Morgunblaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 23
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968
23
Netatjón Húsvíkinga
Fyrsta afgreiðsla Loftleiða fiutt í land starfsmanna á Kjalarnesi.
Fyrsta afgreiðsluhús Loftleiða verður
fyrsta húsið í orlofslandinu —
FYRSTA afgreiðsla flugfélagsins
Loftleiðir var ekki í veglegum
húsakynnum. Notast var við
kassa utan af Grumman flug-
báti, sem kom hingað 1945. Var
hann settur upp á flugvellinum
og árið 1952 byggður við hann
skúr. Þessir tveir skúrar voru
svo látnir duga sem afgreiðsla
Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli
1945-1964.
— Blóminn í
Framhald af bls. 21.
í ákveðinn tíma, sem fer eftir
því, hvenær hún er söltuð. Þessi
síld, sem við erum með núna,
var mestöll söltuð um mánaða-
mótin september-október.
Þegar geymslutíminn er á
enda, er síldinni hellt í þvotta
vél, en úr henni fer hún á færi-
bandi í flökunarvélina. Þaðan
fer hún svo eftir færibandi á
vinnuborð, þar sem flökin eru
roðflett og snyrt, en síðan kem-
ur hún hingað upp í þennan sal.
Hér fer hún fyrst í gegn um
skurðarhníf, sem bitasker, en
úr honum á færibandi til stúlkn
anna, sem raða bitunum í dósir-
nar. Frá þeim fer dósin í lokun-
arvélina, þurrkara, en þá er
dósunum raðar í kassa, sem svo
eru geymdir í kæli við 2 til 4
stiga hita.
— Það eru mörg handtökin?
— Já, það má segja svo, en
vélarnar vinna nú sitt og létta
mikið framleiðsluna.
Þegar við flugum út úr firð-
inum sáum við ekki betur, en
ísinn hefði dreifzt talsvert næst
landinu. Nokkrir bátar voru á
sjó og vonandi hefur þeim tek-
izt að komast í fiskinn, sem við
öll eigum svo mikið undir.
--------------- j
- FUNDARSTAÐUR
Framhald af bls. 1.
Norður-V ietnam. Bandaríkj a-
menn vonast hinsvegar til þess,
að fljótlega verði unnt að beina
viðræðunum að því hvort full-
trúar Norður-Vietnam séu reiðu
búnir að ræða um friðarskilmála,
verði árásirnar stöðvaðar, og að
því á hvern hátt fulltrúar Norð-
ur-Vietnam geta tryggt það, að
stjórnin í Hanoi noti ekki þann
tíma, meðan loftárásirnar liggja
niðri, til að bæta vígstöðuna í
Siður-Vietnam.
Á fundinum í Camp Daivid
ræddi Johnson þessi mál við
Dean Rus'k, utanríkisráðherra,
Clark Clifford, varnarmiálaráð
herra, Ellsworth Bunker, sendi-
herra í Saigon, Earl G. Wheeler,
formann herráðsins og fleiri hátt
setta ráðgjafa. William West-
moreland, hershöifðingi, yfirmað-
ur bandaríska hersins í Vietnam,
hafði áður rætt við Johnson í
Wasihington, en hélt áleiðis til
Vietnam á ný í dag.
Það hefur varpað nokkrum
skugga á vonir manna um frið
í Vietnam, að stjórn Norður-Viet
nam krafðist þess í dag, að
Bandaríkjastjórn sannaði við-
ræðuivilja sinn með því að stöðva
nú þegar allar árásaraðgerðir.
Til þessa hefur Hanoi-stjórnin
talað um að stöðvun árásanna
verði rædd á funduxn fulltrúa
deiluaðilanna.
Nú er þarna risið hið glæsileg
asta hús Loftleiða með hóteli og
skrifstofum, sem hýsir þá starf
semi er áður var í skúrunum.
Sá hluti gömlu afgreiðslunnar,
sem var í flugvélakassanum, var
rifinn í haust, en viðbyggingin,
þar sem var áhafnarherbergi, af-
greiðslustjórn og flugáætlunar-
herbergi, var í gær flutt upp á
Kj alarnes.
í Brautarholti hefur starfs-
mannafélag Loftleiða keypt sér
land til orlofsdvalar. Stjórn Loft
leiða gaf starfsmönnum svo
gamla húsið, sem verður fyrsta
húsið á orlofsdvalarlandi þess.
En það á nú fyrst að vera vinnu
skúr í sambandi við væntanleg-
ar byggingarframkvæmdir þama.
Húsavík, 6. apríl.
SVIPAÐ ástand er á ísnum
og lokar hann höfninni alveg.
Liggur ísinn yfir rauðmaga-
netum Húsavíkurbáta, en
þorsknetasvæðið vestar í fló-
anum er autt, en þangað er
ófært vegna íss.
Athugun hefur farið fram
á því, hve mikið af netum
Islandsmót
í bridge
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í
bridge 1968 hófst s.l. laugardag
með tvímenningskeppni og lauk
síðdegis á sunnudag. Spilað var
í tveimur flokkuim Meistara-
flokki og I. flokki.
íslandsmeistarar 1968 urðu:
Hjalti Elíasson og Ásmundur
Pálsson.
2. Jón Ásbjörnsson og Karl
Skókþingi ísn-
fjniðar lokið
9KÁKÞINGI fsafjarðar er ný-
lokið, og voru þátttakendur 35
í þremur flokkum. Sigurvegari í
1. flokki og jafnframt Skák-
meistari ísafjarðar 1968 var Páll
Áskelsson. Hlaut hann 10 vinn-
inga af 11 mögulegum. í 2.-3.
sæti urðu Jóhannes Ragnarsson
og Jón Kr. Jónsson með átta
vinninga hvor. f 2. flokki sigraði
Gunnar Överby er vann allar
skákir, 10 að tölu. Flyzt hann
upp í fyrsta flokk. í þriðja flokki
sigraði Hafsteinn Hastler er einp
ig vann allar skákir og hlaut 11
vinninga. Hraðskákmót ísafjarð-
ar fór einnig fram um sama leyti
og voru þátttakendur 19. Sigur-
vegari var Daði Guðmundsson,
Bolungarvík, er tefldi sem gest-
ur í mótnu. Hlaut hann 17% vinn
ing og Hraðskákmeistari ísa-
fjarðar 196® varð Matthías Krist-
insson með 16 vinninga.
Skákkeppni stofnana 1968 er
lokið fyrir nokkru. Sigurvegari
var Hraðfrystihúsið Norður-
tangi. Fyrir það tefldu Páll Ás-
kelsson og Guðmundur M. Jóní'
son. — H.T.
GJaldskrárhækk-
un hárskera fyrir
verðlagsdóm
SL. LAUGARDAG auglýstu hár
skerar 25% hækkun á gjaldskrá
simni, en verðlagsnefnd hafði
sama dag samþykkt 14% hækk-
un á gjaldskránni. Hárskerar
vildu ekki una niðurstöðu verð-
lagsnefndar og auglýstu því fyrr
nefnda hækkun. Verðlagsstjóri
hefur nú stefnt þeim fyrir verð-
lagsdóm og kemur málið fyrir
í dag kl. 10.
- HJONABANDIÐ
Framhald af bls. 32.
ur, sem eigi hefði haft til þess
þjóðfélagsvald, hefði gefið þau
saman og því hefði eigi verið að
lögum stofnað til hjúskapar með
þeim. Vísaði hann um þetta efni
til 29. gr. laga nr. 39 1921, en
þar segir. að prestar þjóðkirkj-
unnar annist kirkjulega vígslu
innan kirkju sinnar .Taldi mað-
urinn það meginreglu í lögum,
að opinberir starfsmenn, sem
látið hefðu af starfi, hefðu eigi
vald til að framkvæma þau op-
inber verk, sem starfanum
fylgdi, nema þeir fengju til þess
sérstaka skipun. Dóms- og kirkju
málaráðherra hefði fyrr og síðar
sett það skilyrði í hjónavígslu-
leyfi, að vígslan væri fram-
kvæmd af þjónandi presti þjóð-
kirkjunnar. Björn Magnússon
hefði eigi verið þjónandi prestur,
er hann framkvæmdi hjónavígsl-
una og því kæmi hér til álita 36.
gr. laga nr. 39 1921, þar sem seg-
ir: „Nú eru hjónaefni gefin sam-
an af öðrum en lög standa til,
að gefi saman hjón, og er sú
athöfn þá ógild“.
í forsendum að dómi Hæsta-
réttar segir: „Alkunna er, að
menn, sem prestvígðir hafa verið
í þjóðkirkjunni, hafa oftsinnis á
síðustu áratugum gefið saman
hjón, þótt þeir væru ekki þjón-
andi sóknarprestar. Það er einmg
alkúnna, að slíkar vígslur hafa
verið taldar hafa sömu þýðingu
að lögum og vígslur, sem þjón-
andi sóknarprestar hafa fram-
kvæmt, og enginn greinarmun-
ur hefur verið á þessu gerður
við búskipti. Ber því að líta sivo
á, að það sé venjuihelguð ís-
lenzk réttarregla, að menn, sem
prestvígðir hafa verið í þjóðkirkj
unni, þótt ekki séu þjónandi
sóknarprestar, geti löglega gefið
saman hjónaefni. Prófessor
Björn Magnússon hafði hlotið
prestsvigslu í þjóðkirkjunni. Að-
iljar máls þessa voru því gefin
saman í lögmætt hjónaband 15.
september 1962“.
Niðurstaðan varð því sú, að
bú þeirra skyldi taka til opin-
berra skipta og var maðurinn
dæmdur til að greiða konunni
kr. 30.000.00 í málskostnað fyrir
Hæstarétti.
Tveir dómendur Hæstaréttar,
þeir Gizur Bergsteinsson og
Benedikt Sigurjónsson, skiluðu
sératkvæði i málinu. Segir í for-
sendum að niðurstöðu þeirra:
„í miáli þessu er einungis leitað
úrskurðar dómstóla um það,
hvort taka skuli bú aðilja til op
inberra skipta. Aðiljar lifðu í
sambúð, er þau töldu vera hjú-
skap, um nokkurt skeið og skip-
uðu fjánrwálum sínum með samn-
ingi þeim frá 16. janúar- 1963,
er áður getur (þ.e. með kaup-
mála). Þá gerði (maðurinn) sam
eiginlegt skattframtal fyrir þau
aðiljana í janúar-mánuði 1963.
Að svo vöxnu máli verður að
meta fyrrgreindan samning gild
an um fjárskipti aðilja, og er
það því utan marka þessa máls
að skera úr því, hvort þau hafi
verið „gefin saman af öðrum en
lög standa til“, sbr. 36. gr. laga
nr. 39/1921“.
Niðurstaða þeirra varð því sú
sama, þ.e. að taka sky'ldi bú að-
ilja til opinberra skipta.
Húsavíkurbáta er í sjó og eft-
ir því sem komist verður næst
eru það 364 þorskanet og 237
rauðmaganet og er með öllu
óvíst, að nokkuð af netunum
náist aftur. Þó eru frekar von
ir með þorskanetin þar sem
þau liggja á djúpu vatni.
— Fréttaritari.
Sigurhjartarson.
3. Eggert Benónýsson og Stefán
Guðjohnsen.
4. Bernharð Guðmundsson og
Torfi Ásgeirsson.
5. Hallur Símonarson og Þórir
Sigurðsson.
Þessi pör eru öll frá Bridge-
félagi Reykjavíkur.
Sigurvegarar í I. flokki urðu:
Alfreð Alfreðsson og Guð-
mundur Ingólifsson, Keflavík.
2. Þorsteinn Laufdal og Jón
Stefánsson, Reykjavík.
3. Kristjana Steingrímisdóttir og
Vigdís Guðjónsd. Rvík.
- FLUGSLYSIÐ
Framhald afbls. 2.
Sydney í Ástralíu. Áður en 2
mínútur voru liðnar, tilkynnti
hann að kvinkað væri í ein-
um vinstri hreyfli vélarinnar
og um leið og hann sendi út
neyðarkall, sneri hann flug-
vélinni við til neyðarlending-
ar.
Farþegarnir horfðu steini
lostnir á, hvernig brennandi
hreyfillinn féll niður frá flug
vélinni og niður í malar-
gryfju fulla af vatni. Mun-
aði minnstu, að hann lenti á
einhverju þeirra húsa, sem
stóðu þar rétt hjá. Síðan lenti
Taylor brennandi flugvélinni
á flugbraut að mörg hundruð
manns ásjáandi.
Áður en flugvélin varð al-
elda, tókst farþegunum að
forða sér. Mörgum tókst að
komast úr háskanum með því
að renna sér niður neyðarút
gang á flugvélinni.
Frú Alison Parkinghouse,
33 ára, frá Suður-Afríku,
kvaðst hafa komizt burt á
eftirfarandi hátt. — Ein mið-
aldra kona, sagði frú Parking
house, — virtist vera hrædd
við að fara niður úr vélinni
um neyðarútganginn. Hún
sat efst í honum og var í
vegi fyrir okkur öllum. Einn
eða tveir ýttu við henni og
hún féll niður. Þegar ég var
að fara niður, varð hræðileg
sprenging í vélinni. Ég hróp
aði upp yfir mig, missti vesk
ið mitt og meiddi mig í sitj-
andann, en ég náði að standa
á fætur og hlaupa burt. Víst
var ég hrædd en það þýddi
ekkert að vera að fást um
það. Ég varð að vera róleg.
Á meðal þeirra, sem kom-
ust af, var Bill Deitsch, 27
ára gamall Bandaríkjamaður
á leið til Ástralíu til þess að
flytja þar vísindalega fyrir-
lestra.
— Tveimur mínútum eftir
að við vorum komnir á loft
leit ég til hliðar og sá, að
þar var allt alelda. Ég man,
að hugsaði: Það er ekki
nema um tvennt að ræða, ann
að hvort lendir flugmaðurinn
vélinni, eða vængurinn dett-
ur af og þá er úti um okkur
öll. Eldurinn hélt áfram að
magnast allan tímann, en flug
stjórinn sneri vélinni við
og lenti henni þremur mínút
um síðar. Það var snilldarleg
lending. Flugstjórinn var frá
bær, hann var sannarlega frá
bær, sagði Deitsch.
í hópi farþeganna var enn
fremur brezki dægurlaga-
söngvarinn, Mark Wynter,
sem er 25 ára og komst hann
út um neyðardyr.
— Þegar ég hljóp burt frá
vélinni, heyrði ég níu spreng
ingar og flugvélin varð ger-
samlega alelda, sagði hann.
Sir Giles Guthrie, forstjóri
BOAC, sagði við fréttamenn
á flugvellinum, þar sem slys
ið átti sér stað: — Þetta var
fyrsta ferð þotunnar eftir
meiri háttar skoðun, að
reynslufluginu undanskildu.
Ég mun leitast við að fá það
í ljós, hvers vegna slökkvi-
tækin og eldsaðvörunarkerfið
störfuðu ekki og hvers vegna
kviknaði í hreyflinum.
Sem að framan segir fórust
5 af 126, sem með flugvélinni
voru. Hinir komust lífs af, en
margir hlutu brunasár, sumir
slæm.
BflHCO
HITABLÁSARAR
i vinnusali, voru-
geymslur o.fl.
Margar gerðirog staerðir.
Leiðbeiningar og verkfraeði-
þjónusta.
FONIX
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ ....
SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVlK
Skolphreinsun úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar-
hringinn. Niðursetning á brur.num og smáviðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
Rörverk
sími 81617.