Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1908 Nær allar gerðir eldfjalla á jörðinni gera ísland að óskalandi eldfjallafræðinga Eldgos á fslandi síðan land hyggðist. Innan sviga eru gos þau sem ekki hafa örugga tímasetningu, en í hornklofum eru gos þar sem staðsetning er ekki ná- kvæm. Á myndina vantar Kötlugosið 1612. þeim kemur Surtseyjargosið, sem ekki virðist (nú að minnsta kosti) ætla að fara fram úr Mývatnseldum hvað gostíma snertir ,Að vísu virð- ist rjúka meira úr Surtsey nú í vetur en verið hefur lengi, en það stafar víst aðeins af því hve kalt er í veðri og hita útstreymi því meira áberandi. Oftast hefur orðið gos í Grímsvötnum í Vatnajökli, enda gaus þar í aldir tíunda hvert ár. Næst kemur Katla hvað snerti fjölda gosa frá því land byggðist, hefur gosið 17 sinnum — sem vitað er um. Næst er Hekla með 14 gos. Næstmesta sprengigos á íslandi var fyrsta Heklugosið eft- ir að land byggðist, en það varð 1104, gosið sem eyddi Þjórsárdal. Nútímahraun á íslandi þekja rúmlega 10000 ferkílómetra eða nær þriðjung þeirra jarð- eldasvæða, sem virk hafa verið á nútíma. Hvergi á jörðinni hafa myndazt víðáttumeiri hraunbreiður á þessum 15000 árum, segir Sigurður Þórarins son í ritgerð. Og ennfremur: Þótt eldsumbrotin á íslandi hafi verið stórvirk, er það þó fyrst og fremst fjölbreytni um eldstöðvar, sem gert hefur ís- land að óskalandi eldfjallafræð inga ,svo að ekkert annað land kemst þar til jafns. Á 35000 ferkílómetra syæði er þar að finna nær allar þær gerðir eld fjalla, sem til eru á jörðinni, og er sumar þeirra nær hvergi að finna utan íslands. NORRÆN eldfjallarannsóknar stöð á að rísa á íslandi. Ligg- ut beint við að slík stöð verði hér staðsett, reyndar hvergi annars staðar hægt að reisa hana á Norðurlöndum vegna jarðfræðilegra aðstæðna, eins og segir í áliti menningarmála nefndar Norðurlandaráðs. Hví líkt Gósenland ísland hlýtur að vera fyrir þá, sem fást við eld fjallarannsóknir, sést greini- lega ef litið er á meðfylgjandi kort, sem Sigurður Þórarins- son gerði. Þar eru merkt inn á öll gos, sem orðið hafa á íslandi frá því land byggðist (utan eitt Kötlugos 1612).' Áður en sögur hófust. hafa að sjálf- sögðu orðið eldsumbrot. Mesta öskugos, sem hér hefur orðið, var t.d. Heklugos fyrÍT um 2800 árum. En það látum við liggja á milli hluta nú, höldum okkur við þau gos, sem orðið hafa síðan menn tóku sér hér bólfestu .Enda af nógu að atka þar. Skulum við nú aðeins nefna þau gosin sem hæst ber, en Sigurður Þórarinsson hefur leiðbeint okkur um það efni. Stærsta hraungosið er úr Laka 1783. Þá varð mesta hraungos, sem orðið hefur á jörðinni síðan sögur hófust. Gu/bbuðust þá upp 12 V2 kúbik- kílómeter af hrauni. Mesta öskugosið frá land- námi var aftur á móti gosið í Öskjujökli árið 1362, en það er mesta sprengigos sem orðið hefur í Evrópu síðan Monte Somma sprakk í loft upp 79 e. Kr. Þetta Öræfa- jökulsgos aleyddi þáverandi Litla-Hérað, blómlega byggð. Þarna hafa verið allt að 40 bæ- ir, en þar í sveit voru 16—17 guðshús, ef kapellur og bæna- hús eru meðtalin. Virðist öll þessi byggð hafa farið — í bili. Því hefur sveitin fengið þetta kynlega nafn Öræfasveit, sem hún ber nú. Rúmmál gos- efnisins nýfallins hefur vart verið minna en 10 rúmkílómetr ar og hefði það myndað 10 sm. þykkt lag á jafndreift um fs- land, en meginhlutinn barst út á haf, sem betur fór. Mun-u þetta vera mestu mannskaðar sem orðið hafa af völdum eldgosa hér. Árið 1104 fór að vísu í eyði í eldgosum Þjórsárdalur og Hrunamanna- afréttur, þar sem þó var byggð og jafnvel bæir við Hvitárvatn (skammt frá þar sem skáli Ferðafélagsins er nú). Hafa þá sennilega upp undir 20 bæir farið, og sú byggð varð aldrei aftur til. Það gos, sem lengst hefur staðið á íslandi, eru Mývatns- eldar 1725—1729. En næst Hekla hefur gosið 14 sinnum síanðan land byggðist, og er samanlögð „framleiðsla hennar, aska og hraun, 800 kúbikkílómetrar. Breidd örva gefur hugmynd um hlutfallslega stærð gosanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.