Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1588 Nauðungaruppböð Að kröfu Harðar Ólafsson, hrl., verður jarðýta af Caterpillar-gerð, talin eign Ingólfs Sigurðssonar, Stóragerði 27, Reykjavík, seld á opinberu uppboði að Hlíðartúni við Lágafell í Mosfellshreppi, fimmtu- daginn 2. maí kl 6 síðdegis. Greiðsla fari fram við hamarshögg. . Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 23. 4 1968. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, veski. buddur, úr, gleraugu o. fl. Eru þeir, sem siíkum munum hafa týnt, vinsam- lega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rann- sóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 í kjallara (gengið um undirganginn) næstu daga kl. 2—4 og 5—7 e.h til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera. f>eir munir, sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði 11. maí n.k. RANNSÓKNARLÖGREGLAN. Verzlunin Lamp- inn Laugavegi 87 auglýsir úrval af alls konar heimilslömpum, bæði í ný- tízku og hefðbundnum stíl. Eiginn innflutningur frá þekktum verksmiðjum á Norðurlöndum og Vestur- Evrópu. Lampar og skermar frá Lampagerðinni Bast. Innlend framleiðsla, fyllilega samkeppnisfæri að verði og gæðum, við það sem inn- flutt er. Lítið inn í Lampann. Tilkynning Samkvæmt samningum milli Vörubílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveitendasambands íslands og samningum annarra sambandsfélaga verður leigu- gjald fyrir vörubifreiðar frá og með 24. apríl 1968 og þar til öðru vísi verður ákveðið, eins oghér segir: Tímavinna: Fyrir 2% tonna vörubifreið Dagv. 180,10 Eftirv. 208.00 Nætur- og helgidv. 234,10 — 2% — 3 tonna hlassþ. 201,10 229,00 255,10 — 3 — 3% — — 222,20 250,00 276,00 — 3Vfe — 4 — — 241,40 269,30 295,40 — 4 — 4% — — 259,00 286,80 313,00 — 4% — 5 — — 273,00 301,00 327,00 — 5 — 5 Vi — — 285,30 313,00 339,30 — 5% — 6 — — 297,60 325,50 351,60 — 6 — 6% — — 308,00 336,00 362,00 — 6% — 7 — — 318,60 346,50 372,60 — 7 — 7% — — 329,00 357,00 383,00 — 7V4 — 8 — — 339,70 367,60 393,70 Aðrir taxtar breytast samkvæmt því. Landssamband vörubifreiðastjóra. Bóiar ó kreiki við peningo- ilutningabíl London, 24. apríl — NTB-Reuter — VOPNAÐUR bófaflokkur réðst í gær á brynvarinn peninga- flutningabíl, særði einn varð- anna og komst á brott með um 60 þúsund sterlingspund. Sam- kvæmt NTB-frétt voru ræningj arnir sex saman og vopnaðir haglabyssum og skammbyssum. Þeir komust undan 1 bifreið, sem fannst síðar í öðru hverfi borgarinnar. Aðalfundur Lítil fataverzlun á góðum stað til sölu. Góðar vörur. Hagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Tilboð merkt: „Verzlun 25 — 8885“ sendist Morg- unblaðinu fyrir 1. maí. Atvinna - k jötbúð Viljum ráða karl eða konu til afgreiðslustarfa. Tilboð merkt: „Kjötbúð 8515“ sendist afgr. Mbl fyrir kl. 5 mánudag AÐALFUNDUR Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar var haldinn í Iðnó mánudaginn 8. apríl sl. Formaður félagsins, Eðvarð Sigurðsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Á starfsárinu gengu 890 nýir menn í félagið, en 47 félagsmenn létust á árinu og heiðruðu fund- armenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Eðvarð skýrði frá tekjum og gjöldum félagsins í stórum dráttum og var fjárhagsafkoma félagsins góð. Á starfsárinu var heildarfjár- hæð bóta úr Styrktarsjóði Dags- brúnarmanna kr. 2.572.583.00 til 340 félagsmanna, samtals fyrir 23.147 bótadaga. Atvinnuleysisbætur var tekið að greiða í janúar sl. og nema greiddar atvinnuleysisbætur til Dagsbrúnarmanna nú réttum 2 millj. kr. Tvö námskeið í meðferð þunga vinnuvéla voru haldin á vegum Dagsbrúnar og Öryggiseftirlits ríkisins og voru bæði fjölsótt. Að lokinni skýrslu formanns voru reikningar félagsins lesnir upp og samþykktir. Fundurinn samþykkti að árs- gjald félagsmanna fyrir árið 1968 skyldi haldast óbreytt, kr. 1.000,00. Á fundinum var lýst stjórnar- kjöri, sem fram fór í jánúar sl. og hafði aðeins borizt ein tillaga um stjórn og aðra trúnaðar- menn félagsins, þ.e. tillaga upp- stillingarnefndar og trúnaðar- ráðs. Varð því stjórn félagsins sjálfkjörin. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Eðvarð Sigurðsson, varformaður: Guðmundur J. Guðmundsson; ritari: Tryggvi Emilsson; gjaldkeri: Halldór Bjömsson; fjármálaritari: Andr- és Guðbrandsson; meðstjórn- endur: Gunnar T. Jónsson, Tóm- as Sigurþórsson. Varastjórn: Pétur Lárusson, Guðmundur Ásgeirsson, Sigurð- ur Ólafsson. Hjartanlegar þakkir færi ég ættingjum, venzlafólki og vinum nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum, heim sóknum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu, 20. sl. apríl Guð blessi ykkur öll. Sumarlína F.iríksdóttir, Holtsgötu 17. Sjálfstæð atvinna Til sölu er lítið innflutningsfyrirtæki með góðum erlendum umboðum. Fyrirtækið er í fullum rekstri. Gott tækifæri fyrir mann, sem vill skapa sér sjálf- stæða atvinnu. Kaupskilmálar hagstæðir. Tilboð merkt: „Sjálfstæð atvinna — 8017“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 3. maí n.k. Fullri þagmælsku heitið. LITAVER Teppi — Teppi Nylon-teppi, verð pr. ferm. kr 255.— 6 herbergja íbúð til sölu 6 herb. íbúð á efstu hæð í 3ja hæða húsi við Þing- hólsbraut, allt sér. Vægt verð Góðir greiðsluskil- málar, og lítil útborgun. Löng lán með 7% vöxtum, alt að kr. 850 þús. Málflutnings og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, lirl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti, Austurstræti 14. Sími 22870 og 21750. Delicious epli Ný amerísk delícious epli, sæt og safamikil. Verð kr. 28.— pr. kg. Verð kr. 450.— pr. 19 kg. kassi. (Verð miðað við viðskiptaspjöld). Kaupið viðskiptaspjöld og verzlið 10% ódýrara en aðrir. Miklatorgi. 3ja og 4ra herb. íbúðir í Breiðholtshverfi. Höfum til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir í Breiðholtshverfi, sem seljast tilbúnar undir tréverk og málningu og sameign frágengin. Möguleiki er að fá íbúðirnar fokheldar, með tvöföldu gleri og miðstöðvarlögn og sameign frágenginni, þvottahús og geymsla er á sömu hæð, ásamt sér- geymslu, í kjallara og sameiginlegu þvottahúsi. Verða tilbúnar seinni partinn í sumar og sumar eftir 8 10 mánuði. Beðið verður eftir fyrri hluta af húsnæðismálastjórnarláni. Upplýsingar hjá byggingarmeistara, Hauki Péturssyni, í síma 35070 og Ágústi Hróbjartssyni í síma 37272.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.