arkeppninni a’ð vori. — Hafa knattspyrnumenn æft af kappi í haust, bæði úti og inni og um síðustu mánaða- mót tók Hreiðar svo við þjálfuninni. Ef Eyjamenn hafa tækifæri á að stunda æfingar fyrir sjósókn, má bú- ast við að þeir láti ekki sinn hlut eftir liggja þegar bar- áttan hefst í sumar, því að þá vantar ekki kraftinn, heldur æfinguna. Um hverja helgi eru knattspyrnuleikir í Eyj- um, núna um háveturinn, en æfingar eru mjög vel sóttar. Hreiðar Arsælsson, þjáifari Eyjamanna, útlistar æfingar. r :* 'í' . :-í | W Eina helgina varð að fá ýtur inn, og strákarnir sjálfir urðu aðog traktora til þess að ryðja völl moka út úr markinu. A myndinni sést snjóhaugur, sem var mokað út úr markinu og er hann nærri jafn hár og markstangirnar. Þegar búið var að ryðja völlinn, en það tók 3 tíma, var hægt að hefja kappleikinn. PáH markvörður er að hreinsa markið. (Ljósm. Sigurgeir Jónass.). s Hvergi slegið af, heldur hlaupið af miklu kappi og ákefð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.