Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 „Enginn veit hvað átt hefur tyrr en misst hefur" Hafið ávallt 'i/reno slökkvi- tæki við hendina. Margar tegundir fyr- irliggjandi. slökkvitæki veita yður öryggi og afslátt á tryggingariðgjöld- um á sama tíma. * Olafur Gislason & Co. hf. Ingólfsstræti la, — Sími 18370. Ágreiningur í stjórn Trudeaus um þingkosn. Ottawa, 22. apríl NTB — AP. • PIERRE Elliott Trudeau, hinn nýi forsætisráðherra Kanada, sem tók við embætti sl. laugar- dag, mun væntanlega tilkynna á þingfundi á morgun, hvort hann efnir til almennra þing- kosninga á næstunni. Samstarfs menn hans í nýju stjórninni eru taldir mjög á öndverðum meiði um það, hvort kosningar skuli fara fram, en sjálfur sagði Trudeau á sunnudag, að framtíð stjórnarinnar væri undir úrslit- um nýrra þingkosninga komin. • Margir telja líklegt, að Frjáls- lyndi flokkurinn mundi undir stjórn Trudeaus ná meirihluta á þingi, verði gengið til kosninga í júní nk. Nú hefur flokkurinn að baki aðeins 130 þingmenn af 265, sem sæti eiga í öldunga- deildinni Aðrir telja of snemmt að ganga til kosninga nú þegar. Ráðherrarnir í stjórn Trudeaus eru margir hinir sömu og voru í stjórn Leasters Pearsons. Þó hafa verið gerðar nokkrar breyt ingar, meðal annars hefur Michel Sharp verið skipaður utanríkis- ráðherra í stað Paúls Martins. Það þykir í frásögur færandi hversu glæsilega Trudeau var | búinn við embættistökuna. Menn i eru því vanastír að sjá hann í sandölum, peysu og leðurjakka, EKKERT HAPPDRÆTTI NEMA HAPPDRÆTTI D.A.S. BÝÐUR VINNING Á KR. MILLJÓNIR á einn miða STORVINNINGAR ÍBÚÐIR BIFREIÐAR HÚSBÚNAOUR ÍBÚO og minnst 5 BÍIAR í hverjum flokki Heiltfarverðmætí vinnmga kr. 35.095.000.00 Mánaðarverð miðans kr. 75.00 Arsmiðinn kr. 900.00 Tala útgefinna miða óbreytt Endurnýjun ársmiða o{ flnkksmiða he.st 10. apríl en við þetta tækifæri var hann formlega klæddur og samtovæmt siðvenjum — í röndóttum bux- um, vesti og lafafrakka. Leaster Pearson, sem nú læt- ur af stjórn flokks og stjórnar landsins, sagði í viðtali við frétta menn á laugardag, að hann hygði gott til „frelsisins“ og fyrst um sinn mundi hann njóta þess með því að sitja í makindum á sunnudögum með fæturna uppi á borði og horfa á íþróttirnar í sjónvarpinu, eða lesa það sem hannn lysti. Hann kvaðst senni- lega hefjast handa mjög bráð- lega um að skrifa endurminning- ar sínar. Hann heldur áfram setu á kanadíska þinginu. Pearson sagði aðspurður. að væntanlega mundu Kanadamenn fúsir að senda herlið til Vietnam á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að taka þar þátt í friðar- gæzlu. Hann kvaðst þeirrar skoð unar, að friðarsamningar um Vietnam yrðu að byggjast á siálfsákvörðunarrétti þjóðanna í N- og S-Vietnam en taldi þó vafasamt að unnt yrði að koma á kosningum þar. Pearson kvaðst telja óhjákvæmilegt, að Viet Cong fengi aðild að stjórn Suður- Vietnam; hann sagðist þó vissu- lega sjá, að það byði heim þeirri hættu, að kommúnistar tækju völdin í Suður-Vietnam að fullu, en sagðist ekki sjá leið til þess að komast hjá þvi að taka þá áhættu. Um NATO sagði Pearson, að bandalagið væri ekki eins „heil- brigt“ og hann hefði kosið og kvaðst vona að sá dagur kæmi, ag Frakkar breyttu afstöðu sinni til þess. Hann taldi ekki óhugs- andi, að Kanadamenn endur- skoðuðu framlag sitt til NATO, sagði að e. t. v. væri heppilegra að hafa heima fyrir auðflytjan- legt herlið, sem NATO gæti fengið til ráðstöfunar hvenær sem væri, fremur en halda áfram að halda liði erlendis með öll- um þeim tilkostnaði, er fylgdi Því. TRÉTÆKNI s.i. Skúlagötu 55 sími 1-23-84 Höfum til sölu þessar smekk- legu vegghillur, fyrir ýmiss- konar smáskraut. Mjög ódýrar. Höfum fen gið mikið úrval af gluggatjaldaefnum ( C^feÉifecýt óumctr Áklæði og gluggatjöld SKIPHOLTI 17 — SÍMI 17563.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.