Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 19 mar Kristjánssyni vél'virkj a, Guðrún, húsfreyja íhér í bong og Kristrún, gift Engillhert Sigurðs- syni, verzlunarmanni. Barna- börn Guðrúnar eru nú 20 á lífi, eitt hefir dáið. Augljóst er, að mikið er að ala upp gvo stóran toarnahóp, sem Ihér um ræðir og koma öll- um vel til manns, einkuma þegar litið er til iþess að ’árin milii heiimsstyrjaldanna voru erfið á m'arga lund. Sum þeirra voru mestu kreppuár þessarar aldar. En þau Guðrún og Guðmundur leystu sitt uppeldisíhlutJverk af hendi með prýði Guðhi. er áður getið, en Guðrún var toráðdugleg og atorkusöm húsmóðir, ágæt og umhyggjuisöm móðir og amima. Eftir lát manns síns hélt hún heimili með toörnum sínum, þar til þau fluttu burtu og stofnuðu sj'álfstæð heimili. Síðustu árin voru þær Sigríðar einar saman, ÍÞessi eru þá helztu æviatriði Guðrúnar í fáum dráttum. Guðrún var fríð bona sýnum, vel 'vaxin og bar sig vel. Hún var igóðum gáfum gædd, vel verki farin, skapmikil nokkuð, djörf og hreinskilin. Hún var ein þeirra, sem sagt er um, að séu jafnvel um öf hreinskilnir. Hún sagði djarflega álit sitt á miönn- um og málefnum, hver sem í hlut átti og 'hvort sem ldkaði bet- ur eða ver. í»að lét Guðrún sér í léttu rúmi liggja, enda þótt það aflaði henni stundum andstöðu vissra manna. En sannleiksást var Guðrúnu í blóð borin og hún fylgdi iheils hugar þeim málefn- um sem hún unni og taldi horfa mönnum til heilla. Eitt þeirra var sálarrannsóknamélið. Þess vegna var hún áhiutgasamur o.g tryggur félagi Sálarrannsókna- félags íslands og starfaði hjá því um tíma. Hún sat oft miðils- fundi með Einari H. Kvaran áður fyrr og dáði hann mjög. Hún sótti líka sameiginlegan fund spíritista á Norðurlöndum í Sví- þjóð, sumarið 1949 og sat þá mið ilsfundi, sem Hafsteinn Björns- son hélt á því móti. Þeir þóttu vel takast. Guðxún var gædd dul rænum hæfileikum og notaði þá mjög tý hjálpar öðrum. Það er mlér vel kunnugt og mætti um það skrifa langt mál. Allir, sem kynnst hafa fólki með dulræna hæfileika, vita, að þeim hæfileik um fylgja oft mikii óþœgindi og jafnvel þjáningar. Lækning við því meini fæst fljótast og bezt hj'á þeim einum er hafa þroskaða hæfileika á þvá sviði. Guðrún var ein þeirra ,sem gat leiðlbeint og hjálpað sliíku fólki og gerði það. En það var fjarri skapi hennar ,að tala mikið um slíka 'hj'álp, sem hún veitti af mikilli fórnfýsi og velvild. En síðustu tvo áratugina kynntist ég vel þessu starfi Guðrúnar ag þekki ýmsa, sem minnast þeirrar hjálp- ar með þakklæti ævilangt og sakna nú vinar í stað. En ekki skulu fleiri orð um það höfð. Enginn má sköpum renna, Guðrún var farin að heilsu síðustu árin og mun jafnvel hafa verið heil'suiveil síðan í spönsku veikinni 1918. En Guðrún æðr- aðist al'drei. Ég undraðist hvað andlegt þrek hennar var mikið, enda þótt líkamiskraftarnir þverr uðu. S'íðustu fjóra miánuðina dvaldi hún í sjúkrahúsi, oft sár- þj'áð, en gat þesis á milli verið furðulétt í máli og baft gaman- yrði á vör, þegar vinir komu í heimeókn. Guðrún andaðist 1. sept. sl. Hún toeið róleg enda- lokanna og horfði örugg fram á veginn. í bernsku var henni inn- rætt trú á góðan guð og ævi- löng kynni hennar af sálarrann- sóknamálum styrktu þá trú. Um það ræddi hún lítt. Það var víðs- fjarri skapgerð hennar. En víst er, að trúin hjálpaði henni, sem öðrum, til þess að ibera ástvina- missi ag aðra erfiðlei'ka á lífs- leiðinni, svo og til þes's að þola sjúkdómsþjáningar árum saman og geta að lokum kvatt þetta ltf'f hugdjörf og vongl-öð. Slákra kivenna er gott að minnast. Allir, sem kynntust vel Guð- rún.u Jónsdóttur, miunu jafnan minnast 'hennar mieð ást og virð- ingu. Ingimar Jóhannesson. Jón Ingvar Jónsson Að kvöldi hins 13. febrúar síð- ast liðins lézt í Borgarsjúkra- húsinu Jón Ingvar Jónsson kaupmaður til heimilis að Ljós- vallagötu 28 í Reykjavík, 76 ara að aldri. Hann fæddist 20. sept- ember 1892 á Mjóafirði eystra og dvaldist þar nær óslitið til ársins 1955, er þau hjón flutt- ust til Reykjavíkur, þar sem Jón rak verzlun til dánardæg- urs. Árið 1922, hinn 28. maí, gift- ist hann eftirlifandi konu sinni, frú Jónu Vilhjálmsdóttur frá Brekku í Mjóafirði eystra. Jón Ingvar nam skósmíði á árunum 1911- 14 og stundaði þá iðn um skeið í heimabyggð sinni Sem vottur þess, hve Jón var duglegur og hagsýnn, var það meðal annars, að hann ungur og févana (en það voru allir á þeim árum.) fór að heim- an til þess að fullnuma sig í iðn, sem var nauðsynleg hverri byggð, en iðnnám var ekki fjöl- breytt þá né auðvelt aðgöngu. Þá má geta þess, að í byggð hans var síðar, og er enn, skort ur á þjónustu í verzlun og við- skiptum, meiri en annars staðar. Oft varð að brjótast til næstu fjarða eftir hverju lítilræði, sem hina fámennu byggð vanhagaði um, og ég leyfi mér að fullyrða, að þær ferðir voru bæði tafsam- ar ag ekki hættulauisar, um sjó og fjöll. Úr þessu reyndi Jón Ingvar að bæta eftir mætti, og eflaust hafa sveitungar hans knunað að meta þá góðu viðleitni hans. Ekki er mér hins vegar kunn- ugt um, hver hagnaður hans varð. Gestrisni var mikil í byggð inni og ekki sízt hjá Jóni Ing- vari og frú Jónu frændkonu minni, sem oft varð að skerpa á katlinum og bregða sér í búr- ið, ekki sízt er menn komu langt að, þar var fylgt gamalli og góðri hefð um gestrisni. Jón Ingvar vildi hvers manns vandræði leysa, einnig hans góða kona. Jón gegndi opinber- um störfum fyrir heimabyggð sína í áratugi, og öll störf hans einkenndi heiðarleiki og snyrti- mennska. En byggðin varð að sjá á bak mörgum nýtum þegni, meðal annarra hinum góðu hjón um Jóni Ingvari og Jónu Vil- hjálmsdóttur. Eitt af mörgu, sem bar ljós- an vott um trúmennsku og snyrti1 mennsku Jóns, var umsjá með kirkju byggðarlagsins, er var til fyrirmyndar. Þar blasti við sjónum sú trúmennska sem er fátíð, en guðshúsið ber söfnuði sínum vitni, hvort heldur húsið er stórt eða lítið. Við öll störf var frú Jóna manni sínum stoð og stytta, og brast hjálp hennar aldrei. Mér verður nú á seinni ár- um oft hugsað til vísu Bólu- Hjálmars: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir kannske í kvöld með kl'ofinn hjálm og rofinn skjöld, torynju slitna, sundrað sverð otg syndagjöld. Vinir, leikbræður, frændur og sveitungar hverfa óðum yfir til annarrar til'veru, fjarri háreysti þessa heims, en aðrir standa etf- ir og bíða kallsins, en enginn þekkir sinn vitjunartíma — að líkindum. Jón Ingvar hitti ég fáum dög um fyrir and'Kát Ihans. Hann ræddi við mig og það leyndi sér ekki, að hann var þunigt hald- inn, þar sem hann hvíldi í rúmi sínu. Kona hans annaðist hann með einstakri aðúð og stillingu, sem aðeins hinni greindu og yf- irlætislausu konu er gefið, sem sættir sig við örlög sín og dóm. Jón Ingvar er mér minnis- stæður, sem síglaður drengskap- armaður, vinfastur og heiðarleg ur og ég kveð hann nú með þakklæti _ fyrir gömul og ný kynni. Ég votta eftirlifandi ekkjufrú, Jónu Vilhjálmsdóttur, frændkonu minni, samúð mína og minna. I dag verður Jón Ingvar Jóns son kaupmaður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Gísli Kristjánsson frá Mjóafirði. Eitthvað brast svo undrahátt, yfir skyggir sinni. Brostinn hlekkur liggur lágt, lífs úr festi minni. f dag verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, Jón Ingvar Jónsson, kaupmaður Ljósvalla- götu 28. Hann andaðist þriðju- daginn 13. febrúar í Borgarspít- alanum, eftir stutta legu. Jón Ingvar var fæddur 20. september 1892 að Asknesi í Mjóafirði. Foreldrar hans voru hjónin Agnes Jónsdóttir, ljós- móðir og Jón Guðjónsson Móðir Jóns Ingvars var úr Skaftafells- sýslu, dóttir Jóns Þorvaldsson- ar frá Svínafelli í Nesjum, og Ingibjargar Sigurðardóttir frá Borgarhöfn í Suðursveit, en fað- ir hans af hinni þekktu Silfra- staðaætt úr Skagafirði. Föður sinn missti Jón Ingvar þegar hann var barn að aldri, Ólst hann þá upp með móður sinni, og varð því mjö ungur að leggja fram starfandi hönd, heimilinu til hjálpar. Nítján ára gamall fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í skó- smíði. Því námi lauk hann vor- ið 1913, þá 20 ára. Það vor kom hann heim til Mjóafjarðar og setti upp skóvinnustofu að Holti Hann var sá eini starfandi skó- smiður sem ég man eftir í Mjóa- firði. Vorið 1919 keypti hann Þing- hól í Mjóafirði og flutti þangað með móður sína en 28. maí gift- ist hann Jónu Vilhjálmsdóttur frá Brekku í sömu sveit. Þau höfðu sitt þekkta og ánægju- lega heimili að Þinghól fram til ársins 1955, er þau fluttu hingað til Reykjavíkur, og höfðu þá bú ið þar í 33 ár. Ekki hefði Jón Ingvar lifað af skósmíðinni einni á Mjóafirði. Hann réri um tímabil í skips rúmi hjá öðrum, en eftir að hann kom að Þinghól stundaði hann bæði landbúskap og sjó. Árið 1927 setti hann upp litla verzlun, og á tímabili sá hann um pökkun og sölu á saltfiski fyrir okkur Mjófirðinga, Hann starfaði líka mikið fyrir sveitina okkar á sviði hrepps— og kirkjumála. Hér í Reykjavík rak hann nýlenduvöruverzlun að Bergstaðastræti 40. Aldrei féll honum verk úr höndum, þeg ar eitt var búið tók annað við. Hans líf var að starfa. En eitt það sterkasta í skap- gerð Jóns Ingvars var snyrti- mennska og reglusemi. Á þvi sviði var hann alveg hverjum öðrum til fyrirmyndar. Barn var ég, aðeins 13 ára drengur, þegar ég fyrst kynntist Jóni Ingvari. Og frá þeirri kynningu til hans hinztu stundar reyndist hann mér hinn sanni vinur. Ég var tíður gestur á heimili þeirra hjóna meðan þau bjuggu í Þinghól, og ég átti heima á Mjóafirði. Og svo hér á Ljós- vallagötu 28, eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Ég hefi alltaf fundið einhvern yl leggja um mig innan þeirra veggja, sem ég hefi ekki notið annarsstaðar. Og þegar ég nú stíg inn fyrir þröskuldinn og sé fyrir mér svo margt sem tengt hefur þessa vini mína saman í 45 ár, finnst mér ég bezt geta sagt við þig, sem nú situr ein innan veggja, —með orðum danska skáldsins, „Fá- tækur er sá maður. sem hefur séð á baik vini sdnum, og ekkert fær það bætt, en tíu sinnum — þúsund sinnum er hinn fátækari sem engan átti.“ Þú átt minninguna um sannan vin og góðan samferðamann. Mína innilegustu samúð votta ég þér og bróður hins látna. Blessuð sé minning hans Dómald Ásmundsson. „Og enn gyllir blessuð sólin fjöll og dal og fjörðurinn glitrar í björtum sólarloga." Fyrir örfáum dögum barst mér í hendur nýtt hefti af austfirska ársritinu Múlaþing, með stutt- orðri frásögn af liðnum atburð- um heima á Mjóafirði. Mér fannst þessi litla grein eins og hlýleg kveðja til Mjó- firðinga heima og heiman frá höfundi hennar, Jóni Ingvari Jónssyni, sem látist hafði hér í Reykjavík hinn 13. þ.m. Jón var borinn og barnfædd- ur Mjófirðingur og lifði sín upp- vaxtar- og manndómsár þar við fjörðinn. Á sextugasta og þriðja aldursári fluttist hann hingað suður ásamt konu sinni, Jónu Vilhjálmsdóttur. En römm er sú taug. — Það sáu þeir glöggt og fundu, er komu heim til þeirra hjóna á Ljósvallagötuna. Kær- asta umræðuefnið var jafnan sótt á austurslóðir. Fagrar mynd ir frá Mjóafirði, gerðar af hin- um ágæta myndatökumanni, Birni Björnssyni, prýða þar veggi ásamt myndum frá eldri tíma, sögulegar heimildir margar hverjar. Þar er og varðveitt hin síðustu misseri óvenjulegt, ef ekki einstætt, myndasafn Þor- valdar bróður Jóns. En hann hafði safnað myniduim frá Mjóa- firði, yngri sem eldri, af miik- illi eljusemi. Áður en Jón Ingvar flutiti af æsfcuslóðum gekkst 'bann fyrir því að skráð yrðu örnefni í Mjóa firði. Var sú forysta ómetanleg, enda síðustu forvöð að bjarga þessum minjum víða. Hann hef- ir síðan mjög hvatt til þess að unnið yrði sem best úr hinum fyrstu örnefnaskrám og þær fylltar eftir föngum. Jón var fróður um fyrri daga og vel má vera að hann hafi skrifað fleira niður en frásögnina íMúla þingi. Ég veit aðrir minnast Jóns Ingvars hér í blaðinu í dag og greina frá æfiferli. En framan- skráðra atvika vildi ég geta sér- staklega um leið og ég tjiái huig- heilar þaklkir mínar og okkar allra heima fyrir mikla vináttu og ræktarsemi við okkur og sveitina okkar. „Og enn gyllir blessuð sólin fjöli og dal og fjörðurinn glitr- ar í björtum sólarloga.“ — Mér finnst þessi orð spegla á falleg- an hátt viðhorf þess manns til átthaganna, sem hefir að vísu kvatt „fjörð og heimahaga" um sinn, en þó við hvorugt orðið viðskila. Og þannig lýkur Jón Ignvar grein sinni í Múlaþingi. Litlu framar kemst hann svo að orði: „Þegar heim var komið var runninn nýr dagur.“ — Nú hef ir Jón sjálfur heilsað nýjum degi. Tjaldið er fallið. En hlýjar ósk- ir samferðamannanna fylgja hon um yfir landamærin. Vilhjálmur á Brekku. Einka-framleiðandi: CEBRÚDER COLSMAN, ESSEN, Þýzkalandi. aíghaLn Afrika/lsland getestet Flestir sem til þekkja telja AFCHALON vera eitt bezta efni, sem komið hefur á markaðinn síðustu árin. Varizt eftirlíkingar: UMBOÐSMENN: AFCHALONEFNI hafa á skömmum tíma náð geysimiklum vinsældum vegna hinna góðu eigin- leika sinna. Þau hafa mjúka og fallega áferð, og hindra ekki eðli- lega raka- og svitaútgufun. Er þetta mikill kostur um- fram eldri gerðir af efnum. AFGHALONEFNI eru svöl í hita og hlý í kulda. Hefir þetta verið sannprófað í steikjandi sól- arhita Afríku, og að vetrar- lagi á íslandi. Kjóla úr Afghalon má þvo eftir vild, hengja upp blauta, og fara í þá þurra eftir nokkra klukkutíma. AFCHALONEFNI fást í miklu úrvali, bæði einlit og mynstruð. AGIJST ARIMANIM H.F. SÍMI 22100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.