Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 - ÚTFÖRIN Framhald aí bls. 1. an hafði verið flutt til kirkjunn- ar í gær. Athöfnin átti að hefjast klukk an 10,30, en vegna gífurlegra þrengsla fyrir framan kirkjuna, varð 20 mínútna töf á því að gestimir kæmust til sæta sinna. Til að koma í veg fyrir frekara öngþveiti, ákvað lögreglan að mannfjöidinn utan kirkjunnar skyldi hefja gönguna þaðan áleið is til Morehouse College, þar sem minningarathöfn átti að fara fram síðar, áður en kirkjuat- höfninni lauk. Er talið að um 40 þúsund manns hafi faríð í þess- um fyrsta hópi göngunnar. Frd Kennedy hyllt Byrjað var að hleypa gestum inn í kirkjuna hálfri annari klukkustund áður en athöfnin átti að hefjast, og fljótlega eftir klukkan níu tóku tignir boðs- gestirnir að streyma að. Fagnaði mannfjölinn við kirkjuna gestun um mörgum hverjum með lófa- taki, er þeir stigu út úr bifreið- um sínum og gengu inn í kirkj- una. Fór allt mjög friðsamlega fram þar til frú Jacqueline Kenn edy birtist, en þá ætlaði allt um koll að keyra. Mannfjöldinn hróp aði, æpti og klappaði í hrifningu, og var ást blökkumannanna í garð forsetaekkjunnar auðfund- in. Streymdu tárin niður kinnar margra viðstaddra jafnt karla sem kvenna,_ þegar þau sáu frú Kennedy. Oldruð blökkukona stóð við hlið mér, og hún kross- aði sig og muldraði gegnum tár in: „God bless you, little lady“. Einnig var Kennedy-bræðrunum sérlega vel fagnað. í kirkjunni prédikaði séra Ralph D. Abernathy, sem tekið hefur við forustu SCLC blökku- mannasamtakanna eftir dr. King, og bróðir hins látna, séra A. D. Williams King, flutti á- varpsorð. Að guðsþjónustunni lokinni voru sungnir negrasálm ar. Þegar kirkjuathöfninni var lokið, var kista dr. Kings borin út og sett á kerruvagn, sem 2 múlasnar dróu. Áttu kerra þessi og asnarnir að vera táknræn fyr ir baráttu blökkumanna fyrir bættum lifskjörum. Sátu kirkju- gestir eftir í kirkju meðan verið var að ryðja braut fyrir þá fram an við kirkjuna, og tók það um hálfa klukkustund. Eftir það streymdu gestirnir út og múl- asnakerran sniglaðist af stað í áttina til Morehouse College, en þangað eru tæpir sjö kílómetrar. Á undan kerrunni var borinn blómsveigur, en ekkja hins látna hafði óskað þess að ekki yrðu send blóm, heldur væri andvirði RAFGEYMA- SALA Hleðsla og viðgerðir. Seljum rafgeyma f flestar tegundir bifireiða. Gerum við allar teg- undir rafgeyma. , Nóotún 27 Sími 35891. Menntaskólanemendni sigruðu MENNTASKÓLINN í Reykjavík sigraði í spurningakeppni skól- anna í útvarpinu, sem staðið hef- ur í allan vetur ,en 12 skólar tóku þátt í keppninni. Sl. sunnu- dag kepptu Vélskólinn og M.R. í lokakeppni og sigruðu þá fulltrú ar Menntaskólans. Keppendur voru Einar Thor- oddsen úr 6. bekk, Mjöll Snæs- dóttir úr 4. bekk og Helgi Skúii Kjartansson úr 6. bekk, öll Reyk- vikingar. Hlutu þau í verðlaun hvert sitt eintakið af íslenzkum bókmenntum í fomöld eftir próf. blómanna látið renna til SCLC- samtakanna. Það var mjög hátíðlegt augna blik, þegar kistan var borin út úr kirkjunni, og andrúmsloftið þrungið virðingu fyrir leiðtog- anum látna, en að öðru leyti hef ur ekki ríkt áberandi sorg meðal borgarbúa, að minnsta kosti ekki sjáanleg. Féllu í yfirlið Strax og kirkjuathöfninni lauk, hraðaði ég mér til More- house College, og var kominn þangað um kl. 1,15. Þá höfðu um 60—70 þúsund manns safnazt saman þar í háskólagarðinum í 26 stiga hita og glampandi sól. Mannfjöldi þessi hafði komið sér fyrir hvar sem auðan blett var að finna, uppi í trjám, uppi um öll hús og hvar sem unnt var að stinga niður fæti. Var svo beð- ið í tæpar tvær klukkustundir eftir að kistan kæmi og yrði lögð á viðhafnarpall. Þrátt fyrir hitann í veðrinu, ríkti mikil þol inmæði meðal viðstaddra, en margar konur létu bugast og féllu í yfirlið vegna hitans. — Höfðu sjúkraliðar nóg að gera að bera þær á brott. Sjálfboðalið ar frá Rauða krossinum, hjúkr- unarkonur o. fl. vou á þönum meðal mannfjöldans með stór föt af vatni og könnur til að brynna viðstöddum og hjálpa þeim til að verjast hitanum. Loksins kom svo líkfylgdin að Moréhouse College, og kistan var lögð á viðhafnarpall. Þar flutti séra Abernathy ræðu og síðan bæn, en stúdentakór söng negra- sálma. Að atihöfninni lokinni var svo kista dr. Kings flutt til South View kirlkjugarðsins, þar sem ■hún var grafin að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Glundroði Mjög vel hafði verið unnið að ölkwn undirbúningi að útförinni, en sá undirbúningur reyndist þó ekki nægur. því ekki hatfði verið reiknað með viðbrögðum mann- fjöldans. Eins og fyrr segir ætlað. allt um koll að keyra þegar frú Jacqueline Kennedy kom að kirkjunni, og tók það hana lang- an tíma að mjakast nokkra metra frá bifreið sinni að kirkjudyrum. Svo var um fleiri gesti, og réði lögreglan ekki við mannfjöldann. Sama var að segja þegar komið var til Morehouse College, Áður Einar Ól. Sveinsson og 10 þús. kr. í peningum, sem þau kváð- ust hafa skipt þannig, að piltarn- ir fengu 333 kr. og 33 aura hvor, en Mjöll 1 eyri meira, af því hún sótti féð í bankann og mun það vera lægsta tímakaup, sem um getur. Um það hvaða spurning hefði verið erfiðust, svöruðu þau, að erfiðast hefði verið það sem þau vissu efcki, en þó langverst það sem þau reyndust svo vita eftÍT allt saman — eftir á. en at/höfnin þar gæti bafizt var sítfellt verið að auglýsa eftir týndum bömum og fleiru úr predikunarstólnum. Sama glundroða varð vart varðandi þá 500—600 frétta- menn, sem hér voru saman komn ir víða að úr heiminum. Búið var að halida siö fundi með þess um blaðamönnum og skipuleggja ferðir þeirra til að koma í veg fyrir misskilnmg. Hafði blaða- mönnunum verið afhent sérstök kort til að tryggja þeim aðgang að athöfnunum og opna þeim aliar dyr. En þegar við komum að kirkjunni í morgun, hafði öryggisþjónustan grip;ð í taum- ana, og voru allir fréttamenn- irnir þá reknii niður á næstu !ögreglu.stöð til að afta sér nýrra gagna. í augum áhorfandans virtist sem blökkuimennirnir litu útförina sem nokkurs konar „picnic" eða útiskemmtun, en við nánarí athugun mátti íinna þá sorg, sem bjó í brjóstr.m margra. Miðborgin í Atlanta er algjör- lega manr.laus í dag. Allar ve”z. anir eru lokaðar, aðeins bankar opnir. Algjört bann hetfur verið við sölu áfe: gis frá því klukk- an sex í gærkvöldi og gildr það bann til klufckan átta á fim'mtudagsniorgun tii að draga úr hættunni af óeirðum. Sjá'.f- ir eru borgarbúar aíar rólegir. Ég ræddi v:5 nokkra biökfcu- menn hér úti á gótu, og spurði þá um tilfinringar þeirra á þe.is ari sogarstund. Einstaka maðu" sagði þá „Biddu bara þangað ti! hann ar kominn ofan í jörðina, þá sýður upp“. En flestir voru rólegri. Fólkið trú'ði því flest og bað þess að morðið á dr. King yrði til þess að tryggja frið og einingu milli hvítra og blakkra. - MORÐINGI Framhald af bls. 1. borgunum Yungstown og Cinc- innati í Ohio, og hefur James Rhodes ríkisstjóri sent herlið til beggja borganna. Á mónudags- kvöld réðust átta ungir blökku- menn, þeirra á meðal þrjár stúlk ur, á hvítan mann, Noel Wright þar sem hann sat í bifreið ásamt eiginkonu sinn. Drógu blökku- mennirnir Wright út úr bílnum og stungu hann til bana með hnífum. Konu Wrights var ekki hlíft, heldur réðust stúlkurnar þrjár á hana með barsmáð. Ekki var frúin talin alvarlega meidd. Borgarstjórinn í Cincinnati, Eugene Ruehlmann, fyrirskipaði útgöngubann á þriðjudagskvöld, og var öll útiviist bönnuð eítár klukkan 6 síðdegis. Áfengisverzl unum, benzínsölum og fleiri verzlunum var lokað í dag. f Youngstown særðust tveir lögreglumenn og einn blökkumað ur atf skotum á mánudag, en þeir eru ekki taldir í lífshættu. Um 400 hermenn eru komnir tál borgarinnar til aðstoðar vdð lög- regluna, og einnig þar var sett útgöngubann í kvíld klufckan 6. Þá heíur öll áfengissala verið bönnuð, og mörgum verzlunum, sem annars hafa opið fram á kvöld, var lokað skömmu eftir hádegi. Útgöngubanu er eftir klukkan sex að kvöldi í höfuðborginni Washington. Þangað eru niú komnir 14 þúsund hermenn til aðstoðar við lögreglu borgarinn- ar, og var allt með kyrrum kjör um í morgun. HetfuT borgarstjór inn í Washington, blökkuimað- urinn Walter S. Wasihington, sfcorað á alla borgarbúa að sam einast í bæn um að friður kom- ist á að nýju. Óe rðir hófust í Washington strax og fréttist um morðið á dr. Martin Lutíher King og haía sex menn verið drepnir 1.087 særðir, og 5.882 handtekn- ir í óeirðunum. Mikið hetfuT ver ið um íkveikjur, og alls hafði slökkvilið borgarinnar verið kvatt út 828 sinnum frá því á fimmitudagskvöld, þegar dr. King var myrtur, þar til í morg un. Ekki hetfur þó verið um neina stórbruna að ræða frá því á laugardagskvöld. — Póllondsforseti Framhald af bls. 1. málamanna álíta sennilegt að Jozef Cyrankiewicz forsætisráð- herra taki nú við forsetaembætt- inu, en hann hefur gegnt emb- ætti forsætisráðherra í 18 af und anfömum 20 árum þótt hann sé aðeins 56 ára að aldri. Edward Ochab er 61 árs, og hefur um skeið þjáðst af augn- veiki. Á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar dvaldist hann í Sovét- rikjunum, og var þar einn af aðalhvatamönnunum að stofnun pólskra hersveita, er börðust með sovézka hernum. Hann sneri heim að styrjöldinni lokinni, og settist þá þegar í ráðherrastól. I nokkra mánu'ði á árinu 1956 gegndi hann embætti aðalritara kommúnistaflokksins, en átti mikinn þátt í því að Wladyslaw Gomulka var skipaður eftirmað- ur hans í embættið, og hefur Gomulka gegnt, embættinu síð- an. Auk forsetaembættisins hef- ur Ochab átt sæti í 12 manna stjórnmálanefnd kommúnista- flokksins, og er ekki vitað til þess að hann láti af því embætti. - MIKILVÆGT FramhaJd af bls. 14 fjárvandamál viðskiptalífsins miklu meiri en hér á landi. Ég vil nú ljúka máli mínu með því að fara nokkrum orðum um þróun mála, það sem af er þessu ári og horfurnar framundan. Ég sagði áðan, að sú varnarbarátta í efnahagsmálum, sem háð hef- ur verið hér á landi gegn afleið ingum hinna stórfelldu efna- hagsáfalla undanfarið hálft ann að ár, hafi borið verulegan ár angur. Tekizt hefur að draga úr áhrifum samdráttarins á atvinnu og framleiðslustarfsemi, jafn- framt því sem neyzla og fjár- festing hafa smám saman hneigzt til aðlögunar við hin breyttu viðhorf. Með gengislækk uninni var stigið stórt skref i átt til betra jafnvægis út á við og í atvinnumálum, enda þótt ekki yrði hjá því komizt, að hún raskaði því jafnvægi, sem náðst hafði í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Varla verður þó annað sagt en nokkur skilningur hafi náðst fyrir nauðsyn þess að koma í veg fyrir, að ávinningi gengis- breytingarinnar verði eytta af víxilhækkunum kaupgjalds og verðlags. Á hinn bóginn hefur þróun verðlags útflutningsafurða hald izt óhagstæð undanfama mán- uði og er enn ekki neitt útlit fyrir skjótan bata í því efni. Hefur því afkoma útflutnings- atvinnuveganna reynzt lakari en vonir stóði til, þegar gengis- breytingin var ákveðin í nóv- ember s.l. og hefur orðið að veita þeim margvíslega aðstoð til að tryggja eðlilega fram- leiðslu. Af þessu má ljóst verða, að ekki er enn séð fyrir enda þeirra efnahagsörðugleika, sem fslend ingar hafa átt við að glíma und- anfarið hálft annað ár. Jafn- framt vill bandastjórn Seðla- bandans leggja áherzlu á það, að ekki verður lengur hægt að brúa bilið milli tekna og eftir spumar í þjóðfélaginu með notkun gjaldeyrisforðans, etf koma á í veg fyrir það, að hann falli niður fyrir það mark, sem samrýmanlegt er fjárhagslegu ör yggi þjóðarinnar og frjálsum viðskiptum. íslenzk stjórnarvöld verða því að vera við því búin að grípa til frekari efnahagsað- gerða, ef þróunin verður óhag- stæðari en nú er gert ráð fyrir eða ef þær ráðstafnair, sem gerð ar hafa verið, bera ekki tilætl- aðan árangur. Þótt þannig megi gera ráð fyrir, að lausn aðsteðjandi vandamála haldi áfram að krefj ast athygli íslenzkra stjórnvalda á næstunni, þarf einnig að gef- ast tóm til að sinna undirbún- ingi þeirra mála, er varða þró- un þjóðarbúskapsins til lengri tíma. Hinar miklu framkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík, sem standa munu fram um mitt árið 1969, auka atvinnu verulega í bili, jafnframt því sem þær leggja grundvöll aukningar þjóðartekna i framtíðinni. Væri mikilvægt, að nýjar fram- kvæmdir, sem tryggt geti vax- andi þjóðartekjur, yrðu tilbún ar til að taka við, þegar þeim sleppir. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að hagstæð skilyrði verði fyrir vexti og viðgangi þeirra atvinnuvega, sem fyrir eru og ísiendingar hafa til þessa byggt afkomu sina á. Menn verða að gera sér ljóst, að þróun undanfarins hálfs annars árs hefur gengið nærri afkomu margra fyrirtækja í landinu. Hefur meginhluti sam- dráttaráhrifanna komið fram á afkomu fyrirtækja, en aðeins lít ill hluti í minni neyzlu og ekk- ert í lægri útgjöldum eða minni fjárfestingu ríkis og sveitarfé- laga. Þessi útkoma var ekki ó- eðlileg, eins og þróunin hefur verið, þar sem lengi var búizt við þvi, að brátt mundi rætast úr erfiðleikum útflutningsfram- lefðslunnar. Hættan er sú, að menn gleymi að þetta ástand má aðeins standa skamma hríð, því að án blómlegrar afkomu at- vinnufyrirtækja, er áhugsandi, að hér á landi eigi sér stað sú aukning þjóðartekna og atvinnu sem nauðsynleg er til þess, að lífskjör þjóðarinnar geti á ný farið að batna með svipuðum hraða og meðal annarra þjóða. - MINNING Framhalid af bls. 22 Sælt er að eiga allar minning- arnar um hann. Við sem eftir lif- um þurfum engu að kvíða um framtíð hans, hún getur ekki orð- ið annað en blómum stráð, því hans lif hérna megin var alltaf svo hreint og tært. Ótalin eru góð verkin hans og gleðistundir sem við astvinir hans höfum notið með honum og sælt er að eiga vissuna um að öll hans störf eru skráð á himn- um og nú fær hann að njóta ávaxta af sinni miklu hlýju og góðvild sem prýddi allar hans hugsjónir og gjörðir. Guð varveiti hans sál og styrki foreldra, unnustu, systkini og frændfólk allt. Elsku Valgeir hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guðrún Vilmundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.