Morgunblaðið - 09.04.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 196«
5
„Hann kyrrir sjóinn og það
verður ísauðn og dauðaþögn"
Rœtt við fólk á Þórshöfn um hafís
ÞAÐ var bjart veður og
stillt s.l. sumiudag, þegar við
lögðum upp í könnunarflug
frá Akureyri út Byjafjörð.
Guðjón Hallsson
Þegar við hófum flugið af
Akureyrarflugvelli um 8 leyt-
ið, var fjöldi fólks komiinn
út á pallinn við Oddeyrar-
tanga, og þar dorgaði það nið
ur um ísinn.
Lítill ís var á Eyjafirði og
Ólafsfjörður var orðinn auð-
ur. Við Grímsey var mikill
ís og þar var hafið algjörlega
hulið ís svo langt sem augað
eygði í norður. Axarfjörður-
inn var fullur af samfrosn-
um rekís, en auð læna var í
fjarðarmynninu. Fyrir vest-
an Raufarhöfn sá hvorki í
jörð eða ægi, aðeinis enda-
lausa is og snjóbreiðu. Við
komurn inn yfir Þistilfjörð-
inn fullan af hrönnuðum ís og
lentum á Þúrshöfn til þess að
ræða þar við fóik um ísinn og
mannlifið.
Það var glampandi sól og
stiila á Þórsihöfn og krakkarn
ir voru að leika sér í klaka-
brynjaðri fjörunni, en enginn
sást fara út á ísinn. Á ganigi
með fjörunni hittum við 68
ára gamian Þórsihafnarbúa,
Guðjón Hallisson. Við tylltum
okkur hjá honum á snjóskafl
við veginn og röbbuðum við
hann.
— Hvað segirðu um ísinn,
Guðjón?
— Það er vont að hafa ís-
inn.
— Hann þrengir að?
— Já, þetta er innilokað og
verkar frekar illa á eldra
fóik. Þetta getur verið erfitt
í harðindum og kulda. Að
vísu er fært flugleiðis eins og
er, að minnsta kosti og land-
leiðina annað veitfið, en ísinn
er slæmur.
— Er þetta mikill ís?
— Já, það er fullur fjörð-
urinn hér út eftir öllu og
hann getur vart orðið þéttari.
Þetta er heldur þéttara, en
1965, en þá var ísinn hér í 7
vikur að mig minnir.
— Hvenær mannst þú eftir
mesturn og verstum ís?
— Það var 1918, þá var allt
lokað hér í kring. Bakkaflói
og Þistilfjörður voru alveg
fullir og þá voru mikldr
kuldar. Þá gerði hafþök af
ís með stórhríð í janúar og
ísinn fór ekki aftuT fyirr en
á miðri góu. Eftir það sást
bara ekki ís fyrr en 1965 og
svo aftur núna.
— Lamazt ekki allt at-
hafnalíf þegar ísinn leggst
að?
— Jú, það eru allar bjargir
bannaðar, þegar bátarnir
komast ekki á sjó..
— Hvað gerir fólk helzt,
þegar svona viðrar?
— Það er atvinnulaust og
plássið er alveg dautt. Bara
að ísinn fari sem fyrst.
— Þið drífið ekki uipp leik-
rit eða neitt þessiháttar?
— Jú, ég hef nú heyrt að
það standi til að fara að æfa
leikrit, ef leikendur fást.
— Mannstu eftir nokkrum
slysum í ís?
— Nei, ekki man ég nú
það. Fólk er gætið og krakk-
arnir fara vart út á ísinn.
— Og það eru ekki neinar
sérstakar þrengingar?
Framhald á bls. 21
Krakkarnir leika sér í klakabrynjaðri fjörunni. í baksýn sézt jakahrannaður
inn og höfnin, þar sem bátarnir geta sig ekki hreyft.
Málflutniniísstofa mín
c
er flutt að Tjarnargötu 3, (3. hæð í húsnæði Iðnaðar-
mannafélags Suðurnesja) Keflavík. Sími 2660.
Jón Einar Jakobsson, hdl.
* *
Utsala — Utsala
Barnapeysur, verð f. kr. 150 Crepehanzkar, verð f. kr. 95
Barnahúfur — 25 Dömupeysur 95
Brjóstahöld 50 Dömukápur 350
Slæður 25 og m. fl.
Aðeins 2 dagar þar til verzlunin lokar.
FATAMARKAÐURINN, Álfhólsvegi 7, Kópavogi.
VOGIR
Höfum ávallt fyrir-
liggjandi margar gerð-
ir af vogum, fyrir fram
leiðslu-, iðnaðar- og
verzlunarfyrirtæki.
Ólafur Gislason & Co. hf.
Ingólfsstræti la, sími 18370.
ANGLI - SKYRTUR
COTTON - COTTON BLEND
og RESPI SUPER NYLON
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr, 34 til 47.
Hvítar — röndóttar — mislitar.
Margar gerðir og ermalengdir.
ANGU - ALLTAF