Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍU 19W Vegalögin rœdd á Alþingi: ...- - " — f —* Heimilt að leggja díselbíla inn í 30 — i stað 90 áður FRUMVARP rí kisst j ómarinnar um breyting á vegalögum var afgreitt tU efri deildar alþingis á laugardag. Sigurður Bjarnason mælti fyrir nefndaráliti meiri- hluta samgöngumálanefnd. neðri deildar við aðra umræðu máls- ins, en meirihlutinn lagði tU að frv. yrði samþykkt með nokkr- um breytingum. Athyglisverð- asta breytingin er, að heimilt er að leggja skrásetningarmerki diselbifreiðar inn tU geymslu í 30 daga tU þess að fá frádrátt á þungaskatti i stað 90 áður. Auk Sigurðar tóku til máls við umræðuna þeir Siguxvin Einars- son, er talaði af hálfu minnihluta samgöngumálanefndar, er lag’ði til að málinu yrði slegið á frest, en ríkissjóður taki í þess stað lán tU vegaframkvæmda, og auk Sig urvins, Hannibal Valdimarsson, Matthías Á. Mathiesen, Magnús Kjartansson, Ingólfur Jónsson og Björn Pálsson. Voru tillógur meirihlutans auk tUlögu, er Matt hías Á. Mathiesen flutti ásamt Birgi Kjaran samþykktar, en til- lögur minnihluta nefndarinnar felldar og frv. svo breytt sam- þykkt til þriðju umræðu. Við þriðju umræðu flutti Sigurvin Einarsson ásamt Gísla Guð- mundssyni tiUögu til rökstuddr- ar dagskrár þar sem lagt var tU að deildin tæki málið út af dag- skrá, með tilliti til hins slæma árferðis. Var sú tillaga feUd, en frv. samþykkt með 19 atkv. gegn 12, og þa'ð sent forseta efri deildar. Eysteinn Jónsson sagði m.a. í ræðu sinni, að hann teldi sjálf- sagðan hlut, að flokkarnir, rétt eins og hver önnur félagssamtök í landinu, fengju að ráða því, hverjir kæmu fram í nafni þeirra, og hverjir ályktuðu í þeirra nafni. Þann rétt hefðu öU félög, að ef þau ályktuðu um eitthvert mál eða sendu mann til að koma fram í sínu nafni, væri það gert af löglegum meirihluta Tillaga dómsmálaráö- herra um kosningalög — samþ. með 23 atkv. gegn 7 'm Við þriðju umræðu í gær kvaddi Gísli Guðmundsson sér hljóðs og mælti fyrir tUlögu er hann flytur, en hún er á þá leið, að fyrrgreind breytingartillaga dómsmálaráðherra gildi einungis til næstu áramóta. Sagði Gísli, að ástæ'ðan til þess að hann flytti þessa tUlögu væri, að hann teldi að tillaga dómsmálaráðherra ætti ekki rétt á sér, án þess að kosn- ingalögin yrðu endurskoðuð í heild sinni, en hins vegar væri 1 hægt að vissu leyti að fallast á þau rök ráðherra, að ekki væri hættandi, á, að kosið yrði í sum ar, t.d. áður en endurskoðunin færi fram. Dómsmálaráðherra hefði hins vegar virzt hlynntur því, að draga tillögu sína til baka, ef þessi hætta væri ekki iyrir hendi. Gísli sagði í ræðu sinni, að Ey- steinn Jónsson hefði við aðra umræðu bent á, að stjómmála- Ðokkarnir væru félög og ættu að hafa réttindi eins og þau. En flokkamir hefðu nú réttindi tryggð í stjómarskránni til að eiga 11 þingmenn, einum færra en Reykjavik og jafrunarga og Austfii'ðingar og Sunnlendingar. Þeir hefðu því mikil réttindL Væri það því rétt, að setja lög um samvinnufélög, stéttarfélög og önnur félög. Þá ræddi þingmaður nokkuð um hlutverk Alþingis og kom fram með ýmsar athyglisverðar hugmyndir. Gísli sagði, að Ey- steinn Jónsson hefði í ræðu sinni sagt ýmislegt um þetta efni, m.a. að á Alþingi væru 4 risar á leirfótum, og þessir fjóru risar væru þingflokkamir. Ef þetta væri réttí og af þessir risar ættu áfram að vera, væri eðlilegt, að reynt væri a'ð koma sterkari fótum undir risana og koma gullfótum undir þá í stað leirfótanna, og yrði það gert af hálfu ríkisvaldsins. Gísli sagði, að sér kæmi í hug þingin, sem kölluð voru saman af konungi af i guðs náð fyrr á öldum og voru stéttarþing, en ekki fulltrúaþing, og sér finndist stundum að svo stefndi hér. Vissulega hefðu flokkarnir gegnt mjög mikils- verðu sögulegu hlutverki, og ekki væri enn hægt að vera án þeirra, hvað sem síðar yrði. En flokkarnir þyrftu að gæta sín og muna hlutverk sitt, og þjóðin þyrfti að gæta sín fyrir flokkun um, bæði stefnu sumra þeirra og fyrirkomulagi, því að þeir gætu vanskapast þrátt fyrir nytsemi sína. Á meðan flokkarnir gerðu sér í hugarlund, að þeir störf- uðu fyrir hugsjónir, fríhyggju, eflingu landsbyggðar eða sósíal- isma, væri lífsvon fyrir okkar litlu þjóð. En ef flokkarnir færu að líta á sig sem stofnun eða fyrirtæki, sem ver'ði að efla sig og starfa eins og hvert annað fyrirtæki, væri illt í efni. „Málstaður eða stefna á að skapa flokk“, sagði Gísli, „og þeir þurfa þess með, en flokkur, sem þarf að leita sér að stefnu, er það sem kallað hefur verið, „mettaður flokkur". Gísli sagð- ist ekki vera hér að deila á neinn sérstaka flokk, en hann væri hræddur um, áð þróunin gæti orðið þessi, en hann vissulega vonaði hið gagnstæða. Hins veg- ar væri hann ósjálfrátt að sjá fyr ir sér ískyggilega mynd í fram- tíðinni: Ekkert Alþingi, en í þess stað fjóra þingflokka, þar sem þingmenn væru hættir að reyna að hafa áhrif á gang mála utan þingflokkanna en allt gerðist inn an þeirra vébanda. Á alþingi yrðu bara risar, ef til vill á gullfótum; slíkt risaþing yrði líkt og gömlu stéttarþingin, til lítils nýtt og hætt við, að ris- amir héldu áfram að slást eins og nú. Þa'ð væri grunur sinn, að flokkarnir hefðu þegar gengið of langt á þessari braut. Það væri ekki eðlilegt að svo mörg mál væru gerð að flokksmálum. Menn mættu ekki gleyma því, að þingmenn væru þjóðfulltrúar en ekki flokksfulltrúar. numer daga félagsskaparins. Sagðist Eysteinn alls ekki geta sætt sig við, áð flokkarnir væru einhverjar þjóð hættulegar stofnanir, sem yrði að umgangast með varúð, og að þeir ættu að hafa minni rétt í ofangreindum tilvikum en önn- ur félagssamtök landsmanna. Ræddi Eysteinn að auki um rétt indi og skyldur flokkanna, en sá kafli ræðunnar hefur verið ýtar- lega rakinn í Mbl. sl. laugardag. Hannibal Valdimarsson gagn- rýndi harðlega tillögur dóms- málaráðherra og undirtektir þær er þær fengu hjá Eysteini Jóns- syni. Sagði hann tillögurnar vera til þess fallnar, að auka á flokksræði'ð, og ef þær yrðu sam þykktar, mætti skoða það sem árás á lýðræðið. Hannibal sagði, að fyrri tillögur dómsmálaráð- herra hefðu sætt mikilli and- spymu og þá ekki hvað sízt ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum. Hannibal taldi, að ekki þyrfti að leggja svo mikla áherzlu á að fá breytingu þessa samþykkta á þessu þingi, og e’ðlileg málsmeð- ferð væri, að hún yrði dregin til baka, og látin bíða heildarendur- skoðun laganna. Atkvæðagreiðsla um tillögu ráðherra fór fram á föstudag og var viðhaft nafnakall. Já sögðu: Sigurður Bjarnason, Ágúst Þor- valdsson, Benedikt Gröndal, Bjarni Benediktsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Bragi Sigur- jónsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson, Friðjón Þórðarson, Geir Gunnarsson, Guðlaugur Gíslason, Gunnar Gíslason, Halldór E. Sig urðsson, Jónas Pétursson, Lúð- vík Jósefsson, Magnús Kjartans- son, Matthías Bjarnason, Pálmi Jónsson, Pétur Sigurðsson, Sig- urður Ingimundarson, Jón Kjart ansson og Vilhjálmur Hjálmars- son. Nei sögðu: Bjöm Pálsson, Hannibal Valdimarsson, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson, Steingrímur Pálsson og Þórarinn Þórarinsson. Mörg mál tekin til umræðu á Alþingi MÖRG frumvörp voru á dag- skrá beggja deilda Alþingis í gær, flest til 2. og 3. umræðu. EFRI DEILD. Verzlun með ópíum Jón Þorsteinsson mælti fyrir áliti allsherjarnefndar, er frum varp þetta kom til 2. umræðu. Var nefndin sammála að mæla með samþykkt frumvarpsins. Að var frumvarpið afgreitt til 3. um lokinni ræðu framsögumanns varpinu síðan vísað til 3. um- ræðu. Fiskimálaráð. Jón Árnason mælti fyrir á- liti sjávarútvegsnefndar við 2. umræðu málsins. Frumvarpið sem flutt er af Matthíasi Bjarna syni o. fl. var síðan afgreitt til 3. umræðu. Byggingasjóður aldraðs fólks Frumvarp Péturs Sigurðssonar og Braga Sigurjónssonar kom til 2. umræðu í deildinni. Mælti Auður Auðuns fyrir áliti heil- brigðis- og félagsmálanefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Var frum- ræðu. Eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum Frumvarp þetta, sem er stjórn arfrumvarp kom til 2. umræðu og mælti Steinþór Gestsson fyr ir nefndaráliti landbúnaðarnefnd ar, er varð sammála um að mæla með samþykkt þess. Var því síðan vísað til 3. umræðu. Vegalög Stjórnarfrumvarpið um vega- lög, þ.e. að aflað verði fjár til vegasjóðs vegna hraðbrauta- framkvæmda kom til 2. umræðu. Mælti Jón Ármann Héðinsson fyrir meiri hluta áliti samgöngu málanefndar, sem vildi sam- þykkja frumvarpið óbreytt. — Páll Þorsteinsson mælti fyrir minni hluta áliti, en minni hlut inn vildi fella frumvarpið. Við atkvæðagreiðslu voru frum- varpsgreinarnar samþykktar og frumvarpinu vísað til 3. um- ræðu. Stofnlánasjóður fiskiskipa Jón Árnason mælti fyrir áliti sjávarútvegsnefndar, er frum- varpið kom til 2. umræðu í deild inni. Var samstaða innan nefnd- arinnar að mæla með samþykkt frumvarpsins, með nokkrum breytingum. Voru breytingartil- lögurnar samþykktar, svo og frumvarpið og því vísað til 3. umræðu. Eftirlit og mat á fiskafurðum Um stjórnarfrumvarp þetta var ekki full samstaða innan sjávarútvegsnefndar deildarinn- ar. Mælti Jón Árnason fyrir nefndaráliti, en Jón Ármann Héðinsson gerði grein fyrir fyrir vara sínum. Var frumvarpið sam þykkt til 3. umræðu. Þrjú frumvörp afgreidd sem lög Síðdegis í gær var haldinn ann ar fundur í deildinni og voru þar þrjú frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi, voru það frum vörpin um Byggingasjóð aldraðs fólks, frumvarp um eftirlit með framleiðslu og sölu á fóðurvör- um, og frumvarp um breytingu á vegalögunum. Til neðri-deildar var afgreitt frumvarpið um verzl un með ópíum. NEÐRI DEILD. Búnaðarmálasjóður Frumvarp þetta fjallar um framlengingu á afgreiðslum til Bændahallarinnar var samþykkt í deildinni er það kom til 3. um ræðu þar. Við það var einnig samþykkt breytingartillaga er Pálmi Jónsson flutti með 17 atkvæðum gegn 11. Kosningar til Alþingis Stjórnarfrumvarpið um kosn- ingar til Alþingis kom til 3. umræðu og var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 1 og afgreitt til efri-deildar. Lán vegna framkvæmda- áætlunar Magnús Jónsson fjármálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu er það kom til 1. umræðu í deild inni. Fjallar frumvarpið um heimild ríkisstjórnarinnar til lántöku erlendis og hérlendis. — Var efni frumvarpsins rakið í blaðinu í gær. Auk ráðherra tóku til máls: Eysteinn Jónsson, Halldór E. Sigurðsson, Lúðvík Jósefsson og Sigurvin Einarsson. Tekjustofnar sveitarfélaga Töluverðar umræður urðu í deildinni er frumvarpið um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga kom þar til 2. umræðu. Guðlaugur Gísla- son mælti fyrir áliti meirihluta félagsmálanefndar, en auk hans tóku til máls Matthías Bjarna- son og Stefán Valgeirsson er báð ir fluttu breytingartillögur, svo og Jón Kjartansson, Þórarinn Þórarinsson, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra. Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Útflutningsgjald af óverkuðum salt- fiski, f rystum humar, saltsíld hækkað — til að afla tryggingasjóði fiskibáta aukinna tekna í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum. Frumvarp þetta kveffur á um að útflutningsgjald verði hækkaff á þremur tegund- um fiskafurða: óverkuðum salt- fiski, frystum humar og salt- síld. Er þetta gert til að afla tryggingasjóði fiskiskipa auk- inna tekna, en staða sjóðsins hef ur versnað mjög mikið á tveim ur síðustu árum vegna minnk- andi útflutnings. Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, er það var tekið til 1. umræðu í efri-deild í gær. Kom fram í ræðu ráðherra, að tekjur af útflutningsgjaldi námu 263,1 millj. kr. árið 1965, 266,5 mildlj. kr. árið 1966 en lækkuðu niður í 172 millj. kr. árið 1967, bráðabirgðauppgjöri. Jafnframt þessum afturkipp í tekjum af út flutningsgjaldi hefur sá kostn- aður, sem gjaldið fer til að greiða, stöðugt farið hækkandi. Meginhluti þess, um 73% hefur gengið til greiðslu á vátrygginga gjöldum, iðgjöldum fiskiskipa. Nam hluti tryggingagjaldanna af áföllnum tekjum af útflutnings- gjaldi 195,5 millj. kr. árið 1966, en aðeins um 125 millj. kr. árið 1967. En sömu ár námu útgjöld in 208,4 millj. og 220,7 millj. kr. Varð halli tryggingasjóðs fiski- skipa þannig um 95 millj. árið 1967. Þegar gengi krómmnar var fellt í nóvember sl. stóðu vonir til þess, að nást mundi nægilegt hækkun tekna af útflutnings- gjaldi við þá hækkun, sem verða mundi á útflutningsverðmæti þeirra afurða, er bera verðmætifl gjald, og við beinar hækkanir á gjaldi af þeim afurðum, er það þyldu. Alkunna er, að þessar von ir hafa að verulegu leyti brugð- ist. Með óbreyttum gjaldákvæð- um má nú aðeins reikna með um 235 millj. kr. tekjum af útflutn- ingsgjaldi, og mundu koma í hlut tryggingasjóðs 171 millj. kr. Er jafnframt áætlað, að útgjöld sjóðsins muni verða um 274 millj. kr. Er þannig séð fram á svipaðan halla á rekstri trygg- ingasjóðsins árið 1968 eins og síðast liðnu ári, eða um 103 millj. kr. Verður því óhjákvæmi lega að grípa til sérstakra ráð- stafana til þess að jafna hall- ann. Með frumvarpinu er stefnt að því að ná 42 millj. kr. tekju- aukningu til þess að mæta hall- anum. Því sem á vantar, 61 millj. kr. verður hins vegar að reyna að ná með því að draga úr út- gjöldum sjóðsins. Enda þótt það takist að fullu, en það liggur enn ekki ljóst fyrir, er sá vandi enn óleystur að jafna þann hluta hans frá fyrra ári, er ekki fæst jafnaður með hlut trygginga- sjóðs í gengishagnaði af útflutn- ingsafurðum, sem áætlaður er 50-60 millj. kr. Sá halli, er eft- ir stæði mundi þá nema um 35-40 millj. kr. Því er lagt til að útflutnings- gjald af þremur fisktegundum verði hækkað, þ.e. óverkaður saltfiskur, frystur humar og salt síld. Á hinn bóginn er lagt til, að útflutningsgjald af loðnuaf- urðum verði iækkað og til bráða b:>- í>lit niður af framleiðslu ’ : ' riii árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.