Morgunblaðið - 29.03.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.03.1968, Qupperneq 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1933 flytjum við inn bæði gas og tæki af í*nsum gerðum og má EKKI alls fyrir löngu flutti hið gamalgróna fyrirtæki, Isaga, meginhluta starfsemi sinnar inn á Artúnshöfða og hefir komið sér þar fyrir í tveimur nýjum húsum, þar sem annars vegar er gasfram- leiðsla, en hins vegar dreif- ing fyrir gas- og súrhylki fyrirtækisins, svo og ýmis- konar varning, sem það hefir Byggingar ísaga á Ártúiishöfða Heimsókn í Isnga Sænsk-íslenzkt fyrirtæki, sem starfað hefur í nær 50 ár til sölu, svo sem tæki öll til logsuðu og rafsuðu. Enn sem fyrr eru skrifstofur félagsins við Rauðarárstíg, þar sem verksmiðja fyrirtækisins var áður. Sem kunnugt er brann verk- smiðja fyrirtækisins fyrir nokkr um árum og var það mikill og sögulegur bruni, þar sem miklar sprengingar urðu og rúður nær- liggjandi húsa sprungu í hundr- aðatali, enda varð af mikið tjón. Við bregðum nú í heimsókn í fyrirtækið og hittum fyrst að máli skrifstofustjórann, Frímann Jónsson. Hann er búinn að vinna hjá fyrirtækinu nær fjörutíu ár og því öllum hnútum kunnugur. Segir hann okkur í stórumdrátt um frá starfseminni. — Fyrirtækið saga var stofn- að árið 1919 í félagi við sænska gasíyrirtækið Aga, en fyrirtæki sömu tegundar eru starfandibæð í Noregi og Danmörku og heita þar samsvarandi nöfnum Noaga og Danaga. Svíar hafa jafnan átt stóran hlut í fyrirtækinu, en aldrei skipt sér af rekstri þess og að sjálfsögðu þurfti ísaga að spila á eigin spýtur öll stríðs- árin. Svíar hafa hinsvegar stutt vel við bakið á fyrirtækinu fjár- hagslega bæði á fyrstu árunum, meðan það var að koma undir sig fótunum og þegar erfiðleikar steðjuðu að, svo sem á kreppu- árunum. Af þessum ástæðum hef ir aldrei til þess komið að slíta sambandinu við Svía, þótt fyrir- tækið sé nú löngu fjárhagslega sjálfstætt. Þegar verksmiðjan var byggð hér við Rauðarárstig árið 1'919 var hún úti í sveit og þá voru kýr á beit allt í kring. Hinu þarf svo ekki að lýsa, hvernig byggð höfuðborgarinnar hefir út breiðst og þar með umkringt verksmiðjuna. Slysalaus rekstur hennar hefir svo valdið því að hún var ekki flutt fyrr en hún brann. í upphafi var fyrirtækið stofn að til þess að fullnægja vitunum kringum landið með ljósmeti. Gas ljós voru þá víðast komin í vit- ana og voru þau miklum mun skærari en eldri gerðir ljósa. En gasið þurfti þá allt að fá frá Kaupmannahöfn og var mikil fyrirhöfn að sækja það þangað og enda ótryggt að það væri jafnan fyrir hendi þegar þess var þörf. Vitamálastjórnin hafði því áhuga á að þessari starfsemi væri komið hér upp. Þróunin verður síðan sú að með rafmagn inu minnkar notkun á gasi til vit- anna, en þá kemur aftur til notk un á gasi og súr til logsuðu á verkstæðum víðsvegar um land- ið. Járniðnaðurinn vex og hann þarf að nota þessi efni í æ rík- ari mæli. Þróunin heldur enn á- fraim og iogau&a fiyzt yfir í rafsuðu. Þó geta engin járn- iðnaðarfynrtæki án hinna tækj- anna verið og dreifingin verður stöðugt meiri. Hvað lítið sem viðgerðarverkstæðið er þarf að senda því súr og gas, þótt magn ið sé ekki tiltakanlega mikið, sem hvert þeirra þarf á að halda. Þetta leiðir til þess að dreifing- arkerfi fyrirtækisins verður æ umfangsmeira og þróast starfsem in yfir í það að fyrirtækið gerist í ríkari mæli verzlunarfyrirtæki í stað þess að vera framleiðslu- fyrirtæki. Margt þarf til af tækj um við logsuðu og rafsuðu og allt slíkt hefir ísaga til sölu. Fyrirtækið hafði með hönd- tvennskonar framleiðslu. Það framleiddi gas, svonefnt acetyl- ene-gas, sem nær við blöndun sérefnis hæstu hitastigi þeirra gastegunda, sem til iðnaðar eru notuð og er það notað til log- skurðar og logsuðu. og raunar margs annars, svo sem hitunar, bræðslu og kveikingar. Aðrar gas tegundir taka því ekki fram og til skurðar á jáuni mun það að líkindum lengi gegna hinu mikil- vægasta hlutverki. Tii fram- leiðslu þess þurfti gasvinnslu- vélar í verksmiðjuna. Gasið verð þau sluppu við eldsvoðann. Súr- efnisframleiðslunni er nú hins- vegar hætt hjá fyrirtækinu og er allt súrefni keypt hjá Áburð- arverksmiðjunni í GufunesL ís- aga sér hins vegar um alla dreif ingu þess frá dreifingarmiðstöð sinni á Ártúnshöfða. Bygging verksmiðjunnar á Ár túnshöfða var hafin 1963. Þar er acetylenegasverksmiðja. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði var sjálf sagt að nýta súrefnið, sem til fellur hjá Áburðarverksmiðj- er áætlað að lagfæra eignina við Rauðarárstíg. Súrefnisframleiðsla ísaga hófst árið 1926. En það er ekki einast járniðnaðurinn, sem skiptir ís- ur hinsvegar að blanda súrefni og það þurfti einnig að fram- leiða. Tii þeirrar framleiðslu að ísaga hafi sýnt mikinn áhuga á þróun járniðnaðarins í land- inu. Um það efni sagði hann. — Það er mjög þýðingarmikið fyrir jámiðnaðinn að nú er haf- in verkleg kennsla í iðnskólum landsins. Fram til þessa hafa verkefnin verið svo mikil hjá öllum verkstæðum og verksmiðj um í landinu að iðnnemar hafa strax orðið að skila fullri vinnu. Námið hefir því nánast orðið hálfgerð hornreka og engan veg inn eins alhliða og nauðsynlegt er. Hins vegar er nú hafið í iðnskólunum mjög þýðingarmik- ið starf og þar hefir verið komið upp fullkomnum tækjum og m.a. er nú hægt að kenna nemum bæði logsuðu og rafsuðu þar og þarf því ekki að fá þeim sér- þar nefna argon gastæki og á- fyllingar fyrir þau. Að loknu samtali við Frimann Jónsson höldum við inn á Ár- túnshöfða og hittum þar fyrir nafna hans, sem einnig hefir unn ið þessu fyrirtæki um tugi ára og mun einn af fjórum elztu starfsmönnum fyrirtækisins, Frí- mann Helgason hinn kunna í- þróttamann og íþróttafréttamann Hann stendur þar með reiknings hefti og afgreiðir súr og gas til þeirra, sem koma. Hann segir okkur frá því að starfsmenn fs- aga þar séu nú 14 talsins, en hafi áður verið 16 meðan súr- efnið var framleitt af fyrirtæk- inu sjálfu. Enn er unnið að fulln aðarfrágangi á hinum nýju bygg ingum þar innra. Sérstaklega vandað geymsluherbergi er þar fyrir gas, til þess það ekki kom- ist út í aðra hluta byggingar- innar, ef hylki kynni að leka og allt er þar eldtraust og ekk- ert, sem þar gæti valið íkveikju Við kveðjum þetta gamalgróna fyrirtæki um leið og við sjáum hvar nokkrum hylkjum erskellt á bifreiðarpall, sem rennur upp að afgreiðslupalli stöðvarinnar, sem minnir okkur á brúsapall á mjólkurbúi. ísaga er gamalreynt fyrirtæki og glöggt merki þess hvernig er lent og innlent fjármagn hefir verið sameinað í fyrirtæki, sem orðið hefir landsmönnum til mik ilvægrar þjónustu. Frímann Helgason við afgreiðsl u súr- og gashylkja. Myndirnar tók Ól. K. M. þurfti allmikinn tækjaútbúnað, því það var framleitt úr loft- inu. Þessi tæki eru enn til, því aga. Meðan við ræddum við Frí- mann Jónsson var hringt frá einu sjúkrahúsi borgarinnar vegna súrefniskassa þehra, sem stök verkefni á verkstæðunum h til að kenna þeim þetta verk. Ekki er nokkur vafi á að hér er um mjög þýðingarmikið starf að ræða og stórt spor stigið í rétta átt. Við spyrjum Frímann Jónsson að síðustu um samkeppnina við notuð eru fyrir nýfædd börn. ____________ J| _____ UI™ hefði ella til engra nota ! pannig er súrefni nauðsynlegt | agrar gastegundir og önnur gas orðið. Þar er það unmð ur vatm. jjj margvíslef .............. Ný tæki hefði hinsvegar þurft j ö]d nútímans. til súrefnisframleiðslu i verk- J smiðju ísaga. í náinni framtíð 1 Frimann Jónsson tjáir okkur konar suðutæki og surefms-tæki, til margvíslegra tækja á tækni- j tæki. — Auk þess að selja ýmis- ■ f ■ -fy .. - > í r< Úr gasverksmiðjnnni. Finnskur styrkur FINNSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa tslendingi til náms eða rannsóknarstarfa í Finnlandi námsárið 1968-1969. Cmsækjend- ur þurfa hel*t að hafa lokið fullnaðarprófi frá háskóla eða a.m.k. að vera komnir langt áleiðis í háskólanámL Styrkur- inn er veittur til átta mánaða dvalar, en til greina kemur að skipta honum milli tveggja eða jafnvel fjögurra umsækjenda, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 700 mörk á mánuði fyrir kandi- data, en 550 mörk fyrir þá, er eigi hafa lokið háskólaprófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. fyrir 10. april n.k. Séstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli tveggja kennara og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku .ensku eða þýzku. Vakin skal athygli á. áð finnsk stjórnvöld bjóða auk þess fram eftirgreínda styrki, sem mönn- um af öllum þjóðernum er heim ilt að sækja um: 1. Fimm átta mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðrum fræð- um, er varða finnska menningu. 2. Tvo eins mánaðar styrki handa vísindamönnum, sem lok- ið hafa dolktorsprófi. Menntamálaráðuneytið. 18. marz 1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.