Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGUR 10. APRÍL 1968 Fyrsta Norðurlanda- mðt karla hérlendis — IUótið hefst á laugardag NORÐURLANDAMÓTIÐ í körfu knattleik eða Polar-cup-keppnin svonefnda, verður fyrsta Norður landamót sem hér er haldið i karlaflokki. Mótið varð til upp úr keppni, sem Svíar stofnuðu til um bikar er þeir gáfu á tímamót um körfuknattleiks þar í landi, og nefndu Polar-cup. KKÍ hefur sent lið til keppn- innar undanfarin ár, en mótið er haldið annað hvert ár, og ís- lendingar ætíð hlotið 3. sæti. Fjórum sinnum hafa íslendingar unnið Dani í þessari grein, en Norðmenn eru nýkomnir í hóp- inn og hafa enn rekið lestina. Hingað mæta öll Norðurlöndin fjögur til keppninnar, Finnar, sem eru langsterkastir Norður- landaþjóða í greininni og hafa ætíð sigrað, senda sitt bezta félagslið til keppninnag, enda eru meðal liðsmanna þess 7 iandsiiðsmenn. Hin löndin senda ladslið sín. Undirbúningur mótsins hér Paul Nash enn á 10,0 SUÐUR-afríski spretthlauparinn ana á 10,0 sek. á íþróttamóti í Paul Nash hljóp hundrað metr- A-Transvaal sl. sunnudag. Þetta er í þriðja skiptið á fimm dög- um, í fyrsta skipti var meðvind ur en í tvö síðari skiptin var hlaupið við löglegar aðstæður. Nash þykir nú líklegastur til að hlaupa 100 metrana fyrstur manna undir 10 sekúndum. hefur verið KKÍ til mikils sóma og væntanlega á sambandið eftir að uppskera ávöxt erfiðis síns í mikilJi aðsókn. Það eru ekki alltaf á boðstól- um hér landsleikir milli t.d. Finnlands og Svíþjóðar, eða Dana og Svía. Og okkar lið á mikið erindi í mótið, hefur und- irbúið sig mjög vel og náð góð- um árangri. Ekki er útilokað að liðið geti sigrað Svía og — svo gert sé ráð fyrir sömu úrslitum við Dani ,og Norðmenn og áður — hlotið annað sætið. En slíkir spádómar eru varasamir og skal ekki farið út í þá að sinni. Mótið hefst á laugardaginn og lýkur á annan páskadag. íslenzka landsliðið í körfuknat tleik sem mætir á Norðuriandam ótinu ásamt þjálfara og formanni landsliðsnefndar. (Ljósm.: Sv. Þorm.) 91 keppa á skíðalandsmót- inu á Akureyri um páskana Mikill undirbúningur keppni og samkomuhalds SKÍÐAMÓT ísland hefst á Ak- ureyri í dag en lýkur þann 15. apríl eða á annan páskadag. — Mótsetning verður kl. 14,30 í dag og setur Stefán Kristjánsson for maður SKÍ mótið. Síðan hefst keppni í göngu 17—19 ára og 15 km göngu 20 ára og eldri. Á fimmtudag er keppt í stökki og í stökki norrænnar tvíkeppni svo og í stórsvigi kvenna og karla. Á föstudaginn langa verður haldið skíðaþing — ársþing SKÍ — og messa í Akureyrarkirkju kl. 10,30. Á laugardag er keppt í boð- göngu 4x10 km og í svigi kvenna. Á páskadag er keppt í svigi karla en á annan páskadag er keppt í 30 km göngu, flokka- svigi og um kvöldið verða móts slit í Sjálfstæðishúsinu. Mikill og góður undirbúningur að mótinu hefur verið unninn og er t.d. umfangsmikil skemmti- skrá dag hvern að föstudegi und anskildum. Mótsstjórn skipa Hermann Ste fánsson, Jens Sumarliðason og Haraldur M. Sigurðsson. Leik- stjórar eru Tryggvi Þorsteinsson (ganga), Hermann Sigtryggsson (stökk) og Óðinn Árnason (svig og stórsvig). Samkomustjóri er Ólafur Stefánsson. Mjög mikil þátttaka er í mót- inu og keppendur alls 91 frá 8 félögum og samböndum. Enska bikarkeppnin: Liverpool og WBA 1-1 — Verða að leika í þriðja skipti LIVERPOOL og West Bromwich Albion gerðu enn jafntefli, og nú eftir framlengingu, — þegar þessi félög mættust öðru sinni í 6. umferð ensku bikarkeppninn ar sl. mánudagskvöld. Leikurinn var leikinn á Anfield Road-vell- inum í Liverpool fyrir 55 þúsund áhorfendum. Liverpool sótti mun meira framan af og það kom engum á óvart þegar Tony Hateley skor- aði eftir 24 mínútur. Peter Thompson lék upp vinstri vall- arhelming gaf fyrir og miðvörð urinn Ron Yeats náði að skalla að marki, en í slá, síðan hrökk knötturinn fyrir fætur Hateleys sem sendi hann örugglega í net- ið. Nýtt líf færðist nú í leikinn og allt annað en áður því nú var það West Brom., sem tók leik inn í sínar hendur og átti hverja sóknarlotuna eftir aðra, Tony Kay miðherjinn átti þrumu skot rétt yfir slá og stuttu síð ar skoraði Gordon Astall fyrir WBA en markið var dæmt af, vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Liverpool hafði 1:0 yfir. West Brom. héldu sókninni á- fram í síðari hálfleik og á 68. mín. skoraði Astall með skalla eftir góða sendingu frá Brown. West Brom. hélt áfram að leika betri knattspyrnuna, en tókst ekki að skora fleiri mörk. Eftir fullan leiktíma, 90 mín., var enn jafntefli, 1:1, og framlengt í 30 mín. en allt kom fyrir ekki, fleiri mörk tókst ekki að skora. Þessi félög verða nú að mæt- ast í þriðja sinn, sigurvegarinn mætir síðan Birmingham City í undanúrslitum bikarkeppninnar, hin undanúrslitin eru milli Ever ton og Leeds United, en þau verða leikin 27. apríl nk. Skíðavika á Isafirði ísafirði 5. apríl: — Nk. mið- vi'kudag hefst skíðavika hér á fsafirði. sem stendur fram á annan páskadag. Verður sikíða- íþróttin iðkuð af kappi á Selja- landsdal þessa daga, en þar er að dómi margra Vestfirðinga eitthvert fegursta slkíðaumhverfi landsins. f vetur var tekin í notkun glæsileg skíðalyfta og verð-ur hún í gangi alla dagana. Þetta er 33. árið, sem skíða- vika er haldin h-ér á fsafirði. Skíðakeppni verður háð alla dagana, en auk þess verður margt til skemmtunar þegar kvö'lda tekur. Ýmsir frægustu skemmtikraftar landsins koma farm og kvöldvö-kur verða haldn ar og dansleikir. Jón Arnason og Viðar Guðjónsson Reykjavíkurmeistarar í badminton Hér sjást Reykjavíkurmeistar arnir 1968 í tvíliðaleik, þeir Jón Árnason (fremri á myndinni) og Viðar Uuðjónsson. Jón Ár nason varð einnig Reykjavíkurmeistari í einliðaleik, en þar vann hann Óskar Guðmundsson KR, eftir mjög tvísýna og spennandi keppni. Reykjavíkurmótið í Badmint- on fór fra-m um fyrri helgi. Kepp endur frá TBR náðu glæsilegum árangri í mótinu, sigruðu í öll- um greinum. Að venju léku þeir Jón Árna- son, TBR og Óskar Guðmunds- son, KR til úrsilita í einliðaleik karla á R-víkurmótinu í bad- minton, sem háð var um síðustu helgi. Jón vann með 18:15 og 15:12. Þeir Jón og .Viðar Guðjóns- son, TBR urðu meistarar í tví- liðaleik unnu Óskar og Reynir Þorsteinsson, KR, Hulda Guð- mundsdóttir, og Rannveig Magn úsdóttir, TBR urðu meistarar í tvíliðaleik kvenna. Hjónin Jónína Nieljó-hníus- dóttir og Lárus Guðmundsson TBA sigrðu í tvenndairkeppni. í I. flokki vann Páll Ammen drup, TBR, Haraldur Kornilíus- son og Finnbjörn Finnbjörnsson, TBR sigrðu í tviliðaleik og í tvenndarkeppni Hæn-gur Þor- steinsson og Hannelore Þorsteíns son, TBR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.