Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1068 19 TÓNLEIKAR: Sálumessa Verdis í umsögn, sem birtist í Mbl. í gær, um flutning á Sálumessu Verdis komust inn mjög slæmar prentvillur, sem ollu því að efni grein- arinnar varð lítt skiljanlegt. Morgunblaðið biður afsökun- ar á þessum leiðu mistökum og birtir nú greinina að nýju. Söngsveitin Fílharmonía og Sin- fóníuhljómsveit íslands. Stjórn- andi: Róbert A. Ottósson. Ein- söngvarar: Svala Nielsen, Ruth Little Magnússon, Magnús Jóns- son, Jón Sigurbjörnsson. Þegar Verdi hafði lokið við ó peruna „Aida“, sem var frum- sýnd með hinni mestu viðhöfn í Kairo í árslok 1871 og var víst tuttugasta og sjötta ópera hans, stóð hann á hátindi frægð- ar sinnar. Hann var við hlið jafn aldra síns, Wagners, konungur í ævintýralöndum óperunnar, en þar stýrði þó hvor sínu ríki, svo ólíkir sem þeir voru, bæði sem menn og listamenn. Margir munu þá hafa talið — og Verdi sjálf- ur kannski líka — að ferill hans sem óperutónskálds væri á enda. Hann sneri sér að öðrum verk- efnum, samdi sterngjakrvartett- inn, sem er eina kammertónverk hans og sálumessuna (Messa da Requiem), sem hlaut íslenzkan frumflutning sinn í samkomu- húsi Háskólans sl. fimmtudags- kvöld. Síðar kom í ljós, að Verdi átti enn eftir að semja tvær merkustu óperur sínar, „Otello“ (1887) og „Falstaff" (1893), en þegar .síð- astnefnda verkið kom fram, stóð hann á áttræðu, og má slíkt telj- ast til fádæma í tónlistarsögunni. Sálumessan er eina verk Verd- is, að óperunum slepptum, sem heldur velli í tónleikahöllum heimsins, enda er hún langmerk- ust af þeim sárafáu verkum hans sem ekki eru í óperuformi. Samt hefur hún stundum verið kölluð „bezta ópera Verdis“. Til þess i liggur sú ástæða, að mörgum hef ! ur þótt hún bera helzt til mik- * 1 inn svip leikhústónlistar, og víst mun mega segja að tónamál mess unnar sé að mestu hið sama og . á síðari óperum tónskálds- j ins. Það er rómantískur andi, j sem hér svífur yfir vötnunum, og átökin eru mikil og dramatísk. | Sálumessan í heild á því lítið skylt við hefðbundna helgitón- j list annað en textann, og hefur henni oft verið fundið það til foráttu. Þessvegna er það sjálf- sagt, að hún er sjaldan flutt við kirkjulegar athafnir, en því oft- ar í tónleikasölum um heim all- an. Því að enginn neitar því, að hér er um stórbrotið og óvenju- lega hrífandi tónverk að ræða þótt fremur sé það konsert- verk með kirkjutexta en eigin- legt kirkjutónverk. Ef til vill liggur styrkur verksins einmitt í þessu. Enginn veit, hvernig það Requiem hefði orðið, sem Verdi hefði sarrfið í sönnum kirkju- stíl. En hér talar hann það mál, sem honum er tamt og eiginlegt, og því verður verkið sann- færandi, þótt íburðurinn sé mik- ill og átökin býsna hörð. Ef hér er um leikhústónlist að ræða er það að minnsta kosti leik- hústónlist „á æðra plani“, ef svo má segja, og að því stuðla ein- stök atriði, sem eru í strangara formi en tíðkanlegt er í óperum, svo sem kórfúgurnar „Sanct- us“ og „Libera me“. Það má telja líklegt, að það hafi verið með þessum skilningi, sem Róbert A. Ottósson valdi Requiem Verdis til flutnings að þessu sinni á hinum árlegu kór- tónleikum sínum með söngsveit- inni Fílharmoníu og Sinfóníu- hljómsveitinni. Hann er kunnur að því embætti sínu sem söng- málastjóri íslenzku þjóðkirkj- unnar að vilja draga úr róm- antískum áhrifum í kirkjutón- listinni og sveigja hana aftur til upprunalegra forms sem tíðkazt hefur um langt skeið undanfar- ið. En sálumessuna tók hann lík- um tökum og um dramaitískt verk væri að ræða, og er enginn vafi á, að það eru réttu tökin. Drama tísk spenna verksins, magnaðar andstæður þess og stóyfengleg tilþrif nutu sín svo sem bezt varð á kosið í þessum flutningi, meðferðin var í senn fínleg og þróttmikil. Söngsveitin Fílharmonía sækir á með ári hverju, og hverju nýju verkefni, og hefur söngur henn- ar aldrei verið samstilltari, blæbrigðaríkari né áhrifa- meiri en nú. Þótt hún að jafn- aði komi ekki fram á tónleik- um .nema einu sinni á ári, er hlutur hennar í tónlistarlífi borg arinnar orðinn ómetanlegur, og á hún vonandi langa og við- burðaríka starfsævi fyrir hönd- um. ' Hlutur einsöngvaranna í þess- um tónleikum var líka mikill og góður, og ánægjulegt er til þess að vita, að við skulum eiga slíku liði á að skipta — og raunar f jöl- mennara en hér kom fram. Svala Nielsen fór með sópranhlutverkð af nærri ótrúlegu öryggi og myndugleik, og hinir miklu kost ir raddarinnar nutu sín fagur- lega. Þó var hlutur Ruth Little Magnússon enn veglegri, og brest ur undirritaðan þekkingu — eða kröfuhörku — til að finna þar nokkra annmarka á. Radd- fegurð Magnúsar Jónssonar kom hér einnig vel fram og margt gerði hann ljómandi vel, þótt RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Guðmundur á Þórgautsstöðum. MEIRIHÁTTAR myndabrengl átti sér stað í Morgunbla'ðinu í gær. Með afmælisgrein um Guð- mund á Þórgautsstöðum kom röng mynd. Myndin af honum kom með minningargrein um Guðmund Jóhannesson, bónda að Guðmundur að Arnarhóli. Arnarhóli í Gaulverjabæjar- hreppi. Vegna mistaka þessara, sem blaðið harmar og biður vel- virðingar á, birtum við hér mynd ir af þeim Guðmundi á Þórgauts stölðum og Guðmundi Jóhannes- syni frá Arnarhóli. ónákvæmni í tónmyndum væri stundum til lýta. Jón Sigur- björnsson (hann hafði kvöldið áður leikið mikilvægt hlutverk á frumsýningu í Iðnó) fór með bassahlutverkið af skörungs- skap og miklum tilþrifum. Öll eru þessi einsöngshlutverk afar- erfið og kröfuhörð, en þar á móti kemur það, að líklega hef- ur íslenzkur einsöngskvartett ekki verið betur skipaður í ann- an tíma en hér var. Hljómsveitin skilaði sínum hlut yfirleitt með miklum myndar- brag og eins og við var «ð búast af henni. Þó brá fyrir hjá málm- blásurunum hnökrum, sem voru meðal þess fáa er skyggði á heildaráhrif þessara tónleika. Annars var þessi flutningur á Requiem Verdis ein af „stóru stundunum" í tónleikalífi borgar innar þetta árið. Jón Þórarinsson. Minnst áttrœðisafmœlis Kambans: „Vér morðingjar“ í Þjóðleikhúsinu ÞANN 20. þ. m. frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið „Vér morð- ingjar", eftir Guðmund Kamban, en eins og kunnugt er, er 20. apríl afmælisdagur Þjóðleikhúss- ins. Það eru núna liðin 18 éir frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Vér morðingjar er þriðji leikurinn, sem Þjóðleikhúsfð sýn ir eftir Guðmund Kamban, en hin voru: Þess vegna skiljum við, sýnt í Þjóðleikhúsinu vorið 1952, og í Skálholti, sýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1960, á 10 ára af- mæli leikhússins. Vér morðingjar var fyrst sýnt í Dagmarleikhúsinu í Kaup- mannahöfn, 2. marz árið 1920 og síðar á sama ári hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Arið 1927 stjórnaði höfundur- inn sjálfur sýningu á leiknum hér í Iðnó og lék þá jafnframt sjálfur annað aðalhlutverk leiks- ins. Si'ðar sýndi leikflokkur und- ir stjórn Gunnars R. Hansen leikinn hér í Reykjavík og víðar úti um land. Ennfremur var leik- urinn sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1923. Þetta mun því vera í fimmta skiptið, sem leikurinn er settur á svið hér á landi. Fyrsta leikritið, sem Kamban skrifaði var Hadda Padda. Leik- urinn var fyrst sýndur í Kaup- mannahöfn árið 1914 og ári síð- ar hjá Leikfélagi Reykjavíkur Þar næst kom Konungsglíman, sýnt í Reykjavík árið 1917. Sendi herrann frá Júpiter sýnt hér ár- ið 1927. Síðar lauk hann við skáldsöguna um Brynjólf biskup og samdi leikrit upp úr skáld- I sögunni, er hann nefndi I Skál- hol'ti og hefur það verk orðið frægast af öllu því er Kamban skrifa’ði. Leikurinn var fyrst sýndur árið 1946 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og síðar hjá Þjóð- leikhúsinu árið 1960. Árið 1915 fór Guðmundur Kamban til Bandaríkjanna og dvaldi þar í tvö ár. Þar skrifaði hann tvö leikrit, Marmari, sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1950 og þar lauk hann einnig við leikritið Vér morðingjar. ÓþaTfi er að telja upp öll þau mörgu verk, sem Guðmundur Kamban skrifáði, svo vel er hann þekktur af landsmönnum. Kamban varð stúdent árið 1910 og las í fjögur ár heimspeki og j bókmenntir við Kaupmannahafn j arháskóla. Jafnframt háskóla- j námi lagði hann stund á leiklist- ! arnám í Kaupmannahöfn og varð i síðar leikstjóri við ýmis þekkt leikhús í Kaupmannahöfn, Dag- marleikhúsið 1920, Folke-Teatret j 1922—24 og við Konunglega leik- húsið árin 1931—33. Ennfremur var hann þekktur upplesari og fyrirlesari. ; Guðmundur Kamban var fædd ur 8. júní árið 1888, en féll fyrir vopnum óþekktra upphlaups- manna á frelsisdegi Dana þann 5. maí árið 1945. Á þessu ári eru li'ðin 80 ár frá fæðingu Guðmundar Kambans og af því tilefni er nú leikrit hans Vér morðingjar sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Leikstjóri er Benedikt Árna- son, en aðalhlutverkin eru leikin af Gunnari Eyjólfssyni og Krist- björgu Kjeld. Aðrir leikendur eru: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gísli Alfreðsson, Erlingur Gísla- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Anna Guðmundsdóttir. — Leik- myndir og búningsteikmngar gerir Gunnar Bjarnason. (Frá Þjóðleikhúsinu). Mikil snióalög og frosthörkur Látrum, 1. apríl. HÉR stendur nú yfir einhver har'ðasti vetur, sem elztu menn muna, mikil snjóalög og frost- hörkur öðru hverju. Samgöngur allar mjög erfiðar og sumstaðar ekkert fengist við það að halda færum vegum og líka svo til ó- tækt vegna kostnaðar. Þeim leið- um, sem mjólkurflutningar fara um, hefur þó verið haldið opn- um og ekki mjög erfitt þar sem það er mest í byggð. Erfiðleik- arnir skapast fyrst, þegar upp á fjöllin kemur í 300—400 metra hæð og þaðan af meiri. Þar hef- ir stöðugt snjóa'ð þótt hlánað hafi eitthvað í byggð, traðir myndast við mokstur, og þær fyllast svo jafnharðan. Sem betur fer hefir útnesja- fólk haldið þeim gamla hætti að taka vetrarforðann á haustnótt- um hvernig sem færi. Fólk er því ekkert að fást um það þótt það sé innilokað nema eitthvað liggi við og stendur þá ekki á fyrirgreiðslu. Pósturinn okkar, Kristinn Ólafsson, kemur þó allt- af vikulega út til nesja, hvernig sem vfðrar, enda á hann tvo góða fætur og einnig broddstaf. Ætti hann skilið 20% kauphækkun á þessum vetri fyrir góða þjón- ustu við erfiðar aðstæður. Bændur berja sér ekki mjög um fóðurskort þó á sl. hausti vantaði yfir hreppinn 20% af heyforða miðað við fullar hey- birgðir eftir skýrslum forða- gæzlunnar. Og þegar athugað var aftur um miðjan vetur, voru sumir taldir betur settir mdð fóður en þeir voru um vetrar- byrjun. Ef skaplega vorar, en það er það stóra „ef“, þá verða hér ekki nein vandræði með fóður, þótt hættur hins forna fjanda glotti nú við okkur hvarvetna. Hér er nú hjarnsléttur snjór, bjart veð- ur og sólskin, um 15 stiga frost, og sjávarkuldi ™ 1,6 stig. Varla heitir að nokkurs staðar sjáist á dökkan díl frá fjalltoppum til sjávar, því fjörugrjót og hleinar er allt ein klakabrynja. Það er svolítið skemmtilegt, jafnframt því sem það cr óhugnanlegt, að sjá glæsilega fiskibáta ösla logn- kyrran hafflötinn milli hvítkoll- anna. En vinkona okkar, Látra- röst, hreinsar þessa óvelkomnu heimskautsbúa af sér út í hafs- auga jafnharðan og þeir koma. Afl hennar er samt við sig. Þórður á Látrum. Kjarakaup ENSKIR OG ÞYZKIR | „IDEAL“ STÁLMIÐ- STÖÐVAROFNAR Á GAMLA VERÐINU. GERIÐ GÓD KAUP Á GÓÐIJM OFNUM. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.