Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL 1968
Kaupfélagssmiðjan brennur.
Eldur í landbúnaðarverk-
stæði Kaupfél. Árnesinga
Selfossi, 9. apríl.
LAUST fyrir kl. 9 í morgun kom
upp eldur í þakinu á landbúnaðar
verkstæði Kaupfélags Ámesinga
á Selfossi. I>egar eldurinn kom
upp, var verið að vinna á verk-
staeðinu, bæði að vélaviðgerðum
og einnig lagfæringum á hús-
inu.
Eldurinn varð allmagnaður á
skammri stundu. Slökkvilið Sel
foss kom á vettvang fljótlega, og
tókst að ráða niðurlögum elds-
ins á tæpri klukkustundu. Eldur
inm var í einangrun í þakinu, og
varð að rífa burtu allt járn af
KARLAKÓRINN Fóstbræður
heldur í Austurbæjarbíói um
þessar mundir hina árlegu tón-
leika fyrir styrktarfélaga sína,
undir stjórn söngstjóra síns,
Ragnars Björnssonar. Hinir
fyrstu voru s.l. mánudagskvöld.
Söngskrá kórsins, sem er fjöl-
breytt, skiptist í fimm efnisatr-
iði, og eru þjóðlög ýmisleg þar
í meiri hluta.
fslenzk þjóðlög (úr safni séra
Bjama Þorsteinssonar) sitja
í fyrirrúmi, og eru fyrst tvö
tvísöngslög. í þeim býr frum-
stæður kraftur, og er gaman fyr-
ir íslendinga að rifja upp öðru
hverju þessa fornu arfleið sína.
Um meðferð tvísöngslaga má að
sjálfsögðu deila, þar sem enginn
er nú uppi standandi, sem þekkti
þessa list, meðan hún var og
hét. En það er ætlan mín, og
styðst m.a. við orð sr. Bjarna
Þorsteinssonar, að sjaldan eða
aldrei hafi tvísöngur verið sung-
inn jafn hratt og röggsamlega
og hér var gert. Verra var þó
hitt, að í síðara laginu slæddist
með í söngnum prentvilla úr
þjóðlagasafninu. — fslenzka
flokknum lauk með „Runu“ af
rímnalögum (sex talsins) eftir
söngstjórann Ragnar Björnsson.
Hefur hann unnið úr lögunum
á all—nýstárlegan hátt, raðað
þeim og fléttað saman margvís-
lega, og virtist þetta verk, sem
er allmikið að vöxtum, heldur
fjölbreytilegt í stíl og lauslegt
að efnisskipun til þess að
fá sterkan heildarsvip.
Þessu næst voru flutt fjögur
norræn lög, þar á meðal „Svan-
bild“ eftir Erik Bergman og „Se-
renad“ eftir Ivar Widéen. Ein-
söngvarar í þessum lögum vöktu
báðir verðskuldaða athygli: Am-
því til að komast að eldinum.
Er þakið gjörónýtt, en einhverj-
ar skemmdir munu hafa orðið á
vélum og tækjum inni á verk-
stæðinu, aðallega af völdum
vatns.
Landbúnaðarverkstæðið er
syðst í austurálmu sambygginga
bifvélaverkstæðanna. Ekki voru
önnur verkstæði í bráðri hættu,
þar eð veður var kyrrt, og eld-
varnarveggur á milli verkstæð-
anna.
Þegar í stað var hafizt handa
við að byggja þakið upp að nýju,
og er reiknað með að því verði
erískur félagi Fóstbræðra, Will
Sherman, fyrir örugga og mynd-
uglega meðferð á afar vand-
sungnu hlutverki í fyrra laginu,
og Magnús Guðmundsson fyrir ó
venjulega raddfegurð og eink-
ar músíkalska túlkun á því síð-
ara.
Síðari hluti efnisskrárinnar
hófst með fjórum ungverskum
þjóðvisum, sem Béla Bartók hef-
ur fært í búning, og var gam-
an að kynnast þeim. Þar á eftir
fóru fjögur brezk þjóðlög. í
tveimur þeirra söng Margrét
Eggertsdóttir einsöng með hlýrri
og fallegri rödd og viðfeldinni
framsetningu, en í hinu þriðja
Will Sherman, sem fyrr getur,
og fór honum einnig þetta hlut-
verk vel úr hendi. Síðast komu
svo fjögur lög (og hið fimmta
utan efnisskrár) úr valsa-
flokknum „Liebeslieder" op. 52
eftir Brahms, og léku þau Guð-
rún Kristinsdóttir og Ólafur
Vignir Albertsson undir fjór-
hent á píanó. Þannig lauk þess-
um fjölbreyttu og að mörgu leyti
skemmtilegu tónleikum.
Fóstbræður eru að þessu sinni
óvenju fjölmennir, og er þar á
meðal margt úrvals söngmanna,
svo sem glöggt mátti heyra m.a.
í verki Ragnars Björnssonar, þar
sem fjöldi kórmanna fór með
stærri eða smærri einsöngshlut-
verk, án þess að þeirra væri
getið sérstaklega í efnisskrá.
Hljómur kórsins er líka mikill
og fagur, tilþrif oft glæsileg, og
samtök og nákvæmni víðast til
fyrirmyndar. Þau mörgu nýju
andlit, sem hér mátti sjá meðal
söngmanna, bera því vitni, að
engin ellimörk eru merkjanleg á
þessum elzta kór á íslandi.
Jón Þórarinsson.
að mestu lokið í dag.
Ekki er að fullu vitað um elds
upptök. — Tómas.
Kirkjukvöld
í Arbæjarsókn
AÐ kvöldi föstudagsins langa
verður afnt til kirkjuikvölds í
Árbæjarsókn. Verður samkorn-
an í barnaskólanum við Hlaðbæ
og hefst kl. 20.30.
Ræðu flytur UnnUT Halldórs
dóttir safnaðarsystir, en sr.
Frank M. Halldörsson sýnir
skuggamyndir með frásögn frá
Landinu helga. Einsöng syngur
frú Guðrún TórnasdóttÍT við und
irleik Ólatfs Vignis Albertsson-
ar, og söngflokkur kvenna syng
ur nokkur lög. Auk þess verður
almennur söngur, sem Kirkju-
kór Árbæjarsóknar leiðir, en
stjórnandi hans er Hjalti Þórðar
son.
Skírdagskvöld
í Lágafellskirkju
Á SKÍRDAGSKVÖLD verður
efnt til samkomu í Lágafells-
kirkju kl. 21. Þar syngur kirkju
kórinn undir stjórn Hjalta Þórð
arsonar og Tónlistarskólakórinn
í Mosfellssveit undir stjórn
Gunnars Reynis Sveinssonar. Þá
syngur einnig kvennafimmt und
ir stjóm Gunnars. Flokkur nem-
enda úr Tónlistarskólanum leik-
ur á flautu undir stjórn Jósefs
Magnússonar.
Spurningabörn úr sókninni
flytja stuttan leikþátt, og Matt-
hías Johannessen ritistjóri les
frumort Ijóð.
Til slíkrar kvöl'dsamkomu hef
ir áður verið efnt í kirkjunni
á skírdagskvöld, og hefir þá ver
ið fjölsótt.
Húsgugnasýning
g flkureyri
ÞAR sem mikill fjöldi gesta af
öllu landinu er saman kominn
á Akureyri yfir páskana, mun
Húsgagnaverzlunin Valbjörk
efna til húsgagnasýningar í hin-
um nýju húsakynnum sínum að
Glerárgötu 28. Verður þar sýnd
ný framleiðsla, sem Valbjörk er
að senda á markaðinn um þess-
ar mundir. Sýningin verður op-
in í dag kl. 9 f.h.—10 e.h. og á
laugardag kl. 9 f.h. til 6 e.h.
Tónleikar:
Karlakórinn
Fóstbrœður
Slökkviliðsmaðurinn
iAverell Harriman
ÞAÐ var Franklin D. Roose-
velt, sem kom með Averell
Harriman til Washington og
gerði hann að embættismanni
í þjóðlegu endurreisnarstjórn
inni á New Deal tímabilinu.
f heimsstyrjöldinni síðari var
hann skipaður sendiherra í
Sovétríkjunum og hefur síðan
verið einn af helztu sérfræð-
ingum bandarískra forseta í
sovézkum stjómmálum og
túlkun þeirra. Eftir styrjöid-
ina var hann um hríð við-
skiptamálaráðlierra í stjórn
Harrys Trumans og árið 1948
var hann skipaður yfirmaður
Marshall aðstoðarinnar.
Harriman hefur otft verið
umdeildur maður, ekki sízt
vegna sinnar hvössu tungu og
framkomu, sem ekki fellur
alltatf í geð því fólki, er legg-
ur mdkla áherzlu á diplóma-
tískar siðvenjur. En hann
hefur alltaf notið virðingar
— hvarvetna. George Kennan,
gamall samstarfsmaður hans
úr sendiráðinu í Moskvu,
skrifaði eitt sinn um hann:
Bandaníkin hatfa aldrei átt
tryggari opinberan emibættis-
mann“.
★ • ★
Hann er 76 ára, maðurinn,
sem Joihnson, forseti hefur
Skipað persónulegan fulltrúa
sinn í 'hugsanlegum friðarvið-
ræðum við Norður-Vietnam;
William Averell Harriman
heitir hann fullu natfni og hetf-
ur kynnzt náið alþjóðlegum
deilum og vandamálum allt
frá því árið 1934, þegar hann
steig í fyrsta sinn inn í völ-
undarhús stjómarinnar í Was
hington. Það er sem sé reynd-
ur „slökkviliðsmaður" sem
Johnson hefur kjörið í þetta
mikilsverða hlutverk.
Hvað eftir annað hefur
Harriman lagt land undir fót,
þegaf Bandaríkjamenn hatfa
átt í vandræðum og fáir eru
honum færari um að leysa
slík hlutverk af hendi. Senni-
lega eru líka fáir, sem fellur
eins vel að fást við slik hlut-
verk.
Harriman er ednn af mörg-
um bandarískum milijóna-
mæringum, sem hatfa beitt
öllum kröftum sínum í hin-
um ýrnsu opinberu störfum
ryni' land og þjóð. Og hann
hafur þá ekki svo litla. Jatfn-
vel nú, þegar hann er orðinn
76 ára að aldri, koma hdnir
geysilegu vinnuhæfideikar
hans og orka yngri samstarfs-
mönnurn hans oft á óvart.
Það hefur verið sagt uim
Harriman, að enginn maður
í bandarískri sögu, sé talið
frá John Qudncy Adamis, for-
seta, hatfi hatft á hendi jafn
mörg trúnaðarstörf. En hann
hefur þó aLdrei náð þeim
tveimur takmörkum, sem
hann viLdi. Það var metnað-
armál hans að verða fbrseti
og/eða utanríkisréðiherra.
Tvisvar reyndi hann að fá út-
netfningu demúkrata til fram
boðs í forsetakosningum, árin
1952 og 1956, en varð í bæði
skiptin að lúta í lægra haldi
fyrir Adlai Stevenson. Þegar
hann gekk í þjónustu Johns
F. Kennedys, árið 1961, virtist
hann vera að nálgast stærsta
stólinn í utaríkisráðuneytinu.
En morðið í Dallas eyðilagði
að fullu og öUu þann drauim.
Harriman var kjörinn ríkis
stjóri í New York ríki árið
1954. Fjórum árum síðar tap-
aði hann kosningu um em-
bættið fyrir Nelson Rocke-
feller. Þá stóð hann í fyrsta
sinn í mörg ár uppi embættis
laus. Hann var þá bæði bitur
og vonsvikinn. En það átti
etftir að koma á daginn, að
hann gat enn þjónað landi
sínu mikið og vel. Það var
hann, sem af hóltfu Banda-
ríkjanna stjórnaði viðræðun-
um, er leiddu til Laos sam
komulagsins árið 1962 og það
var Averell Harrimian, sem
stjórnaði bandarísku nefnd-
inni í viðræðunum við Sovét-
menn um bann við tilraun-
um með kjarnorkuvopn. Og
nú verður þeos beðið með
eftirvænitingu hver verður ár
angur af friðarviðræðum um
Vietnam undir handleiðslu
Harrimans.
Sex barnalúðrasveitir
skemmta ■ Háskólabiói
LIONSKLÚBBURINN Þór hélt
sl. föstudagskvöld velheppnaðan
vorkabarett að Hótel Sögu til á-
góða fyrir bamaheimilið að
Tjaldanesi og Líknarsjó'ð sinn.
Meðal skemmtiatriða var barna-
lúðrasveit úr Kópavogi undir
stjórn Björns Guðjónssonar. Leik
ur barnanna vakti sérstaka at-
hygli og fögnuð.
Á skírdag kl. 3 gefst borgar-
búum kostur á að heyra og sjá
þessa lúðrasveit og 5 aðrar í Há-
skólabíói. Samtals verða þama
um 130 börn sem leika á hljóð-
færi. Kynnir verður Baldvin
Halldórsson leikari. — Þessar
hljómsveitir eru:
Barnalúðrasveit Reykjavíkur,
stj. Karl Ó. Runólfsson; Barna-
lúðrasveit Lækjarskóla Hafnar-
fjarðar, stj. Jón SigurtSsson;
Barnalúðrasveit Keflavíkur, stj.
Herbert H. Ágústsson; Barna-
lúðrasveit Mýrarhúsaskóla, stj.
Stefán Stephensen; Barnalúðra-
sveit Reykjavíkur, Páll Pam-
pichler Pálsson; Skólahljómsveit
Kópavogs, stj. Björn Guðjónsson.
Hljómsveitirnar leika ýmis
þekkt lög en hljómsveitin úr
Keflavík flytur sögu í tónum eft-
ir stjórnandann.
Aðgöngumiðar fást í Háskóla-
bíói við innganginn.
Allur ágóðinn af þessum ein-
stæðu tónleikum rennur til barna
heimilis vangefinna barna að
Tjaldanesi og fá því borgarbúar
hér tækifæri til þess að styrkja
gott málefni um leið og þeir
njóta einstakrar skemmtunar.
Þess skal getið að allar hljóm-
sveitirnar skemmta endurgjalds-
laust, sama er að segja um alla
a'ðra er hér koma við sögu (Frá
,,Þór“).