Morgunblaðið - 25.02.1968, Page 1
32 SIÐtiR
48. tbl. 55. árg.
SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Öður morðingi gefst
upp og sleppir gislum
— eftlr fjögurra daga umsáfur
Tolk'í'ó, 24. febrúar (NTB)
ÓÐUR morðingi, s«m liafzt hef-
ur við í veitingahúsi einu i Jap-
an í fjóra sólarhringa vopnaður
st írskeyttum riffli og búinn mikl
um birgðum af dínamít-stöngum,
gafst upp í dag og leysti úr gísl-
ingu hép fanga, sem hann hafði
h'tað aS drepa ef lögreglan léti
bann ekki í friði.
Morðir.iginn beitir Huo Hyo
Kim og er Kóreumaður ,en hef-
ur verið búsettur í Japan um
margra ára skeið. Á þriðóu'dag-
inn kom hann til veitingaihússins
Fujimiya við baðstað'inn Sumata
kyo. Var hann akandi og bifreið-
in hlaðin dýnamítstöngum og
uim 1500 sksotum í riffil hans.
Að sögn lögreglunnair hafði hann
áður skotið t'vo menn til bana í
næturklúbb einuim í bænum
Shimzy.
Þegar til veitinga'hússins feom,
tók Kiim 16 gísla, og hótaði því
jafnframt að sprenigja upp hús:ð
ef lögreglan gerði tilraun til að
ná bonum. Þremur gíslanna
tókst að komast undan, og seinna
leysti Kim úr haldi þrj'á menn,
konu og þrjú börn hennar.
Kim ræddi oft við blaðamenn
þá daga, sem hann divaldist í
veitinga'húsinu, en enginn þeirra
þorði að gera tilraum til að hand
taíka hann þar sem hann sat við
arineld með d'ínamítsistafla sér
Framh. á bls. 2
Fagerhoim afneitar
— embætti forsætisráðherra
Hluti af Lakagígum, en þar varð T783 stærsta hraungos á jörðinni frá því sögur hófust.
Ljósm. Sig. Þór. — Sjá nánar bl. 10.
Helsingfors, 24. feb. (NTB)
KARL-August Fagerholm,
fyrrum forsætisráðherra og
núverandi forstjóri finnsku
áfengiseinkasölunnar, neitaði
í dag að taka að sér embætti
forsætisráðherra Finnlands.
Höfðu stjórn og þingmenn
Jafnaðarmannaflokksins sam-
þvkkt á fundi sínum sl.
fimmtudag, að tilnefna Fager
holm næsta forsætisráðherra,
en Fagerholm var þá staddur
á Kanaríeyjum í fríi. Við
heimkomuna í dag kvaðst
hann ekki geta tekið að sér
Framhal á bls. 2.
Keisarahöllin í Hue aftur í hönd-
um stjórnarhermanna
Mestallur víggirtihlutinn á valdi bandamanna
Hue og Saigon, 24. febrúar.
NTB-AP
SUÐUR-VIETNAMSKIR
hermenn náðu keisarahöll-
inni í Hue á sitt vald í morg-
un og hafa nú mestallan víg-
girta hluta borgarinnar á
valdi sínu, en dreifðir smá-
hópar norður-vietnamskra
hermanna veita enn harð-
vítugt viðnám í hverfinu,
aðallega í suðvesturhlutan-
um.
tTm 450 suBur-vletnamsklr
hennenn, þar á meðal 150 úr
hinni frægu herdeild „Svörtu
hlébarðarnir“ ruddust sigri hrós-
andi gegnum hlið keisarahallar-
innar og komust að raun um að
hinn aldagamli hásætissalur
hallarinnar og aðrar byggingar í
hverfinu höfðu orðið fyrir til-
tölulega litlum skemmdum. Þó
voru nokkrar sprungur á þak-
inu eftir sprengjuárásirnar á
höllina undanfarna daga.
Þriggja metra hár spegill í há-
sætissalnum var brotinn.
Stjórnarhermennirnir réðu sér
ekki fyrir kæti og settust í ryk-
fallið hásætið án þess að láta
skothríð fró leyni'skyttum á sig
fá. í herbergi á bak við salinn
lágu særðir borgarar, sem
stundu og báðu hermennina um
vatn. Þeir voru loikaðir þarna
inni þegar Norður-Vietnamar
tóku höllina 31. janúar og höfðu
orðið fyrir skotum úr byssum
stjórnarhermanna.
Fáni Viet Cong tekinn niður
Áður en lokaárásin var gerð
höfðu stjórnarhermennirnir tek-
ið niður fána Viet Cong, sem
dreginn hafði verið að húni á
stærstu flaggstöngini í víggirta
hlutanum, rétt hjá stríðsminnis-
merki, sem er um 200 metra frá
keisarahöllinni. Síðan drógu
þeir suður-vietnamskan fána að
húni og skutu nokkrum skotum
í heiðursskyni, en svo illa vildi
til að ein kúlan hæfði fánastöng
ina og iáninn féll til jarðar.
Tveir hermenn klifu upp í flagg
stóngina og festu fánann aftur.
Rúmlega 250 Norður-Vietnam-
ar féllu í lokaatlögunni þegar
stjórnarhermennirnir ruddust
gegnum hliðið inn í höllina, en
suðuT-vietnamskur talsmaður í
Framihald á bls. 31
Hitobylgjo í
Melbourne
Melbourne, 24. febrúar
NTB.
SEX menn hafa látizf í ofsa-
hitum, sem geisa í Mel-
bourne í Ástralíu, og margir
hafa verið fluttir í sjúkra-
hús. í dag komst hitinn upp
í 42 stig á selsíus. Á öðrum
stöðum í Viktoríu-fylki er
1 hitinn ennþá meiri.
Ægileg hitabylgja hefur
| geisað í Melbourne í undan-
förnum fjórum vikum. Þeir
sem látizt hafa fengu hjarra-
I slag á heimilum sínum, en
einn lézt í bifreið sinni, sem
, hafði verið lagt.
í fylkinu öllu hefur fólki
verið bannað að kveikja elda,
og varða brot á þessari tilskip
un 7000 dollara sekt eða sex
mánaða fangelsi. Hæst hefur
hitinn komizt í 43 stig í Mel
bourne og var það í lok jan-
i úar.
10 mill jónir í ánauð
Þrælahald enn útbreitt í heiminum
New York, 24. feb. (AP)
ÞAÐ er vægt reiknað að
10 milljónir manna séu nú
í ánauð í heiminum, segir
Bretinn Patrick Mont-
gomery ofursti, sem kom-
inn er til New York á veg-
um samtaka í Bretlandi, er
berjast fyrir afnámi þræla-
halds. Ræddi ofurstinn við
fréttamenn í New York á
föstudagskvöld og skýrði
þeim frá mörgum dæmum
um þrælahald víða um
heim ,en skoraði jafnframt
á Sameinuðu þjóðirnar að
hrinda í framkvæmd sam-
þykkt samtakanna frá
1956 um afnám þrælahalds
í heiminum.
— Á menningar'heimili í
Mið-Austurlöndum, þjóna 8
ára stúlkur tiil borðs fram
undir klukkan ei'tt að nóttu.
en eru vaktar n'Okkrum
kiukkstunduim síðar til að
hefja morgunstórfin. f einu
Afríkuríki eru 300—400 kon-
ur og stúlkur í kvennaibúri
eins manns — höfðingja, sem
keypti þær af þegnuim sín-
Framhald á bls. 31