Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRlL 1968
Verða Útvegsbanki og
Búnaðarbanki sameinaðir?
— Tillaga dr. Jóhannesar Nordals
á árstundi Seðlabankans í gœr
í RÆÐU þeirri, sem dr. Jó-
hannes Nordal, formaður
bankastjórnar Seðlabankans,
flutti á ársfundi bankans í
gær, ræddi hann m.a. hugsan-
lega fækkun bankanna úr sex
í þrjá eða fjóra og vakti sér-
staklega athygli á því að á-
stæða kynni að vera til að
sameina Útvegsbankann og
Búnaðarbankann, en úr
þeirri sameiningu taldi Seðla
bankastjórinn að gæti mynd-
ast mjög sterkur alhliða við-
skiptabanki.
Dr. Jóhannes Nardal sagði,
að hliðstæð rök mætti færa
fyrir sameiningu einkabanka,
en þó kvaðst hann ekki vilja
nefna ákveðna tillögu í þeim
efnum. Þess má geta að einka
bankarnir eru þrír, Verzlunar
bankinn, Iðnaðarbankinn og
Samvinnubankinn.
Hér fer á eftir sá kafli í
ræðu dr. Jóhannesar Nordals,
sem fjallaði um endurskipu-
lagningu bankakerfisins og
sameiningu bankanna:
Að þessu tilefni er ekki úr
vegi að víkja nokkrum orðum að
skipulagi bankakerfisins og
hvort það fullnægi þeim kröf-
um, sem til þess eigi að gera.
Á síðustu fimmtán árum hefur
orði'ð á þessu sviði ör þróun,
þrír viðskiptabankar hafa verið
Húsavíkurbdtar
iundu sumir
net sín —
Húsavík, 9. apríl:
í GÆRKVÖLDI og nótt þegar
búið var að opna rennuna i gegn
um ísinn út úr höfninni, fóru
allir bátar, sem net áttu í sjó til
að leita þeirra. Hafa þeir verið að
leita í dag. Trillubátarnir, sem
áttu netin hér næst, eru komnir
að og hafa fundið dálítið af net
um, en dekkbátarnir eru enn ó-
komnir. Rennunni hefur verið
hægt að halda opinni þó rekið
hafi í hana annað slagið jaka,
hefur reynzt auðvelt að stjaka
þeim burtu- — Fréttaritari.
stofnaðir, 40 bankaútibú hafa
verið sett á laggimar, þar af 30
utan Reykjavíkur og 10 í Reykja
vík. Tíu sparisjóðir hafa bætzt
við, en á móti hefur tólf verið
breytt í bankaútibú. Enginn
vafi er á því, að þörf var orðin
fjölbreyttari bankaþjónustu ekki
sízt úti á landi, enda hafði banka
útibúum og sparisjóðum til sam-
ans aðeins fjölgað úr 57 1920 í 71
1953. Með eflingu bankakerfisins
síðustu árin hefur þjónusta verfð
stóraukin og bætt til hags fyrir
almenning og atvinnufyrirtæki.
Á hinn bóginn hefur þróunin
verið örari en svo, að ætíð yrði
tryggt, að hún legðist í æskileg-
astan farveg. Það er því skoðun
bankastjómar Seðlabankans, að
tímabært sé orðið að huga gaum-
gæfilega að skipulagi bankakerf-
isins í ljósi reynslu undanfar-
inna ára. Benda má á, að þróun-
in alls sta'ðar í heiminum stefnir
nú að sammna banka og innláns
stofnana í stærri og starfhæfari
heildir. Veldur því margt, svo
sem betri nýting sérhæfs vinnu-
afls og nýtízku véltækni í bók-
haldi og skýrslugerð, en þó ekki
sízt þörf stærri og sterkari banka
stofnana til að sjá æ fjármagns-
frekari atvinnurekstri fyrir hag-
kvæmu lánsfé. Til viðbótar þessu
háir það mjög bankastarfsemi
hér á landi, hve sumir bankarnir
em einhæfir og viðskipti þeirra
um of bundin einstökum atvinnu
vegum, en slíkt hlýtur oft að
valda erfiðleikum, þar sem at-
vinnulíf er jafn óstöðugt og hér
á landi.
Það er á engan hátt tímabært
að gera í þessu efni ákveðnar
tillögur, en bankastjórn Seðla-
bankans er þeirrar skoðunar, að
æskilegt sé að hefja athugun á
því sem allra fyrst, hvort ekki
sé hagstætt áð vinna að samruna
bankastofnana hér á landi,
þannig að í stað sex viðskipta-
banka nú verði þeir aðeins þrír
til fjórir að nokkrum árum liðn-
um, en sú tala ætti að nægja til
að tryggja eðlilega samkeppni.
Sérstaklega virðist ástæða til að
athuga, hvort ekki sé rétt að
fækka ríkisbönkunum úr þrem-
ur í tvo, t.d. með sameiningu
Búnaðarbankans og Útvegsbank-
ans, en úr þeirri sameiningu
ætti áð geta myndast mjög sterk-
ur alhliða viðskiptabanki. Hlið-
stæð rök má að sjálfsögðu færa
fyrir sameiningu einkabanka, án
þess að ég vilji nefna neina á-
kveðna tillögu í því efni. Loks
má minna á, að mikil þörf er
orðin á endurskoðun laga og
reglna bæði um sparisjóði og inn
lánsdeildir kaupfélaga og nýrrar
skilgreiningar á verkaskiptingu
þessara stofnana annars vegar
og viðskiptabankanna hins veg-
ar.
Þessi mynd var tekin af brennandi fiaki farþegaþotunnar af .
gerðinni Boeing 707, eftir að flugstjóranum hafði tekizt að I
lenda flugvélinni aftur á He athrow-flugvellinum í London, |
en eldur kom upp í henni 2 mínútum eftir flugtak. Fimm af i
126 manns, er með vélinni voru biðu bana. Engu að síður'
þykir það ganga kraftaverki næst, að ekþi skyldu fleiri far-1
ast í þessu flugslysi.
Flugslysið á Heafhrow-flugvelli:
Hæf ni f lugst jórans forðaði
enn alvarlegra slysi—
Tókst að lenda brennandi vélinni, eftir að einn
hreyfill var dottinn af
London, 9. apríl: —
ÞEIR, SEM lifðu af flugslysið
í London i gær, heiðruðu í
dag hinn 47 ára gamla flug-
stjóra, Charles Taylor frá N-
Sjálandi, sem lenti brennandi
Boeing 707 farþegaþotu, er
misst hafði einn hreyfil, á
undraverðan hátt á Heath-
row-flugvelii.
Aðeins fimm — ein flug-
freyja og fjórir farþegar —
biðu bana af 126 manns, sem
með vélinni voru, en hún var
í eigu BOAC. Þeir, sem kom
ust lífs af, sögðust eiga það
að þakka hæfni Charles Tayl
ors flugstjóra.
— Hann lenti með undur-
samlegum hætti, sagði brezka
Ekkert uð
týndu bútnum
í GÆR var auglýst eftir vélbátn-
um Bifanda HE 9 frá Skaga
strönd. Landhelgisflugvélin Sif,
sem var í ísflugi, fór að svipast
eftir bátnum. Sá hún hann á
Húnaflóa og var allt í lagi um
borð.
Skákþing Islands “68
Cuðmundur Sigurjónsson hefur forustuna
SKÁKÞING íslands 1968 var
sett sl. sunnudag af forseta skák-
sambandsins, Guðmundi Ara-
syni. Viðstaddir setningu móts-
ins var borgarstjórinn í Reykja-
vík, Geir Hallgrímsson, og fleiri
velunnarar skáksambandsins.
Að fjórum umferðum loknum
í landsliðsflokki, hefur Guð-
mundur Sigurjónsson tekið for-
Fá 360 þús. fyrir 76 tonna dagafla
stúlkan Irene Bolineaux, 17
ára gömul. — Við hljótum að
eiga honum líf okkar að
þakka.
Starfsmaður BOAC sagði:
— Hæfni Taylors flugstjóra
forðaði frá miklu alvarlegra
slysi en varð.
Taylor hóf flugið frá Heath
row-flugvelli kl. 15.27 á mánu
dag og var ferðinni heitið til
Framhald á bls. 23.
ustu, hefur unnið allar sínar
skákir og hlotið 4 vinninga.
Freysteinn Þorbergssón er í 2.
sæti með 3 vinninga. Haukur
Angantýsson er með 2% og eina
biðskák, Björn Þorsteinsson með
2%, Bragi Kristjánsson með 2
og eina biðskák, Gunnar Gunn-
arsson með m og eina biðsikák,
Jón Kristinsson með 1 og tvær
biðskákir, Magnús Sólmundar-
son 1 og eina biðskák, Jónas Þor
valdsson með % og eina bið-
skák, Ingimar Halldórsson með
% og eina biðskák, Björn Sig-
urðsson með % vinning og Hall-
dór Jónsson með 0 vinning jg
tvær biðskákir.
— Rœtt við Björgvin Cunnarsson, skipstjóra á Geirfugli,
en báturinn er búinn að fá 200 tonn / sex lögnum
NETABATAR hafa aflað vel
á Selvogsbanka að undan-
fömu, en fáir þó betur en
Geirfugl frá Grindavík, sem
búinn er að fá 850 tonn á ver-
tíðinni, það sem af er. Skip-
stjóri á Geirfugli er Björgvin
Gunnarsson ög var hann glað-
ur í bragði þegar við ræddum
við hann í gær, enda átti
hann afmæli þann dag. Tilefni
viðtalsins var þó ekki afmæl-
ið, heldur vildum við leita
fregna hjá honum um fiski-
ríið á Selvogsbanka síðustu
daga.
— Já, það hefur verið á-
gætis afli hér á bankanum
undanfari’ð á allstóru svæði.
Við höldum okkur á Selvogs-
hrauninu, og erum syðstir
bátanna, sem hér eru að veið-
um. Við erum svo að segja
alveg í hraunjaðrinum, en það
virðist vera hvað mestur fisk-
ur þar. Hér rétt fyrir sunnan
okkur eru svo togararnir að
veiðum.
— Eruð þið búnir að vera
lengi á þessum mfðum?
— Nei, við erum nú að
draga í sjötta sinn og þetta
hefur gengið ágætlega. Áður
vorum við mest við Reykja-
nesröstina, en aflinn þar var
miklu tregari.
— Hvenær byrjuðuð þið
veiðar á þessari vertíð?
— í byrjun febrúar. Okkur
gekk ekkert of vel framan af,
en frá því að við komum hér
á Selbogsbankann höfum við
fengið um 200 tonn. Við er-
um komnir með rúmlega 850
tonn, ef það, sem við höfum
fengið í dag, er talið með.
— Hafið þið fengið góðan
dagafla yfirleitt?
— Já, það má segja það. Á
föstudag komum við t.d. inn
með 76 tonn, á laugardag 28
tonn, á sunnudag 50 tonn og
21 tonn í gær. Og eftir útlit-
inu áð dæma verðúm við með
eitthvað meira í dag. Þrátt
fyrir þennan afla höfum við
aðeins verið með átta trossur
á Selvogsbankanum, en í
fyrra vorum við oftast með
10—12 trossur — 14 síðustu
dagana — og öfluðum samt
miklu minna. Ég geri ráð fyr-
ir að við séum nú búnir að fá
helmingi meiri afla, það sem
af er, en á sama tíma í fyrra.
— Hver eru áflaverðmæti
76 tonna dagafla?
— Það á að vera auðvelt
að reikna það út. Við fáum
ca. 4.70 kr. fyrir hvert kíló,
og heildarverðmætið er því í
kringum 360 þúsund krónur.
Við spyrjum Björgvin að
lokum, hvað hann álíti um
páskahrotuna að þessu sinni.
— Það er engin ástæða til
annars en vera bjartsýnn.
Hún hefur að vísu brugðizt
tvö undanfarin ár, en núna
lítur þetta mun betur út. Og
eftir reynslu fyrri ára ættu
beztu afladagamir að vera
skírdagur og laugardagurinn
fyrir páska.
Dymbilvuku
Stúdentu-
félugsins
STÚDENTAFÉLAG Reykjavík-
ur efnir til kvöldvöku á Hótel
Sögu í kvöld kl. 9. Þar murt
Helgi Sæmundsson flytja ávarp,
en síðan verður mælskukeppni
milli norðan og sunnan stúdenta.
Dómendur verða: Páll Lindal og
Guðmundur Benediktsson. Af
hálfu norðanstúdenta tala Barði
Friðriksson, Halldór Blöndal og
Már Pétursson, en sunnanstú-
denta Björn Th. Björnsson,
Árni Björnsson og Jón E. Ragn-
arsson. Siðan verður almennur
söngur og stiginn dans fram eft-
ir nóttu.