Morgunblaðið - 09.04.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968
21
- BANDARÍKIN
Framhald af bls. 1
þriðjudegi", meðal annars með
því að leggja niður vinnu.
Dr. King verður jarðsettör í
Atlanta í Georgíuríki þar sem
hann er fæddur, og þar hvílir
lík hans á viðhafnarbörum í kap
ellu Spellman College. í gær
gengu þúsundir manna, jafnt
hvítir menn sem blökkumenn,
framhjá líkbörunum til þess að
votta hinum látna leiðtoga virð-
ingu sína. Johnson forseti hafði
lýst yfir þjóðarsorg og flaggað
var í hálfa stöng á flestum opin
berum byggingum nema sums
staðar í suðurríkjunum. Margt
kunnra manna verður við útför
dr. Kings á morgun, þeirra á
meðal Humprey varaforseti og
Roy Jenkins, fjármálaráðherra
Breta.
f Memphis tók fjöldi manns
þátt í hópgöngu um götur borg-
arinnar til heiðurs dr. King í
dag. Ekkja hans gekk í broddi
fylkingar.
• Gangan fór friðsamlega og
virðulega fram, en gripið var til
víðtækra öryggisráðstafana. Þús
undir blökkumanna tóku þátt í
göngunni og báru spjöld með á-
skorunum um að blökkumenn
fylgi fordæmi dr. Kings og beiti
ekki valdi í réttindabaráttu sinni
Gangan var einnig farin til stuðn
ings 13.000 sorphreinsunarmönn-
um í Memphis, sem eru í verk-
falli. Dr. King fór til Memphis
til að styðja þá og hafði ráðgert
hópgöngu þeim til stuðnings.
• f kvöld kom til gífurlegra
óeirða í blökkumannahverfinu í
Baltimore þegar lögreglan hafðí
skotið blökkumann, sem framdi
rán í vínsölu, til bana. Fimm
menn hafa þá beðið bana í Balti-
more, rán voru framin víða í
borginni í dag, eldar loga á mörg
um stöðum í vesturhluta borgar
innar og svartur reykjarmökkur
grúfir yfir borginni. Rúmlega
300 hafa særzt og 1300 hafa ver-
ið handteknir.
Óeirðir á nýjum stöðum.
Þær borgir sem hafa orðið
hvað harðast úti í óeirðunum
eru Washington, Chicago, Detro-
it, Memphis og Atlanta, en á
Fæddur 19. janúar 1950
Dáinn 27. marz 1968
Höggvinn við rót
heli merktan
sé ég hníga
soninn minn eina.
Voga ei að vita
voga ei að spyrja
get ekki dæmt,
um grimmd og miskunn.
Ung ég ól þig
elsku sonur
vafði þig reifuim
vona og óska.
Batt við brjóst þitt
blóm minnar ástar
sól skein mér sæl
af svefnstað þínum.
Lærðir mál möm'rnu
en mamma nam,
lærði af þínum hlátri
lærði af þínum gráti.
Allt umfang þitt
var ungri móður
hamingju uppspretta
hjartfólginn skóli.
öllum þessum stöðum var til-
tölulega kyrrt í nótt. Hins veg-
ar héldu óeirðirnar og skemmd-
arverkin áfram í Nashville, New
Orleans, Pittsburgh, Baltimore
og Joliet í Illionis—ríki.
f Nashville kveiktu þel-
dökkir stúdentar í byggingu
liðsforingjaskóla flughersins.
Stúdentar slógu hring um bygg
inguna til þess að torvelda starf
slökkviliðsmanna og lögreglan
varð að skerast í leikinn.
• í New Orleans lokaði lög-
reglan blökkumannahverfi þeg-
ar ungir blökkumenn höfðu brot
ið rúður slökkviliðsbifreiðar og
grýtt lögreglubíla. í Joliet
kveiktu þeldökkir unglingar í
þremur birgðageymslum og lögð
ust síðan í götuna til þess að
hindra ferðir slökkviliðsbif-
reiða. Þannig tafðist slökkvi-
starfið um hálftíma eða þangað
til lögreglan hafði rutt götuna.
• í Richmond í Virginíuríki
lokuðu lögregla og hermenn
stóru borgarhverfi þegar 300
þeldökkir unglingar tóku að
kasta eldsprengjum að verzlun-
um. í stálborginni Pittsburgh,
þar sem blökkumenn eru fjöl-
mennir fækkaði íkveikjum og
ránum til muna, enda eru um
22.000 þjóðvarðliðar, gráir fyrir
járnum, á verði á götum borg-
arinnar.
í Baltimore reyna 1900 fall
hlífaliðar að sjá til þess aðhóp-
ar ungra blökkumanna séu
sífellt á ferli á götunum ogþessi
aðferð hefur borið þann árang-
ur að íkveikjum hefur fækkað
til muna. Fréttir hafa einnig
borizt um íkveikjur frá bæjun-
um Fort Pierce og Gainsville í
'Flor idarí ki. Minningarguðsþ j ón
ustur voru haldnar um dr. King
víða í Bandaríkjunum í dag og
haldnir voru fundir til að minn-
ast hans. Mörgum íþróttakapp-
leikjum var frestað.
Gífurlegt tjón í Washington.
Tugir þúsunda hermanna,
slökkviliðsmanna og lögreglu-
manna eru að niðurlotum komn-
ir eftir erfitt starf í þeim borg-
um, sem harðast hafa orðið úti
í óeirðunum, höfuðborginni Was
hington, Chicago, Baltimore og
fleiri stöðum. f Washington er
talið að tjónið nemi 560 milljón
um íslenzkra króna, en aðrir
segja að þessi tala sé alltof lág.
Lögreglan segir, að þeldökkir
unglingar hafi kveikt í rúmlega
600 byggingum og farið ráns-
hendi um fjölda verzlana. Hundr
uð manna hafa misst heimili sín
í höfuðborginni, og eitt erfiðasta
verkefni yfirvaldanna er að út-
vega þessu fólki mat og húsa-
skjól.
í gærkvöldi sóttu um 2.000
menn úr sambandshernum inn í
Baltimore samkv. fyrirmælum
Johnsons forseta. Kveikt hefur
verið í á 380 stöðum í borg-
inni og rán hafa verið framin í
350 verzlunum. f Pittsburgh
var lýst yfir neyðarástandi í
gærkvöldi og 3.000 þjóðvarðlið-
í>-------------------------------
Þökk fyrir árin
þögul ég hlýði
minningalestri
frá morgni þínum.
Líttu til mömmu
ljúfur minn og stúfur
þá mun hún reyna að þrauka
unz birtir.
Landið mitt kæra
lokið er þætti,
bú þú sæng hæga
syninum unga.
Ég gef þér með honum
gleði mína
sendu mér í staðinn
svolitla von.
Blessi þig guð
barn hans ertu
þín, Mamma.
í vorn huga allt er skráð
augu þín og lokkar.
Vertu sæll í sannri náð
sólargeislinn okkar.
Amma afi og Kári.
ar sóttu inn í borgina til þess
að aðstoða lögregluna.
Ástandið var hvergi verra en
í Washington, sem um tíma var
líkust borg í umsátursástandi.
Hermenn vopnaðir rifflum og
byssustingjum stóðu vörð við öll
gatnamót og vegatálmunum var
komið fyrir á öllum vegum, sem
liggja til og frá höfuðborg-
inni. Snemma í gærmorgun
höfðu 4.169 verið handteknir í
höfuðborginni.
Ástandið var einnig slæmt í
Chicago þar sem 11 menn féllu
og kveikt var í 1.000 stöðum.
5.000 menn úr sambandshernum
voru sendir til borgarinnar til
að aðstoða 18.000 lögreglumenn
og þjóðvarðliða. Átta biðu bana
í átökunum í Washington, en 11
í Chicago, 900 meiddust i höfuð-
borginni en 300 voru fluttir á
sjúkrahús í Chicago.
Johnson ávarpar þingið.
Eftir útför dr. Kings á morg-
un eða einhvern næstu daga flyt
ur Johnson forseti þjóðþinginu
boðskap, sem beðið er með mik-
illi eftirvæntingu. Búizt er við,
að þá mun forsetinn skora á yf-
irvöld að skuldbinda sig til þess
að útrýma öllu kynþáttamisrétti
í Bandaríkjunum. Undanfarna
daga hefur forsetinn unnið að
því að semja ræðu sína og hann
hefur lýst þ hri víðmuin ann afy
hefur lýst því yfir að hann muni
leggja fram áætlun um áþreif-
anlegar aðgerðir vegna ástands
þess er nú ríkir í Bandaríkj-
unum.
Um helgina sagði Johnson
John McCormack, forseta full-
trúadeildarinnar, að þjóðþingið
yrði fyrst og fremst að binda
enda á allt misrétti í húsnæðis-
málum. Frumvarp þar að lútandi
hefur verið samþykkt í öldunga
deildinni, en er nú til umræðu
í fulltrúadeildinni.
Dómsmálaráðherra Bandaríkj-
lanna, Ramsey Clark, sagði í
gær, að ef. blökkumenn hlýddu
kalli Stokeleys Carmichaels,
leiðtoga „Black Power“—hreyf-
ingarinnar, útveguðu sér vopn
og hefndu dauða dr. Kingsjafn-
gilti það því að þeir fremdu
sjálfsmorð. Hann skoraði á
blökkumenn að fara að dæmi
dr. Kings og berjast fyrir rétt-
indum sínum án valdbeitingar.
- HANOI
Framhald af bls. 1
ar síns í Camp David og ræ'ða
þar við Ellsworth Bunker, sendi-
herra Bandaríkjanna í Suður-
Víetnam, á morgun. Dean Rusk,
utanríkisráðherra, og Clark Clif-
ford, varnarmálaráðherra taka
þátt í viðræðunum.
Stöðvunar loftárása krafizt
í Hanoi var í dag útvarpað
meginefni viðtals sem fréttarit-
ari bandarísku útvarpsstöðvarinn
ar CBS, Charles Collingwood,
hefur átt við Pham Van Dong,
forsætisráðherra, og Nguyen
Duy Trinh, utanríkisráðherra. 1
viðtalinu sagði Trinh að Noi'ður-
Víetnamstjórn vildi að sendiherr
ar hennar og Bandaríkjastjórnar
tækju þáitt í væntanlegum undir-
búningsviðræðum og heppileg-
asti fundarstaðurinn væri Phnom
Penh, höfuðborg Kambódiu, eða
einhver annar staður, sem báðir
aðilar gætu sætt sig við. 1 þess-
um fyrstu viðræðum verða
Bandaríkjamenn áð ákveða hve-
nær þeir ætla að hætta loftárás-
um og öllum öðrum styrjaldar-
aðgerðum gegn Norður-Víeitnam
algerlega og skilyrðislaust og þá
verður hægt að athuga dagskrá
formlegra viðræðna milli Banda-
ríkjanna og Norður-Víetnam,
sagðí Trinh.
Sihanouk fursti, þjóðhöfðingi
Kambódíu, segir, að ef Phnom
Penh verði valinn fundarstaður
muni hann glaður taka á móti
fulltrúum Bandaríkjamanna og
Norður-Víetnama. — Sihanouk
skýrði jafnframt frá því, að sögn
Reuters, að Hanoi-stjórnin hefði
tilkynnt honum að hún væri síð-
ur en svo ánægð með ákvörðun
Johnsons forseta um að tak-
marka loftárásirnar. Sihanouk
sagðí, að afstaða Hanoi-stjórnar-
innar væri sú, a'ð enda þótt hún
féllist á undirbúningsviðræður
jafngilti það síður en svo skuld-
Úlafur Freyr Hjaltason
Steinfríður Tryggvadóttir og Hólmgeir Halldórsson.
- HANN KYRRIR
Framhald af bls. 5
— Nei, ekki svo. Tryggvi
Helgason flýgur mikið hing-
að, en þetta er erfitt fyrir
sjúka, þvi að við þurfum að
leita læknis tiQ. Vopnafjarðar
og það getur orðið erfitt í ill-
viðrum.
— Þið takið þessu auðvitað
með staíkri ró.
— Já, já, það eru engin ill-
indi, þetta endar einhvern
tíma.
★ ★
Næst hittum við að máli
hjónin Steinfríði Tryggva-
dóttur og Hökngeir Halldórs-
son, en þau eru bæði úr
Norður-Þingeyjarsýsltuinni og
búa á Þórsihöfn.
— Eruð þið ættuð héðan?
„Við erum bæði úr N-
Þingeyjarsýslunni, en ég er
fæddur hér ó Langanesinu",
segir Hólmgeir.
:— „En þú Steinfráður“?
— „Ég er fædd á Núpi í
Axarfirðinum“.
— „Hafið þið oft fengið að
kenna á hafís“?
Hólmgeir: „Já, dálítið
svona“.
Steinfríður: „Maður hefur
bindingu um að hún taki þátt
í friðarviðræðum.
Johnson þakkar hermönnum
Áður en Johnson barst svarið
frá Hanoi-stjórninni í dag sendi
hann liðsafla Bandaríkjanna í
Suðaustur-Asíu boðskap þar sem
segir meðal annars, að hermenn
Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra hafi tekið frum-
kvæ’ðið í Víetnam-styrjöldinni og
að stórsókn Norður-Víetnama og
Víet Cong í febrúar og tilraim
þeirra til að ná herstöðinni í Khe
Sanh hafi farið út um þúfur.
Forsetinn varaði jafnframt her-
mennina við því að halda, að nú
dragi að lokum vopnaviðskipta.
í Washington var boðskapur for-
setans túlkaður á þá lund, að
hann hafi viljað reka á eftir
Hanoi-stjórninni með a'ð svara
tilboðinu um friðarviðræður.
Rússar tortryggnir
í Moskvu sagði forseti sovézka
verkalýðssambandsins, Alexand-
er Shelepin, á ráðstefnu heims-
sambands kommúnískra verka-
lýðsfélaga (WFTU) í dag, að
með Víetnam-yfirlýsingu sinni
um takmörkun loftárása hefði
Johnson forseti reynt að villa
um fyrir almenningsálitinu í
heiminum. Hann sagði, að Rúss-
ar mundu halda áfram vopna-
sendingum til Víetnam meðan
þa'ð væri nauðsynlegt til að
hrinda árás bandarískra heims-
valdasinna.
Formaður norður-vítnömsku
nefndarinnar á ráðstefnunni, Ho-
ang Quok Víet, sagði, að ræða
Johnsons væri aðeins slóttugt
klækjabragð og að ekkert væri
að marka friðaryfirlýsingar
Bandaríkjamanna. Hann skoraði
á verkamenn heimsins að veita
víetnömsku þjóðinni aukinn sið-
ferðilegan og efnahagslegan
stu'ðning.
séð hann“.
Blm.: „Hvernig virkar það
á ykkur“?
Hóbngeir: „Það er voða-
lega kuldalegt og svakalegt.
Víst er það svo. Þetta er
svipað niú og 1965, en 1918 var
ísinn miklu stórgerðari og þá
voru iðulausar stórhríðar".
Steinfríður: „Ég veit nú
ekki hvernig ég á að orða
það. ísinn hefur svona hálf-
gerð laimandi áhrilf á mann.
Hann kyrrir alveg sjóinn og
það verður ísauðn og dauða-
þögn. Mér finnst alltaf róandi.
og skemmtilegt að hluista á
sjávarniðinn, þó að hann sé
náttúrulega ægilegur þegar
hann er í hamföruím.“
Hóimgeir: „Já það ex nú
það“.
Blm.: „Þið eruð alveg sótt
við dreitfbýlið"?
Steinfríður: „Já, það held
ég nú, þetta er kyrrt Oig ró-
legt.“
Hólgeir: „Já, alveg fylli-
lega og hér er alveg ágætt að
lifa, og þó að það komi deyð-
ur í atvinnulífið í pláissinu,
þá hefur fólkið það ágætt.
Annans vekur lækniisleysið
miklu meiri ugg heldur en
ísinn.“
Westmoreland bjartsýnn
I gær ræddi Johnson forseti
við Dean Rusk, utanríkisráð-
herra, og William Westmoreland
hershöfðingi, yfirmann banda-
ríska liðsaflans í Víetnam, í
Washington. Rusk var þá ný-
kominn frá fundi varnarbanda-
lags Bandaríkjanna, Ástralíu og
Nýja-Sjálands í Wellington. —
Eftir viðræðurnar sagði West-
moreland hershöfðingi, að víg-
staða Bandaríkjamanna hefði
aldrei verið betri, ef tillit væri
tekið til aðstæðna. Hann sagði
að Bandaríkjamenn og banda-
menn þeirra væru fullir sóknar-
hugs og gætu fært sér í nyt
versnandi vígstö'ðu fjandmann-
anna.
I Genf sagði U Thant, fram-
kvæmdastjóri SÞ, að hann teldi
að undirbúningsviðræður um
frið í Víetnam mundu hefjast
mjög fljótlega og hann teldi að
eina umræðuefnið í þessum við-
ræðum yrði stöðvun loftárása.
Hann mælti eindregið með því,
að þessar vi'ðræður og síðari við-
ræður færu fram í Genf. Banda-
ríkjamenn og Norður-Víetnamar
hafa átt óformlegar viðræður í
Víentíane í Laos um fundarsitað
og ólíklegt er talið að Norður-
Víetnamar fallist á Genf.
Loftárásir harffna
I Saigon var skýrt frá því í
dag, að meðan Bandaríkjamenn
biðu eftir svari frá Hanoi hefði
loftárásum á Norður-Víetnam
verið fjölga'ð til muna og hefðu
134 árásarferðir verið farnar á
einum sólarhring. Síðan 6. janú-
ar hafa aldrei verið farnar eins
margar árásarferðir, en árásirn-
ar voru allar gerðar sunnan 20.
breiddarbaugs í samræmi við til-
kynningu Johnsons forseta um
takmörkun loftárása. Nyrzta
skotmarkið var 250 km norðan
landamæranna.