Morgunblaðið - 09.04.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1968
Fór stökkvandi á jökum ögn frá landi
VIÐ flugum yfir ísbjörninn á
ísnum fyrir utan Neskaupstað
laust upp úr hádegi sl. sunnu-
dag. Eftir nokkra leit í flug-
vélinni fundum við staðinn
þar sem ísbjörninn hafði ver-
ið að rífa í sig sel og var bæl-
ið á ísjakanum all blóðugt.
Skömmu seinna fundum við
ísbjörninn þar sem hann
flandraði á milli ísjakanna út
að Sandvík í u.þ.b. 400 metra
fjarlægð frá landi. Feldur
dýrsins var gulur og sitjand-
inn svartur. Það var mikið ról
á dýrinu og tignarlegt að sjá
það stökkva á milli ísjakanna.
Eftir að vera búinn að sjá
bjarndýr hlaupa á milli ís-
jaka og leggja sig svo mak-
indalega á einhvern jakann,
þá finnst manni að þetta dýr
eigi hvergi annars staðar að
vera en á ísbreiðum íshafsins.
Lífsliiti þess kemur innan frá,
en ekki utan.
Laust fyrir hádegi á sunnu-
dag bárust fregnir frá Esj-
unni þar sem hún var á sigl-
ingarleið til Neskaupstaðar
frá Eskifirði, þar sem sagði
að skipsmenn hefðu séð ís-
björn skammt fyrir utan
Sandvík við Norðfjörð. Sam-
kvæmt þeim fregnum hafði
ísbjörninn verið að snæða sel
á einum ísjakanum, en var
truflaður af hrafnageri, sem
reyndi að komast í lostætið.
fsbjörninn reyndi að fæla
hrafnana frá með því að taka
selinn í kjaftinn og sveifla
honum í kring um sig, en
hrafnarnir voru ágengir mjög.
Við lentum á Norðfjarðarflug
velli í sama mund og
m/s Esja lagðist að bryggju,
og fengum við í lið með okk-
ur skipstjórann á Esju,
Tryggva Blöndal, og loft-
skeytamanninn, Lýð Guð-
mundsson. Við héldum sem
leið lá út yfir Norðfjörð og
siðan til suðurs inn í Sandv,ík.
Bftir nokkra leit fundum við
bæli bjarnarins, þar sem
hann hafði verið að gæða sér
á selnum. Bælið var á ísjaka,
sem hefur verið um 100 fer-
metrar og var það roðið blóði.
Jakinn lónaði ca. 200 m. frá
ströndinni, en spor voru víða
sjáanleg á jökum allt í kring.
Sporin von' eins og eftir stór-
an mannsfót, nema töluvert
breiðari. Eftir lýsingu Þórs-
hatfnarbúa á sporum, sem
höfðu sézt við Þistilfjörðinn,
þá var um nákvæmlega sama
að ræða þarna. Þeir tóku
fram, að þeim þætti ólíkt að
hægt væri að ruglazt á spor
um tófu og bjarndýrs í snjó,
en það væri ugglaust hægt á
malbiki, sögðu þeir og brostu
við.
Skömmu eftir að við fund-
um bælið sáum við loks það
sem að var leitað, isbjörninn.
Hann lallaði í róleglheitum á
einum ísjakanum og fór sér
unz hann hyrfi á djúpu hafi,
án lands, án lífsmöguleika
fyrir ísbjörninn.
Á annan klukkutíma hring-
sóluðum við yfir þessum kon-
ungi norðurhvelsins og virt-
um hann fyrir okkur. Það
virtist leikur í Ihonum og
hann leit ekki út fyrir að
vera aðþrengdur atf fæðu-
skorti, en það hefur kannski
verið of hlýtt fyrir hann. Vel
má vera að einn selur sé sæmi
leg máltíð fyrir ísbjörn, en
bimir eru matgráðuig dýr og
grimmd þeirra er í hluttfalli
við hungrið. í því tilfelli er
hægt að miða sum dýr við
mannskepnuna, að södd dýr
eru yfirleitt ekki hættuleg, en
það er ekki hægt að miða við
það að dýr vilji eða geti lifað
við sömu aðstæður og skilyrði
og menn. Slík viðmiðun er þó
otft hjá fólki, t.d. í sambandi
við hesta.
Oft nam ísibjörninn staðar
og fylgdist með flugvélinni
og síðan tók hann á rás atftur,
atf jaka á jaka, með ákveðn-
um hreyfingum, þuniglama-
legum en kröftugum.
Skömmu áður en við flugum
á brott var hann búinn að
koma sér fyrir í lítilli laut á
einum jakanum og þar sat
hann rólegur og horfði út á
hafið.
Fremst á myndinni sést ís-
björninn. Feldurinn á þess-
um hvítabirni er gulur og
björninn var botnóttur.
Hann virtist fullvaxinn og
það' var mikii hreyfing á
honum.
Ljósm. Mbl. Á. J.
að engu óðslega. Við sáum
hann úr þó nokkurri fjarlægð,
því að gulur feldurinn skar
sig úr hvítum jökunum og
einnig var hann auðkenni-
legri á því að hann var botn-
óttur. Við sveimuðum þarna
fram og aftur og flugum eins
lágt og mögulegt var yfir
birninum. í fyrstu lét hann
sér ekkert bregða og góndi í
kyrrstöðu á vélina, en skjótt
fór hann að ókyrrast og æða
fram og aftur. ísinn var frek-
ar þéttur þarna, en þó hröngl
á milli og það var fróðlegt að
sjá ísbjörninn stökkva á milli
jakanna og hlaupa eftir
þeim. Þá sást fyrst hver kraft-
ur býr í þessu klunnalega
dýri, sem hefur ■ hrakizt að
strönd lands okkar. Þá sást
hver hætta myndi stafa af
slíku dýri, ef það stigi á land
varnarlausra manna. Horf-
andi á dýrið og hyggjandi að
framtíð þess, hvarflaði hugur-
inn að því, hvort að þetta dýr
kæmist heilt á húfi aftur til
sinna heimkynna, hvort að
það myndi ganga á land og af
því myndi stafa hætta, eða
hvort að það myndi berast
með ís, sem stöðugt yrði
þynnri af heitara lofti og sjó,
ísbjörninn tók á rás, þegar blaðamaður Mbl. skaut á hann
með myndavélinni.
ísbjörninn er á miðri myndinn á þunnum jaka, en í baksýn sést fjallshlíðin norðan við
Sandvík. og er hlíðin kölluð Síða. Hafísinn lónaði þarna undir Siðu á sunnudaginn, en
gær var hann horfinn.
»