Morgunblaðið - 29.03.1968, Side 16

Morgunblaðið - 29.03.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 JMwgtiitfrlðfrífr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. AFRAM SKAL HALDIÐ í sumar munu um 1000 starfsmenn vinna við Búr- fellsvirkjun og um 650 starfs ■ menn við byggingu álbræðsl- unnar í Straumsvík. Þessum viðamiklu framkvæmdum lýkur á árinu 1969 og hefur þá fyrsta og örlagaríkasta skrefið verið stigið til upp- byggingar orkufreks iðnaðar á íslandi og til nýtingar nátt- úruauðæfa landsins, annarra en fisksins í hafinu kringum landið. Þessar miklu fram- kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík hafa að sjálf- sögðu örvað mjög atvinnu- lífið í landinu og haft marg- vísleg bein og óbein áhrif í ýmsum atvinnugreinum. Nú er fyllilega tímabært að vekja máls á því, hvað við tekur eftir Búrfell og Straumsvík. Þá má ekki láta staðar numið við stórfram- kvæmdir og iðnvæðingu. Um nokkurra ára skeið hafa farið fram athuganir á möguleik- um þess að byggja hér á landi olíuhreinsunarstöð og bendir allt til þess, að slík stöð geti orðið hagkvæmt fyrirtæki, jafnframt því, sem hún mun flytja margvíslega tækyiiþekkingu inn í landið og leggja grundvöll að víð- tækum efnaiðnaði. Fyllsta ástæða er til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Þá hefur Baldur Líndal unnið að rannsóknum á sjóefnavinnslu hér á landi og benda þær upplýsingar, sem fyrir liggja til þess, að mörg tækifæri til atvinnuuppbyggingar séu fyrir hendi í slíkri vinnslu. Þótt Búrfellsvirkjun sé mikið stórvirki er engin ástæða til að láta þar staðar numið við virkjun íslenzkra fallvatna. Þegar í stað ber að hefja athuganir á virkjunum annarra fallvatna, t.d. Jökuls ár á Fjöllum og kanna jafn- framt hvaða orkufrekan iðn- að hægt er að byggja upp í sambandi við nýja stórvirkj- un eða hvernig slík virkjun geti stuðlað að áframhald- andi iðnvæðingu landsins. Þeir efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á við að stríða um þessar mundir hljóta að verða okkur hvatning til þess að láta hendur standa fram úr ermum í stað þess að láta hugfallast, að halda áfram stórfelldri iðnvæðingu íslands í krafti fossaaflsins í stað þess að leggja árar í bát og koðna niður í ilideilum og sundurlyndi mili einstakra hagsmunahópa í þjóðfélag- inu, sem ekki berjast lengur um að skipta kökunni, held- ur jafna niður tapinu. Núverandi ríkisstjórn hef- ur haft forustu um stórvirkj- un og uppbyggingu orku- freks iðnaðar í landinu. Sú ör lagaríka ákvörðun á eftir að ■ hafa víðtæk áhrif til góðs á komandi árum og þeim mun meiri ef þessu merka upp- byggingarstarfi verður nú haldið áfram og til þess eru öll skilyrði. Við skulum gæta þess, að verða ekki of upp- tekin af hinum smærri mál- um, þau leysast af sjálfu sér, ef stórmál þjóðarinnar eru tekin föstum og djörfum tök- um. HVERT STEFNIR PÓLLAND? C|amhliða hinni athyglis- ^ verðu stjórnmálaþróun í Tékkóslóvakíu á síðustu vik- um og mánuðum hafa þeir atburðir gerzt í Póllandi sem benda til þess að mikil ólga sé þar undir niðri og að al- mennjngur krefjist aukins frjálsræðis eins og nú virðist ætla að verða hlutskipti fólks í Tékkóslóvakíu. Á árinu 1956 varð mikil- ólga í Póllandi um svipað leyti og upp úr sauð í Ung- verjalandi og Gómulka kom til valda í Póllandi þá ein- mitt vegna þess að talið var, að hann mundi stefna í frjáls ræðisátt. Raunin hefur hins vegar orðið sú að Gómúlka er annar auðmjúkasti leppur Rússa í A-Evrópu. Fyrsta sæt ið skipar tvímælalaust Ul- bricht í Austur-Þýzkalandi. Gómúlka virðist nú eiga um tvo kosti að velja, annars vegar að fylgja fordæmi Tékka og Slóvaka eða herða mjög tökin í Póllandi. Velji hann síðari leiðina munu hann og aðrir kommúnista- leiðtogar í Póllandi komast að raun um, að það verður skammgóður vermir. Fylgi hann í kjölfar Dubseks getur hann enn áunnið sér merkan sess í sögu Póllands. LITRIKUR STJÓRN MÁLAMAÐUR IJyrir nokkru lét brezki * stjórnmálamaðurinn Ge- orge Brown af embætti utan- ríkisráðherra Breta, eftir að honum hafði sinnazt við Wilson, forsætisráðherra. — Brezku blöðin virtust al- mennt fagna því að Brown fór frá og töldu að tími hefði verið til kominn. Ólíklegt er að George Grundvöllur lagður að nýrri efna hagsstefnu í Tékkóslóvakiu „STÓRKOSTLEGASTA af- rekið, sem unnið hefur verið í Tékkóslóvakíu á síðustu 20 árum, var að koma landinu, sem eitt sinn var blómlegt iðnaðarríki, niður á stig van- þróaðs lands“. Með þessari einstöku háðslegu setningu lýsti hagfræðingur nokkur í Prag efnahagsástandi lands síns fyrir nokkru. Með þessu sagði hann líka nokkuð, sem hvað eftir annað, enda þótt það hafi ekki verið með jafn sterkum orðum, hefur verið sagt á síð- ustu vikum af hinum nýja leiðtoga kommúnistaflokks lands ns, Alexander Dúbeek, og frehnstu mönnum úr hópi stuðningsmanna hans, sem vinna vilja að endurbótum í landinu. Öll svið efnaihags- lífsins séu svo ilia á sig kom- inn, að varia geti ástandið orðið verra, og ef ekki takist, að leggja heilbrigðan grund- völl fyrir sæmilegum lífs- kjörum í aindinu með því að framkvæma gagngerar end- urbætur á efnahagskerfinu og breyta þeim hugsunar- hætti, sem ríki í hugsun og athöfnum þar, þá muni vonir þær um betra iíf, sem hvar- vetna gera vart um sig á meðal þjóðarinnar, aildrei verða að neinu. Margar ástæður eru fyrir því, að Tékkóslóvakía hefur ratað í þessa aðstöðu. Það byrjaði með því, að landið varð eftir síðari heimstyrj- öldina að beina viðskiptum sínum til Austur-Evrópu, en þangað til höfðu þau aðal- lega beinzt til Vestur- og Mið-Evrópu. Það voru ekki aðeins fyrirmæli valdhafanna í Moskvu, sem þvinguðu landið inn á þessar brautir, heldur einnig verzlunarbann það, sem vestur’önd komu á gagnvart Tékkóslóvakíu á mörgum sviðum. Nú á um helmingur utanríkisverzlun- ar landsins sér stað við Sovét- ríkin og um þrír fjórðu hlut- ar hennar við Comecon, efnahagstoandalag kommún- istaríkjanna. Hinn stirðnaði áætlunanbú- skapur veitti fyrirtækjunum enga möguleika til frekari þróunar. Einangrunin gagn- vart Vesturlöndum varð til þess, að landið dróist aftiur úr á tækniisviðinu og vörur það- an urðu verri að gæðum. Skrifstofutoákan flokksins með allar sínar kennisetn- imgar kom í veg fyrir öll tæki færi til sjálfstæðrar hugsunar eða frumkvæðis. Framleiðsl- an var orðin að tilgangi í sjálfri sér og enginn hirti um, hvort hún væri hagkvæm eða hvort yfirieitt væri unnt að selja hana. Vegna hinna sívaxandi erfiðleika varð Tékkóslóvakía fyrsta landið í Austur-Evrópu, Antonin Novotny, fyrrVerandi flokksleiðtogi og forseti Tékkóslóvakíu. Leiðir afsögn hans í síðustu viku til vaxtar- skeiðs í tékknesku efnahagslífi, sökum þess að nýjar hug- myndir, frumkvæði og frelsi fá að ryðja sér til rúms í stað stirðnaðra kennisetninga? þar sem áform urðu til um að endurbæta efnahagskerf- ið. Gerðist það haustið 1964. Aðaihvatamenn þeas voru hagfræðingurinn Ota Sik prófessor og yfirmaður áætl- anakerfis ríkisins, Aldrich Cernik ,sem báðir eru nú í hópi stuðningsmanna Dub- ceks. Þar sem i þessurn áform um var m.a. gert ráð fyrir „kapitalistiskum aðferðum", mættu þau andspyrnu hinna íhaldsömu kennisetningafræð inga. sem þáverandi flokks- leiðtogi og forseti Antonin Novotny, hafði safnað í kring um sig. Þessir menn námu brott; að því er nú er vitað, allt það úr þessum endur- bótaráðagerðum, sem þeim þóknað’iist, og þegar þessar efnahagsendurbætur komu til framkvæmda í reynd 1967, voru þær svo breyttar, frá því sem fyrirhugað hafði veri i upphafi af hvatamönn- um þeirra, að ástandið versn- ai enn í stað þess að skána. Prófsteinn „lýðræðislegs sósíalisma*’ Dubcek ag stuningismenn hans vita, að lausn þessara efnahagsörugleika mun verða prófsteinninn fyrir ÖLI áform þeirra um „lýðræðislegan sósíal;sma“. Til þess að tryggja það, að þessar endur- bæíur komist til fram- kværnda, eiga lykilstöður í stjórn og efnaihagsfcerfi lands- ins að verða fengnar í hendur áreiðanlegum kunnáttumönn- um, en framkvæmdastjórar fyrirtækja, sem, eins og það er orðað, „hvorki hafa skil- yrði eða getu“ til þess að leysa hin nýju verkefni af hendi, verða leystir frá störfum. Til þess að fullnægja hags- munum neytenda innanlands og til þess að standast sam- keppnina á heimsmarkaðin- um, eiga fyrirtækin og fram- kvæmdastjórar þeirra að £á Brown hverfi af sviði stjórn- málanna þrátt fyrir það, að hann gegnir nú ekki lengur ráðherraembætti. Hann er tvímælalaust einhver litrík- asti stjórnmálamaður, sem fram hefur komið í Bretlandi um langt skeið og þrátt fyrir margvíslega galla og mann- legan breyzkleika skapaði hann þá breidd í ríkisstjórn Wilsons, sem nú er ekki leng- meira vald en áður. Hug'sun- i arhátt verkamanna í starfi á að bæta samkvæmt einkun- arorðunum: „Sá, sem vinnur lítið, fær lítil laun“. Þá á að leggja niður fyrir- tæki, sem borga sig illa. Framieiðsla á neyzluvarningi, sem vanrækt hefur verið á undanförnum árum, skal aukin og tóil þess að koma frekar til rnóts við óskir neyt- enda verður starfsemi smá- fyrirtækja á sviði fram- leiðslu, verzlunar og þjónustu leyfð að nýju. Menn gera sér það samt Ijóst í Prag, að leysa verður efnahagslíf Tékkóslóvakíu úr þeim viðjum einangrunar, sem það hefur verið í til þessa og að auk viðskipta- samstarfsins innan Comiecon. verður að taka upp aukin verzlunarviðskipti við „kapi- talistísk ríki“. Þannig skal verzluninni við Vesturlönd efld og með því reynt að koma í veg fyrir stöðugan halla á verzlunarviðskiptum við þau. Þannig hefur verið lagður grundvöllur að nýrri stetfnu í efnahagslífi Tékkóslóvakíu og það leikur eniginn vafi á því, að Dubeck og stuðnings- menn hans munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur að framkvæma hana mótstöðu- laust. Árangur þeirra verður ekki sízt undir því kominn, hvort þeirn tekst að rífa fólkið upp úr þeirri deyfð, sem það hefur búið við. Á meira en tveimur áratugum, sem íbúar Tékkóslóvakíu hafa búið við stalinistiska einræðisstjórn, hafa margir þeirra gleymt því, hvernig á að hugsa sjálfstætt og frum- kvæði þeirra verið drepið í dróma. Það er ekki víst, að það verði auvelt að sannfæra þá um, að það borgi sig í framtíðinni að vera iðjusam- ur og vinna verk sín vel. ur fyrir hendi. Það verður fróðlegt að fylgjast með ferii Browns á næstunni og víst er að ríkisstjórn Verkamanna- flokksins er veikari eftir en áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.