Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968 U?------------------- Sr. Bjarni Sigurðsson: Vetur í sveit FJARAN hún á sér sundur- leita drætti eins og andlitssvip- ur manns. Sumir þekkja ekki fjöruna, aðrir þekkja þá fjöru eina, sem ekki er við skap þeirra og vilja þess vegna helzt ekki kannast við tilvist henn- ar. Sumir búa við fjöru plast- brúsans og blaðaslitursins og stígvélsins, sem eitt sinn hefir átt sér fót. Undir eins sjáum við, að þessu föruneyti er of- aukið og á hér ekki heima. Aftur á móti neyðumst við til að umbera tjá þess og tundur eins og opinberun morgunskím- unnar eftir svallsama nótt. Sumir eiga sér fjöru gneipra kletta og hálla hleina, þar sem þungur niður súganda sævar minnir þá á að að halda sig álengdar. En básar hennar og skútar eru forvitnilegir og lokkandi í ögrun sinni. Og að lokinni óveðursnótt læðir hún að hugsun þinni óljósum gnm um sjórekið lík eða fjársjóð hálforpinn sandi. Sumir búa við fjöru alls- nægta, þar sem þyrskling og hrognkelsi dagar uppi í lón- um og vaða má kræklinginn 1 ökla. Eins fjara fyllist á hverju háflæði möl, sem er gulls ígildi. f næstu byggð sáldrast verð- laus sandurinn í skó eiganda síns og sokk og gjörir honum gramt í geði. Og svo er það fjaran okkar, sem hverfulleikur árstíðanna nær ekki til. Það er kalt í veðri, og ærn- ar eru latrækar, þeim er helzt ekki að aka burt frá ærhús- unuim. Það sér á, að Fjöru- Grána er farin með hirð sinni og er nú ekki til forystu. Sem betur fer, er skammt niður á sjávarkampinn, svo að fyrr en varir skynjum við angan fjör- unnar með golunni, sem berst af hafi. Og þá lifnar óðara yfir hópnum, rétt að segja eins og eldingu ljósti niður. Og nú opnast hún allt í einu fjaran fersk og safamikil að útfall- anda sjó. Á svipstundu dreifist hjörð- in og samlagast grjóthnuUung- pjppHSBflKBHi Símar 11530 Símar 11531 BOLLUR Gluggatjaldastangir J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. A R E N A mest seldu tækin í Danmörku. 668 Vegna gengis-lækkunar hefur Hede Nielsens Fa- briker A/S lækkað verð tækjanna til okkar all- verulega, og getum við því boðið þessi vinsælu tæki á sérstaklega hag- stæðu verði. Bergur Lárusson H.F., Ármúli 14 Sími 81050. um, þangbeðjum og þarabrúki þeirrar veraldar, sem er all- sendis ósnortin af harðindum og harðfenni langvarandi vetr arríkis' ofan við kampinn. Og ærnar háma í sig saltstokkinn sjávargróðurinn eins og græn- gresi í vordögum. Húsbóndinn veit, að héðan af þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim í dag. Þær tína í sig kjamgróður fjörunnar, sem ang ar af sölvum og þara og seltu, og skila sér heim að húsum, þegar þær hafa étið nægju sína af kostulegum ávexti sjáv- arins. Hitt er svo annað mál, að það verður að gefa þeim nánar gætur. Á fjörunni em þær vísar til að klöngrast út til yztu skerja. Það mun vera stórstreymt, og þá er flæði- hættan mest á aðfallinu. Fjarska var litli snáðinn keip óttur við hana móður sína í morgun. Hann hafði það raun- ar upp úr krafsinu, að pabbi lofaði honum einhverju fall- egu, þegar hann kæmi heim. Það er líka góð hvíld frá gegn- ingunum að rjátla dálítið um fjömna, og nú ber vel í veiði. Veröld hennar, sem ekki breyt ir um andrúmsloft og yfirbragð eftir árstíðum, er aldrei eins heillandi og á útfallinu. Markvist og sígandi rísa hólm ar og sker ósnortin upp úr seltu sjávar. Og nýjar þang- breiður koma í ljós og flaks- ast til við bringubreiðar öldur eins og hár Afródítu, þegar hún sté fullsköpuð upp úr laug hafsins vestan við eyna Kýpur endur fyrir löngu. Skeljar og kuðungar breiða úr sér um svarta sjávarmölina, sem urgar í við hvert fótmál. Margar eru þessar gersemar skaddaðar og vairla þess verð- ar að bera þær heim til bæjar. Og húsbóndinn, sem hefir helzt í huga að hafa upp á verulega fallegu ígulkeri handa litla kút, finnur ekkert óbrot- ið af þessum viðkvæmu dýr- gripum fjömnnar. Reynandi að fara neðar í flæðarmálið, þar sem eru litlar sjávartjarnir í glitrandi skeljasandi. skeljar með kvikan skelfisk- inn til varðveizlu og kuðung- ar svo kostulegir útlits, að næstum því gleymdist sjálfur dýrgripurinn, lífið, sem þeir varðveita. Rétt einu sinni verður hús- bóndinn hugfanginn af brún- um,, svörtum oig hvítum litbrigð um umhverfisins og iðandi kviku fjömnnar, og hann sér á sæbarinn stein flosaðan röku þangi. Og vitund hans týnir öllum tengslum við stóra heiminn, svo að hann man enga veröld nema æðaslátt fjörunn- ar, sem umlykur hann og hefir svelgt hann í sig eins og lítið sandkorn af sjálfri sér. Og augu hans leita óráðin og dreymin milli tjalds og sendl- ings, sem skjótast tindilfættir um sandbreiðuna milli sjávar- máls og fjörusteina. Og hann, sem hefiT þreytt fang við klaka högg og gegningar frá því fyr- ir dögun og hefir að undan- förnu rétt getað fleygt sér út af yfir blánóttina, er nú mnn- inn inn í óumbreytanlega eilífð þessarar fjöru og veit ekki til, að sér liggi neitt á framar. En meðan seiður fjörunnar heiUar huga þrekskrokksins, teygja ærnar sig til yztu tanga, því að þeirra ævintýri er í sölvum og þangi fjærstu skerja, Má vera, að honum hafi mnn ið í brjóst sem snöggvast, a.m.k. sprettur hann upp með and- fælum og þykir sól hafa ekið eldvagni sínum austar en góðu hófi gegnir. Og líkast til er komið aðfall og óvíst, hvar Fjöru—Grána heldur sig með hirð sína. Réttast að hlaupa austur á Grænhól, þaðan sem sér vestur með öllum fjörum og meira að segja til Flæðiskerja, ef þær skyldu hafa rásað þang- að alla leið. Jú, ekki ber á öðru. Þarna em þær rétt vestan við sól að sjá skjáturnar þær arna, og þessi líka kippurinn þangað út eftir. Og flæddar á yzta sker- inu, svo ekki er lengur vætt út til þeirra, ekki í þessum brunagaddi. Og húsbóndinn þekkir af gam alli reynslu, að ekki muni þær hreyfa sig af skerinu fyrr en sjór gengur yfir þær og sjávar- seltan hefir blindað þær. Þá er líka undir hælinn lagt, hvort þær leggjast til lands eða stefna til hafs, sem er þó fullt svo líklegt, þá eru dagar þeirra taldir. Kópur, Kópur greyið, komdu hérna kallinn. Irrda, sækt ana, sækt ana. Og seppi hefir fyrr í ferðum verið og eftir nokk- uð hringsól og gjamm og ýlf- ur og spangól hunzkast kauði út í. Já, rétt og, sækt ana: Seigur kallinn. Og hann sivam-1- ar út til ánna í skerinu. þar sem upphefst gauragangur og stympingar undir stjórn hús- bóndans, sem hvetur rakka sinn af þurru landi. Og þegar allur hópurinn hef ir náð lamdi, þar sem Fjöru- Grána rekur lestina, rankar hús bóndinn við sér, að það er sífellt hringl með klukkuna og þvarg um sumartíma og meðal- tíma og Grínitstíma. sem hefir mglað hann í ríminu. Svo að það fór að falla að klukku- stundu fyrr en hann varði. Hér em einstaka gimibur- Leikfélagshátíðin í Kópavogi ’68 Árshátíð Leikfélags Kópavogs verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs, laugardaginn 2. marz kl. 19. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Styrktarfélagar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Uppl. í símum 40506, 41934 og 40475. Akranes Til sölu er við Breiðargötu á Akranesi fiskverkun- arhús þar sem aðstaða ér til söltunar, þurrkunar, reykingar og frystingar á fiski. Fiskþurrkunar- lækin, reykklefar og frystitæki er allt nýlegt. Góðar greiðsluskilinálar. — Uppl. gefur: HERMANN G. JÓNSSON HDL. Vesturgötu 113, Akranesi. Sími 1890. Luxor — Radionette Luxor- og Radionette-sjónvarpstækin komin aftur. Nýtt verð vegna tollalækkunar. Húsgagnaverzlunin Búslóð við Nóatún — Sími 18520.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.