Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 32
FERflA-OG FARANGURS
ALMENNAR TRYGGINGAR g
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700
MIÐVIKUDAGUR 10. APRlL 1968.
INNIHURÐIR
i landsins i
mesta urvali
SIGUPŒíUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
Tíu ára drengur
beið bana í gær
— Lenti undir strætisvagni
TÍU ára drengur beið bana í um
íerðarslysi í Reykjavík í gær,
er hann varð íyrir strætisvagni.
Slysið varð um kl. 10,30 á gatna-
mótum Miklubrautar og Suður-
landsbrautar. Strætisvagninn
hafði stanzað á gatnamótunum,
áður en hann ók vestur Suður-
landsbraut, samkvæmt framburði
sjónarvotta. Drengurinn hjólaði
fram með vagninum, en bílstjór
inn hafði áður séð hann og far-
Hettusótt
í bænum
MIKIÐ er um hettusótt í Reykja
vík og fara sjúkdómstilfelli vax
andi. Bragi Ólafsson, aðstoðar-
borgarlæknir, tjáði blaðinu, að í
síðustu viku hefði verið tilkynnt
um 105 hettusóttarsjúklinga, en
79 vikuna á undan. Ekki koma
þó öll kurl til grafar í þeim töl-
um, því ekki er tilkynnt um
marga sjúklinga. Hettusóttin er
yfirleitt væg. Þó kvað Bragi
fúlla ástæðu til að brýna fyrir
þeim, sem fá hana, að fara vel
með sig. Engin lyf eru til við
veikinni sjálfri, aðalatriðið er að
fara gætilega.
Inflúensan, sem talsvert hefur
verið um, er nú að verða búin.
En dálítið er um kvef og háls-
bólgu, þó ekki meira en venju-
lega á þessum árstíma. Einnig er
lítilsháttar um hlaupabólu, en
þeim sjúkdómstilfellum fer ekki
fjölgandi.
ið fram úr honum. Mun drengur
inn hafa verið á móts við vinstra
framhjól, er strætisvagninn ók
af stað, þegar umferðin leyfði.
Drengurinn hefur fallið og
lent á milli hjólanna. Vagnstjór
inn, sem leit í hliðarspeglana, sá
ekkert. Hann heyrði svo högg
og stanzaði. Lá drengurinn þá
aðeins aftar en við miðja hlið
vagnsins. Hann var fluttur á
Slysavarðstofuna og þaðan á
Landakot, en var látinn er þang
að var komið.
Vegna þess að ekki hafði í
gærkvöldi tekizt að ná í alla að-
standendur drengsins, verður
nafn hans ekki birt í dag.
DÓMUR HÆSTARETTAR:
Hjónabandið var lögmætt
— þó presturinn vœri ekki þjónandi
í GÆR var kveðinn upp í Hæsta
rétti dómur í máli, sem vakið
hefur mikla athygli, en þar kom
til álita, hvort löglega hefði í
upphafi verið stofnað til hjúskap
ar, þar sem vígsla var ekki fram
kvæmd af þjónandi presti þjóð-
kirkjunnar. Niðurstaða málsins í
Hæstarétti varð sú, að um lög-
mætt hjónaband hefði verið að
ræða.
Málavextir voru þeir, að þ. 15.
september 1962 voru aðilar máls-
ins, þau Kristinn Jónsson og
Ingibjörg Jóhanna Hermanns-
dóttir, gefin saman í háskóla-
kapellunni og framkvæmdi at-
höfnina Björn Magnússon pró-
fessor við guðfræðideild Háskóla
íslands. Aðilar slitu samvistir
síðla árs 1963 og hinn 26. marz
1964 veitti dómsmálaráðherra
þeim leyfi til skilnaðar að borði
að sæng. Hinn 30. ágúst 1965 fór
lögmaður konunnar þess á leit
við skiptaráðandann í Suður-
Múlasýslu, að hann tæki bú að-
ila til opinberra skipta. Maður-
inn mótmælti þeirri kröfu á þeh
forsendum, að óbær vígslumað-
Framhald á bls. 23.
Hrefna í ís
Hrefna stingur höfðinu upp (
úr einni vökinni milli hafís-
1 jakanna fyrir norðan land.1
Steingrímur Kristinsson, há-
seti, á Haferninum, festi hana i
umsvifalaust á mynd. Mikið
var af hrefnum, höfrungum1
og selum á ísnum, er Haförn-1
I inn var að brjótast þar í gegn,
en enga isbirni sáu skipverj- ’
ar.
Alvarlegur vöruskort-
ur á Seyðisfirði
— Sumar vörur skammtaðar
Seyðisfirði, 9. apríl.
EFTIR áramótin hafa strand-
ferðir verið fremur strjálar. Ým
issa orsaka vegna voru vöru-
birgðir í verzlunum frekar litlar
þegar verkfall skall á. Þann 7.
marz var Kaupfélagi Austfjarða
lokað, en kaupfélagið var
stærsta matvöruverzlunin á Seyð
isfirði. Aðrar verzlanir hefðu
sennilega getað fullnægt verzl-
unarþörfinni nokkurn veginn, ef
samgöngur hefðu verið í sæmi-
legu lagi.
Síðan verkfallið leystist hefur
aðeins fallið ein vöruflutninga-
ferð frá Reykjavík, en það var
Blikur 28. marz. Esja kom frá
Akureyri 27. marz. Þá var vöru-
skorturinn orðinn svo mikill að
biðraðir mynduðust í aðalmat-
vörubúðinni. Þá fengust kartöfl
ur, sem ekki höfðu sézt í marg-
ar vikur.
Sumar vörur voru skammtað-
ar, t.d. 10 kg. af kartöflum, 1 kg.
af gulrófum og 1 kg. af lauk.
Ekki veit ég hvort allar algeng-
ustu matvörur komu með þesa-
um tveimur vöruflutningaferð-
um, sem fallið hafa síðasta mán-
uð, en mér er sagt að nú sé
færra það sem fæst en það sem
Framhald á bls. 31.
Ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein skírði varðskipið nýja í Aalborg i gær.
Kýja varðskipiö hlaut naf nið Ægir
NÝJA varðskipinu, sem er í
smíðum hjá Aalborg Værft var
i gær kl. 14.30 gefið nafnið Æg-
Ir. Skipið skírði frú Ragnheiður
Hafstein, kona dómsmálaráð-
herra.
Viðstaddir athöfnina voru Jó-
hann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, am-
bassador í Kaupmannahöfn, Pét
ur Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæztunnar og fjöldi ann-
arra gesta, íslenzkra og danskra.
Áætlað er að smiði skipsins
verði lokið síðari hluta maímán
aðar.
Gamli Ægír er nú til sölu og
Framhald á bls. 31.
Skortur á nauðsynja-
vörum á Raufarhöfn
Raufarhöfn:
VANDRÆÐA ástand ríkir hér
vegna skorts á nauðsynjavörum.
Algjör vöntun er hér á kaffi,
sykri, hveiti, grjónum og fleiru.
Vegna brunans í frystihúsinu 1
vetur er heldur ekkert kjöt að
fá hér flesta daga, þótt öðru
hvoru berist kjötsendingar frá
Kópaskeri. Þá hafa íbúar hér
ekki séð ávexti frá því um jól,
en nýlega barst okkur mjólk frá
Húsavík og þótti okkur gott að
fá hana, enda þótt hún væri orðin
hálfs mánaðar gömul. Lítið hef-
ur verið um skipakomur.
Aðeins eitt skip hefur komið
eftir verkfall, Blikur, én þeim
fyrir sunnan lá svo á að senda
skipið burt úr Reykjavík, að það
var algjörlega tómt af varningi,
þegar hingað kom. Síðasta skip-
ið, sem kom með vaming, var
Esjam og var það einhvern tíma
í febrúar. Olíulítið er að verða
hér, en þó mun hún duga okk-
ur til mánaðamóta.