Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
Morðingi dr.
Kings ófundinn
— Rólegt í óeirðaborgunum
meðan útförin var gerð
Kista dr. Kings borin út úr Ebenesarkirkjunni í Atlanta í gærdag.
New York, 9. apríl - AP—NTB
•k Að minnsta kosti 30 manns
hafa látið lífið í óeirðum í mörg
um borgum Bandaríkjanna, sem
hófust eftir að blökkumanna-
leiðtoginn dr. Martin Luther
King var myrtur í borginni
Mempliis sl. fimmtudagskvöld.
Alls hafa rúmlega 60 þúsund
hermenn og þjóðvarðliðar verið
sendir til borganna, þar sem ó-
eirðirnar hafa orðið hvað mest-
ar, og virtist í dag sem þeim
hefði tekizt að koma á reglu víð
ast hvar. Auk þeirra 60 þús-
und hermanna, sem aðstoðað
hafa lögreglulið borganna
hafa um 300 þúsund þjóð-
varðliðar verið hafðir til taks
í herstöðvum víða um Banda-
ríkin, ef á þyrfti að halda. Er
þetta mesta herútboð í sögu
Bandarikjanna tii að kveða nið
Gífurlegur fjöldi viö útför
IMartins Luthers Kings
Brakandi sólskin og 26 stiga
hiti bugaði rnarga viðstadda
Atlanta, Georgíu, 9. apríl.
Frá Ingva Hrafni Jónssyni,
fréttamanni Mbl.
ÚTFÖR Martins Luthers
Kings var gerð í Atlanta í
dag, og tóku á annað hundrað
þúsund manns þátt í henni.
Fagurt veður var hér í Atl-
anta, fæðingarborg dr. Kings,
í dag, og mun útförin hin fjöl-
mennasta, sem fram hefur
farið í Bandaríkjunum frá því
INiý stjórn
■ Tékkó-
slóvakíu
Prag, 9. apríl — AP
NÝ ríkisstjórn settist að völdum
í Tékkóslóvakíu í dag undir for
sæti Oldrich Cerniks forsætis-
ráðherra, og sóru ráðherramir,
29 talsins, embættiseiða sína í
forsetahöllinni í morgun. Las
Ludvik Svoboda forseti þeim
eiðstafinn.
Vitað er um aðeins tvo ráð-
herra í nýj.u stjórninni, sem eteki
eru kommúnistar, og áttu þeir
báðir sæti í ríkisstjórn Jozefs
Lenarts, er sagði af sér fyrir
helgina. Eru þetta Bohuslav Kuc
era dómsmálaráðlherra og Vlad-
islav Vlcek heilbrigðismiálaráð-
herra. Höfðu staðið yfir viðræð-
ur við fulltrúa minnihluitaflotek-
anna um aðild að nýju ríteis-
stjórninni, og því reitenað með
að þeir hlytu fleiri ráðiherraem-
bætti.
Kennedy heitinn Bandaríkja-
forseti var jarðsunginn.
Gífurlegur fjöldi háttsettra
embættismanna og tignarmanna,
erlendra og innlendra, kom flug-
leiðis hingað tii Atlanta í gær og
í dag til að votta hinum látna
leiðtoga virðingu sína. — Meðal
þeirra, sem sóttu guðsþjónust-
una í Ebenesarkirkjunni í morg-
un, voru Hubert Humphrey vara
forseti, fulltrúi Johnsons forseta,
Jacqueline Kennedy ekteja Kenne
dys heitins, bræðurnir og öld-
ungadeildarþingmennirnir Ed-
ward og Hobert Kennedy ásamt
eiginkonum, Rockefeller ríkis-
stjóri í New York, Lindsay borg
arstjóri í New York, keppinaut-
arnir Richard Nixon og Eugene
McCarthy, sem báðir sækjast nú
eftir fcysetaembættinu, og fjöldi
þingmanna, borgarstjóra og ann-
arra háttsettra embættismanna.
Einnig voru þarna margir þekkt
ir leikarar og skemmtikraftar,
eins og Sammy Davis jr., Harry
Belafonte, Marlon Brando, Paul
Newman o. fl.
Ég kom niður áð Ebenesar-
kirkju um klukkan átta í morg-
un eftir staðartíma, og hafði þá
þegar safnazt mikill mannfjöldi
umhverfis kirkjuna og í ná-
grenni hennar, hvar sem menn
gátu fundið autt svæði. — Alla
nóttina hafði verið stöðugur
straumur fólks um kirkjuna að
kistu dr. Kings til að sjá leiðtog-
ann látna í síðasta sinn, en kist-
Framhald á bls. 24.
ur óeirðir innanlands.
★ Leitin að morðingja dr.
Kings hefur enn engan árang-
ur borið þrátt fyrir þau um-
mæli Ramseys Clarks dómsmála
ráðherra í gær að verið væri að
leita ákveðins manns, sem grun
aður væri um morðið. Hundr-
uð Iögreglumanna í Memphis og
fulltrúar alríkislögreglunnar, F
BI, hafa unnið að rannsókn
málsins, en ekkert er látið uppi
um niðurstöður rannsóknanna.
ic í mörgum borgum var ó-
eirðum haldið áfram í morgun,
en er líða tók á daginn tókst að
koma á friði. Útför dr. Kings
var gerð í Atlanta í dag, og þeg
ar hún hófst virtust hugir þeirxa
sem að óeirðunum stóðu, bein-
ast að hinum Iátna leiðtoga frek
ar en að hefndaraðgerðum.
í borginni Baltimore í Mary-
land hafa verið stöðugar óeirð-
ir í þrjá daga, og sums staðar
voru þar leyniskyttur að verki
á mánudagskvöld. Ektei var þó
vitað til þess að leiteni þeirra
í meðferð skotvopna hefði leitt
til neinna meiðsla.
Alls eru um tíu þúsund her-
raenn komnir til Baltimore til
að reyna að koma á reglu í borg
inni, og hafa um 3.600 manns
verið hsndteknir. Fiimm manns
hafa beðið bana í óeirðunum og
480 særzt, meðal þeirra síðar-
nefndu 40 lögreglu- og slökkvi-
liðsmenn. Hefur lögreglunnd ver
ið tilkynnt um 1.700 innbrot og
þjófnaði og 600 íkveifcjuir í borg
inni frá því að óeirðirnar hóf-
ust.
Miklar óeirðir hafa verið í
Framhald á bls. 24.
Leitað samninga um fundarstað
— fyrir viðræður um framtið Vietnam
Washington, 9. apríl (NTB-AP)
LYNDON B. Johnson Banda-
i'íkjaforseti, sat í dag fund
með helztu ráðgjöfum sínum
í Camp David til að ræða
fyrirhugaðar viðræður við
fulltrúa stjómar Norður-Viet
nam.
Tilkynnti forsetinn, að
Bandaríkjastjórn væri í sam-
bandi við stjórnina í Norður-
Vietnam, og væri verið að
athuga hvar helzt væri unnt
að halda viðræðurnar. Sagði
hann, að strax og fundar-
staður hefði verið ákveðinn,
Póllandsforseti segir af sér
— Þingið kvatt saman — Búizt
við breytingum á stjórninni
Varsjá, 9. apríl (AP-NTB)
Edward Ochab forseti baðst
í gærkvöldi lausnar frá emb-
ætti sínu, sem hann hefur
gegnt frá því í ágúst 1964. —
Kvaðst hann ekki lengur
treysta sér til að gegna for-
setaembættinu vegna heilsu-
brests.
Þjóðþing Póllands var
kvatt saman í dag til tveggja
daga fundarhalda, og er talið
að helzta umræðuefnið verði
val á nýjum forseta. s
Orðrómur hefur verið á kreiki
öfðru hverju á undanförnum ár-
um um að Ochab hyggðist
segja af sér, og hefur sá
orðrómur magnazt á undan-
förnum vikum eftir óeirðir
stúdenta víða í Póllandi. Sendi
forsetinn Czeslaw Wycecih, þing-
forseta, lausnarbeiðni sína, sem
var svohljóðandi:
„Þar sem heilsufar mitt fer
versnandi og hindrar mig að
verulegu leyti í að gegna emb-
ætti mínu sem forseti ríkisráðs
pólska alþýðulýðveldisins, fer ég
þess á leit við háttvirt þjóðþing
að það leysi mig frá embætti*1.
Þótt lítil völd fylgi forseta-
embættinu, telja vestrænir stjórn
málamenn afsögn Ochabs mjög
athyglisverða, og að fleiri breyt-
inga sé nú að vænta á stjórn Pól
lands og pólska kommúnista-
flokksins. Sumir þessara stjórn-
Framhald á bls. 24.
væri bandaríska stjórnin
reiðubúin að senda fulltrúa
sína þangað.
Benda þessar upplýsingar for-
setans til þess, að ekki hafi enn
náðst samkomulag um fundar-
staðinn, en vonazt er til, að þeir
erfiðleikar verði yfirstignir fljót
lega. Bandarísku fulltrúarnir
hafa lagt til, að fundirnir verði
haldnir í Genf, en fulltrúar
Norður-Vietnam hafa lýst því yf
ir, að þeir kjósi heldur einhvern
stað nær Hanoi, eins og til dæm-
is Phnom Penh, höfuðborg
Kambódíu. Var skýrt frá því í
Hanoi í dag, að stjórn Kambó-
díu hefði boðizt til þess að taka
á móti fulltrúum deiluaðila í
Phnom Penh. Margt bendir til
þess, að Hanoi-stjórnin haldi
fast við það, að viðræðurnar fari
fram í einhverri höfuðborg Asíu,
og er talið sennilegast, að fyrir
valinu verði annað hvort Ran-
goon í Burma eða Vientiane í
Laos.
Eftir að viðræður hefjast er
það krafa stjórnar Norður-Viet-
nam að fyrst verði rætt um skil-
yrðislausa stöðvun loftárása
Bandaríkjamanna og annarra
hernaðaraðgerða þeirra gegn
Framhald á bls. 23.