Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 17 Kanadamenn kjdsa nýjan leiðtoga Pierre Elliott Trudeau var kosinn formaður Frjálslynda flokksins eftir harða baráttu - EFTIR SIGURÐ BJARNASON BARÁTTAN um formennsku í Frjálslyndaflokknum í Kanada varð að þessu sinni harðari en nokkru sinni fyrr. Þegar Lester Pearsson, for- sætisráðherra, hafði lýst því yfir að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra og flokksformaður, hófst mikið kapphlaup milli frammá- manna í flokki hans. Samtals 15 menn, ráðherrar og þing- menn, gáfu kost á sér. Þeir ferðuðust um þvert og endi- langt landið, heimsóttu flokks félög sín og föluðust eftir fylgi fulltrúa á flokksþinginu, sem haldið skyldi í Ottawa dagana 4.-6. apríl. Þessu þingi er nú lokið. Því lauk um síðustu helgi og var útvarpað og sjónvarpað um allt landið. Öll þjóðin fylgdistmeð því, sem þar gerðist af hinum mesta áhuga. Frjálslyndi flokk- urinn er stærsti stjórnmála- flokkurinn á Kanadaþingi. Hann hefur 131 þingmann í neðri mál- stofunni, framfarasinnaðir í- haldsmenn 96, Jafnaðarmenn 21, „Social Credit“flokkurinn 14 og 3 eru óháðir. Enda þótt Frjáls- lyndir hafi ekki meirihluta í Neðri málstofunni fara þeir þó með völd vegna þess að þeir eru stærsti þingflokkurinn. Hafa „Social Credit“ menn stundum veitt þeim stuðning þegar á hef- ur þurft að halda. En hinu mikla kapphlaupi um formenskuna er nú lokið. At- kvæðagreiðsla um frambjóðend ur fór fram s.l. laugardag. Ur- slit hennar urðu þau í fjórðu atrennu að Pierre Elliott Tru- deau var kjörinn formaður Frjáls lyndaflokksins. Mun hannjafn- framt taka við forsætisráðherra- embættinu af Lester Pearsson fyrir 22 apríl n.k. Atkvæði féllu þannig í lokaatkvæðagreiðslu að Trudeau hlaut 1203 atkvæði, Robert Winters viðskiptamála- ráðherra 953 atkvæði og John N. Turner ráðherra án stjórn- ardeildar 195 atkvæði. í fyrstu atkvæðagreiðslu á flokksþinginu hlaut Trudeau 752 atkvæði, Turner 277, Hellyi- er samgöngumálaráðherra 330, Martin utanríkisráðherra 277, Winters viðskiptamálaráðherra 293, Maceachen heilbrígðismála- ráðherra 165, Green landþúnað- arráðherra 169 og Kieran þing- maður 103. Síðan fóru fram þrjár aðrar atkvæðagreiðslur og náði Trud- eau meirihluta í hinni síðustu þeirra eins og fyrr segir. Glæsilegur ferill Pearssons. Þegar Lester B. Pearsson læt- ur nú af flokksforystu verður ekki annað sagt en að stjórn- málaferill hans hafi verið hinn glæsilegasti. Hann hefur vérið forsætisráðherra Kanada í tæp 5 ár eða frá 1963. Utanríkisráð- herra Kanada var hann árin 1940 — 1957. Formaður Frjáls- lynda flokksins var hann kjör- inn árið 1958 eftir að flokkur- inn hafði beðið mikinn ósigur í þingkosningum, sem íhalds- menn unnu með yfirburðum und ir forystu John Diefenbakers, Fóru íhaldsmenn síðan með völd í Kanada árin 1957—1963. Lester Pearsson hefur verið sýndur margvíslegur sómi. Honum voru veitt friðarverðlaun Nobels og 38 háskólar víða um heim hafa sæmt hann virðingarheitum. Mun hans lengi verða minnst sem eins fremsta diplomats hins vest- ræna heims um miðbik 20 aldar. í Kanada greinir menn nú naum ast á um það, að hann hafi heil- um vagni heim ekið rúmlega sjötugur að aldri, er hann lætur af stjórnmálaafskiptum. Hinn nýi leiðtogi. En hver er hann, þessi nýi leiðtogi, sem Frjálslyndi flokk- urinn hefur nú kosið og tekur við forsætisráðherra starfi í einu þróttmesta lýðræðislandi heims- ins næstu daga? Pierre Elliott Trudeau heitir hann — og er 46 ára gamall. Hann er af frönskum og skosk- um ættum frá Quebec, fæddur í Montreal árið 1921. Trudeau lauk lögfræðiprófi frá Montreal háskóla en stundaði síðan nám í hagfræði við háskólana í Har- ward, París og London. Hann hefur stundað lögfræðistörf og verið prófessor í lögfr. við háskól ann í Montreal. Einnig hefur hann stundað blaðamensku og gefið út tímaritið „Cité Libre“ Trudeau hefur þótt mjög rót- tækur í skoðunum. Margir töldu hann því ólíklegan til þess að halda Frjálslynda flokknum vel saman. Aðalleiðtogi jafnaðar- manna á Kanadaþingi sagði frá því fullum fetum um daginn að hann vildi gjarnan að Trudeau yrði kosinn, þar sem af því myndi örugglega leiða að flokk- ur hans klofnaði innan skamms tíma. En jafnaðarmenn í Kanada bíða þess með óþreyju .að svip- uð þróun gerist þar og í Bret- landi, að Frjálslyndir missi fyígi og jafnaðarmenn leysi þá af hólmi sem áhrifaflokkur. Trudeau varð dómsmálaráð- herra í stjórn Pearsson í apríl árið 1967. Hafði hann þá aðeins verið tæp tvö ár á þingi. Hann er auðugur maður, ókvæntur en þykir hinn mesti „sjarmör" á kvennaþingi. Hann þykir prýði- legum gáfum gæddur og er eftir- læti ungs fólks í Kanada um þess ar mundir. Sumum finnst hann um of hirðulaus um klæðaburð og hent hefur að hann hafi kom- ið án hálsbindis á þingfundi. Þá hefur hárgreiðsla hans einn- ig verið gagnrýnd, en Trudeau greiðir gisið hár sitt fram á enn- ið. Þykir sumum það ekki virðu- leg greiðsla á forsætisráðherra Hennar Hátignar. I utanríkismálum er talið að Trudeau vilji að vísu áframhald- andi þátttöku Kanada í Nato en vilji þó fyrst og fremst miða han-a við varnir Norður-Ameríku. Trudeau er harður andstæðing ur aðskilnaðar stefnunnar í Qu- bec og berst fyrir sem mestri einingu franskættaðra manna og fólks af öðrum þjóðernum í Kanada. En hann vill auka kennslu í frönsku utan Qubec og stuðla að auknu jafnrétti milli frönskumælandi og ensku- mælandi manna að því er snert- ir tungumálakennslu. ♦Gegn „viðurkenndum skoðun- um“ I formála fyrir ritgerðarsafni sem Trudeau gaf út á þessu ári kemst hann m.a. þannig að orði, að það eina, sem hafi verið varanlegt í hugsanagangi sín- um frá ári til árs sé andstaða gegn svokölluðum „viðurkennd um skoðunum“. Trudeau. Segist vcra á móti „viöurkenndum skoðunum“. Þetta segir þessi ungi stjórn- málamaður um sjálfan sig. Flest- ir þeir, sem um hann rita eru sammála um að hann vilji helzt, „vaða gegn straumnum". Einn af samstarfsmönnum hans kemst þannig að orði um hann: „Trudeau er tilraun í kanadísk- um stjórnmálum. Hann er hress- andi sambland af andlegri af- burðamensku og alþýðiegu brjóst viti, hreinskilni og stjórnvizku, persónulegu sjálfstæði og sterkri félagslegri markvísi. Þessi til- raun mun sýna dýpt og breidd stjórnmálalífs okkar, skera úr um eðli þess og þroska. Það er ómaksins vert að fylgjast með því hvernig þessi tilraun tekst“. Ástæðá er til þess að taka undir þessi lokaorð manns, sem þekkir Trudeau vel. Það er ó- maksins vert að fylgjast með því, hvernig þessum unga stjórn málamanni tekst forystan í ágætu og þróttmiklu lýðræðislandi. Tekst honum að afneita „viður- kenndum skoðunum" eftir að hann sjálfur hefur tekist hina þyngstu ábyrgð á herðar? Get- ur hann haldið áfram að „vaða gegn straumnum?“ Tekst honum gera draumsýnir óróagjarnrar æsku að farsælum veruleika? Pierre Elliott Trudeau er mað ur hins nýja tíma. Um það bland ast engum hugur. Hugmyndir hans eru ferskar og hressilegar. Vonandi tekst honum það, sem mörgum hefur mistekist, að sam hæfa kenningu sína raunveru- leika hins gróandi mannlífs. S. Bj. Pierre EUiot Trudeau. — Er gagnrýndur fyrir hárgreiðslu og kíæðaburð. TONLEIKAR: Sálumessa Verdis Söngsveitin Fílharmonía og Sin- fóníuhljómsveit tslands. Stjórn- andi: Róbert A. Ottósson. Ein- söngvara: Svala Nielsen, Ruth Little Magnússon, Magnús Jóns- son, Ján Sigurbjörnsson. Þegar Verdi hafði lokið við ó- peruna „Aida“, sem var frum- sýnd með hinni mestu viðhöfn í Kairo í árslok 1871 og var víst tuttugasta og sjötta ópera hans. stóð hann á hátindi fræðg innar. Hann var við hlið jafn- aldra síns, Wagners, konungur í ævintýralöndum óperunnar, en þar stýrði þó hvor sínu ríki, svo ólíkir sem þeir voru, bæði sem menn og listamenn. Margir munu þá hafa talið — og Verdi sjálf- ur kannski líka — að ferill hans sem óperutónskálds væri á enda. Hann sneri sér að öðrum verk- efnum, samdi strengjakvartett inn, sem er eina kammertónverk hans. og sálumessuna (Messa da rekuiem), sem hlaut íslenzkan frumflutning sinn í samkomu- húsi Háskólans sl. fimmtudags- kvöld. Síðar kom í Ijós, að Verdi átti enn eftir að semja tvær merkustu óperur sínar, „Otello“ (1887) og „Falstaff“ (1892), en þegar síð- astnefnda verkið kom fram, stóð hann á áttræðu, og má slíkt telj- ast til fádæma í tónlistarsög- unni. Sálumessan er eina verk Verd is, að óperunum slepptum, sem heldur velli í tónleikahöllum heimsins, enda er hún langmerk ust af þeim sárafáu verkum hans hefur hún stundum verið kölluð sem ekki eru í óperuformi. Sam) „bezta ópera Verdis". Til þess liggur sú ástæða, að mörgum hef ur þótt hún vera helzt til mik- inn svip leikhústónlistar, og víst mun mega segja að tónamál mess unnár sé að mestu hið sama og á síðari óperum tónskálds- ins. Það er rómantískur andi, sem hér svífur yfir vötnum, og átökin eru mikil og dramatísk. Sálumessan í heild á því lítið skylt við hefðbundna helgitón- list annað en textann, og hefur henni oft verið fundið það til foráttu. Þessvegna er það sjálf- sagt, að hún er sjaldan flutt við kirkjulegar athafnir, en því oft- ar í tónleikasölum um heim all- ah. Því að enginn neitar því, að hér er um stórbrotið og óvenju- lega hrífandi tónverk að ræða þótt fremur sé það konsert- verk með kirkjutexta en eigin- legt kirkjutónverk. Ef til vill liggur styrkur verksins einmitt í þessu. Enginn veit, hvernig það Requiem hefði orðið, sem Verdi hefði samið í sönnum kirkju- stíl. En hér talar hann það mál, sem honum er tamt og eiginlegt, og því verður verkið sann- færandi, þótt íburðurinn sé mik- ill og átökin býsna hörð. Ef hér er um leikhústónlist að ræða er það að minnsta kosti leik- hústónlist „á æðra plani“, ef svo má segja, og að því stuðla ein- stök atriði, sem eru í strangara formi en tíðkanlegt er í óperum, svo sem kórfígúrurnar „Sanct- us“ og „Libera me“. Það má telja líklegt, að það hafi verið með þessum skilningi, sem Róbert A. Ottósson valdi Requiem Verdis til flutnings að þessu sinni á hinum árlegu kór tónleikum sínum með söngsveit inni Fílharmoníu og Sinfóníu- hljómsveitinni. Hann er kunnur að því embætti sínu sem söng- málastjóri íslenzku þjóðkirkj- unnar að vilja draga úr róm- antískum áhrifum í kirkjutón- listinni og sveigja hana aftur til upprunalega forms sem tíðkazt hefur um langt skeið undanfar- ið. En sálumessuna tók hann lík- um tökum og um dramatízk verk væri að ræða, og er enginn vafi á, að það eru réttu tökin. Drama tísk spenna verksins, magnaðar andstæður þess og stórfengleg tilþrif nutu sín svo sem bezt varð á kosið í þessum flutningi, meðferðin var í senn fínleg og þróttmikil. Söngsveitin Fílharmonía sækir á með ári hverju, og hverju nýju verkefni, og hefur söngur henn- ar aldrei verið samstilltari, blæbrigðaríkiari né áhrifa- meiri en nú. Þótt hún að jafn- aði komi ekki fram á tónleik- um nema einu sinni á ári, er hlutur hennar í tónlistarlífi borg arinnar orðinn ómetanlegur, og á hún vonandi langa og við- burðaríka starfsævi fyrir hönd- um. Hlutur einsöngvaranna í þess- um tónleikum var líka mikill og góður, og ánægjulegt er til þess að vita, að við skulum eiga slíku liði á að skipta — og raunar fjöl- mennara en hér kom fram. Svala Nielsen fór með sópranhlutverkið af nærri ótrúlegu öryggi og myndugleik, og hinir miklu kost ir raddarinnar nutu sín fagur- lega. Þó var hlutur Ruth Little Magnússon enn veglegri, og brest ur undirritaðan þekkingu — eða kröfuhörku — til að finna þar nokkra annmarka á. Radd- fegurð Magnúsar Jónssonar kom hér einnig vel fram og margt ónákvæmni í tónmyndum væri gerði hann ljómandi vel, þótt væri stundum til líta. Jón Sigur björnsson (hann hafði kvöldið áður leikið mikilvægt hlutverk á frumsýningu í Iðnó) fór með barnshlutverkið af skörungs- skap og miklum tilþrifum. Öll erp þessi einsöngshlutverk afar- erfið og kröfuhörð, en þar á móti kemur það, að líklega hef- ur íslenzkur einsöngskvartett ekki verið betur skipaður í ann an tíma en hér var. Hljómsveitin skilaði sínum hlut yfirleitt með miklum myndar- brag og eins og við var að búast af henni. Þó brá fyrir hjá málm- blásurunum hnökrum, sem voru meðal þess fáa er skyggði á heildaráhrif þessara tónleika. Annars var þessi flutningur á Requiem Verdis ein af „stóru stundunum“ í tónleikalífi borgar innar þetta árið. Söngsveitin Filharmonia og Sinfóníusveitin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.