Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 19 Sigurbjörn Einarsson, biskup: Um íslenzka prestinn í Kaupmannahöfn MBL. hefur borizt eftirfarandi greinargerð biskupsins, hr. Sig- urbjörns Einarssonar: Árið 1964 gerðist það m.a. í íslenzkum kirkjumálum að ráð- inn var prestur til þess a'ð starfa meðal íslendinga í Kaupmanna- höfn og annars staðar á Norður- löndum eftir því, sem við yrði komið. Ég hafði með sjálfum mér lengi verið á þeirri skoðun, að kirkjan þyrfti að hafa starfs- mann á þessum vettvangi og ég hafði fundið til þess, hvað kirkj- an gerir lítið og getur lítfð gert fyrir íslendinga, sem dveljast langdvölum erlendis, eða um stundar sakir, svo sem sjómenn í erlendum höfnum og náms- menn. Það gegnir raunar sama máli um ýmis önnur svið, þar er þörfin fyrir hendi og verkefnin ærin fyrir kirkjuna, en það er ekki svo auðvelt fyrir kirkjuna nú á tímum að sannfæra menn um, að hún þurfi að láta til sín taka á nýjum sviðum og geti látið gott af sér leiða. En þegar þeirri hugmynd var hreyft að ráða prest til starfa í Kaupmannahöfn, fékkk hún já- kvæðar undirtektir ráðamanna. Þáverandi sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, Stefán Jóhann Stefánsson, tók ákve'ðið undir hana og veitti henni mikilvægan stuðning. En mestu munaði það, að kirkjumálaráðherra, Jóhann Hafstein, tók henni af miklum skilningi og beitti sér fyrir því, að hún gæti orðið að veruleilaa. Ég færði það í tal við séra Jónas Gíslason, sem þá var ekki bundinn í embætti, hvort hann mundi fáanlegur til þess að taka þetta starf af sér, ef til kæmi, og eftir nokkra umhugsun tjáði hann sig reiðubúinn til þess. En það skiptir jafnan höfúðmáli, þegar um nýtt starf er að ræða, brautryðjendastarf, sem byggja verður upp frá grunni, að í það veljist réttur maður,’ og ég hafði það álit á sr. Jónasi, að hann myndi einmitt reynast réttur maður á réttum stað. Og sama álits naut hann hjá öðrum þeim, sem áttu um málið áð fjalla á undirbúningsstigi. Það var litið svo á, að hér væri um tilraun að IV BÍLAR ræða. Þó að ég og aðrir hefðum ákveðnar skoðanir á því, að hér væri þörf fyrir hendi, sem mikil vægt væri að bæta úr, hlaut reynslan ein að skera úr því til hlítar, hversu brýn hún væri, og ekki varð heldur vitáð fyrr en á reyndi, hvernig þessari við- leitni yrði tekið af þeim, sem áttu hlut að máli. Auðvitað var tilraunin gagn- rýnd, hún þótti óþörf tiltekja og nauðsynjalaus eyðsla. Það var líka gagnrýnt, að starfið var ekki auglýst til umsóknar, heldur maður ráðinn til þess að gegna því. En þá gættu menn ekki þeirrar stáðreyndar, að hér var ekki um lögfest embætti að ræða, heldur ráðningu til ákveð- ins verkefnis, án þess að nokkur ákvörðun væri um það tekin þá að sinni, hvort framhald yrði á starfinu eða það gert að lögmætu embætti. Þær raddir, sem töldu óþarfa á ferðinni, hljóðnuðu brátt, því áð fljótlega bárust þær fregnir hingað heim, sem þögguðu slíkar raddir niður. Miklu fremur fóru menn að spyrja sig, hvernig við hefðum hingað til komizt af án þess að hafa þá fyrirgreiðslu, sem íslenzki presturinn í Kaup- mannahöfn hefur látið í té. Þetta á sérstaklega við um þá mörgu, sem verða að leita héðan til Kaupmannahafnar til þess að fá þar sjúkrahússvist og læknis- hjálp. Af e'ðlilegum ástæðum hafa fréttir verið færri af öðru starfi prestsins, því um þáð eru heimamenn ekki eins til frá- sagnar, en allar fregnir og reynsla af öðru því, sem hann hefur látið til sín taka, bendir í sömu átt um það, að hér sé mikilvægur starfsvettvangur. En sá þáttur, sem veit að sjúkling- um, hefur verið gildur og reynzt gildari en menn varði fyrir- fram, enda hefur sr. Jónas Gísla- son rækt þann þátt, sem og aðra þætti starfs síns, af frábærri alúð og atorku. E'n þá ber svo við, þegar feng- in er nálega fjögurra ára reynsla af þessu starfi, reynsla, sem ÖH er á eina lund, að alþingi ákveð- ur a'ð tillögu ríkisstjómarinnar að spara þann lið á útgjöldum ríkisins, sem þessi þjónusta kost- ar. Þessi ákvörðun hefur vakið mikla athygli og valdið sárum vonbrigðum. Ég hef í höndum allmörg bréf frá fólki, sem hefur haft kynni af starfi prestsins í Kaupmannahöfn og þau bréf lýsa furðu og sársauka yfir því, að sparnarþörf ríkisins skuli þurfa að koma niður á þessu starfi. En alþingi er búið að ganga frá málinu, fjárveiting til starfsins er niður felld á þessu ári og ver'ður það því að falla niður. Þegar svo er komið, vaknar sú spurning, hvort ekki séu einhver úrræði til þess að halda þessu starfi gangandi. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera játandi. Ef þeir mörgu, sem vita hvað í húfi er, leggjast á eitt, þá er hægt að safna því fé, sem þarf til þess að halda þessari starfsemi uppi þetta ár, og takist það, þá er ekki gerandi ráð fyrir Gamalt timbur Mikið af kössum stórum og smáum til sölu. Upplýsingar í síma 38830. rjt »• *Jk-* 1 resnuoir Tilboð óskast í að slá upp og gera fokhelt raðhús í Fossvogi. Gólfplata tilbúin. Upplýsingar í síma 16768 og síma 17368 eftir kl. 7. BÍLL DAGSINS: Willy’s jeppi, árg. 67, ek- inn 18 þús. km. með mjöig góðu 'húsi og allur kiæddur innan. Rambler American árg. 65, 67. Chevy II nova árg. 65. Chevill árg. 64. Buick LeSabre árg. 63. Hillman IMP árg. 65. Remo R 8 ár.g. 63. Reno R 10 árg. 65. Pauigeut 404 árg. 64. Zephyr árg. 63, 66. Dodge D 100 pick up árg. 67. Skoðið hreina og vel með farna bíla í björtum húsa- kynnum. Tökum notaða bíla upp I notaða bíla. Mjög baigstæðir greiðslu- ski'knálar. i frvi m LL H.F. Chrysler- umboðið Hringbraut 121 sími 106 00 abc 2000 FERÐARITVÉLIN er: sterk — falleg — létt Verð aðeins kr. 3.806 m. sölusk. SKRI FSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20660. öðru en að fjárveitingavaldið endursko'ði afstöðu sína. Þess vegna hafa nokkrir menn gengið fram fyrir skjöldu og hyggjast beita sér fyrir fjársöfnun meðal almennings í þ.ví skyni að ná saman þeirri upphæð, er nægi til þess að kosta þjónustu prests í Kaupmannahöfn þetta ár. I broddi fylkingar er ungur og ötull stúdent, Sigurður Guð- mundsson. Ég er bjartsýnn á það, að þessi tilraun takist vel og leyfi mér að heita á alia góða menn til styrktar því, að svo megi verða. FÉLAGSIÍF Páskar Dvalið verður í Skíðaskála Vals um páskana. Dvalarkort verða afhent í Valsheimilinu mánudagskvöld. Ath.: Pláss er mjög takmarkað. Stjórnin. BLÓMIAÍJRVAl Gróðrarstöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775. ■H7ÍTUÍIIM Víkingar knattspyrnudeild Meistarafl., 1. og 2. fl. Áríð- andi æfing í kvöld þriðjudag kl. 7,20. Rabbfundur eftir æf- ingu. Fjölmennið. — Þjálfari. Ármenningar — skíðafóik. Skíðaferðir í Jósefsdal yfir hátíðina verða sem hér segir: Miðvikudagskvöld kl. 8, alla helgidagana kl. 10 f. h. og laugardag kl. 2 og 6 . Ath. að þeir, sem ekki hafa tryggt sér dvalarmiða yfir hátíðina fá ekki gistingu í skálanum. Stjórnin. dUh ISLAND 1968 W lack a Decka Reykjavík og nágrenni: J árnvöruverzl. Jes Zimsen G.J. Fossverg, Málning og járnvörur, Slippfélagið, Vald Poulsen, Byggingavöruverzlun Kópavogs, Málmur, Hafnarfirði, O. Ellingsen verzl. Úti á landi: Axel Sveinbjörnsson, Akranesi, Póllinn h.f., ísafirði, Elís Guðnason, Eskifirði, Atlabúðin, Akureyri, Grímur & Árni, Húsavík, Haraldur Eiríksson h.f., Veslmannaeyjum, G. Á. Böðvarsson h.f., Selfossi, Stapafell, Keflavík, NBIBHMIJOHNSON LF Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 ÚTSÖLUSTADIR: til fermingargjafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.