Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1968 3 Sr, Jón Auðuns, dómpróffastur: FRIÐUR ER ekki svo margt sameiginlegt hinum æðri trúarbrögðum, að þau ættu að geta verið sam- ferða í fararbroddi um frið í samskiptum einstaklinga og þjóða? Þau eru ekki í fararbroddi um þann frið. Og það reynist oft svo, að þeir, sem líkasta eiga trú, lifa sízt saman eins og bræður. Einhverjar hatursfyllstu styrj- aldir, sem þekkzt hafa, hafa háð innbyrðir kristnir menn me’ð sömu trúarbók í .hendi og sömu bænir á vörum. Og nú virðist djúp haturs staðfest milli Gyð- inga í Palestínu og múhameðs- trúarþjóðanna, sem í nágrenni við þá búa. Og þó eru engin trúarbrögð eins skyld og gyðing dómur og íslam (Múhameðstrú), að fráskildum kristindómi og gyðingdómi. Islam og gyðing- dómur eru af einni rót. Margir kaflar kóransins gætu staðið í Gamla-testam. Nokkrar tilvitnanir gætu orð- i'ð einhverjum hugleiðingar á þessum sunnudagsmorgni. Æðsti mælikvarði á trúar- brögð er sá, að hve miklu leyti þau flytja boðskapinn um kær- leika. Sá mælikvarði er kristinn. En allt frá Tertullianusi kirkju- föður (f. 160) og til þessa dags er því haldið á lofti, að kær- leiksboðskapur kristinsdómsins sé algerlega einstæður í heimi trúarbragðanna og krafan um að elska óvin sinn sé hvergi til, nema þar. Skoðaðu þessar fáu tilvitnanir: í grárri forneskju. kenndi Kínverjinn Li-Ki: „Með því a'ð mæta hatri með góðvild vinnur þú miskunnarverk á sjálfum þér“. Og spekingurinn Lao-tse kenndi, að með góðvild ætti maður að mæta fjandskap og hatri. Indverjar hafa vitað það frá alda öðli, að hatri er að mæta með kærleika. I hinu ævaforna hetjuljóði, Mahabharata, segir: „Ótakmarkaða gestrisni ber þér a'ð sýna fjandmanni sínum, ef hann kemur í hús þitt. Tréð neitar jafnvel ekki manninum, sem kemur til að fella það, um skugga undir greinum sínum.“ Og í Ramayana segir: Göfugur maður verndar óvin, sem neyðzt hefir til að flytja á náðir hans, og eins þótt hann stofni með því lífi sínu í hættu. Og Búddha sagði: „Ó, þér munkar, mínir lærisveinar eruð þér ekki, ef hjarta yðar fyllist hatri gegn þjófum, ræningjum og morðingjum, sem skera af yð ur lim fyrir lim með tvítenntri sög. Jafnvel slíka menn eigið þér, munkar, að lei'ða á vora vegu og byrja með því, að geisla frá yður góðvild til alls, sem lifir“. Heimspekingurinn Lessing sagði: „Kristindómur var til áð- ur en guðspjöllin voru færð í letur“. En einnig eftir daga Krists var bróðurkærleikur boð- aður utan vébanda kristindóms- ins. , Múhameðstrúarmaðurinn Ibn Imad sagði: „Göfugur mað- ur gjörir óvinum sínum gott, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“. Meginboðorð Krists er þetta: „Elskið óvini yðar“. En hlið- stæðu má finna utan kristin- dómsins, fyrir og eftir daga Jesú. Menn hafa þekkt þessi sann- indi árþúsundum saman, og því ætti þessi sameigirilega arfleifð að vera máttugasta hvötin til að vinna að friði á jörðu. En menn hafa horft meira á þa'ð, sem aðskilur höfuðtrúarbrögðin en hitt, sem er þeim sameigin- legt.. Þessvegna hafa þau ekki borið gæfu til að vera saman í fararbroddi um friðsamleg sam- skipti þjóða. Þetta er sorgarsaga. Mikil sorgarsaga. Menn vænta ekki for ystu Kínverja í dag um frið á jörðru. Þó urðu kínverskir menn, Lao-tse og lærisveinar hans frumherjar friðarhugsjón- arinnar. Tswangtse segir: „Þeir reyndu að sameina þjóðir heims í anda bróðurkærleika. Þeir fordæmdu árásarstríð og kröfð- ust þess, a'ð öll vopn væru brot- in, til að frelsa mannkynið frá styrjöldum. Og þeir fóru um heiminn land úr landi og báru þennan boðskap." Engin kynslóð hefir lifað aðr- ar eins eyðingarstyrjaldir og kynslóðin, sem nú er komin yf- ir miðjan aldur. Og sá er harm- ur heitur, sem brennir heiminn nú. Einhvern skerf af hinu voðalega böli, hinum botnlausu þjáningum í austanverðri Asíu er Rauði Krossinn að reyna að lina. Rauði Kross íslands tekur þátt í því og biður um a'ðstoð. Þetta er dýrmætt starf. En stórfelld alþjóðahjálp kemst ekki fyrir rætur þessa meins. Kristindóminn hafa aðeins hinir f áu lif að raunverulega. Ekki valdhafarnir, heldur aðeins fáir einstaklingar á hverri öld. Og eins er um önnur trúar- brögð. Hið verðmætasta í þeim, það sem bendir fram til bróð- urelsku og friðar, hafa aðeins hinir fáu tileinkað sér í alvöru. EFTIR EINAR SIGURÐSSON Togararnir AFLI hefur verið alveg sæmi- legur hjá togurunum, 200—250 lestir í túr og hafa þeir yfirleitt siglt með afla sinn á erlendan rcarkað. Einn togari, Jón Kjart- ansson, kom þó inn í vikunni með 28 lestir og haifði verið 5 daga úti. Þessir togarar seldu í vikunni: Lestir Krónur Kg. Júpiter 254 2.728.000 10/72 Hallv. Fr. 199 2.048.000 10/31 Þork. Máni 189 1.944.00 10/30 Reykjavík. Línubátar, sem róa daglega, hafa almennt verið að fá 3% lest. Útilegubátar, sem eru með línu hafa hins vegar aflað sæmi lega, algengast um 35 lestir í túr. Garðar fékk þó í eitt skipti 45 lestir. Netabátar hafa verið að fá um 20 lestir úr 3 lögnum og komizt upp í 41 lest. Ásgeir. Andvari, sem er með hand- færi, kom inn í vikunni með 30 lestir af ufsa. Síldarbátarnir hafa verið að fá lítið, þetta 25—50 lestir, þó fékk Fyikir einn daginn 211 lest ir . Keflavík. Afli hef-ur verið tregur á lín- una, algengast 5—6 lestir, og Ikomizt mest upp í 8 lestir. Hjá neta-bátum hefur verið sáratregt komizt niður í 1 lest etftir nótt- ina, einn bátur fékk þó 9 lest- ir í tveimur lögnum. Það má heita, að ekkert hafi fengizt i trollið. Sandgerði . Afli á línu hetfur verið frek- ar. rýr, algengast 5%—6 lestir, þó komst aflinn hjá Víði II. einn daginn upp í 12 lestir. I netin er afli rýr, 3%—4 lestir eftir nótt- ina. Einn bátur er með troll og he-fur lítið aflað, og fer atflinn hjá honum dagminnkandi. Það er ekki allt of gott útlit- ið með aflabrögðin almennt eins og er. Fiskur virðist helzt ekki vera til ísjónum, einkum sakna menn ýsunnar í aflanum. Sést ýsa nú ekki á grunnslóðum. Akrancs. Á línuna hefur aflinn almennt verið 4—5 lestir í róðri. Skírn- ir fékk þó einn daginn 10% lest. I netin hefur aflinn verið 3—4 lestir eftir nóttina. Vestmannaeyjar . aílabrögðin síðuistu viku. Loðnuveiðin setti svip sinn á Örfirisey kom með fyrstu loðnuna á fimmtudaginn um 180 lestir. Var þá loðnan 13 tíma -siglingu austur af Eyjum, en á hraðri leið vestur á bóg- inn. Daginn eftir bárust svo 2500 lestir og búizt var við áframihaldandi veiði 1 gær. Afli hefur verið misjafn á lín una, sumir fengið sáralítið, en aðrir dágott. í trollið hefur einn ig verið mjög misjafnt. Réttlætismál. Það hefur lengi verið baráttu- mál Landssambands íslenzkra útvegsmanna og frystihúsanna, að Seðlafoankinn og viðskipta- bankarnir lánuðu það mikið út á fiskinn, að hægt væri að greiða með lánunum fiskinn, vinnulaun og umlbúðir. Til þess þurfa seðlabankalánin að vera 67% og viðskiptabankalánin eins og þau eru nú. Seðlabanka- lánin voru þetta, en lækkuðu. Það er eitthvert mesta hags- m-unamál bátanna, að þeir geti fengið aflann greiddan, um leið og veðsetning verkaða fisksins fer fram. Á því byggist, að hægt sé að standa í skilum við sjó- menn'na. Og sérstaklega er það óviðunandi fyrir útgerðarmenn á krepputímum að þurfa oft að standa í kostnaðarsömum og langdregnum málarek-stri til þess að fá aflann greiddan og dugir ekki oft til, oft tapa þeir öllu. Bankinn tekur skilyrðislaust sín 35% við veðsetningu til greiðslu á útgerðarláninu, en hvers á útgerðarmaðurinn að gjalda með sín 65%. Skjótt skipast veður í lofti. í Morgunblaðinu 16. apríl 1967 í þættinum „Úr verinu“ stóð eftirfarandi klau-sa: „í stór- um dráttum má segja, að verðið á höfuðútflutnngsvörum lands- manna ha-fi frá því það var hæst á árinu 1966 fallið um sem næst Vá hluta. Þetta er svo geigvæn- legt, að fjöldinn ailur hefur alls ekki áttað sig á því, hvaða af- leiðingar það getur haft á lífs- kjörin og þróunina í landinu í náinni framtíð. Verði það var- anlegt, er aðeins hægt að bæta það upp með stóraukinni fram- leiðslu og sparsemi á öllum svið um.“ Þegar þetta var skrifað, var það kallað svartsýni og barlóm- ur. Menn gerðu þá ráð fyrir, að útflutningsverðmælið lækkaði um 15%. Lækkun útflutnings- ins úr 6000 milljónum í 4000 milljónir króna 1967 er öll á 'kostnað sjávarútvegsins. Ef hann þarf ekki að fá þessa fjár- muni aftur í einni eða annarri mynd, þá er það af því, að hann hefur haft óþartflega mikið áð- ur. Hvernig var þá ástandið, áð- ur. en sjávarútvegurinn missti þessar 2000 milljóna króna tekj- ur? Þá vóru keypt um 20 ný síidarskip árlega sem kostuðu 15—20 millj. króna hvert. Þau eru nú stolt íslenzku þjóðarinn- ar. Eigendur þessara skipa gátu afskritfað þau, þótt dýr væru, og borguðu af þeim. Byggðar voru myndarlegar síldarverksmiðjur, og þær höifðu einnig fyrir fyrn- ingum. Þær voru stækkaðar og endurbættar, eftir því sem meiri afli barst á land. Gerðir voru út til þorskveiða 50 togarar og mikið af smóum bátum. Öll frystihús höfðu nóg að gera, og þau höfðu einnig fyrir afskrift- um. Margháttuð stórmyndarleg þjónustufyrirtæki voru byggð, eins og skipasmíðastöðvar, vél- smiðjur og netavebkstæði, sem blómguðust vel. Það var gróska í þjóðlífinu, allir höfðu atvinnu og mikla eftir- og næturvinnu. Verzlunin var blómleg og mikið af iðnaðinum. Ríkissjóður og bæjarfélög mokuðu inn fé. Ein- staklingar og það opinbera réð- ust í framkvæmdir, sem áttu ékki sinn líka í sögu þjóðarinn- ar, Á þessum velgengnistímum bar þó á einn skugga. Togarar og smærri vélbátar, sem hvorir tveggja fiskuðu fyrir frysti'hús- in, höfðu ekki fyrir afskriftum. Þessi slkip voru árlega rekin með tapi, sem leiddi til þess ,að tog- urunum fækkaði um %, úr 50 og niður í innan við 20, og bátun um um 20—30 á ári. Þetta hitti þó ekki aðra en þá, sem trúðu á útgerð togaranna og minni vél bátanna. En nú hefur skipazt veður í lofti. Síldveiðiiskipin, síldarverk smiðjurnar og frystihúsin er nú allt rekið með bullandi tapi. Allt er uppétið frá góðu árunum og skuldum satfnað. Allir eru komn ir í sama bát. Öll þjóðin sýpur nú seyðið af óförum sjávarút- vegsins. En hvað vantar til þess, að þjóðin geti aftur lifað gósenlífi liðinna ára?“ Skilaðu aftur her- sveitunum". Sjávarútvegurinn hefur á árinu 1967 misst vegna verðfalls og minnkandi afla 2000 milljónir króna. Hann hef- ur fengið aftur 1000 milljónir króna með gengisbreytingunni og í „styrki“ fró ríkissjóði 320 milljónir króna. Þá vantar 680 milljónir króna auk þess, sem hann hafði áður, og alla hæ'kk- un, 'sem leiðir af gengisbreyting- unni. Þjóðin verður að bæta sér upp verðfall útflutningsafurðanna með stóraukinni framleiðslu. Það verður að fylla í skörðin fyrir togarana og þorskveiðibát- anna ,svo að öll frystihús hafi nægilegt hráefni. Það þarf að kaupa minnst 30 togara og 150 smærri fiskiskip á næstu 5 ár- um, Það verður að auka síldax- aflann og verðmæti hans með því að kaupa fleiri síldarflutn- ingaskip og auka oflaverðmætið. Togararnir og stóru bátarnir þurfa að fá aðstöðu í Grænlandi, svo að þeir geti ‘rtundað þorsk- veiðar í salt. En þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það verður að hefjast handa Verði ekkert aðhafzt fram yfir það, sem nú er í ráði, til þess að lyfta sjávarútveginum, er hætt við, að í náinni framtíð fækki þeim, sem fást til þess að stunda útgerð og fiskiðnað, og þó er þetta undirstöðuat- vinnuvegurinn, sem öll þjóðin á velgengni sína undir . Mikill síldveiðifloti. Á meðan Norðmenn biðu etftir komu síldarinnar um miðjan þennan mánuð, hafði mikill floti síldveiðiskipa ekki aðeins norskra heldur og sænskra og austur-þýzkra safnazt fyrir í höfninni í Kristiansund í Nor- egi, samtals 400 skip. Markaðsleit í brennideplinum. Norski forsætisráðherrann Borten segir að gera verði átak í sölu- og markaðsleit til lausn- ar aðsteðjandi vanda sjávarút- vegsins, og sé þá jafnframt leit- að samvinnu við framleiðendur og útflytjendur á norsikum fiski og fiskafurðum. Þegar sjómennirnir stórauka aflamagnið, eins og þeir gera, verður að gefa sölu- og mark- aðsleitinni meiri gætur en hing- að til og sjá um að nonskum fiski og fiskafurðum verði stöð- ugt rutt fnelra og meira til rúms á heimsmarkaðinum. ODYRAR 50LSKINSFERÐIR TIL SUDURLANDA I AR - EINS OC ÁÐUR - BEZTA OG FJQLBREYTTASTA FERÐAÚRVALIÐ 12 dagar COSTA BRAVA — 3 dagar LONDON. Verð kr. 13.900.00 LLORET DE MAR — skemmtile gasti baðstaður Spánar. II dagar ÍTALSKA BLÓMASTRÖNDIN — 4 dagar LONDON. ALASSIO — baðstaðurinn yndislegi í skjóli Alpanna. Verð kr. 15.500. 12 dagar RÓM — SORENTO — 3 dagar LONDON. Verð kr. 16.800. Borgin eilífa og fegurð Napolíflóans. 12 dagar GRIKKLAND — 3 dagar LONDON. Verð kr. 17.900. Sigling um Adríahaf, dvöl á baðstað skammt frá Aþenu. Einnig ferðir til MALLORCA, BENiDORM, TORREMOLINOS, SKANDINAVÍU og MIÐ-EVRÓPUFERÐIR. Fyrsta flokks aðbún- aður og fyrirgreiðsla. Allt innifaljð, einnig söluskattur. Ferðirnar, sem fólk treystir. Ferðir í sérfokki að þjónustu og gæðum miðað við verð. Pantið timanlega. FERÐASKRIFSTOFAN IJTSYN Auslurstr. 17, símar 20100—23510. * * >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.