Morgunblaðið - 29.03.1968, Page 10

Morgunblaðið - 29.03.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 Hlýtur sess í sögunni sem fyrsti geimfarinn Það var hádegi hinn 14. apríl 1961. Farþegaflugvél af gerðinni Ilyushin — 18 flaug í stórum hring yfir Moskvu og eftir henni sjö MIG or- ustuþotur. Smám saman lækkaði hún flugið og lenti loks á Vnukovo flugvellin- um. Geimfarinn — fyrsti geim fari sögunnar var að koma til borgarinnar. Hálfri stunðu áður hafði samskonar flugvél komið með Nikita Krúsjeff, þáverandi forsætisráðherra Sovétríkj anna, frá sólbaðsströnd Svartahafsins, þar sem hann hafði verið að hvíla sig frá amstri og erfiði hversdagsins. Flugvöllurinn var alskreytt ur fánum og spjöldum með hyllingarorðum um Gagarin og Sovétríkin. Mikið fjöl- menni beið komu hans, ráð- herrar, flokksleiðtogar, mar- skálkar og hershöfðingjar, vís indamenn og tæknifræðingar’ sendiherrar og fréttamenn, innlendir og erlendir, sendi- nefndir frá skrifstofum, skól- um og verksmiðjum — allt þetta fólk beið eftir að fagna hetju dagsins, „hetju Sovét- ríkjanna", „manninum, sem hafði sigrað geiminn". Og þar vildu margir verið hafa, sem ekki gátu því við komið. Þegar ungi maðurinn steig niður landgöngustigann hófst upp mikið fagnaðaróp og hljómsveit lék gamalkunnan söng úr flughernum „Fljúgðu hærra, hærra og hærra ... “ Hann virtist við fyrstu sýn myndarlegur maður — og að minnsta kosti meðalmaður á hæð. En það var sjónvilla, einkennisbúningurinn og grár hermannafrakkinn gáf i honum þetta veglega yfir- bragð. í rauninni var hann maður lágur vexti, en vissu- lega myndarlegur og þeir, sem kynntust honum, sögðu smæð hans hverfa fljótlega fyrir aðlaðandi persónuleika og skörpum gáfum. Blaða- menn og aðrir, sem kynntust Þeir föðmuðu Gagarin og kysstu á báða vanga að sov- ézkum sið og þegar sovézki þjóðsöngurinn hafði verið leikinn, fylgdi Krjúsjeff geim faranum til eiginkonunnar, Valyu, sem beið hans í hæfi- legri fjárlægð frá fyrirmenn- unum, ásamt systkinum geim- farans og foreldrum hans. Gömlu hjónin voru hálf ringl uð af öllu þessu umstangi og feimin að sjá, þar sem þau stóðu í mannþrönginni í sín- um venjulegu hversdagsföt- um, hann með vinnuhúfuna sína á höfði, hún með sjal yfir herðar. Valya, sem beðið hafði milli vonar og ótta, með an maður hennar var í hinni sögulegu ferð uppi í geimn- um, horfði á viðtökurnar stolt og ánægð, með óvenjulegan glampa í augunum bak við gleraugun. Að svo búnu tóku við enn- þá mikilfenglegri móttökur — en ef til vill ekki eins við- kvæmar. Hetjan ók inn í borgina við fagnaðaróp tug- þúsundanna sem safnazt höfðu saman á götunum og blóma og fánaskreytingar voru hvarvetna um götur og torg. Rauða torgið, áfanga- staður hetjunnar um suin, var eitt iðandi mannhaf — þetta var hátíð á borð við 1. mai og 7. nóvember — hátíðirnar samanlagðar. Ræður og meiri fagnaðarlæti og deginum lauk með veizlu í Kreml áyrir tvö þúsund gesti og í sérhverju veitingahúsi Moskvuborgar var dansað og drukkið fram undir morgun. Hinn sögulegi viðburður, sem hér var haldinn svo há- tíðlegur hafði gerzt 12. apríl. Framfarir stórveldanna í geim vísindum höfðu verið örar síðustu mánuði og ár og menn vissu, að hvenær, sem var, mátti búast við þeirri fregn, annaðhvort vestan af Kana- veralhöfða — sem síðar var skýrður Kennedyhöfði — eða austan úr Kreml — að mað- apríl undir fyrirsögninni: „Rússar sendu mann út í geiminn — og náðu honum lifandi til jarðar“. Síðari hluti fyrirsagnarinnar minnir á þær vangaveltur, sem fram höfðu komið þá lengi um það, hvort takast mundi að ná manni lifandi til jarðar, sem sendur yrði í geimfari á braut umhverfis jöðru. Voru raun- þess að ná þessum áfanga og vinna þar með það vísinda- afrek, sem menn hafa beðið með mikilli eftirvæntingu um heim allan síðustu vikur og mánuði. Fyrsti geimfarinn heit ir Yuri Aleksjevitsj Gagarin. Hann er 27 ára, kvæntur Og á tvö börn. Nöfn vísinda- mannanna sem eiga hinn raun verulega heiður af afreki hugsanlegur sómi heima fyrir. var hann sendur í ferðalög til hinna ýmsu landa heims að sýna sig og sjá aðra, eink um þó hið fyrrnefnda og með al fyrstu landa, sem hann heimsótti var eylandið ísland í Atlandshafi — hann kom hér yið á leið sinni til Kúbu sumarið 1961. Það var sunnudagur, 23. Meðal þeirra, sem hittu Gagarin í Keflavík, var María Guð- ardrottning Islands. ar uppi getgátur um, að Rúss ar hefðu þegar misst menn í slíkum tilraunum, en því var jafnan neitað af opin- berri hálfu í Sovétríkjunum. f upphafi fréttarinnar af þessu geimskoti Rússa sagði: „í dag var enn einum áfanga náð í þrotlausum tilraunum manna til þess að sigrast á öflum náttúrunnar og auka þekkingu sína á ómælisvíð- Yuri Gagarin var vel fagnað, þegar hann kom til Keflavíkur sumarið 1961 á leið sinni til Kúbu. honum síðar, rómuðu sérstak lega þéttingsfast handtak hans og himinblá augun. Flokksleiðtogarnir, sem biðu hans, Krjúsjeff, Brezhnev, Voroshilov og fleiri voru svo himinglaðir, að þeir máttu vart mæla — sagan segir, að tár hafi trítlað niður vanga öldungsins Voroshilovs, — hann var þá áttræður. urinn hefði haldið út í geim- inn. Þegar höfðu apar og hundar farið slíkar ferðir með góðum árangri og nú var komið að manninum. Spurn- ingin var aðeins hver yrði á undan, Rússinn eða Banda- ríkj amaðurinn. Frá úrslitum í því kapp- hlaupi sagði Morgunblaðið ítarlega fimmtudaginn, 13. áttu himingeimsins. Maður sté um borð í geimfar — því var skotið út í geiminn — það komst á braut umhverfis jörðu — og sneri til hennar aftur eftir að hafa farið lið- lega eina hringferð. Voru liðn ar 108 mínútur frá upphafi ferðarinnar, er maðurinn lenti á jörðu niðri, heill á húfi. indamenn, sem urðu fyrstir til þessu, hafa ekki verið og verða væntanlega ekki gerð heyrinkunn. — Vænta menn þess, að Gagarín verði hyllt- ur sem þjóðhetja, við hátíða- höldin 1. maí næstkomandi“. Um viðbrögð stjórna ann- arra ríkja sagði í upphafi fréttarinnar: „Fregn þessi hefur vakið heimsathygli og heillaskeyti borizt stjórn Sov étríkjanna hvaðanæva að úr heiminum. Með risafyrirsögn um þekur fregnin forsíður stórblaðanna í Evrópu og Bandaríkjunum og vísinda- menn og stjórnmálaforingjar lýsa því yfir einróma, að hér hafi verið náð hinum merk- asta áfanga í rannsóknum á himingeimnum. Þeir John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti og Harold Macmillan forsætisráðherra Bretlands, hafa látið í ljós aðdáun sína vegna þessa af- reks og sent heillaskeyti til Sovétstjórnarinnar. Ennfrem- ur óskaði Adlai Stevenson, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Sovétríkjunum til hamingju með þetta afrek, sem opnaði framtíðarvonum mannkynsins takmarkalausar leiðir. En Stevenson sagði einnig: „Nú þegar sovézkir vísindamenn hafa sent mann út í geiminn og náð honum lifandi og heilum á húfi til jarðar, skulum við vona, að þeir aðstoði við að halda sam tökum hinna Sameinuðu þjóða heilum og lifandi ... " Það voru vissulega notuð stór orð um þennan atburð — nú teljast geimferðir til hversdagsfrétta, eða því sem næst, og bregður engum við lengur að heyra sagt frá mönnum á labbi um himin- geiminn. Eins og menn eflaust muna, var mikið látið með Gagarin geimfara, lengi eftir þetta — og sömuleiðis bandarísku geimfarana sem fyrstir fóru slíkar ferðir, þá Shepard, Glenn og félaga þeirra, er eftir sigldu. Eftir að Qagarin hafði verið sýndur allur mundsdóttir, er þá var fegurð júlí og margt manna á Kefla- víkurflugvelli, þegar „geim- fari Sovétríkjanna" sté út lir flugvélinni. Eftirvæntingar- fullur hópur, engu síður en sá, er beðið hafði á flugvell- inum í Moskvu nokkrum mán uðum áður — og sumir allt að því eins fjálgir. Fyrirmenn voru þar mætt- ir, nokkrir íslenzkir embætt- ismenn, m.a. flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen í ein- einkennisbúningi sínum: þá starfsmenn sovézka sendiráðs ins og alþingismennirnir Ein- ar Olgeirsson og Karl Guð- jónsson. Kristinn E. Andrés- son heilsaði Gagarin einna fyrstur manna og lýsti aðdá- un á sigri hans. Síðast en ekki sízt var þar komin þá- verandi fegurðardrottning ís lands, María Guðmundsdótt- ir, er færði geimfaranum blóm. „Og svo var haldið inn í Flugvallarhótelið, en fólkið þyrptist að geimfaranum, sem brosti í allar áttir og virt- ist hafa sérstakar mætur á börnum“ eins og segir í Morgunblaðinu, í frétt af komu geimfarans. Gagarin hélt síðan fund með íslenzkum blaðamönnum þar sem skiptist á gaman og alvara. Hann ítrekaði þar m. a. það sem áður hafði verið eftir honum haft, að það hefði verið hið sovézka þjóð- skipulag, sem gert hefði för hans mögulega. Hann neitaði að hætta sér út á svo hálan ís að bera saman kynni sín af geimskipinu Vostok 1 og kvikmyndaleikkonunni Ginu Lollobrigidu — og þegár hann var, að því spurður, hvort hann hefði beðið til Guðs, áður en hann fór í geimförina, fórnaði hann höndum, hló vandræðalega og sagði: „Sannur kommúnisti biður ekki til guðs“. Yuri Gagarin var fæddur 9. marz 1934 í Smolensk hér- aði vestur af Moskvu. Faðir hans var lítt menntaður bóndi, Framhald á bls. 23 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.