Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.04.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 23 Með heljartak á lífæð fólksins HVAð gerist í íslenzkum fiski- bæ eða þorpi, þegar enginn fisk- ur berst á land í nokkurn tíma? Þessari spurningu skaut upp í huga okkar á pálmasunnudag, þegar við héldum aftur til Akur eyrar eftir stuttar heimsóknir til Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Veður var fallegt við Eyja- fjörð þennan dag, glitrandi sól og sléttur sjór. Enginn ís? Jú, á allögðum Pollinum skemmtu slóðum, bílum og nokkrir hesta- menn hleyptu á spegilfögrum ís- inum — svo var dorgað í vök- um. Dalvíkingar héldu skíðamót í sól og snjó. Nokkrir litlir ísjak- ar sátu á grunni vestan hafnar- innar og biðu „dauða“ síns leif- ar þess mikla hvíta flota, sem fyllti Dalvíkina á föstudag. Veg- urinn fyrir Ólafsfjarðarmúla var opnaður til umferðar á pálma- sunnudag og höfðu Ólafsfirðing ar þá verið afkróaðir síðan á annan i jólum. Margir notuðu tækifærið og brugðu sér bæjar- leið, en slysavarnadeild kven- félagsins hafði basar og kaffi- sölu í Tjamarborg. Karlakór Ólafsfjarðar fór í söngför og Dalvíkingar keyptu miða á Fjalla—Eyvind. En þó fólkið virtist í fljótu bragði skemmta sér áhyggju- laust þennan dag, mótti sjá að gleði þess var nokkuð blandin. Hafísinn hafði að vísu horfið frá bæjardyrum þessa fólks, en hann hélt enn heljartaki um líf- æð þess — fiskimiðin á Gríms- eyjarsundi. Ekki öfundsverðir á næstunni. Þessi ís hefur algjörlega kom- ið í veg fyrir sjósókn allra báta hérna í um vikutíma, sagði Björg vin Jónsson fyrrum skipstjóri og nú framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Dalvíkinga. Björgvinbyrj aði sem yngsti skipstjórinn í flota Dalvíkinga, en kom í land fyrir um tveimur árum, þá elzti skipstjórinn í flotanum. — Ef þetta heldur áfram svona, hélt Björgvin áfram, er atvinnuleysi fyrirsjáanlegt, því fiskurinn er undirstaða okkar atvinnulífs. — Hvernig hefur aflinn ver- ið í vetur? — Togbátarnir hafa aflað sæmilega, en línan verið léleg. Þá hefur ótíð mikið hamlað veið- um, en einmitt núna þegar lok- aðist virtist fiskur vera genginn á miðin, því allir bátar fengu ágætan afla í síðasta túrnum. >— Og flotinn? — f vetur eru gerðir héðan út þrír stórir bátar. Bjarni, sem er 60 tonn, rær með línu, en bátar Útgerðarfélagsins, Björg- úlfur og Björgvin, sem eru 250 tonn hvor, stunda togveiðar og hafa þeir verið gerðir þannig út í atvinnubótaskyni undanfarna vetur. Þá róa héðan um 15 minni bátar og trillur, sem stunda að- allega hrognkelsaveiðar á þess- um tíma. Margir þeirra drógu upp net sin áður en ísinn kom, en þora nú ekki að leggja þau aftur. Nokkuð af netum fór und- ir ís og hafa þáu ekki náðst enn. — Ég sé, að Björgvin og Björg úlfur eru að láta úr höfn. Lítill bátur leggst — Já, við ætlum að reyna, hvort þeir komast eitthvað út, svona upp á von og óvon. Það er helzt fyrir togbátana að reyna, þegar ástandið á miðun- um er svona slæmt, því þeir draga veiðarfærin á eftir sér og geta beygt fyrir stærstu jakana án þess að eiga á hættu að missa allt saman. Þá brá Bjarmi sér út fjörð í morgun, en hann fékk eitthvað af loðnu hérna rétt fyrir utan höfnina í gærkvöldi (laugardags kvöld): Við reynum auðvitað allt, sem við getum, þó litlar vonir séu um að við höfum árangur sem erfiði meðan ísinn liggur á mið- unum. En við getum ekki annað en reynt. Hér er atvinna fólksins í hættu og við höfum ekkert annað til að hlaupa upp á með- an ekki berst fiskur á land. — ísinn kom alveg hér inn á Dalvíkina? — Já, það var á föstudag, sem flotinn hvíti nálgaðist höfnina ört. Okkur varð nú ekki um sel og lokuðum henni með vír. Klukkan 6 á föstudag var ísinn kominn inn á sand og fyllti hann þá alla Dalvíkina. í gærmorgun (laugardagsmorgun) var hann horfinn út, nema þessi fáu jaka- hró, sem við sjáum þarna. — En sem stendur er fram- tíðin ekki björt. — Nei, það er óhætt að segja það. Norðurlandið er ekki vel undir langt siglingastopp búið, t.d. hvað olíu snertir. Það er strax byrjað að skammta hana í báta hér. Og ef atvinnuleys- ið bætist ofan á erfiða vertíð til Björgvin Jónsson þessa, þá erum við langt frá því að vera öfundsverð á næstunni. „Sjaldan er mein að miðsvetrar- is“. Það fyrsta, sem ég hef heyrt um ís á Dalvíkinni, er vorið 1887, sagði Sigurður P. Jónsson, kaupmaður, þegar við litum inn til hans skömmu eftir hádegið. að bryggjiu á Dalvik. S.I. sunnudag var höfnin á Dalvík orðin auð af ís. A myndinni sjást bátar við bryggju, snjóruðningur er á bryggjum. en Sigurður P. Jónsson Það vor fluttist faðir minn nið- ur á Dalvík. Þetta var hart vor — mikill ís lagðist upp að Norð- urlandi fyllti allan Eyjafjörð og lá lengi hérna á víkinni. En það var líka einmitt þetta vor, sem hval rak hér á fjöru, en af slíku fara engar sögur síðan. Þessi hvalur varð mörgum mikil björg. Ég þykist nú fyrst muna ís á Dalvík 1897. Þá var ég auð- vitað krakki, því ég get sagt eins og kerlingin, að ég sé kom- inn hátt á áttunda tuginn. En 1897 fylltist hér allt af ís, en ekki man ég nú lengur, hversu langa viðdvöl hann hafði á vík- inni. Þó eru mér í fersku minni margar ferðir okkar krakkanna út á ísinn, eftir að hann fraus saman. — Hvað um hvítabirni? >— Ég minnist þess, að þeir hafa verið skotnir út á Látra- strönd, en ekki margir. Árið 1907 kom talsverður ís inn á víkina, en lá aðeins stutt við. Þegar ís- inn lagðist upp að Norðurlandi 1914 fyllti Eyjafjörð aldrei, en allar bjargir á sjó voru okkur bannaðar lengi vel. Árið eftir var ég erlendis, en ég man úr bréfum að heiman, að ísinn lá við Norðurland alveg fram í ágúst, þó hér hafi aldrei gert kafþök í það sinnið. Nú, þá kemur frostaveturinn mikli 1918. Það hefur nú svo margt verið um hann rætt og ritað, að ég hef varla neinu við að bæta, en ekki hurfu síðustu jakarnir úr Eyjafirði fyrr en í maíbyrjun og í janúar lagðist ísinn að. Þá var farið með hesta og sleða hér yfir Eyjafjörð utan Hríseyjar. Ógurlegur kuldi fylgdi þessum ís — það var ekki oft serp frostið var minna hér en 20 stig. Þetta var hörmungartími. fsinn fór að lóna frá í út- firðinum í aprílbyrjun en seint í apríl þurfti ég að komast til Akureyrar. Þá lokaði ísinn inn- firðinum við Nafir og steig ég þar af bátnum og skautaði inn til Akureyrar eftir samfelldri glærunni. Ojá, það var ýmislegt gert þá, sem varla yrði leikið eftir nú á tímum, en þetta eru síðustu hafþökin hér, sem ég hef upplifað. 1965 kom ísinn aldrei að neinu ráði inn í Eyjafjörð. Einni spöng man ég eftir á Dalvík- inni. Hana rak fyrir höfnina og lagðist hún hér austur með sandinum. Það var allt og sumt. Og núna hafði ísinn tæplega sól- arhringsviðdvöl. En við skulum muna, að vor- ísinn er alltaf hættulegastur — því eins og málshátturinn seg- ir: Sjaldan er mein að miðs- vetrarís. „Nei þetta er sko ekki björgu- legt.“ Við ókum fyrir Múlann til Ól- afsfjarðar. Meðfram Múlanum var dreifður íshroði við landið, en fyrir mynni fjarðarins fór heldur meira fyrir þessum „landsins forna fjanda" og í mynni Eyjafjarðar og þar út dreifðan næst, en um 10 mílur út af Gjögri lokaðist allt. Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Ólafi Bekk, var nýkominn í land, þegar við hittum hann að máli. — Þetta er í stuttu máli sagt hörmulegt, sagði Kristján. Við er um búnir að berjast við ógæft- ir í allan vetur og loksins þeg- ar útlit er fyrir betra kemur haf ísinn. Þá var líka fiskur ný- genginn á miðin og ég er viss um, að þar var um eina beztu fiskigöngu í langan tíma að ræða. — Hvenær lokaði ísinn mið- unum, Kristján? — Það var á sunnudag fyrir viku, en dagurinn sá var einn kaldasti, sem komið hefur hér í Ólaf^firði lengi. Síðan hef ég ekki fengið bein úr sjó — ég hef verið a_ð reyna að finna net- in aftur. Ég náði sex trossum strax á mánudag og þá hafði ís- inn dregið þær sumar um mílu úr stað. Sömu sögu segja hinir og er þó margt ókannað því einn bátur á allar trossurnar, nema eina, í sjó ennþá og fæstir eru búnir að finna sínar flestar aft- ur. í gær (laugardag) fann ég svo mína síðustu. — Eru netin ekki skemmd? — Biddu fyrir þér, þetta er allt jneira og minna ónýtt, en þessu verður að bjarga, ef tök eru á, því svona drauganet halda áfram að veiða í sig eng- um til gagns. í gær fann ég eina trossu, sem annar bátur átti og voru um 6 tonn í henni, þar tonn í sig síðustu nóttina. Þessi ís er miklu verri en ísinn 1965. Þá gátu flestir látið netin liggja og belgirnir og bólfærin fóru bara undir ísinn. Nú skarst þetta allt af og netin sukku, en síðan finnum við þau meira og minna ónýt. — Hvað róa margir bátar frá Ólafsfirði? — Við erum fimm á netum, fjórir stunda togveiðar og tveir eru á línu — ellefu þilfarsbátar í allt. Hér eru tvö frystihús og svo eru nokkrir einstaklingar sem taka fisk og verka. — Hvað er þinn bátur stór og hversu mikill er aflinn í vet- ur? — Ólafur Bekkur er 150 tonn. Við byrjuðum seint og ekki hef- ur tíðin verið okkur hagstæð, eins og ég sagði áðan, en við erum komnir með um 115 tonn. Nú hringdi síminn. Þar var kominn Björn Sörensen, skip- stjóri á Húsavík, og sagði Krist- ján, að við skyldum heyra í honum hljóðið. — Það er ókræsi- legt útlitið, sagði Björn þegar við spurðum tíðinda. Við kom- umst ekki út úr höfninni, því henni lokar ísspöng, en miðin eru auð og öll net í sjó. Við erum alveg innikróaðir. Á morg- un (mánudag) ætlum við að ráð- ast á spöngina og reyna að sprengja hana í sundur, en síð- an fá báta til að slefa jakana burt. Þess vegna hringdi ég í Kristján núna. Skipstjórarnir ræddu stundar- korn saman um horfurnar ... — Þetta er alveg eins og ég sagði Birni, sagði Kristján, þejj- ar hann kom úr sírpanum. Eg veit ekki hvað tekur við, ef ísinn fer ekki af miðunum — hreint hallæri held ég barasta. Nei, þetta er sko ekki björgu- legt. — Þið fenguð ísinn inn í Ól- afsfjörð? — Já, á föstudag var hann af ANA og dreif ísinn þá inn í fjörðinn og fyllti hann. Við lok- uðum höfninni með stálvír. En morguninn eftir var ísinn að mestu horfinn út aftur. — Hvernig er með olíu hér? Það er ekki farið að skammta á bátana enn og sára- fá hús hér eru hituð með olíu. Við höfum hitaveitu, sem hefur reynzt ágætlega í vetur. Nú varð Kristján að fara til að bera bón Björns á Húsavík undir útgerðarmann sinn. Við héldum niður í félagsheimili og fengum, okkur kaffi hjá kven- félagskonunum. Það var gott kaffi og við fengum rjómapönnu kökur með. ísinn hafði lítið sem ekkert breytt sér, þegar við ókum til baka fyrir Múlann. Hann glotti þarna kaldranalega til okkar — með heljartaki á lífæð fólksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.