Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 'JBtíAlS/SAM 'O/ Rauðarársflg 31 Sími 22-0-22 MAGIMUSAR iKIPHOLfl 21 SÍMAR 21190 eftír lokun slmi 40331 '7 i-SSSÍMIH4-44 mnifiw c. Hvcrfísgötn 103. Sími cftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigngjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Siguruur Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlangavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Kvengötuskór, fótlagaskór svartir og brúnir Karlmannaskór, fermingarskór Barnaskór Gúmmístígvél Vinnuskór, lágix og uppreimaðir og m. fl. SfKíóMSIMllDMlía 1 fTKamnesoeqi ^2 1 ÍT Vorið, stjörnuspáin og Billy Graham Hanna Sigga skrifar: Kæri Velvakandi. Ég finn það á mér, að vorið er að koma. Að vísu er ennþá vetur í bæ, en vorið er samt að koma, svona innra með mér! Þú þekkir vafalaust þessa til- finningu. Maður verður léttur í lund og horfir fram til sum- arsins með tilhlökkun, þrátt fyr ir ís og frost. Annars ætlaði ég að taka und ir það, sem Kópur í Kópavogi skrifaði þér um daginn. í fyrsta lagi, að Morgunblaðið er okkar bezta blað. Að öðrum blöðum ólöstuðum, þá finnst mér Morg unblaðið vera öruggast og traustast í skrifum sínum, en það er ákaflega mikils virði að eiga dagblað, sem hægt er að treysta. í>á er ég líka á þeirri skoðun, að stjörnuspáin hafi „óvart“ slæðzt inn í blaðið og þau mis- tök sé bezt að leiðrétta sem fyrst, enda á hún alls ekki heima í Morgunblaðinu. En þættir Billy Grahams ættu að koma oftar. Þeir eru hressi- lega skrifaðir og án nokkurrar tæpitungu — satt að segja al- veg einstakir. Látið þá birtast reglulega. Þeir eru blaðinu til sóma og vinsælir meðal les- enda, það hef ég greinilega orð ið vör við. Gleðilegt sumar! Hanna Sigga. Kirkjuþáttur í Morgunblaðinu Velvakandi óskar Hönnu Siggu til hamingju með vorið í brjóstinu, það er alltaf ánægju legt að finna það hríslast um æðarnar. Um stjörnuspána er það að segja, að hún er mjög vinsælt lestrarefni og margir líta í hana dag hvern svona eins og til að sjá hvað þeir kunni að eiga í vændum. Að sjálfsögðu getur Velvakandi ekki ábyrgzt að stjörnuspáin sé rétt fyrir hvem einstakling, en það er furðanlegt hvað hún gengur eft ir í sumum tilfellum. Billy Gra ham er ágætur, en hann er auð vitað ekki eini predikari í heimi, sem orða kann hugsanir sínar í mæltu máli og á prenti. Vill Velvakandi í því sambandi benda Hönnu Siggu á kirkju- þátt, sem birtist hér í Morgun- þeir þættir eru oft mjög vel skrifaðir. + Ef hún er úr Hrakningsrímu, þá .......... Fyrir nokkru svaraði ég fyr irspurn í Morgunblaðinu við- víkjandi vís.unni Austan kald- inn á oss blés. Fullyrti ég þá að vísan væri eftir föðpr minn, Sigtrygg Jónatansson. í Morg- unblaðinu 31. f.m. kemur svo hins vegar fullyrðing um, að nefnd vísa sé úr Hraknings- rímu, sem geymd sé á Lands- skjalasafninu. Ef sannanlegt er að vísan standi þar, getur faðir minn f. Í850 auðvitað ekki hafa ort hana, þar sem Hraknings- ríma er ekki eftir hann, held- ur sennilega ortar af manni, sem verið hefur uppi fyrir hans daga. í því tilfelli gæti þá verið um misminni eða misskilning að ræða hjá mér. Hugsanlegt væri að ég hefði tekið vísuna sem frumorta af föður mínum — en hann kastaði iðulega fram vísum — þegar ég sem barn heyrði hann hafa hana yfir við Jón vin sinn í sam- bandi við minnisstæða sjóferð. Sama misskilningnum hefur þá einnig Jón vinur hans flaskað á, eftir þvi sém Ellert sonur hans sagði mér mörgum árum seinna og ég gat um í fyrri grein minni, þar sem hann stað hæfði eftir föður sínum (Jóni) að vísan væri eftir föður minn. En eins og fyrr er 9agt, sé vísan úr Hraknings- rímu, þá er þetta mál útrætt af minni hálfu, því að „skylt er að hafa það er sannara reyn- izt“. Hvorki vil ég vegna sjálfr ar mín né föður míns tileinka honum annað en það, sem hon- um bæri með fullum rétti. Una Sigtryggsdóttir frá Framnesi. ^ Bifreiðaeftirlit og vegalögregla Óttar Halldórsson skrifar: Nú fer aftur að koma að þeim tíma ársins, þegar „stóri bróðir" heimtar að við komum með bílana okkar í skoðun hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Vissulega er ekki nema gott eitt um það að segja að hið op- inbera vilji vernda líf og limi borgaranna gegn þeim háska er stafar af óöruggum farar- tækjum, en æ fleiri velta því nú fyrir sér hvort bílaskoðun eins og sú er fram fer við Borg artún á hverju ári, öllum til skaprauna og leiðinda, sé ó- maksins verð. Því getur enginn neitað, að gamall bíll sem með mikilli fyrirhöfn hefur verið komið í gegnum skoðun er orð inn sama druslan eftir eina eða tvær ferðir út úr bænum, og hvíti miðinn með ártalinu 1968 er hreinasta blekking, og rétt lætir fyllilega vangaveltur um það hvort ekki sé skynsamleg ast að leggja Bifreiðaeftirlitið niður. Árvökul lögregla á mjög hægt með að taka úr umferð öll þau farartæki er sýnast og reynast í ófullnægjandi ástandi og þetta hefur lögreglan gert á undanförnum árum. Ég er þeirrar skoðunar að Bifreiðaeftirlitið sé og verði hálfkák. Mat það er skoðunar menn leggja á ástand farartæk is er handahófskennt, það sem einum kann að þykja í lagi finnst öðrum ekki. Oll farar- tæki þurfa viðhalds við, og þeim mun meira sem þau eru eldri, og hvítur miði frá Bif- reiðaeftirlitinu breytir þar engu um. Ábyrgðin á að hvíla á eig anda bílsins, og honum ber að sjá um að bíllinn sé öðrum veg farendum ekki til hættu, og þetta gera auðvitað flesth; bíl- eigendur af eigin hvötum. Nú loks er farið að tala um sparnað, og á Alþingi er um þessar mundir varið drjúgum tíma í að ræða sparnaðarað- gerðir í rekstri þjóðarbúsins. Hér er ein sparnaðarráðstöfun in enn: Leggið niður Bifreiða- eftirlitið. Auk þess sem millj- ónatugir munu sparast á þeirri ráðstöfun er hitt kannski öllu meira virði, að það væri við- leitni í þá átt að skapa á fs- landi þroskað samfélag einstakl inga með ábyrgðartilfinningu og siðferðiskennd. Af hverju þarf ríkið, stóri bróðir, alltaf að segja mér .fyrir verkum? — Jafnvel hvenær ég á að setja nýtt púströr undir bílinn minn. Er ég ekki einfær um það leng ur? Óttar Halldórsson. ★ Varla í spam- aðarátt Velvakandi þakkar Óttari Halldórssyni fyrir bréfið, en getur ekki fallizt á að það muni horfa til sparnaðar að leggja bifreiðaeftirlitið niður. Það eru því miður til alltof margir menn, sem trassa að skipta um púströr þegar þess þarf með, svo að eftirlit hlýtur af þeim sökum að verða nauðsynlegt. Hitt er svo annað mál, eins og Óttar tekur réttilega fram, að bifreiðaeftirlit og bifreiðaskoð- un einu sinni á ári er ekki full nægjandi. Til viðbótar þarf vegalögreglan að líta vel eftir bifreiðum og fylgjast með því að öllu öryggi sé fullnægt hverju sinni. er nú sem fyrr bezta fermingar- gjöfin. Kaupið úrin hjá úrsmið. Kornelíus Skólavörðustíg 8 & Bankastræti 6. Tökum heim í dag norsku svefnherbergissettin EIK - TEKK - HVÍT Selst stakt og í settum r»a » i Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.