Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25 APRÍL 1968 23 - MINNING Framhald af bls. 12 í dag á æfingunni, að það væru bara smáatriði, sem mig langaði til að benda þér á.“ Ég var að vísu þreyttur og hálf dasaður eftir æfinguna, snöggklæddur og heitur, en fór strax með honum inn í „setustofu'í hans. Og þar lék hann bókstaflega fyrir mig allt hlutverk Turridus í Caval- eria Rusticana, Þegar því var lokið skildisf mér bezt, hve aum mín eigin frammistaða hafði ver ið og komst að þeirri nðurstöðu, að ef ég gæti gert eitfhvað svip að þessu, þyrfti ég eiginlega ekki að syngja eins mikið. Og árin liðu. Dag nokkurn kom svo Poul Reumert til mín og spurði mig að því, hvort ég vildi ekki gera sér þann greiða að koma heim til þeirra Önnu í kvöld. Ég varð bæði undrandi og dálítið utan við mig og spurði í sak- leysi mínu, hvernig ég ætti að vera klæddur. Hann brösti til mín sínu óviðjafnanlega brosi og svaraði um hæl: „Þér megið koma á náttfötunum, ef þér viljið.“ Ég bjó mig hið bezta og man vel eftir því, að ég var verulega kvíðinn og hlaðinn feimni. En strax og ég kom inn fyrir dyr í hinu glæsta heimili í Stockholms gade til hinna merku og víð- frægu listahjóna, önnu Borg og Fouls Reumerts, var eins og svipt væri af mér öllum þessum ástæðulausa kvíða og feimni. IÞar stóðu dyrnar aldrei í hálfa ígátt, þegar von var á gesti og þar var loft aldrei lævi blandið, heldur tandurherint, hressandi, lífgandi og menntandi, svo sem hvergi gerist annarsstaðar en þar, sem mannkostafólk, gáfu- fólk og stór og mikil hjörtu búa. Heimili þeirra hjóna var og er enn, óviðjafnanlegt, mikilfeng- legt og ríkmannlegt bæði á ver- aldlega og ekki síður andlega vísu svo að önnur slík fremri hygg ég að ekki muni fyrir finn ast í allri Kaupmannahöfn og þótt víðar væri leitað. En það, sem gagntók mig mest og bezt var fjrrst og fremst sú tilfinning og síðar vissa, að innan þessara veggja var sú hjartagæzka, sú hlýja, sá kærleikur og sú ást sem aðeins getur átt sér stað hjá tveim samstilltum hjörtum í bliðu og stríðu og gefur allt það bezta, ®em mannlegir eiginleikar geta búið yfir. Þegar ég kvaddi um kvöldið sagði Poul Reumert: Vertu blessaður og Guð veri með þér.“ Svona var Poul Reum ert, alltaf stór og alltaf stækk- andi, hvort heldur hann var í tengslum við full hús aðdáenda eða aðeins að kveðja gest sinn á fögru heimili sínu. Frá þessari stundu urðum við Poul Reumert vinir. Það er stórt orð, en í þessu tilviki er það sannleikanum samkvæmt. Það skeður margt og misjafnt á alllangri söngmannsferð. Oft hentu mig atvik, sem ég Ireysti mér ekki til að ráða fram úr einn og óstuddur. Þá fór ég til vinar míns Poul Reumerts og sagði honum söguna alla, undan dráttarlaust. Ráðleggingar hans voru jafnan heils hugar veittar. Og það ' sem einkenndi þennan mikla lista- og gáfumann og lífs míns bezta ráðunaut var þetta: Hann sagði aldrei: Svona skaltu og áttu að gera — heldur: Vinur minn, ef ég væri í þínum spor- um, mundi ég gera svona, eða svona. „Og það brást aldrei að 'hann hafði á réttu að standa. Ég ætla mér ekki þá dul í þessum fáu orðum að ræða um listamanninn, leikarann snjal'la og stóra, Poul Reumert. Til þess eru aðrir færari mér og munu til kvaddir. En hitt mega allir vita, að honum gleymi ég aldrei, hvorki sem vini, manni eða yfir burða listamanni. Sú minning lifir með mér og deyr með mér og þannig munu þúsundir geta tekið undir með mér í dag. Dey fé, deyja frændur, deyr siálfr it sama. En orðstir deyr aldregi, hveimis sér góðan getr. Stefán fslandi. Reumert sem Fabius Maximus í „För Cannæ“, eftir Kaj Munk. POUL REUMERT hef ég þekkt eins lengi og ég man eftir mér. Fyrst af afspurn, er hann sendi jólagjafir til mín á barnsaldri. Síðar urðu kynnin mjög náin, er hann og Anna Borg, kona hans, komu í heimsóknir til okk- ar og við til þeirra. Poul Reum- ert var örlátur. Allar voru gjaf- ir hans góðar. Hvort sem þær voru hlutlægar eða óhlutlægar. Ég hefi verið svo lánsamur í lífinu að þiggja margar þeirra. Setið með honum margar stund- ir, oft fram á nótt, og hlustað á hann ausa af nægtabrunni vizku sinnar og lífsreynzlu. Auk þess hef ég þegið af honum marga góða gripi. Bréfaskipti áttum við í mörg ár. Það var svo gaman að fá bréf frá hon- um. Þau voru svo vel skrifuð. Koparstunga. Innihaldið var í senn fræðandi og skemmtilegt. Hann talaði og skrifaði svo gott mál að unun var á að hlýða og lesa. Allt umhverfis Poul Reumert var glæsilegt. Heimilið, mað- urinn, allt hans líf. Það sópaði að honum hvar sem hann fór. Hvorí heldur var á sviðinu eða í einkalífi. Poul Reumert var maðurinn, sem, á sínum tíma, var ráðið frá, að fara út á leik- listarbrautina. Þangað ætti hann ekki erindi, vegna hæfileika- skorts. Það er því ekki lítið í það varið að hafa fengið tæki- færi, til að kynnast manninum, sem ekki aðeins fór þessa braut til enda, heldur gerði það glæsi- legar en nokkur annar hafði gert það fyrr í hans landi, og þó víðar væri leitað. Minnið var frábært. I síðasta sinn, er hann kom fram opinberlega hinn 27. nóv. s.l. las hann upp kvæðið um Svein Dúu í Konunglega leikhúsinu. Þegar hann ætlaði inn á sviðið minnti einhver hann á, að hánn væri ekki með bók- ina með sér. Poul Reumert svar- aði því þá til, að bókina þyrfti hann ekki, enda ætti hann hana ekki til. Hann kynni kvæðið utanað, síðan hann lærði það, fyrir rúmum 40 árum. Nú stendur Poul Reumert ekki framar á sviði Konunglega leikhússins. Hann skilur eftir fjöldan allan af gleðilegum minn ingum hjá okkur, sem höfum fengið tækfæri til að sjá hann á sviðinu. Enn meira er í það varið að hafa borið gæfu til þess að kynnast Poul Reumert persónulega. Kynnast hinum miklu mannkostum hans. Njóta gestrisni hans. Læra af reynzlu hans á hinni löngu göngu hans um mannlífið. Kynnast mann- vininum mikla. Allar eru minn- ingarnar fagrar um Poul Reum- ert því hann hefir látið svo margt gott af sér leiða. Það er eins .og hann hafi haft fyrir leiðarstjörnu eftirfarandi kvæði eftir Piet Hein, er hann las eitt kvöld fyrir mig. Du skal plante et træ. Du skal gþre én gerning, | som lever nár du gár i knæ, en ting som skal vare ' og være til lykke og læ. Du skal ábne dit jeg. Du skal blive ét eneste trin pá en videre vej. Du skal være et led i en lod som nár ud over dig. Du skal blomstr.e og dræ. Dine frugter skal mætte om s& kun det simpleste kræ. Du har del i en fremtid. For dén skal du plante et træ. Sá mikli skógur, sem Poul Reumert skilur eftir sig mun duga til að halda minningunni um hann hátt á lofti um ókom- in ár. Ragnar Borg. Bóklialdari Verzlun í nágrenni Reykjavíkur óskar að ráða bók- haldara strax. Upplýsingar gefur Friðrik Þórðarson í síma 38560. Stúlka vön saiímaskap óskast allan daginn. Nærfatagerðin ARTEMIS Flókagötu 37. STÚLKA Ábyggileg og hreinleg stúlka getur fengið atvinnu við afgreiðslustörf í snyrtivöruverzlun í Miðbænum (allan daginn). — Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merktar: „8018“. Eignarland Til sölu eignarland um 6000 ferm. sem liggur að þjóðvegi í næsta nágrenni Reykjavíkur, allt í rækt. Tilboð með nafni og símanúmeri sendist afgr. Mbl merkt: „Góð eign — 8006“ fyrir 28. apríl Ávarp I DAG verður gerð í Kaup- mannahöfn útför Poul Reum- erts leikara, en hann lézt að heimili sínu hinn 19. þessa mánaðar. Við fráfall þessa mikla lista manns er það ekki aðeins þjóð hans sjálfs, sem á hon- um þökk að gjalda. Langt út fyrir landamæri Danmerkur jós hann af nægtarbrunni list ar sinnar. Dýrar minningar og hljóðar þakkir til hans munu því nú vakna í hugum margra, er fengu notið list- ar hans vítt um lönd. Við íslendingar áttum því láni að fagna að kynnast Poul Reumert flestum eða öll um þjóðum betur utan heima- lands hans. Hann kvæntist leikkonunni Önnu Borg og batt þá trausta tryggð við fjölskyldu hennar og um leið við fsland og íslenzka þjóð. Anna bar jafnan ein- lægt ræktarþel til íslands þótt hún dveldist erlendis, og var maður hennar henni mjög samhuga um það. Eign- uðust þau hér marga vini. Þau hjón komu oft til fs- lands, léku hér og lásu upp. Þarf ekki að hafa um það mörg orð, hve miklir auðfúsu gestir þau voru öllum unn- endum leiklistar á slandi. Nú á útfarardegi Poul Reumerts er því sérstök á- stæða til að minnast þeirrar miklu ræktarsemi, sem hann sýndi í senn minningu tengda móður sinnar, hinnar ágætu leikkonu Stefaníu Guðmunds dóttur, og konu sinnar, sem þá var nýlátin, og um leið íslenzkri leiklist, er hann lét rætast þá hugsjón, er Önnu hafði lengi verið rík í huga, og þeim hjónum báðum, að stofna Minningarsjóð frú Stef aníu Guðmundsdóttur. Sjóð þennan stofnaði hann af því fé, er þau hjónin höfðu lagt Poul Reumert. til hliðar af leiksýningum á fslandi að viðbættum tekjum af minningarriti, er Roumert gaf út um konu sína, Önnu Borg. Ennfremur hafa ýmsir aðilar hér á landi gefið fé til sjóðsins. Hlutverk sjóðs- ins er að styðja íslenzka leik- ara til menntunar. Það er sannfæring okkar, að nú við fráfall Poul Reum- erts muni margur íslending- ur óska að tjá þakklæti sitt og virðingu við minningu þeirra þriggja ágætu lista- manna, sem tengdir eru stofn un þessa sjóðs. Gjöfum í sjóð- inn verður veitt viðtaka í aðgöngumiðasölu Þjóðleik- hússins og Leikfélags Reykja víkur í dag og tvo næstu daga. Einnig í farmiðasölu PAN AMERICAN flugfélags- ins í Hafnarstræti 19 (símar 11645 og 10275) sömu daga. Stjórn Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Vegma jarðarfarar verður lokað ó morgun eftir hádegi. ATVINNA Stúlka óskast strax til afgreiðslustarfa í farmiða- sölu vorri. Umsækjendur komi til viðtals föstudag- inn 26. apríl kl. 2—4 Upplýsingar ekki gefnar í síma. BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. VORHÐ ER KOIVflÐ og nú fara margir á stjá, sem eiga hálfunnar íbúðir eða ætla að fara að byggja. Við viljum benda á að bókin ÚRVAL ÍSLENZKRA EINBÝLISHÚSA er ómetanleg öllum þeim sem eru i byggingahug- leiðingum og raunar öllum fróðleg. Þar eru 140 myndir af 9 úrvals einbýlishúsum 11 íslenzkra arki- tekta og þeir hafa sjálfir valið húsin. Kynnið yður það bezta í íslenzkum arkitektúr. HLAÐHAMAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.