Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 198* -K Verða París eða Delhi fyrir valinu? -x Beðið eftir nýrri stórsókn Viet Cong -x Rohert Kennedy á í erfiðri baráttu -X Harka boðuð gegn v-þýzkum stúdentum Bandaríkja- stjórn klofin Viðdvöl sú, sem U Thant, að- alframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði í París um helg- ina á leið sinni til Teheran, hef- ur styrkt þá tilgátu, að undir- búningsviðræður Bandaríkjanna og Norður-Vietnam um frið í Víetnam verði haldnar þar í borg. Að vísu er París ekki meðal þeirra borga sem Bandaríkjamenn hafa stungið upp á sem fundarstað, en ástæð- an getur verið sú, að fyrirfram hafi verið vitað að Hanoistjórn- in mundi hafna öllum tillögum þeirra. Þá verður einhver þriðji aðili, til dæmis U Thant, að koma til skjalanna og stinga upp á einhverjum nýjum fund arstað, til dæmis París. Hins veg ar er þetta engan veginn víst, og dráttur sá, sem orðið hefur á samkomulagi um fundarstað, getur vel táknað að París komi ekki til greina. Onnur borg, sem til greina kemur er Nýja Delhi, en þang- að kom Alexei Kosygin, for- sætisráðherra Rússa, í óvænta heimsókn fyrir helgina eftir heimsókn sína til Pakistan. Allt bendir til þess, að Rússar vilji mjög gjarnan að Indverjar eigi veigamikinn þátt í væntanlegum samningum um frið í Vietnam, og enginn vafi leikur á afstöðu frú Gandhi forsætisráðherra, sem sagði nýlega í ræðu, að Norður-Vietnamar og Viet Cong berðust í sjálfsvörn til þess að hrinda árás. Indland er ágætt dæmi um þá viðleitni Rússa að draga úr áhrifum Kínverja og Bandaríkjamanna i Asíu m,a. til að sýna að stefna þeirra sé vænlegri til árangurs, en stefna Kínverja og Indverjar eru mjög velviljaðir Rússum um þessar mundir, meðal annars vegna vopnasendinga þeirra. Rúss- ar njóta mikils álits á Indlandi þar sem þeir eru taldir fylgja friðsamlegri stefnu í utanríkis- málum og standa mitt á milli Kínverja og Bandaríkjamanna, en Indverar hafa löngum valið sér það hlutskipti að standa miðja vegu milli deiluaðila í heimsmálum. Dráttur sá, sem orðið hefur á samkomulegi um fundarstað, hef ur orðið til þess, að sá ótti hef- ur gert vart við sig í Washing- ton, að Bandarikjamenn glati allri þeirri velvild sem þeir fengu með takmörkun loftárás- anna á Norður-Vietnam fyrir þremur vikum og tilboðinu um samningaviðræður. Bandaríska stjórnin er greinilega klofin í málinu, og er vitað að Dean Rusk utanríkisráðherra var því andvígur að stungið var upp á 10 nýjum fundarstöðum til við bótar þeim fimm, sem áður hafði verið stungið upp á, þar sem hér hafi verið um tilskökun að ræða, en hann varð að lúta vilja forsetans. Norður-Vietnamar hafa að- eins stungið upp á tveimur fund arstöðum: Phnom Penh í Kam- bódíu og Varsjá í Póllandi. Báð- um þessum borgum hefur banda ríska stjórnin vísað á bug: Phnom Penh vegna þess að hún hefur ekki stjórnmálasambpnd við stjórnina í Kambódíu og Varsjá vegna þess að hún telur að ekki megi treysta því að ör- yggi bandarísku sendinefndar- innar verði tryggt og að blaða- menn njóti fullkomins athafna- frelsis. Hins vegar er bent á, áð Norður-Vietnamar hafa ekki diplómatíska fulltrúa í níu af þeim tíu borgum, sem Banda- ríkjastjórn stakk upp á í síð- ustu viku. Margir starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytis- ins töldu líka að fállast hefði átt á Varsjá, þrátt fyrir þá ann marka sem eru á þeirri borg sem fundarstað, meðal annars með til liti til valdabaráttunnar, sem nú á sér stað í pólska kommún- istaflokknum. Deilan um fundarstaðinn er nú komin á það stig, að hvor- ugur aðilinn vill láta undan af ótta við að bíða álitshnekki. Bandaríkjamenn eru minnugir undirbúningsviðræðnanna í Kó- reustríðinu, þegar andstæðingar þeirra reyndu að láta líta út fyrir að þeir væru að semja um uppgjöf. En Hanoistjórnin stend ur vel að vígi í þessari deilu vegna þess að í raun og veru hefur Johnsom forseti gengið á bak orða sinna, þar sem hann hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að hitta fulltrúa Norður-Vietnam hvar sem er og hvenær sem er. Þar sem hann Kosygin og frú Indira Gandhi í Nýju Delhi. HVAÐ ER TIL ÚRBÚTA í SKÚLAMÁLUM ? RABSTEFNA \ ÍSAFIRÐI A VEGLIH S.IJ.S. OG FYLKIS F.IJ.S. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 27. apríl í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði og hefst kl. 14. Ræðumenn verða: 'k .Tónas B. Jónsson, fræðslustjóri. ir Jóhann Ármann Kjartansson, kaupm. kr Jón E. Ragnarsson, varaform. S.U.S. Á eftir verða frjálsar umræður. Jóhann Árm. Kjartansson Jón E. Ragnarsson gefur ekki kost á sér til endur- kjörs virðist hann hafa litla á- stæðu til að sýna jafnmikla hörku í deilunni um fundar- stað og raun ber vitni, en áhrif „haukanna“ í innsta valda- hring Johnsons virðast hafa aukizt, og bent er á, að einn sá fremsti í hópi þeirra, Walt Rostow, ráðunaut- ur í þjóðaröryggismálum, hefur hvatt hann til að herða á skil- yrðunum fjórum, sem hann hef- ur sett fyrir því að undirbún- ingsviðræður verði hafnar. Stórfelldar sóknaraðgerðir BANDARÍSKIR herforingjar í Suður-Vietnam eru sannfærðir um, að þess verði ekki langt að bíða að hersveitir Norður- Vietnama og Viet Cong hefji nýja stórsókn, sennilega í lok maí eða í byrjun júní. Margt bendir líka til þess að skærulið- ar endurskipuleggi nú lið sitt og byrgi sig upp af vistum eftir síðustu stórsóknina í febrúar og birgi sig upp af vistum eftir búi sig undir nýja sóknarlotu. Þeir eru margir sem draga í efa að friðarumleitanir þær, sem nú fara fram, leiði til þess að fljót lega verði bundinn endi á styrj öldina, og á það er bent í þessu sambandi, að í Kóreustríðinu áttu hörðustu átökin sér stað eftir að friðarviðræður hófust. Á undanförnum vikum hafa hersveitir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra staðið fyrir stórfelldum sóknaraðgerðum til þess að koma í veg fyrir að andstæðingum þeirra gefist ráð rúm til að undirbúa víðtæka sóknarlotu. Þannig hafa verið gerðar árásir á skæruliða í ná- grenni Saigon, umhverfis her- kongósasvæðinu og á svæðinu stöðina við Khe Sanh, á Me- milli Hue og hlutlausa svæðis- ins. Bandarískir herforingjar segja, að skæruliðar hörfi á öllum þessum svæðum í samræmi við þá baráttuaðferð sína að berj ast aðeins á vígvöllum sem þeim hentar en Bandaríkjamönn um ekki. Bandaríkjamenn og banda menn þeirra hafa einnig hert á loftárásunum á flutningaleiðir Norður-Vietnama og liðsflutn- inga þeirra á svæðinu frá hlut lausa beltinu norður að 20. breiddarbaug, en samkvæmt á- kvörðun Johnsons forseta um að taíkmarka loftárásirnar hefur loftárásunum fyrir norðan þetta svæði verið hætt. Þannig er ljóst, að þótt loftárásirnar hafa I verið takmarkaðar, hefur ekki dregið úr þunga loftárásanna, og hefur þeim í aðalatriðum ver ið beint frá íbúðasvæðum til svæðisins milli hlutlausa belt- isins og 20. breiddarbaugs eða öllu heldur 19. breiddarbaugs því að yfirleitt hafa lo,ftárás- irnar beinzt að svæðum alllangt fyrir sunnan 20. breiddarbaug. Á fimmtudag í síðustu viku voru gerðar hörðustu loftárásir, sem gerðar hafa verið á einum degi síðan Víetnamstríðið hófst. Af öllu þessu má sjá, að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra hafa ekki dregið úr stríðsrekstr inum þrátt fyrir friðarumleitan ir þær, sem nú eiga sér stað, og horfur eru á því að Norður- Vietnamar og Viet Cong herði einnig á stríðsrekstri sínum. Humphrey bjartsýnn SÍÐAN Johnson forseti til- kynnti fyrir þremur vikum, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, hefur alltaf komið betur og betur í ljós, að Ro- bert Kennedy verður að heyja erfiða baráttu til þess að hljóta tilnefningu Demókrataflokks- ins til þess að verða forseta- frambjóðandi flokksins í kosn- ingunum í haust. Afleiðingin er sú, að hófleg bjartsýni ríkir nú í herbúðum keppinauta Kenne- dys. Eugene McCarthys öldunga deildarmanns og Hubert Humpr heys varaforseta, einkum þó með al stuðningsmanna hins síðar- nefnda. Framihald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.